Lífið

Er virkilega gott að kela með þetta? - myndir

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar sérstök heimasíða fyrir átakið „Mottu-mars". Þar gefst öllum sem sprettur grön kostur á að skrá sig og vera með í keppni um flottasta yfirvararskegg marsmánaðar - og safna í leiðinni áheitum til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands.

Lífið

Hemmi veislustjóri Páls Óskars

Þótt ótrúlegt megi virðast verður Páll Óskar fertugur 16. mars næstkomandi. Hann heldur upp á tímamótin með þremur viðburðum, sem allir fara fram á Nasa.

Lífið

Garðar Cortes á smáskífu með Paul Potts

„Það var bara haft samband við mig og ég beðinn um að vera með. Þetta kom skemmtilega á óvart og það er auðvitað alltaf gaman að geta hjálpað,“ segir Garðar Thor Cortes óperusöngvari. Hann syngur á nýrri smáskífu ásamt fremstu fulltrúum sígildrar tónlistar á Bretlandseyjum sem gefa á út til styrktar fórnarlömbum hamfaranna á Haíti. Alls tóku 23 söngvarar þátt en meðal þeirra sem syngja með Garðari er Paul Potts sem sló eftirminnilega í gegn í sjónvarpsþáttunum Britain"s Got Talent.

Lífið

Basterds á möguleika

Leikstjórinn Quentin Tarantino vill koma á óvart á Óskarsverðlaunahátíðinni um næstu helgi og hrifsa til sín helstu verðlaunin fyrir mynd sína Inglorious Basterds.

Lífið

Allt annað að sjá þig stelpa - myndir

Leikkonan Jennifer Love Hewitt, 31 árs, stillti sér upp í gærdag í Hollywood þegar hún hélt hátíðlega upp á hundraðasta þáttinn af Ghost Whisperer sem sýndur er á Stöð 2 á miðvikudögum klukkan 21:45. Jennifer leikstýrði umræddum þætti ásamt því að fara með aðalhlutvekrið.

Lífið

Víst eru sjúklega sæt karlmódel á Íslandi - myndir

Ljósmyndarinn Thorgeir.com tók meðfylgjandi myndir á viðburði sem nefndist „Dresscode" á veitingahúsinu NASA í boði Martini síðasta laugardag. Verslanirnar Kiss, Gyllti kötturinn, Momo, Mohawks, Original og Mótor sýndu fatalínur sínar. Eftir tískusýninguna var dansað fram eftir nóttu þar sem reynsluboltarnir Dj Óli Geir, Sindri BM og Joey D sáu til þess að enginn yfirgaf staðinn.

Lífið

Hraunar yfir tæknimann Bylgjunnar - viðtal

Þráinn Bertelsson alþingismaður var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi við Heimi, Sollu og nafna sinn Steinsson um listamannalaun. Í gær var fjallað um listamannalaun í þættinum en Þráinni Bertelsyni fannst sú umræða ekki á nógu háu plani og reyndi að lyfta henni upp í þættinum í dag. Þráinn Bertelsson fullyrti í þættinum að 5% þjóðarinnar væru fábjánar. Hér má hlusta á viðtalið.

Lífið

Þær eru of fáklæddar - myndband

„Mér finnst þær of ungar. Mér finnst að tvítugt ætti að vera lágmarksaldurinn. Mér finnst þær líka of fáklæddar," segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir sem var kynnir á ungfrú Reykjavík á föstudaginn var þegar Ísland í dag fylgdist með keppendum. Sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

Lífið

Skylda grínista að gera grín að Íslandi

„Hann missteig sig ansi hressilega þarna ef hann lítur á það sem hlutverk sitt að segja grínistum að hverju má gera grín að og að hverju ekki," segir Davíð Þór Jónsson, guðfræðingur og grínisti.

Lífið

Fegurðardrottningar ósáttar við undirfatasýningu

Aðalbjörg Ósk Gunnarsdóttir, sem var ungfrú Reykjavík 2008, gagnrýnir undirfatamyndband sem þátttakendur í Ungfrú Reykjavík 2010 voru látnir taka þátt í fyrir undirfataframleiðandann La Senza. Hún segir undirfatasýninguna sjálfa hafa verið á gráu svæði.

Lífið

Ástríðan er enn til staðar í Hljómalind

Kaffi Hljómalind, sem þjónaði sem hálfgerð félagsmiðstöð fyrir fjölskyldufólk og ungmenni um árabil, hætti rekstri í október í fyrra. Ástæða þess var sú að Hljómalindarfólkið fékk ekki framlengdan leigusamninginn og missti því húsnæðið.

Lífið

Fylgja stífum ástarreglum

Þokkagyðjan Nicole Scherzinger og ökuþórinn Lewis Hamilton ætla að fylgja stífum reglum í ástarsambandi sínu. Þau byrjuðu aftur saman fyrir skömmu eftir að hafa hætt saman í janúar.

Lífið

Fox hafnaði Næturvaktinni

Sjónvarpsrisinn Fox ákvað að gera ekki prufuþátt eftir íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Næturvaktin. Handrit eftir Adam Barr, handritshöfund Will & Grace, var tilbúið á teikniborðinu en Ameríkanar verða að bíða enn um sinn með að sjá sína eigin útgáfu af þeim Georg, Ólafi Ragnari og Daníel.

Lífið

Crusie og Holmes undirbúa getnað

Bandaríska leikkonan Katie Holmes er nú sögð vera að undirbúa sig andlega undir getnað. Bandaríska dagblaðið New York Post greinir frá því að Holmes hafi sótt námskeið hjá Vísindakirkjunni sem eiga að hjálpa fylgismönnum hennar að búa sig undir komu nýrrar manneskju í heiminn.

Lífið

Diddy kennir Monkeys

P Diddy ætlar að kenna bresku hljómsveitinni Arctic Monkeys að rappa. Diddy og Monkeys kynntust á síðasta ári og síðan þá hafa þeir verið óaðskiljanlegir.

Lífið

Ungfrú Reykjavík í Íslandi í dag - myndir

Í kvöld í þættinum Ísland í dag strax að loknum fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:55 skyggnumst við baksviðs á keppninni ungfrú Reykjavík sem fram fór á Broadway á föstudaginn var. Við ræðum við sigurvegann Írisi Björk Jóhannesdóttu og mömmu hennar sem var við það að rifna úr stolti eftir að úrslitin voru kynnt. Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru baksviðs á keppninni og af gestum.

Lífið

Svekktur Pálmi fær ekki hreindýr

„Auðvitað eru þetta vonbrigði ef maður sækir um ár eftir ár og er svona óheppinn. En það er ekkert við því að gera. Sumir eru bara heppnari en aðrir,“ segir leikarinn Pálmi Gestsson.

Lífið

Sundáhugamaður ósáttur við kalt gufubað

„Hún er ekki nógu heit. Þetta er bara lítill kofi og það ætti ekki að vera erfitt að halda hitanum réttum. Í Breiðholtinu er hitinn svo mikill að mannni nánast bara skotið út,“ segir Eiríkur Jónsson, landsþekktur sundáhugamaður og ritstjóri Séð og Heyrt.

Lífið

Eurovision-farar fá sex milljónir frá Ríkisútvarpinu

Hera Björk Þórhallsdóttir og Örlygur Smári fá sex milljónir frá RÚV til að undirbúa þátttöku sína í aðalkeppni Eurovision sem fram fer í Osló í lok maí. Þetta er sama upphæð og Óskar Páll Sveinsson og Jóhanna Guðrún fengu í fyrra samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Upphæðin þykir ansi lág enda á hún að standa straum af útgáfu kynningarbæklinga, myndbandsgerðar, búninga og öðru því sem fylgir þátttöku í þessari keppni.Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur það gerst að þeir sem hafa keppt fyrir hönd Íslands hafi þurfti að borga með sér svo þeir gætu tekið þátt í þessari keppni. Styrkurinn er greiddur út um leið og sigurlagið hefur verið valið enda hefst þá þrotlaus vinna við undirbúninginn.

Lífið

Burkina Faso 8600 fær góðar viðtökur

Heimildarmyndin Burkina Faso 8600 km, eftir Þorstein J. og Veru Sölvadóttur, sem frumsýnd var á internetinu fyrir helgi hefur fengið góðar viðtökur. Vel á annað þúsund manns hafa horft á myndina á vefnum thorsteinnj.is.

Lífið

Góður fílingur á Eddunni - myndband

Meðfylgjandi má sjá Sindra Sindrason og Guðný Helgu Herbertsdóttur taka fína spretti með fræga fólkinu á Edduverðlaunahátíðinni sem fram fór í Háskólabíó í kvöld. „Mjög reddí mjög reddí," sagði Karl Berndsen meðal annars í myndskeiðinu.

Lífið

Ekki ertu að sleikja magann á henni? - myndir

Eins og meðfylgjandi myndir sýna, sem Sveinbi ljósmyndari tók í gærkvöldi í miðbæ Reykjavíkur, leitaðist unga fólkið við að gera ótrúlegustu æfingar á dansgólfinu á Hressó. Myndir voru einnig teknar á danska barnum og Jacobsen. Superman.is

Lífið

Húsfyllir á ungfrú Reykjavík - myndir

Íris Björk Jóhannesdóttir bar sigur úr bítum í ungfrú Reykjavík á Broadway í gærkvöldi. Á meðfylgjandi myndum má sjá gesti sem snæddu dýrindis máltíð á meðan þeir fylgdust með stúlkunum koma fram á tískusýningu í baðfötum og í síðkjólum. Hér má sjá stúlkurnar baksviðs og á sviði.

Lífið

Bubbi fær listamannalaun

„Nú, fékk ég listamannalaun? Þetta er ég glaður að heyra!“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens. Í gær var tilkynnt hverjir hljóta starfslaun listamanna þetta árið og Bubbi er einn þeirra.

Lífið