Lífið

Sjónvarpsstjörnur selja föt í Kolaportinu

„Við erum að fara að selja flottu fötin sem við pössum ekki lengur í," segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarpskona þegar við heyrum í henni hljóðið en hún ætlar að selja fötin sem hún passar ekki lengur í í Kolaportinu á morgun, laugardag. Verður þú ein að selja? „Nei, ég og Sigrún Ósk og síðan ætlar Birgitta Haukdal að koma með okkur. Hún er búin að eiga og ætlar að losa sig við eitthvað úr skápunum." „Þetta eru eiginlega bara föt af öllum skalanum. Til dæmis 66 gráður norður flíspeysur, flottir kjólar, leðurjakkar og kápur," segir hún spurð hvernig föt þær ætla að selja. Dýrar flíkur? „Nei veistu þegar maður fer í Kolaportið vill maður ekki kaupa flík á tíuþúsund. Við ætlum að selja fötin á sanngjörnu verði. Sumt af því sem ég er með er meira að segja ónotað," svarar hún. Ætlar þú að selja kjóllinn eftir Birtu sem þú varst í á úrslitakvöldinu? „Reyndar tími ég ekki að selja hann. Hann á sér of góða sögu," svarar Ragnhildur Steinunn.-elly365.is Kolaportið opnar klukkan 10:00 í fyrramálið.

Lífið

Sólinn frá Sandgerði á svið

Hátíðin Aldrei fór ég suður fer að vanda fram á Ísafirði um páskana. Tilkynnt hefur verið um fyrsta holl skemmtikrafta sem fram kemur. Þar á meðal er hljómsveitin Sólinn frá Sandgerði, sem varð fræg í Vaktarþáttunum. Ólafur Ragnar var umboðsmaður sveitarinnar á tímabili og hafði stórar væntingar. Nú kemur Sólinn fram í fyrsta skipti opinberlega.

Lífið

Birta hannar kjól Heru

„Við erum byrjaðar að pæla aðeins og hugsa en það er ekkert niðurneglt. Við erum með ákveðnar hugmyndir í kollinum," segir Hera Björk Þórhallsdóttir en Birta Björnsdóttir hjá Júniform mun hanna kjólinn sem söngkonan klæðist þegar hún syngur framlag Íslands í Eurovision-söngvakeppninni í Ósló.

Lífið

Fálkar á flugi á Skúlagötu

Alexander Zaklynsky opnar fyrstu einkasýninguna sína í Reykjavík á morgun. Hann sýnir málverk af fálkum á flugi. Það er eins og þeir séu í eltingarleik um veggi gallerísins.

Lífið

Rúnagaldur ryður brautina

„Það er afskaplega gaman að Þjóðverjar skuli hafa áhuga á þessari bók,“ segir rithöfundurinn Elías Snæland Jónsson.

Lífið

Bretar standa við bakið á Cheryl

Söngkonan Cheryl Cole flúði Bretland í vikunni eftir að fjölmiðlar greindu frá framhjáhaldi eiginmanns hennar, Ashley Cole. Breska þjóðin stendur þétt við bakið á sinni konu og hvetur hana til að skilja.

Lífið

Norræni sjóðurinn hafnaði Frímanni

Norræni sjónvarps-og kvikmyndasjóðurinn hafnaði því að styrkja sjónvarpsþáttaröð sem Gunnar Hansson og bróðir hans, Ragnar Hansson, hafa verið að gera með mörgum af fremstu grínistum Norðurlandanna.

Lífið

Kenna ungu fólki að elda fisk

Sveinn Kjartansson, eigandi Fylgifiska, og Áslaug Snorradóttir ætla að kenna Íslendingum að elda fjölbreytta fiskrétti í nýjum sjónvarpsþáttum sem sýndir verða á RÚV.

Lífið

Býður Evu Maríu á stefnumót

Ingi Þór Óskarsson úr Gettu betur-liði Menntaskólans við Hamrahlíð hefur ákveðið að standast áskorun og bjóða spyrlinum Evu Maríu Jónsdóttur á stefnumót. Ingi Þór og félagar etja kappi við Verslunarskólann í 8 liða úrslitum Gettu betur á laugardaginn og þar ætlar hann að bera spurninguna fram. „Það fer bráðum að koma að þessu,“ segir Ingi Þór, hvergi banginn.

Lífið

75 myndir í Grundarfirði

Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í þriðja sinn í Grundarfirði helgina 3. til 7. mars. Sýndar verða 75 stuttmyndir og tónlistarmyndbönd frá tuttugu löndum, þar á meðal norska myndin Little Penis. Grundfirðingar munu taka þátt í hátíðinni, meðal annars með því að halda fiskisúpukeppni þar sem sóknarprestur bæjarins, Aðalsteinn Þorvaldsson, verður á meðal keppenda.

Lífið

Innri sýn Bjargar

Í listasal Garðabæjar á Garðatorgi 7 stendur nú yfir sýning Bjargar Atla, sem hún nefnir Tilbrigði við stef. Listasalur Garðabæjar er lítill sýningarsalur staðsettur á hæðinni fyrir ofan Bókasafn Garðabæjar og hýsti áður sýningasal Hönnunarsafns Íslands.

Lífið

Tíu lög á aðeins 18 mínútum

„Við erum aðallega að syngja um lífið og tilveruna. Við erum ekkert rosalega pólitískir og ekkert rosalega harðir neitt," segir Almar Daði Kristjánsson, bassaleikari pönksveitarinnar Buxnaskjónar frá Akureyri.

Lífið

Waltz leikur geðklofa

Austurríkismaðurinn Christoph Waltz, sem sló í gegn sem nasista­foringi í Inglourious Basterds, fer með stórt hlutverk í kvikmyndinni Water for Elephants. Þar leikur hann geðklofa dýratemjara í fjölleikahúsi, hvorki meira né minna. Með annað aðalhlutverk fer Robert Pattinson úr Twilight-myndunum.

Lífið

Hengdi sig í fataskáp

Tískuhönnuðurinn Alexander McQueen skrifaði sjálfsmorðsbréf og hengdi sig síðan í fataskáp. Þetta kemur fram í skýrslu sem dánarstjóri í London hefur sent frá sér. McQueen fannst látinn á heimili sínu í London fyrir viku, á sama tíma og undirbúningur var í fullum gangi fyrir vorlínu hans sem átti að kynna í París. Sama dag og hönnuðurinn lést fór jarðarför móður hans fram, sem lést viku áður. McQueen starfaði lengi með Björk Guðmundsdóttur og minnist hún vinar síns á hjartnæman hátt á heimasíðu sinni, Bjork.com.

Lífið

Þegja yfir hjónabandi

Beyoncé Knowles telur mikilvægt að einkalífi sínu sé haldið fjarri sviðsljósi fjölmiðlanna. Söngkonan giftist rapparanum Jay-Z í leynilegri athöfn árið 2008 og bæði vilja þau sem minnst tjá sig um sambandið.

Lífið

Rymja aldrei verið eins flott!

Rymja, söngkeppni Kvennaskólans í Reykjavík fór fram á föstudaginn síðasta í Íslensku Óperunni. Frábær skemmtun í alla staði og flottasta Rymja í sögu Kvennaskólans er búin að líta dagsins ljós.

Lífið

Erfiðleikar og hollusta í Íslandi í dag

Í sjónvarpsþættinum Ísland í dag, sem hefst strax að loknum fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:55, hittum við Rósalind Óskarsdóttur sem greindist með bráðahvítblæði fyrir um átta mánuðum. F Foreldrar hennar standa í þeirri trú að orsök sjúkdómsins hafi verið að finna í húsinu þeirra en þar var rafsegulsviðið áttfalt meira en eðlileg mörk gera ráð fyrir. Þá fáum við að vita allt um stórbrotna íþróttasýningu, þá fyrstu sinnar tegundar hér á landi og Solla og Vala Matt baka ljúffengt hollustubrauð.

Lífið

Brjóstastækkun í Íslandi í dag - myndband

Í Íslandi í dag fylgjumst við með brjóstastækkun á tvítugri stúlku úr stærð A í C. Fræðumst um aðgerðina, þróunina í þessum málum sem og hætturnar sem lýtaaðgerðum fylgja. Fylgist með Íslandi í dag klukkan 18:55 í kvöld strax að loknum fréttum Stöðvar 2.

Lífið

Konudagurinn: Geðveik sveppasósa og rómantísk stemning

„Næsta laugardag?" spyr Jógvan Hansen söngvari þegar Visir spyr hvernig hann ætlar að gleðja kærustuna á konudaginn. „Ég ætlað að gera eitthvað fyrir hana á Sunnudaginn í staðinn. Hún á nefnilega afmæli á sunnudaginn líka. Svo ég ætla að reyna að vera góður við hana," útskýrir hann einlægur. „Ekki það að það er nokkuð erfitt að vera góður við hana. Hún á það skilið." „Ég verð nú að finna handa henni einhverja sæta afmælisgjöf. Ég ætla allavegana að kaupa handa henni blóm og bjóða henni út að borða. Eitthvað gott." „Bæjarins bestu eða kafbát mánaðarins á Subway. Ég er skólanemi veistu!" segir Jogvan hlæjandi og heldur áfram: „Ítalía veitingastaðurinn er svolítið í uppáhaldi hjá okkur. Svo ég held að mig langi að fara þangað með henni. Ég mæli með öllu hjá þeim. Eitt lítið glas púrtvin, ekta ítalska pizzu frá Tíno og svo kjúklingabringurnar með geðveikri sveppasósu og svo bara virkilega rómantisk stemning." „Síðan ætla ég að fara með henni á Hellisbúann. Ég hef heyrt að hann er rosa skemmtilegur," segir Jogvan. -elly@365.is

Lífið

Bubbi í kvos MA

Einn af ástkærustu tónlistarmönnum Íslands hélt óvænta tónleika í Kvos MA nú í morgun nemendum til mikillar ánægju. Þetta er partur af tónlistarferð hans um landið sem gengur undir nafninu Rætur.

Lífið

Dilana snýr aftur til landsins og syngur í rokkóperu

Söngkonan Dilana Robichaux hefur tekið að sér hlutverk í íslenskri rokkóperu. Þetta staðfestir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, sem kemur meðal annars að útsetningum verksins. Nafnið er enn þá á huldu, sem og stærsti hluti þeirra sem að þessu dularfulla verkefni koma.

Lífið

Variety dæmir Draumalandið

Heimildarmyndin Draumalandið fær góða dóma hjá bandarísku kvikmyndabiblíunni Variety. Það telst til tíðinda þegar íslenskar kvikmyndir eru gagnrýndar hjá Variety og því eru þetta ánægjuleg tíðindi fyrir framleiðendur myndarinnar.

Lífið

Kemur sér í gírinn á Cadillac

„Ég er bara að koma mér í gírinn,“ segir söngvarinn Friðrik Ómar sem rúntar um höfuðborgarsvæðið þessa dagana á glæsilegri, hvítri Cadillac-bifreið í tilefni af Elvis-tónleikum sínum í Salnum. „Ég verð á honum fram á miðvikudag, þegar síðustu tónleikarnir eru búnir.“

Lífið

Jeff Who? auglýsir vodka í Bandaríkjunum

„Við getum alveg verið vodkamenn, ef það hittir þannig á,“ segir Elís Pétursson, yfirleitt þekktur sem Elli, bassaleikari hljómsveitarinnar Jeff Who? Hann er þó fljótur að bæta við skýrum skilaboðum: „En við erum reglumenn, maður þarf að kunna að fara með svona hluti.“

Lífið

Dauðakippir rappsins?

Vopnaðar erjur Móra (Magnúsar Ómarssonar) og Blaz Roca (Erps Eyvindarsonar) hafa beint sjónum manna að íslenska rappinu. Er yfirleitt einhver íslensk rappsena til? Og hvar er hún þá?

Lífið

Birna í Norræna

Fyrstu háskólatónleikar ársins fara fram í Norræna húsinu í dag og hefjast kl. 12.30. Þar leikur Birna Hallgrímsdóttir á píanó verk eftir Johann Sebastian Bach, Claude Debussy og Frédéric Chopin.

Lífið

Aladdín í gamalli verksmiðju

Leikfélag Menntaskólans við Sund frumsýnir nýjan söngleik byggðan á hinni klassísku sögu um Aladdín í kvöld kl. 20. Leikstjóri verksins og höfundur leikgerðar er Kolbrún Björt Sigfúsdóttir.

Lífið