Lífið

Stuttmyndadagar að hefjast

Hinir árlegu Stuttmyndadagar verða í haldnir þann 31. maí en frestur til að skila inn myndum rennur út 3. maí. Baldvin Z, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Vera Sölvadóttir sitja í dómefndinni í ár en veitt verða peningaverðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin: sigurvegarinn fær hundrað þúsund krónur, myndin sem lendir í öðru sæti fær 75 þúsund og þriðja sætið hlýtur fimmtíu þúsund.

Lífið

Susan Boyle hættir við ferð til Ástralíu

Susan Boyle, sem sló í gegn í þættinum Britains Got Talent, hefur hætt við fyrirhugaða tónleikaferð til Ástralíu. Ráðgert var að hún kæmi fram að nokkrum tónleikum í næsta mánuði. Umboðsmaður söngkonunnar hefur ekki greint frá því af hverju hætti hafi verið við ferðina.

Lífið

Sækja innblástur til krumma

Vöruhönnuðurinn Ragnheiður Margeirsdóttir og fatahönnuðurinn Íris Sigurðardóttir standa á bak við hönnunarteymið Varius og hanna þær meðal annars fallega púða, veggskraut, hálsmen og skóskreytingar.

Lífið

Eldgosið á National Geographic í apríl

Sjónvarpsstöðin National Geo­graphic hefur beðið íslenska framleiðslufyrirtækið Profilm um að setja öll önnur verkefni sín í tímabundið hlé til að hraða vinnslu heimildarmyndar þeirra um eldgosið í Eyjafjallajökli. Fyrirtækið var byrjað á heimildarmynd um eldgosið í Fimmvörðuhálsi og var að vinna hana í rólegheitum þegar Eyjafjallajökull vaknaði með miklum hvelli svo áhrifa þess hefur gætt víða um heim.

Lífið

Nektarmyndatökurnar heppnuðust vel

„Verkefnið gengur mjög vel. Þetta er búin að vera frábær upplifun. Allir hafa verið vinalegir og opnir og til í verkefnið,“ segir danski ljósmyndarinn Søren Rønholt.

Lífið

Valli mótorsport

„Ég er að fara að sjá um mótorsport í Ríkissjónvarpinu,“ segir Valgeir Magnússon – oftast þekktur sem Valli sport.

Lífið

Mannlífið á strætinu

Nemendaleikhúsið frumsýndi lokaverkefni sitt, Stræti, í gærkvöld í Smiðjunni við Sölvhólsgötu en þessi útskriftarárgangur hefur tekist á við Eftirlitsmanninn eftir Gogol og Bráðum hata ég þig eftir Sigtrygg Magnason fyrr á þessum vetri.

Lífið

Gagnrýni: Bræðrabylta á sparkvelli

Bræðurnir Cursi og Rudo búa við kröpp kjör í litlum bæ í Mexíkó. Rudo hefur fyrir fjölskyldu að sjá en Cursi er laus og liðugur og þráir að fara til Bandaríkjanna og slá í gegn sem söngvari. Rudo er illu heilli spilafíkill og tapar matarpeningum og lausamunum fjölskyldunnar reglulega í póker með félögum sínum. Annars er knattspyrna helsta dægradvöl bræðranna og báðir búa þeir yfir miklum hæfileikum á vellinum. Cursi er frábær markaskorari og stóri bróðir hans er engu síðri markvörður.

Gagnrýni

Sheen er góður vinur

Bandaríski leikarinn Charlie Sheen hefur tjáð sig um myndir sem náðust af honum læðast út af meðferðarheimili í dulargervi til að ræða við unga stúlku. Talsmaður Sheens gaf frá sér tilkynningu í gær þar sem atvikið er útskýrt.

Lífið

Er 50 Cent hommi?

Kanadíski söngvarinn Rufus Wainwright vill meina að rapparinn 50 Cent sé samkynhneigður. „Ég er mikill aðdáandi raunveruleikaþátta líkt og Keeping Up with the Kardashians, mér finnst hárið, skartið, bílarnir og fötin flott. Og ég elska 50 Cent, hann er mjög kynþokkafullur og frábær textahöfundur.

Lífið

Daðra á tökustað

Leikkonan Cameron Diaz leikur á móti fyrrum kærasta sínum, söngvaranum Justin Timberlake, í myndinni Bad Teacher og að sögn sjónarvotta daðra þau linnulaust. Diaz og Timberlake slitu sambandi sínu árið 2007 og tók hann stuttu síðar saman við leikkonuna Jessicu Biel.

Lífið

Örverk í Listasafni

Barnamenningarhátíð hefst á mánudag í Reykjavík og verður mikið um að vera víða um borgina. Í Listasafni Íslands opnar í dag sýning í tengslum við hátíðina og á morgun hefst þar sýningarröð einleikja eða örverka eftir ýmsa höfunda sem Harpa Arnardóttir hefur umsjón með:

Lífið

Sólin skein á drottninguna í hestvagninum | Myndir

Hátíðarhöld vegna sjötugsafmælis Margrétar Þórhildar Danadrottningar hafa gengið eins og í sögu í dag. Danskir fjölmiðlar voru farnir að gæla við það að öskuskýin myndu rigna á drottninguna en þau létu hvergi á sér kræla.

Lífið

Hundfúll að vera fastur í Finnlandi

„Það er bara skelfilegt að vera hérna, það er það,“ segir Kristján Már Unnarsson, fréttamaður á Stöð 2, en hann er staddur í Finnlandi ásamt samstarfsmanni sínum, Heimi Má Péturssyni, á ráðstefnu norrænna fréttamanna.

Lífið

Íslandsvinur látinn

Söngvarinn Peter Steele lést á miðvikudag. Hann var af íslenskum ættum. Haukur Viðar Alfreðsson, rokkspekingur og meðlimur Morðingjanna, hefur lengi fylgst með Steele.

Lífið

Ágúst tekur upp auglýsingu með sjálfum Messi

„Ég átti að fara frá Gatwick um morguninn en þar var allt lokað. Ég náði svo einni af síðustu vélunum frá Heathrow. Flugmaðurinn sagði að við hefðum rétt svo sloppið,“ segir Ágúst Jakobsson kvikmyndagerðarmaður.

Lífið