Lífið

Ragga Gísla söng um Draumaprinsinn á Hótel Borg

Það var fjölsóttur nýársfagnaður sem haldinn var á Hótel Borg þann 1. janúar síðastliðinn. Þar var til að mynda Ragnhildur Gísladóttir, stórsöngkona mætt, en hún söng lagið Draumaprinsinn fyrir gesti. Þá flutti Einar Kárason rithöfundur áramótahugvekju fyrir gesti og Daníel Haukur Arnarsson ungur og efnilegur söngvari söng.

Lífið

Loksins trúlofuð

Rétt fyrir jólin bað söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake, 30 ára, leikkonuna Jessicu Biel, 29 ára, um að trúlofast sér...

Lífið

Guðjón kvaddi með stæl á Players

Fjölmennt var á skemmtistaðnum Players í Kópavogi síðastliðið föstudagskvöld er knattspyrnukappinn Guðjón Baldvinsson hélt kveðjupartý ásamt unnustu sinni, Ingu Hrönn Ólafsdóttur.

Lífið

Iceland Food Centre ókeypis á netinu

Sjónvarpsmaðurinn Þorsteinn J. vonast til að koma heimildarmynd sinni Iceland Food Centre að í Norðurlöndum og í Þýskalandi og er um þessar mundir að láta þýða hana yfir á ensku og þýsku.

Lífið

Íslensk tónlistarveisla 2012

Íslenskir tónlistarmenn ætla ekki að sitja auðum höndum árið 2012. Von er á nýju efni frá Sigur Rós, Hjaltalín, Friðriki Dór, Skálmöld og fleiri vinsælum flytjendum.

Lífið

Leikarasonur fæddur

Leikaraparinu Ólafi Agli Egilssyni og Esther Talíu Casey fæddist sonur í gærmorgun og mun hann öllu hárprúðari en faðir hans og afi, stórleikarinn og -söngvarinn Egill Ólafsson.

Lífið

Sjóðheitur Beckham

David Beckham, 36 ára, pósar ýkt svalur klæddur í nærföt í nýrri auglýsingaherferð H&M verslunarkeðjunnar...

Lífið

Drive, Bridesmaids og Melancholia myndir ársins

Þrjár kvikmyndir voru efstar og jafnar í vali á bestu erlendu mynd síðasta árs af álitsgjöfum Fréttablaðsins. Þær eru Drive, Bridesmaids og Melancholia. Alls voru tíu myndir nefndar til sögunnar í könnuninni af þeim sautján spekingum sem tóku þátt og því greinilegt að menn höfðu misjafnar skoðanir á bestu mynd ársins.

Lífið

Elton vill Justin í Rocketman

Elton John hefur lýst yfir að hann vilji að söngvarinn Justin Timberlake leiki sig í mynd um líf sitt. John staðfesti í sama viðtali að vinna að kvikmyndinni, sem hefur fengið nafnið Rocketman, sé í fullum gangi og að frekari tíðinda sé að vænta. "Við erum komnir með leikstjóra og erum að vinna í að gera handritið eins gott og við viljum hafa það."

Lífið

Fögnuðu áramótunum í tjaldi

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja af Cambridge fögnuðu sínum fyrstu áramótum sem hjón með Middleton-fjölskyldunni. Búið var að setja upp stórt veislutjald í garði fjölskyldunnar þar sem vinir og vandamenn skemmtu sér en veislustjóri var yngri systir prinsessunnar, Pippa. Tjaldið var ekkert venjulegt tjald en það var gert úr dýrafeldi og kostaði rúmar 600 þúsund íslenskra króna að sögn People Magazine. Yfir 100 gestir voru í áramótagleðskapnum.

Lífið

Ennþá ólétt

Þrátt fyrir háværar sögusagnir þess efnis að Beyoncé hafi eignast barn sitt milli jóla og nýárs sást til söngkonunnar úti á borða á gamlársdag þar sem það fór ekki á milli mála að Beyoncé var ennþá ólétt. Samkvæmt People Magazine fór hin kasólétta Beyoncé út að borða ásamt eiginmanni sínum, Jay-Z, á stað í Brooklyn áður en þau fögnuðu nýju ári með litlu systur söngkonunnar, Solange Knowles.

Lífið

Cruise kaupir friðinn

Leikarinn Tom Cruise, 49 ára, eiginkona hans, leikkonan Katie Holmes, 33 ára, yfirgáfu veitingahús í New York ásamt dóttur þeirra Suri eins og sjá má í myndasafni...

Lífið

Kyssti ókunnugan lögreglumann

Leikkonan Jenny McCarthy kyssti ókunnugan lögreglumann er hún var sérstakur gestastjórnandi í sjónvarpsþættinum Dick Clark‘s New Year‘s Rockin‘ Eve with Ryan Seacrest. McCarthy var að telja inn nýja árið á Times Square í New York í beinni útsendingu og þegar klukkan sló tólf á miðnætti ákvað leikkonan að grípa í lögreglumann og smella einum á hann. „Það var bara tilviljun að ég stóð við hliðina á flottum lögreglumanni þegar klukkan sló tólf. Hann var sætur og ég elskaði það,“ sagði McCarthy í viðtali við Seacrest síðar um nóttina en hún hefur ekkert heyrt í ókunnuga lögreglumanninum síðan. „Ef þú ert að horfa, hafðu samband,“ biðlaði McCarthy til sjónvarpsáhorfenda en leikkonan var síðast í sambandi með leikaranum Jim Carrey.

Lífið

Léttklæddur Steven Tyler

Aerosmith rokkarinn og American Idol dómarinn Steven Tyler, 63 ára, var ber að ofan í fjörunni í Maui á Hawaii á sunnudaginn síðasta (1. janúar)...

Lífið

Geir Jón skrifar um búsáhaldabyltinguna

"Það má segja að ég sé að skrifa mig frá starfinu,“ segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn. Eins og fram hefur komið hættir Geir Jón í lögreglunni í vor þegar hann fer á eftirlaun og flytur til Vestmannaeyja. Fram að því hefur honum verið falið að sitja við skriftir meðfram öðrum störfum. "Ég á að ná á einn stað þeirri vitneskju sem er að finna innan lögreglunnar svo hún tapist ekki. Það er fljótt að fenna yfir.“

Lífið

Biggi ósáttur við hollenska Maus

"Manni finnst ótrúlegt þegar einhver velur sér hljómsveitarnafn og prófar ekki að gúggla það. Það tekur ekki langan tíma,“ segir Birgir Örn Steinarsson, eða Biggi Maus. Hollensk indípopphljómsveit með sama nafn og hin íslenska Maus hefur kveðið sér til hljóðs að undanförnu við dræmar undirtektir Bigga og félaga.

Lífið

Arnar Gunnlaugs kolféll fyrir bandarískri leikkonu

Leikkonan Michaela Conlin eyddi áramótunum á Íslandi, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Conlin sækir landið heim en leikkonan og fyrrum knattspyrnuhetjan Arnar Gunnlaugsson felldu hugi saman þegar leikkonan kom hingað fyrst í heimsókn í nóvember. Það var engin önnur er mágkona Arnars, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, sem á heiðurinn að sambandinu. "Jú, það passar og þau hafa verið að hittast í nokkrar vikur,“ segir Ásdís Rán en Arnar og Conlin sáust saman við ýmis tækifæri yfir hátíðarnar.

Lífið

Nýársfagnaður á Austur

Meðfylgjandi myndir voru teknar á nýársgleði sem fram fór á veitingastaðnum Austur en sá fögnuður er árviss viðburður...

Lífið

Ásdís Rán og aukakílóin

Djúskúr í tvo daga sem er fullur af næringarefnum og vítamínum eða ég reyni að éta rosalega lítið, segir Ásdís Rán spurð út í aukakílóin sem hún bætti á sig yfir hátíðarnar. Þá sýnir Ásdís undirfötin sem hún hannaði sjálf...

Lífið

Vinsælast á Vísi árið 2011 - Myndasöfn

Ljósmyndarar á vegum Vísis fóru út um víðan völl árið 2011. Ríflega 1600 myndasöfn birtust á Vísi og voru þau af ýmsum toga. Vel var fylgst með skemmtanalífi landans, hinum ýmsu íþróttaleikjum og -keppnum, alls kyns uppákomum og stórviðburðum.

Lífið

Seldi hátt í 20 þúsund plötur

„Þú segir mér ánægjulegar fréttir,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson. „Það er ákaflega gaman þegar vel gengur og ég er þakklátur fyrir að fólk hafi gaman af þessu.“

Lífið

Partýhattur prinsessunnar

Vínrauður hattur hertogaynjunnar af Cambridge, Kate Middleton, vakti vissulega lukku viðstaddra, þegar hún ásamt konungsfjölskyldunni skundaði til kirkju á jóladag...

Lífið

Kaupa tískufatnað undir áhrifum

Með tilkomu netverslana hefur það færst í aukana að fólk geri skyndikaup á meðan það er undir áhrifum áfengis. New York Times fjallaði ítarlega um málið í vikunni sem leið. Samkvæmt New York Times gerist það æ oftar að fólk geri stórkaup á Netinu á meðan það situr að drykkju. Blaðið tók meðal annars viðtal við eina konu sem áttaði sig á því í þynnkunni að hún hafði keypt mótorhjólaferðalag um þvert Nýja Sjáland að andvirði 1,2

Lífið

Ewan McGregor og fjölskyldan

Skoski leikarinn Ewan McGregor, 40 ára, var staddur á LAX flugvellinum í Los Angeles í gær ásamt fjölskyldu sinni sem skoða má í myndasafni. Þegar þú hefur samþykkt handritið verður þú að leggja þig fram við að ganga eins langt og ætlast er til af þér á settinu, lét Ewan hafa eftir sér. Þá má sjá Ewan og eiginkonu hans, Eve Mavrakis, þegar þau mættu í Serpentine galleríið í London síðasta sumar. Saman eiga þau fjögur börn.

Lífið

Eldri popparar snúa aftur

Margir eldri flytjendur snúa aftur árið 2012 með nýtt efni í farteskinu. The Beach Boys, Madonna, Bruce Springsteen og U2 eru á meðal þeirra. Endurkoma margra af risaeðlum tónlistarheimsins er yfirvofandi árið 2012. Nýjar plötur frá The Beach Boys, sem fagna fimmtíu ára afmæli sínu á árinu, Bruce Springsteen, Leonard Cohen, Paul McCartney og Tom Petty eru allar fram undan á árinu.

Lífið

Aðstoðarkona eins og þræll

Poppstjarnan Lady Gaga hefur verið kærð af fyrrverandi aðstoðarkonu sinni, Jennifer O'Neil, sem segir Gaga hafa komið fram við sig eins og þræl. Söngkonan þvertekur fyrir að sakirnar séu sannar, en Jennifer segir hana skulda sér laun fyrir 7.168 yfirvinnustundir.

Lífið