Lífið

Ekki fenguð þið ykkur eins tattú? - myndir

Á meðfylgjandi myndum, sem teknar voru í nótt á Hverfisbarnum, Hressó, Jacobsen og á Nasa, má sjá ungt fólk skemmta sér. Vinkonur með eins húðflúr á úlnliðnum vöktu athygli Sveinba ljósmyndara sem tók myndirnar. Superman.is í samstarfi við Jacobsen og Bacardi Razz ætla að bjóða til dansveislu fyrir lengra komna í kvöld, laugardag 13. febrúar. Sjá nánar hér.

Lífið

Sjálfsöruggar og sjúklega sætar - myndir

Victoria Beckham, 35 ára, og Naomi Campbell, 39 ára, stilltu sér upp í teiti sem haldið var á vegum Naomi til styrktar Haítí í New York í gærkvöldi. „Ég klæði mig á kynþokkafullan hátt en ekki of áberandi," sagði Victoria. Skoða Naomi og Victoriu betur í myndasafni.

Lífið

Beðið eftir Björk

Fyrirsætur, rokkstjörnur og áhrifafólk á borð við Michelle Obama hafa lýst yfir mikilli sorg vegna fráfalls hönnuðarins Alexanders McQueen.

Tíska og hönnun

Breyttu texta fyrir myndband

Myndband hljómsveitarinnar Hitakúts við lagið Gefið mig allan af plötunni Ástin Míní er komið í spilun, bæði á Netinu og í sjónvarpinu. Þar er sögð saga tveggja einstaklinga á dramatískan hátt og til þess að sagan passaði betur við lagið var uppröðun textans breytt. „Hugmyndin að laginu var allt önnur í rauninni,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, Hitakútur. „Svo ákváðum við að gera vídeó og þá sá ég fyrir mér þessa sögu. Til þess að þetta myndi ganga upp þurftum við að svissa versi tvö og þrjú. Þá féll textinn algjörlega inn í þessa sögu.“

Lífið

Cruz glímir við Sparrow

Spænska leikkonan Penelope Cruz er í viðræðum um að leika í fjórðu sjóræningjamyndinni Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides. Landi hún hlutverkinu mun hún leika á móti sjálfum Jack Sparrow, sem Johnny Depp hefur túlkað á eftirminnilegan hátt í fyrstu þremur myndunum. Tökur á framhaldsmyndinni hefjast í sumar og frumsýningin verður í maí á næsta ári. Penelope Cruz var nýverið tilnefnd til Óskarsins fyrir hlutverk sitt í söngvamyndinni Nine. Leikstjóri hennar er Rob Marshall, sá hinn sami og leikstýrir Stranger Tides.

Lífið

Hleypur maraþon

Transformers-leikarinn Shia LaBeouf ætlar að hlaupa Los Angeles-maraþonið 21. mars. Með því vill hann safna peningum fyrir samtökin US VETS, sem aðstoða hermenn sem koma heim frá Írak og Afganistan. Samtökin eru afar mikilvæg í augum Shia því faðir hans Jeffrey barðist í Víetnam auk þess sem afi hans var hermaður. „Við erum afar ánægð með að herra LaBeouf vildi taka í maraþoninu fyrir okkar hönd,“ sagði forseti US VETS. Shia er ekki fyrsta Hollywood-stjarnan sem tekur þátt í maraþoni, því stutt er síðan Katie Holmes keppti í New York-maraþoninu þar sem Tom Cruise og dóttir þeirra Suri hvöttu hana áfram. Sjónvarpskokkurinn Gord­on Ramsay er einnig fastagestur í Lundúnamaraþoninu.

Lífið

Ólafur Darri gróf Inga lifandi

„Ólafur er bastarður í myndbandinu - reiður og aggressívur. Hann er ruslakarl á daginn og gefur lík á kvöldin,“ segir tónlistarmaður Ingi Örn Gíslason.

Lífið

Sexí túba og það sem hverfur

Vetrarjazzinn heldur áfram um helgina með spennandi og fjölbreyttri kvölddagskrá á Café Kúltúru. Þeir sem koma fram eru Hljómsveit Kristjönu Stefánsdóttur, Fönksveinar og B3 tríóið í kvöld og Tríó Eyþórs Gunnarssonar og ungir sólistar undir dyggri handleiðslu Andrésar Þórs og hljómsveitar spreyta sig annað kvöld.

Lífið

Minnast 75 ára afmælis

Söngvarinn Friðrik Ómar, ásamt hópi annarra tónlistarmanna, heldur tónleika í Salnum laugardaginn 20. febrúar í tilefni af 75 ára afmæli Elvis Presley. Farið verður yfir feril kóngsins þar sem lög á borð við Jailhouse Rock, Love Me Tender og Can"t Help Falling in Love verða á efnisskránni. Elvis fæddist í Mississippi í Bandaríkjunum 8. janúar 1935 og hefði því orðið 75 ára á þessu ári hefði hann lifað. Miðasala á tónleikana í Salnum fer fram í síma 570 0400 og á Salurinn.is. Miðaverð er 2.900 krónur.

Lífið

Kirkjustrákur frá Njarðvík

Rapparinn Ástþór Óðinn gaf út plötuna Both Ways í desember. Öfugt við marga á hann í engum vandræðum með að skilgeina tónlistina sína.

Lífið

Tjáir sig um Kurt Cobain

Söngkonan Courtney Love tjáir sig opinskátt um fyrrverandi eiginmann sinn, hinn sáluga rokkara Kurt Cobain úr Nirvana, í viðtali við tímaritið Spin. „Ég giftist náunga, hann drap sig og ég erfði allt saman. Þannig gekk þetta fyrir sig,“ sagði Love. Hún á þessa dagana í forræðisdeilu vegna dóttur þeirra, Frances Bean, sem er sautján ára. Nýlega var ákveðið að aðgangur Love að Frances verði áfram takmarkaður þangað til í apríl. Þá munu dómstólar endurskoða málið. Love hefur lengi átt við vímuefnavandamál að stríða, auk þess sem fjárhagurinn hefur verið dapur upp á síðkastið.

Lífið

Neitar að hitta eiginkonuna

Bandarískur dómstóll hefur úrskurðað að eiginkona leikarans Dennis Hopper, Victoria, þurfi að halda sig að minnsta kosti þremur metrum frá honum.

Lífið

Tvær nýjar frá Insol

Tónlistarmaðurinn Insol (Ingólfur Sigurðsson) gaf nýlega út tvo diska með eigin músík. Þetta eru sólódiskar númer níu og tíu og heita Það og það og Ísland skal aría griðland. Insol hóf að gefa út tónlist árið 1998 og gerði átta diska til ársins 2003. Þá fór hann í langa útgáfupásu. Í fyrra gaf Brak-útgáfan út safnplötuna Hátindar, þar sem safnað var saman átján lögum frá ferlinum. Þar má meðal annars heyra lagið þekkta, „Hvenær mun hér á Íslandi rísa stjörnusambandsstöð?“

Lífið

Dagbókarfærslur Einars

Í dag kl. 16 verður opnuð málverkasýning Einars Garibaldi Eiríkssonar, Grand Tour, í Gallerí Ágúst, sem er á Baldursgötu 12. Á sýningunni eru fundin málverk (Tableaux trouvés) sem Einar hefur safnað á götum sögufrægra borga Ítalíu á undanförnum árum, en titill sýningarinnar vísar til „Grand Tour“-ferðanna er náðu hámarki sínu á 18. öldinni. Á síðasta áratug hefur Einar ferðast í fótspor hinna þekktu ferðalanga um Ítalíu, þar sem hann hefur meðal annars starfað sem leiðsögumaður. Líta má á hin fundnu málverk sem dagbókarfærslur Einars, með vísunum til þeirra listamanna er tóku sér þetta ferðalag á hendur í leit að skilningi á sameiginlegri arfleifð.

Lífið

Ormur er rómantíska hliðin á Góa

„Ormur Óðinsson er rómantíska hliðin á mér,“ segir Gói, eða Guðjón Karl Davíðsson, sem leikur hinn 17 ára Orm í sýningunni Gauragangur sem verður sett á fjalirnar í Borgarleikhúsinu 19. mars.

Lífið

Vill leika í Kill Bill 3

Daryl Hannah hefur mikinn áhuga á að endurtaka hlutverk sitt sem Elle Driver í þriðju Kill Bill-myndinni. Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur gefið í skyn að myndin komi út árið 2014 þar sem brúðurin, sem Uma Thurman lék, lendir í enn fleiri slagsmálum. Tarantino hefur einnig íhugað að búa til tvær anime-teiknimyndir í tengslum við Kill Bill. „Það er óvíst hvað verður því Quentin á eftir að gera það upp við sig hvort þetta verður anime-mynd eða venjuleg hasarmynd. Maður veit aldrei með hann,“ sagði Daryl, sem næst leikur í myndinni A Closed Book.

Lífið

Birgitta Haukdal og barnið - myndband

Birgitta Haukdal hefur lítið verið í sviðsljósinu undanfarið, en hún hefur þó ekki sagt skilið við tónlistina, því undanfarin þrjú ár hefur hún stundað söng- og kennaranám í Danmörku. Fyrir rúmu ári giftist hún eiginmanni sínum Benedikti Einarssyni og fyrir sjö mánuðum fæddist svo frumburður þeirra hjóna, Víkingur Brynjar. Í Íslandi í dag í kvöld er kíkt í heimsókn til Birgittu, sem segir móðurhlutverkið það yndislegasta sem komið hafi fyrir hana. Hún segist ekki sakna tónlistabransans, en útilokar þó ekki að hún láti að sér kveða á þeim vettvangi á næstunni.

Lífið

Heimsfræg með bólur - myndir/myndband

Söngkonan Katy Perry, 25 ára, segir frá húðvandamálum sínum í nýrri auglýsingu fyrir bólukrem. Katy, sem var bannað að horfa á MTV sjónvarpsstöðina þegar hún var yngri, var mynduð með gula húfu á LAX flugvelli ásamt unnustanum Russell Brand eftir að farangur hennar var grannskoðaður í tollinum. Skoða parið betur í myndasafni.

Lífið

Stjörnumódel sýna einkennisklæðnað í kvöld

„Ef stjórnmálamenn hafa viljann til þess þá er lest betri kostur en almenn umferð,“ segir franski listamaðurinn Etienne De France sem hefur staðið fyrir listagjörningi á vefnum þar sem hann hefur hannað lest sem á að ganga á milli Keflavíkurflugvallar til BSÍ í Reykjavík.

Lífið

Gullfallegar í gyllta salnum - myndir

Margt var um manninn á vínsýningu sem fram fór í gyllta salnum á Hótel borg í gær. Gestum var boðið var upp á að smakka af öllum tegundum vinframleiðandans Concha y Toro. Eins og myndirnar, sem Þorgeir ljósmyndari tók, sýna leiddist stelpunum ekki.

Lífið

Hellingur af skvísum - myndir

Eins og myndirnar sýna mætti hellingur af skvísum í verslunina Modern í gær þar sem Arcadesign fagnaði Corvuz sem er ný hönnunarlína. „Í dag erum við að vinna á fullu í Arca og erum að leggja drög að því að koma vörunum okkar á erlendan markað. Viðbrögðin hafa verið ótrúlega góð," sögðu Vilborg Aldís Ragnarsdóttir og Hafdís Heiðarsdóttir, eigendur Arcadesign.

Lífið

Sjúklegur áhugi á hrukkustraujárninu - myndir

„Hrukkustraujárnið seldist upp á Íslandi," segir Unnur Þorsteinsdóttir sem selur hrukkustraujárnið sem er að gera allt vitlaust í Hollywood og nú hér á landi. „Viðbrögðin eru frábær eins og við mátti búast þegar um svona magnað tæki er að ræða," segir hún. „Við höfum ekki náð að taka öll símtöl vegna álags á símanum og í afgreiðslu en við erum svo heppin að við vorum að fá nýja sendingu í hús," segir Unnur. „Við höfum fengið nokkur símtöl og heimsóknir frá fólki sem er búið að kaupa tækið sem er hreinlega með tárin í augunum af gleði yfir árangrinum sem það er að sjá strax. Okkur þykir sérstaklega vænt um það." Hverju eru Íslendingar að sækjast eftir? „Fólk er að sækjast eftir yngra og betra útliti, færri hrukkum, minni húðholum, fallegri, hreinni og heilbrigðari húð," segir Unnur og heldur áfram upptalningunni: „Lyftingu á andliti og líkama eins og brjóst, rass, minni appelsínuhúð og stinnari húð um allann líkama." „Margir eru líka að sækjast eftir þykkara og heilbrigðara hári en tækið vinnur á öllu þessu og meira til."

Lífið

Til heiðurs Deep Purple

Tvennir tónleikar til heiðurs rokksveitinni Deep Purple verða haldnir á Sódómu Reykjavík 17. og 18. febrúar. Eiríkur Hauksson verður söngvari og með honum á sviðinu verða Ingólfur Sigurðsson, Vignir Stefánsson, Jóhann Ásmundsson og Sigurgeir Sigmundsson. Þetta er í þriðja sinn sem Eiríkur,

Lífið

Frelsisveit Nýja Íslands

Tónlistarveislan Vetrarjazz heldur áfram í kvöld. Klukkan 23 leikur Frelsissveit Nýja Íslands á Café Kultura við Hverfisgötu.

Lífið

Plötukynning Hudson

Hljómsveitin Hudson Wayne er snúin aftur með sjö laga plötuna How quick is your fish? Þetta er fyrsta platan frá sveitinni síðan Battle of the Banditos

Lífið

Magnús verður Íþróttaálfur

Magnús Scheving hyggst leika Íþróttaálfinn í Laugardalshöll á hátíð tileinkaðri Latabæ sem haldin verður laugardaginn 27. mars, hugsanlega í síðasta sinn. Síðast lék Magnús þennan síhoppandi karakter í

Lífið

Björn spilar í Japan

Gítarleikaranum Birni Thoroddsen hefur verið boðið að leika með japanska gítarleikaranum Kazumi Watanabe um páskana. Tónleikarnir verða á einum þekktasta djassklúbbi Tókíó, Shinjuku Pit Inn. Watanabe, sem er einn þekktasti djassleikari Japans, heldur upp á fjörutíu ára starfsafmæli sitt í ár.

Lífið