Lífið

Á slóðum stjarnvísinda

Sigur Rós spilar á tónleikunum Live at Jodrell Park á Englandi 30. ágúst. Tónleikarnir eru óvenjulegir að því leyti að þeir eru haldnir á svæði þar sem Bretar hafa stundað stjarnvísindi frá árinu 1945.

Tónlist

Besta hárið og farðanirnar á Golden Globe

Hárið og farðanirnar á Golden Globe verðlaunahátíðinni fá yfirleitt ekki minni athygli en kjólarnir. Að mati sérfræðinga völdu margar stjörnur að fara öruggu leiðina þetta árið og farðanirnar voru yfir höfuð mjög látlausar. Hárið var að sama skapi einfalt og ekki laust við áhrif frá gömlu Hollywood. Við skulum láta myndirnar tala sínu máli.

Tíska og hönnun

Hver klæddist Louis Vuitton best?

Vor – og sumarlína Louis Vuitton hefur nú þegar slegið í gegn í Hollywood. Kristin Stewart, Kirsten Dunst, Jessica Alba, Elettra Wiedemann og Kerry Washington hafa allar klæðst flíkum úr línunni við mismunandi tilefni upp á síðkastið. En þá er spurningin, hverja klæddi reitamunstrið best?

Tíska og hönnun

Skeggjaðar klappstýrur halda uppi merkjum Sónar Reykjavík

Skeggjaðar klappstýrur bera hitann af því að breiða út hreiður tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík sem verður haldin í Hörpu í febrúar. Hátíðarhaldarar hafa verið duglegir að setja kynningarmyndbönd á netið fyrir hátíðina og kláruðu í dag nýtt myndband af klappstýrunum sem sjá má hér fyrir ofan.

Tónlist

Forsíður febrúarblaðanna

Febrúar er upphafið á nýju tískutímabili sem endar í september. Það eru því áramót í tískuheiminum um mánaðarmótin og mikil spenna fyrir því að fá ný tímarit í hillurnar. Við fáum þó forskot á sæluna, en mörg helstu tímaritin hafa nú þegar gert forsíðurnar sýnilegar. Þær eiga það sameiginlegt að vera mjög rómantískar, þó hver á sinn hátt.

Tíska og hönnun

Taska ársins

Helstu tískumiðlar kusu handtösku frá Céline sem tösku ársins 2012. Taskan, sem ber nafnið Céline Luggage Tote, hefur svo sannarlega farið sigurför um heiminn síðan Womans Wear Daily útnefndi hana sem tösku tískuvikunnar í New York í febrúar í fyrra. Það er ekkert lát á vinsældum töskunnar en hún hefur sést á öllum skærustu stjörnum Hollywood og á helstu tískubloggurum. Í tískuheiminum koma reglulega fram töskur sem verða afar eftirsóttar í einhvern tíma, en það virðist ekki vera neitt lát á vinsældum Céline töskunnar góðu. Hún er til í mörgum litum, stærðum og gerðum. Margar tískudrósir hafa tekið miklu ástfóstri við hana og jafnvel sést með hinar ýmsu útfærslur.

Tíska og hönnun

Við erum vinir – ekki elskhugar

Mikið hefur verið slúðrað um það síðustu daga að Íslandsvinurinn Russell Crowe sé byrjaður með hinni þokkafullu Ditu Von Teese. Russell segir það hins vegar ekki vera satt.

Lífið

Ómissandi snyrtivörur Ebbu

Ebba Guðný Guðmundsdóttir ástríðukokkur með meiru hefur í nægu að snúast þessa dagana en hún heldur úti fróðlegri matarsíðu PureEbba.com samhliða því að skrifa matreiðsluækur á sinn einstaka máta. Lífið spurði Ebbu hvaða fimm snyrtivörur hún getur ekki verið án.

Lífið

Flaggar trúlofunarhringnum á setti

Trúlofunarhringur Oliviu Wilde er sko ekkert slor en hún játaðist grínistanum Jason Sudeikis stuttu eftir jól. Olivia var ófeimin að sýna hringinn á setti nýjustu myndar sinnar, The Third Person.

Lífið

Charlie Sheen verður afi

Ærslabelgurinn Charlie Sheen verður afi í fyrsta sinn seinna á árinu. Elsta dóttir hans, Cassandra Estevez, gengur með sitt fyrsta barn en hún er 28 ára gömul.

Lífið

Ég er hommi

Leikarinn Victor Garber, sem lék meðal annars Jack Bristow í Alias og skipasmiðinn Thomas Andrews í Titanic, staðfesti það í vikunni að hann er samkynhneigður.

Lífið

Bensínlaus ÓB-maður

Grínistarnir úr Mið-Íslandi, þeir Jóhann Alfreð Kristinsson og Björn Bragi Arnarsson, komust í hann krappan í gær þegar bíllinn þeirra varð bensínlaus á miðri Hringbrautinni, með öllum þeim vandræðagangi sem því fylgdi.

Lífið

Crawford hefur engu gleymt

Tískusíðan Fashion Gone Rouge birti nýlega myndaþátt þar sem ofurfyrirsætan Cindy Crawford var mynduð af Andrew Macpherson. Myndaþátturinn var tekinn sérstaklega fyrir heimasíðuna og bar hann einfaldlega nafnið Cindy. Þar sat hún fyrir í fötum frá Giorgio Armani, DAY Birger et Mikkelsen, Calvin Klein, Acne og fleirum. Það er deginum ljósara að hin 46 ára gamla Crawford hefur engu gleymt, en hún hefur starfað sem fyrirsæta í fjölda ára. Til gamans má geta að árið 1995 var hún sú fyrirsæta í heiminum sem þénaði mest og var valin kynþokkafyllsta kona allra tíma af tímaritinu Men's Health um árið.

Lífið

Stofnaði íslenskt tískublogg í Los Angeles

Alexandra Guðmundsdóttir er stúlka frá Keflavík sem hefur haft áhuga á tísku síðan hún man eftir sér. Eftir að hafa langað lengi að stofna eigið tískublogg lét hún verða að því og stofnaði Shades of Style þegar hún fluttist til Los Angeles með kærasta sínum í fyrra. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, en núna er hún í samstarfi með erlendum búðum og fatahönnuðum.

Tíska og hönnun

Fótalaus afrekskona með meiru

Meðfylgjandi má sjá myndir af Aimee Mullins, 37 ára, fyrrum Ólympíufara sem keppti á árum áður fyrir hönd Bandaríkjanna. Afrekskonan Aimee er fyrirsæta sem á tólf pör af fótleggjum, eða öllu heldur gervifætur fyrir öll tilefni...

Lífið

Minimalískar auglýsingaherferðir sumarsins

Einfaldleikinn ræður ríkjum í auglýsingaherferðum fyrir komandi vor – og sumarlínur. Óvenju margir hönnuðir notast við stílhreinar svarthvítar ljósmyndir þar sem fyrirsæturnar fá að njóta sín lítið farðaðar og með hárið slegið. Orðatiltækið ,,less is more", eða minna er meira, sem oft er notað innan tískubransans, á greinilega vel við um sumartískuna þetta árið.

Tíska og hönnun

Hélt að hún gæti ekki eignast börn

Rapparinn Kanye West tilkynnti um óléttu kærustu sinnar, raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, stuttu fyrir áramót. Það hefur þó ekki reynst þeim auðvelt að eignast barn.

Lífið

Verður jafn stórt og Gay pride

"Eurobandið á lagalista sem telur yfir 60 lög og ef ég þekki þennan hóp flytjenda rétt kunnum við þau öll utanbókar. Við þurfum því bara að fara yfir listann og velja úr. Þetta verður bara risadjamm á sviðinu,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem verður á sviðinu á Eurovision-tónleikunum í Hörpu. "Mér líst rosalega vel á þetta og er mjög spenntur, bæði fyrir tónleikunum og líka fyrir hátíðinni sjálfri,“ segir hann. "Ég hef trú á að með Rainbow Reykjavík-hátíðinni sé Pink Iceland að sá fræi sem stækkar með árunum og verður á endanum jafn stórt og Gay Pride er á sumrin,“ bætir hann við.

Lífið

Samvinna í gegnum Skype og Dropbox

Vinkonurnar Kari Ósk Grétudóttir og Kristín Eiríksdóttir hafa lokið við sitt fyrsta leikverk. Leikritið, Karma fyrir fugla, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 1. mars.

Lífið

Heilsteypt og fagurt

Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari haslaði sér völl fyrir allnokkru sem einn besti hljóðfæraleikari þjóðarinnar. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með tónleikana sem hún hélt í Hafnarborg á sunnudagskvöldið.

Gagnrýni

Hjaltalín með plötu ársins

Hjaltalín á plötu ársins, Enter 4, og Háa C með Moses Hightower er lag ársins hjá blaðinu Reykjavík Grapevine, sem veitti fyrir skömmu sín fyrstu tónlistarverðlaun.

Tónlist

H&M horfir til Íslands

Ein stærsta verslanakeðja í heimi, Hennes & Mauritz, horfir til íslenskra fatahönnuða, að sögn Lindu Bjargar Árnadóttur hjá Listaháskóla Íslands. Starfsmannastjóri H&M hefur nú boðað komu sína á útskriftarsýningu LHÍ.

Tíska og hönnun

Einlitur elegans hjá Valentino

Valentino sendi nýlega frá sér lookbook fyrir millilínu næsta hausts, eða Pre – Fall. Línan er mjög vel heppnuð, undir greinilegum áhrifum áttunda áratugarins en samt virkilega stílhrein og klassísk þar sem fyrirsætan klæðist sama lit frá toppi til táar. Yfirhönnuðurnir tískuhússins, þau Grazia Chiuri og Pierpaolo Piccioli, segja línuna innblásna af verkum ljósmyndarans Helmut Newton sem og skemmtistaðnum alræmda Studio 54 í New York.

Tíska og hönnun

Gefa miða á stærstu danshátíð heims

"Þetta er stærsta danshátíð í heimi þar sem um 250 af frægustu plötusnúðum heims, frá 75 mismunandi löndum, spila tónlist í þrjá daga,“ segir plötusnúðurinn Ólafur Geir Jónsson um danshátíðina Tomorrowland, sem er haldin í Belgíu í lok júlí ár hvert. Um 200.000 miðar eru í boði á hátíðina, sem yfirleitt seljast upp á örfáum klukkutímum. "Það voru um 100 Íslendingar sem ætluðu að fara í hópferð í fyrra en svo fengu bara örfáir þeirra miða. Þetta er svakalega stórt og stækkar bara með hverju árinu, en þarna er að finna öll stærstu nöfnin í bransanum,“ segir Ólafur Geir, en á meðal þeirra sem þeyta skífum á hátíðinni eru David Guetta, Tiesto og Swedish House Mafia.

Tónlist

Ein á ströndinni

Ofurmódelið Irina Shayk leiddist ekki á ströndinni á Miami í vikunni þó að kærasti hennar, fótboltakappinn Cristiano Ronaldo, væri víðsfjarri.

Lífið