Lífið

Undir hvers annars áhrifum

Systkinin Margrét Kristín, Sölvi og Elsa María Blöndal eru líkari inn við beinið en kann að virðast við fyrstu sýn. Þessu komst Hólmfríður Helga Sigurðardóttir að þegar hún saup á kaffi með þeim á einu heitasta síðkvöldi sumarsins 2012.

Tónlist

Hrærð yfir viðbrögðum fólks

Steinunn Camilla Sigurðardóttir, söngkona í The Charlies, hóf nýverið að hanna skartgripi undir nafninu Carma Camilla. Henni var boðin þátttaka á sölusýningu í Los Angeles í síðustu viku auk þess sem hún sérhannaði skartgrip fyrir söngkonuna Natöshu Bedingfield.

Tónlist

Elabórat á Jazzhátíð

Guðmundur Pétursson heldur tónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur þriðjudagskvöldið 21. ágúst á Faktorý kl. 22. Þar mun hann leika tónlist af plötunni Elabórat og fleira efni. Tónleikarnir eru ferðalag þar sem ægir saman ströngum útsetningum, frjálsum spuna, elektrónísku rokki, glam-jazzi og kraut-blús, segir í tilkynningu Jazzhátiðar.

Tónlist

Hansa er Mary Poppins

„Ég er rosalega spennt fyrir hlutverkinu og hlakka mikið til. Það má segja að þetta sé draumahlutverkið,“ segir leik-og söngkonan Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem bregður sér í hlutverk barnapíunnar göldróttu Mary Poppins í Borgarleikhúsinu í vetur.

Lífið

Frestar brúðkaupinu

Leikkonan Anne Hathaway og unnusti hennar, Adam Schulman hafa frestað brúðkaupi sínu fram á næsta ár. Upphaflega átti brúðkaupið að fara fram núna síðsumars en Hathaway vill klára vinnutörn áður en hún giftir sig. Frá þessu greinir Us Weekly.

Lífið

E! fjallar um tónleika Russell Crowe og Patti Smith

Sjónvarpsstöðin E! fjallar um tónleika Russell Crowe í Reykjavík um helgina á vefsíðu sinni í morgun. Þar segir að leikarinn hafi komið fram á tónleikunum ásamt Patti Smith og með fréttinni fylgir myndskeið þar sem þau taka lagið Because the Night. "Áhorfendum var brugðið þegar að Patti Smith mætti á sviðið,“ segir í fréttinni.

Lífið

Sjóðheit og dansandi

Kate Hudson leikur sjóðheitan danskennara, Rachel Berry, í nýjustu þáttaröðinni af Glee, en fyrsti þátturinn verður frumsýndur vestanhafs í september.

Lífið

Eftirlíking af Fuzzy skýtur upp kollinum í Danmörku

Dönsk hönnunarstofa sem nefnist Lop Furniture framleiðir kolla sem þykja furðu líkir Fuzzy-kollinum sem hannaður var árið 1970 af Sigurði Má Helgasyni. Vöruhönnuðurinn Svana Lovísa Kristjánsdóttir heldur úti blogginu Svartáhvítu og vakti hún fyrst athygli á málinu á síðu sinni á miðvikudag.

Tíska og hönnun

Vinsælust hjá Írum

Little Talks, slagari Of Monsters and Men, trónir á toppi írska vinsældarlistans þessa vikuna. Í síðustu viku sat lagið í fjórða sæti en hefur unnið á. Einnig er íslenska sveitin efst í skoðanakönnun vefsíðu Grammy-tónlistarverðlaunanna. Þar eru netverjar beðnir um að velja sitt uppáhaldsmyndband og er greinilegt að Little Talks er búið að slá í gegn á heimsvísu því 84 prósent atkvæða eru myndbandi þeirra í hag. Ætli tilnefning til Grammy-verðlaunanna sé á næsta leiti?

Lífið

Patti mætti líka á Kex - myndband

Ekki nóg með að Patti Smith hafi slegið í gegn á Menningarnæturtónleikum X-977 með Russell á bak við Ellefuna í gær heldur poppaði hún einnig upp á veitingahúsinu Kex þar sem hún var alls ekki síðri. Sjáðu Russell Crowe og flutning söngkonunnar í meðfylgjandi myndskeiði.

Lífið

Patti Smith syngur í Reykjavík - myndband

Meðfylgjandi myndskeið var tekið á Menningarnæturtónleikum X-977 þar sem Russell Crowe hélt tónleika í portinu á vak við Ellefuna. Söngkonan Patti Smith mætti á sviðið öllum að óvörum og söng lagið Because the night. Eins og sjá má var henni mjög vel tekið.

Tónlist

Patti Smith tróð upp með Russell Crowe

Russell Crowe hélt tónleika í portinu á vak við Ellefuna ásamt hljómsveit á Menningarnæturtónleikum X-977 í kvöld. Ekki nóg með að leikarinn dásamaði land og þjóð heldur birtist vinkona hans, söngkonan Patti Smith á sviðinu öllum að óvörum og söng lagið Because the night við gríðarlegan fögnuð viðstaddra.

Tónlist

Drakk tekíla með bleikjunni

Grínleikarinn og ofurstjarnan Ben Stiller gerði sér dagamun í gærkvöldi og heimsótti veitingastaðinn Rub 23 á Aðalstrætinu. Samkvæmt heimildum Vísis vakti hann töluverða athygli inni á staðnum og sóttist fólk nokkuð í að fá eiginhandaráritun frá kappanum. Þjónar staðarins tryggðu honum og förunauti hans frið frá öðrum gestum staðarins. Konan var að líkindum aðstoðarmaður Stillers samkvæmt sjónarvottum.

Matur

Þjóðþekktir hlaupa maraþon

Góð þátttaka verður í Reykjavíkurmaraþoninu í dag og mun stór hluti þjóðarinnar reima á sig hlaupaskóna og taka þátt til styrktar ýmsum málefnum. Í gær höfðu safnast hátt í 34 milljónir og láta þekktar persónur sitt ekki eftir liggja.

Lífið

Hljóp fyrir hjartveikan tvíburabróður

Örlygur Smári lagahöfundur með meiru hljóp 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu með syni sínum Gunnari Berg Smára, 9 ára, sem á tvíburabróður, Jakob, sem fæddist með alvarlegan hjartagalla og hefur þurft að fara í margar hjartaaðgerðir bæði í Svíþjóð og Ameríku hét á Neistann styrktarfélag hjartveikra barna og náði að safna hvorki meira né minna en 306. 000.- krónum. Meðfylgjandi mynd var tekin af glöðum feðgunum eftir hlaupið...

Lífið

Litríkt tískutákn

Blaðakonan og tískutáknið Anna Piaggi lést þann 7. ágúst síðastliðinn. Piaggi átti að baki langan feril sem blaðamaður hjá ítalska Vogue og var þekkt fyrir litríkan og sérstæðan fatastíl sinn.

Tíska og hönnun

Samgleðst Aniston

Brad Pitt á að hafa slegið á þráðinn til hinnar nýtrúlofuðu Jennifer Aniston og óskað henni til hamingju með trúlofunina.

Lífið

Sölvi og Tiny gefa út fyrsta lagið undir merkjum Halleluwah

Nú í vikunni kom lagið K2R með Halleluwah út þar sem fyrrum Quarashi-félagarnir Sölvi Blöndal og Tiny leiða saman hesta sína. Lagið mælist afar vel fyrir en í því mætir hljóðheimur sjöunda áratugarins hip hopinu. Henrik Björnsson úr Singapore Sling kemur einnig fram í laginu.

Tónlist

Dýramyndir skreyta fatnaðinn í haust

Nú streyma haustvörur í verslanir mörgum til mikillar gleði. Eitt af þeim tískutrendum sem sjá má þetta haustið eru prentaðar dýramyndir á boli, peysur og kjóla. Hægt er að blanda flottum ljónabol með vinnudragtinni sem dæmi og taka þátt í þessu skemmtiega trendi.

Tíska og hönnun