Lífið

Stukku á tækifærið og opnuðu búð á mettíma

Íslenska barnafatamerkið Ígló opnar sína eigin búð í Kringlunni í dag. Þetta er fyrsta íslenska barnafatabúðin í Kringlunni og fjórða íslenska merkið sem rekur sína eigin búð í Kringlunni. Lífið spjallaði við þær kjarnakonur sem koma að opnuninni.

Lífið

Heiður að fá að prófa leiklistina

Hallur Ingólfsson tónlistarmaður fer með hlutverk í spennumyndinni Frosti sem frumsýnd verður í kvöld. Þetta er þriðja kvikmyndahlutverk Halls sem segist hafa ofsalega gaman af því að spreyta sig á leiklistinni.

Menning

Hraðari, hressari og skemmtilegri

"Það er mikil tilhlökkun í mannskapnum að hefja nýjan vetur," segir Björn Bragi Arnarsson, stjórnandi sjónvarpsþáttarins Týnda kynslóðin, sem hefur göngu sína að nýju í kvöld, en hann naut mikilla vinsælda síðastliðinn vetur.

Lífið

Sindri heimsækir fagurkera

Sindri fer af stað með nýja lífsstílsþætti, Heimsókn, á Stöð 2 þann 15. september. Þar kíkir hann í heimsókn til fólks sem hefur ekki opnað dyr sínar fyrir almenningi áður og kynnist heimilisháttum þeirra og persónulegu lífi.

Lífið

Við ysta haf

Tíminn hefur sett sitt mark á mannlífsminjar á Gjögri við Reykjarfjörð norður á Ströndum eins og myndir Vilhelms Gunnarssonar ljósmyndara bera vitni um.

Menning

Helgaruppskriftin - Nautaframfile með parmesan

Gunnar Már Sigfússon einkaþjálfari og shape-námskeiðshaldari á Nordicaspa hefur starfað sem heilsuráðgjafi í 20 ár en hin frægu námskeið hans byrja aftur næstkomandi þriðjudag. Gunnar er sælkeri og deilir hér flottri uppskrift með Lífinu.

Matur

Walter Mitty eða Mitt Romney?

Hollywood-stjörnurnar hafa verið landsmönnum hugleiknar undanfarin misseri og fjölmiðlar hafa verið duglegir að segja mismerkilegar fréttir af þeim stjörnum sem hér hafa dvalið. Í gærmorgun var stórstjarnan Ben Stiller til umræðu í morgunútvarpi Rásar 2.

Lífið

Nafngreind í The Guardian

Fréttablaðið greindi frá því í ágúst að breska söngkonan Beth Orton hefði beðið leikstjórana Árna & Kinski og stílistann Hrafnhildi Hólmgeirsdóttur um að vinna tónlistarmyndband fyrir sig.

Lífið

Sjálfhverf samkoma eða tær snilld?

Reykjavík Dance Festival var skipulagt og hugsuð með nokkuð öðru sniði en undangegnin ár. Í stað þess að vera saman safn danssýninga þar sem áhorfendur mæta til að sjá dansara og danshöfunda sýna verk sín þá var hátíðin í heild sinni ein stór „kóreógrafía“ undir nafninu: A Series of Event.

Gagnrýni

Flott fyrsta plata Futuregrapher

LP er fyrsta plata Futuregraphers í fullri lengd, en hann á að baki nokkrar stuttskífur og EP-plötur, m.a. ambient-plötuna Tom Tom Bike sem kom út í fyrra (mjög flott) og plötuna Waterproof sem kom út í mars sl. en hana gerði hann í samstarfi við japanska tónlistarmanninn Gallery Six.

Tónlist

Syngur aftur með Cave

Söngkonan Kylie Minogue hefur tekið upp nýja útgáfu af dúetti sínum með Nick Cave, Where the Wild Roses Grow.

Tónlist

Dr. Dre er ríkastur

Dr. Dre er ríkasti rappari heims, samkvæmt tímaritinu Forbes. Kappinn þénaði 110 milljónir dollara síðastliðið ár, eða um 13,5 milljarða króna.

Tónlist

Fjör á frumsýningu Frosts

Viðhafnarfrumsýning á kvikmyndinni Frost var haldin í Egilshöll á miðvikudagskvöld. Aðstandendur myndarinnar mættu á staðinn og horfðu á afraksturinn í góðra vina hópi.

Menning

Ásdís Rán á leiðinni í sjónvarp

"Fram undan er þátttaka mín í sjónvarpsþættinum "VIP Big Brother“ í Búlgaríu. Þættirnir eru með sama stíl og Big Brother nema þar eru þátttakendurnir þekktir einstaklingar og er þetta vinsælasta sjónvarpsefnið hérna. Ég er búin að fá tilboð frá þeim og núna er bara verið að ræða reglur og skilmála. Ef allt gengur vel og ég skrifa undir þá fer ég inn í Big Brother-húsið eftir tvær vikur, Þetta ætti allt að koma í ljós á næstu dögum en eins og er eru 50/50 líkur þar sem ég er ekki sátt við alla skilmála. Framleiðslufyrirtækið velur þátttakendur árlega í þættina en þeir höfðu samband við mig í júní, þannig bauðst mér þetta tækifæri. Ég fékk áður tilboð fyrir tveimur árum með Garðari (Gunnlaugssyni) en það gekk ekki upp þá. Þátturinn virkar þannig að vikulega er einhver kosinn út úr þættinum af almenning. Ég er ekki viss hvort Íslendingar geti kosið en hugsa nú að það sé bara hægt að senda sms úr búlgörskum númerum,“ segir Ásdís Rán spurð um háværar sögusagnir um þátttöku hennar í sjónvarpsraunveruleikaþætti. Ætlar þú að flytja aftur heim til Íslands? "Varðandi að flytja aftur heim þá er það alltaf möguleiki. Ég er að skoða einhver viðskiptatækifæri sem gætu orðið skemmtileg ef ég kem heim og ég er alveg opin fyrir því en ég verð fyrst og fremst að geta gengið inn í eitthvað starf sem gefur mér laun til að lifa, annars er lítið varið í það fyrir mig að koma í einhverja óvissu þegar ég hef það gott hérna,“ segir Ásdís.

Lífið

Átta kvölda uppistandssería

Grínistarnir Ari Eldjárn, Þorsteinn Guðmundsson, Steinn Ármann Magnússon og Jóhannes Kristjánsson eftirherma verða hluti af nýrri Thule-uppistandsseríu á Gullöldinni í Grafarvogi.

Lífið

Skáldatími í Melaskóla

Rithöfundurinn Gerður Kristný ætlar að veita 5. bekkingum í Melaskóla tilsögn í að skrifa sögur næstu tvo mánuðina. Hún heitir skemmtilegum tímum.

Menning

Ójöfnuðurinn er gríðarlegur

Anna Elísabet Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri Lýðheilsustöðvar, varði fyrir skemmstu doktorsritgerð sína í lýðheilsuvísindum við Brunel-háskóla í London. Ritgerðin fjallar um áhrif stjórnunarhátta á gæði og afköst heilbrigðiskerfa.

Lífið

Baulað á sýningu

Nýjasta kvikmynd Terrence Malick fékk vægast sagt slæmar móttökur við frumsýningu hennar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum um síðustu helgi.

Lífið

Grennist hratt eftir skilnaðinn

Það tekur ávallt á líkamlega og andlega að skilja það vita allir sem upplifað hafa þá erfiðu reynslu. Þá á fólk það til að hrynja niður í þyngd eins og franska fyrirsætan Vanessa Paradis, 39 ára, sem skildi nýverið við leikarann og barnsföður sinn, Johnny Depp. Eins og sjá má á myndunum sem teknar voru af henni í Los Angeles í gærdag hefur Vanessa lagt af eftir að hún skildi en hún var gift Johnny í hvorki meira né minna en fjórtán ár. Fyrirsætan lét hafa eftir sér í tímaritinu Harper’s Bazaar: "Ástin er það sterkasta og jafnvel það viðkvæmasta sem er til í veröldinni. Ekkert er öruggt!" Þar er hún væntanlega að vitna í sambandið milli hennar og leikarans.

Lífið