Lífið

Húðflúrin á Haffa Haff - myndband

Við spurðum tónlistarmanninn Haffa Haff út í húðflúrin sem hann hefur látið setja á líkama sínn í afmælisveislu Sigríðar Klingenberg í gærkvöldi. „Ég gerði þetta í Seattle 2008. Mig langaði að hafa eitthvað jákvætt á líkamanum," sagði Haffi meðal annars í myndskeiðinu. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt efst í fréttinni ef þú vilt sjá viðtalið við Haffa.

Lífið

Fyrrum meðlimur Stereophonics fellur frá

Fyrrverandi trommari bresku rokkhljómsveitarinnar Stereophonics, Stuart Cable, sem starfaði sem útvarpsmaður í Bretlandi, fannst látinn á heimili sínu í Wales snemma í morgun. Ekki er vitað hvað olli dauða Stuart ef marka má breska fjölmiðla.

Lífið

Tom Cruise slær í gegn - myndband

Í myndskeiðinu hér má sjá leikarann Tom Cruise í hlutverki Les Grossman, ofsafengna Hollywood-framleiðandans úr grínmyndinni Tropic Thunder. Um helgina fór fram árleg MTV kvikmyndaverðlaunahátíð í Bandaríkjunum þar sem Tom Cruise var fenginn til þess að fara aftur í gervi Grossman þar sem hann dansaði af innilfun við Jennifer Lopez. Eiginkona Tom, Katie Holmes, fylgdist kát með atriðinu af fremsta bekk.

Lífið

Hommablað segir Heru hafa verið rænda sigrinum

Blaðamaður eins stærsta hommablaðs heims, Gay Times, fullyrðir á bloggi blaðsins að Hera Björk hafi verið rænd sigrinum í Eurovision. Íslenska söngkona sé það besta sem hafi komið fyrir samkynhneigða menningu og tónlist í langan tíma. Íslenska lagið, Je nei se Quai, hafi verið besta lagið í keppninni og það sé næstum óskiljanlegt af hverju hún hafi ekki verið ofar.

Lífið

Pétur Jóhann vill Jón Gnarr í Fjörðinn

„Mér líst bara vel á þetta, ég bý náttúrlega í Hafnarfirði þannig að þetta kemur mér í sjálfu sér ekkert við,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon. Hann sá það fyrir að Besta flokknum myndi ganga jafnvel og raun bar vitni því það sé einfaldlega í eðli Jóns að gera hlutina af fullum krafti, alltaf.

Lífið

Þetta lið kann sko að skemmta sér - myndir

Sigríður Klingenberg spákona hélt hátíðlega upp á 50 ára afmælið sitt í Nauthólsvík í gærkvöldi. Vísir var á staðnum og fylgdist með grímuklæddum vinum Sigríðar fagna með henni með söng og dans fram á rauða nótt. Guðbergur Garðarsson, betur þekktur sem Beggi, veislustjóri sá til þess að allir skemmtu sér konunglega.

Lífið

Fjölbreytt ástarlíf Cheryl

Breska söngkonan Cheryl Cole virðist hafa í nógu að snúast. Foreldrar tveggja karlmanna hafa nú lýst því yfir opinberlega að synir þeirra og hún eigi í eldheitu ástarsambandi.

Lífið

Vilhjálmur valinn Herra Hinsegin

Vilhjálmur Þór Davíðsson frá Ólafsfirði var valinn Herra Hinsegin þegar keppnin var í fyrsta skipti haldin í Þjóðleikhúskjallaranum í gærkvöldi.

Lífið

Gunnar og Sölvi elda fyrir Jónínu

„Strákarnir í eldhúsinu :-) Góð tilfinning,“ skrifaði athafnakonan Jónína Benediktsdóttir á Facebooksíðuna sína í dag. Hún er stödd í Flórída í brúðkaupsferð en líkt og væntanlega flestir vita gengu hún og Gunnar í Krossinum í það heillaga fyrr á þessu ári.

Lífið

Vala Grand: Á morgun verð ég endurfædd sem kona

Á morgun, sunnudag, fær Vala Grand kyn sitt loksins leiðrétt í átta klukkustunda aðgerð sem sænski læknirinn Gunnar Krantz framkvæmir á Landspítalanum í Fossvogi en hann er einn færasta sérfræðingur Norðurlanda á þessu sviði. Aðgerðin sem Vala gengst undir er mun erfiðari og viðameiri en aðrar aðgerðir sem falla undir lýtaaðgerðir. Vala, sem er stödd á Landspítalanum þar sem aðgerðin fer fram, skrifaði eftirfarandi til vina sinna á Facebook síðuna sína fyrir tæpri stundu: „OK svo á morgun verð ég endurfædd sem kona og verður leiðrétt kynið sem ég átti að fæðast i byrjun og mig langar til að óska vinkonu minni Sigríði Klingenberg til hamingu með afmælið. Sorry að eg komst ekki love og ég vill þakka ykkur öllum fyrir stuðning ykkar og skilning um það sem ég er að ganga i gegnum ef ég eitthvað gerist rangt í aðgerðinni þá vil ég bara segja við ykkur öll nice to known u all."

Lífið

Ekkjan vill bætur

Ekkja leikarans Davids Carradine hefur krafið franskt kvikmyndafyrirtæki um skaðabætur vegna dauða hans. Fyrirtækið MS2 SA stóð á bak við síðustu mynd Carradines sem var tekin upp í Bangkok í Taílandi. Ekkjan, Anne Carradine, segir að fyrirtækið hafi ekki verndað eiginmann sinn sem skyldi. Hann fannst látinn í fataskáp, nakinn og hangandi í snúru, 72 ára gamall.

Lífið

Sigrún Ósk eignaðist dreng

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fjölmiðlakona eignaðist dreng í gærkvöldi. Um er að ræða fyrsta barn Sigrúnar og unnusta hennar Jóns Þórs. Öllum heilsast vel. Vísir óskar Sigrúnu og Jóni innilega til hamingju með frumburðinn.

Lífið

Varar við svikurum

Hótelerfinginn Paris Hilton er vinsæl þegar kemur að því að bjóða í veislur. Sumir skemmtanastjórar eru reiðubúnir til að reiða fram ansi háar fjárhæðir fyrir nærveru hennar, enda dregur Paris að sér her ljósmyndara. En nú hefur Hilton varað við svikurum á egypskum næturklúbbi í höfuðborginni Kairó en þeir auglýsa nú glæsilegt skemmtikvöld með Paris Hilton innanborðs. Sem væri kannski ekkert alvarlegt mál ef ekki væri fyrir þá staðreynd að eigendur klúbbsins selja miðann á þúsund dollara.

Lífið

Bond verður Blomkvist

Línur eru smám saman að skýrast með bandarísku endurgerðina af Karlar sem hata konur eftir Stieg Larsson. Brad Pitt virðist ekki ætla að leika rannsóknarblaðamanninn Mikael Blomkvist.

Lífið

Jackson-safn byggt í Gary

Safn sem verður tileinkað popparanum sáluga Michael Jackson verður byggt í fæðingarbæ hans Gary í Indiana-fylki á næsta ári. Bæjarstjórinn í Gary telur að safnið muni laða að sér um 750 þúsund gesti á hverju ári og tryggja bænum tugi milljarða í tekjur.

Lífið

Beðmál í Reykjavíkurborg

Mikill kvennafans var samankominn á Hótel Borg á fimmtudagskvöld í tilefni frumsýningar myndarinnar Sex and the City 2, eða Beðmál í borginni.

Lífið

Mættu í bíó á skriðdreka

Leikararnir Bradley Cooper og Sharlto Copley mættu í skriðdreka á frumsýningu sinnar nýjustu myndar, The A-Team, í Hollywood á dögunum. Veifuðu þeir áhorfendum á leið sinni og vöktu að vonum mikla athygli.

Lífið

Marie Claire áhugasamt um hag íslenskra kvenna

„Blaðakonan hafði samband við mig og sagðist vera að skrifa grein út frá könnun sem gerð var á vegum Sameinuðu þjóðanna og sýnir að Ísland sé besta land í heimi fyrir konur. Hún vildi spjalla við mig um hvað mér fyndist um niðurstöðuna og líf íslenskra kvenna,“ segir rithöfundurinn Gerður Kristný.

Lífið

Penn leggur hönd á plóg

Leikarinn Sean Penn hefur dvalið í Haítí frá því að jarðskjálftarnir skóku landið og starfar þar við hjálparstarf og endurbyggingu borga. Í viðtali við tímaritið Vanity Fair segir Penn að þetta sé í fyrsta sinn sem hann hafi haft tíma til að sinna hjálparstarfi sem þessu. „Ég var giftur í tuttugu ár og hef sinnt börnum mínum síðustu átján árin. Ég hafði ekki tíma til að sinna starfi sem þessu þá. En nú er ég einhleypur og get rétt hjálparhönd.“

Lífið

Fyrsti Herra hinsegin krýndur

Keppnin Herra hinsegin verður haldin í fyrsta skipti í kvöld. Keppendurnir sex eru eins ólíkir og þeir eru margir en eiga það flestir sameiginlegt að hafa áhuga á ferðalögum og líkamsrækt. Sigurvegarinn í Herra Hinsegin fer fyrir Íslands hönd í keppnina Mr. Gay Europe 2010 og sigur í þeirri keppni veitir þátttökurétt í Mr. Gay World 2010. Linda Sæberg kynnti sér keppendurna sex. Miðasala á keppnina fer fram á Barböru.

Lífið

Óskar eftir myndum

RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, auglýsir þessa dagana eftir íslenskum kvikmyndum til að sýna á hátíðinni sem verður haldin dagana 23. september til 3. október.

Lífið