Lífið Ég elska varaliti og nota þá daglega María Björk Sigurpálsdóttir fyrirsæta og klæðskeranemi hugsar vel um húðina og hárið. Hún er óhrædd við að nota eldrauðan varalit og eyeliner enda fer það henni áberandi vel. María upplýsir okkur hvaða snyrtivörur hún getur ekki verið án. Tíska og hönnun 22.1.2013 15:46 Litadýrð á hátískusýningu Atelier Versace Hátískuvikan hófst í gær í París. Hátískusýningarnar, eða Haute Couture, eru sá viðburður sem tískuspekúlantar eru yfirleitt hvað spenntastir fyrir, en það eru aðeins nokkrir hönnuðir sem uppfylla skilyrðin til að geta talist vera Haute Couture. Versace reið á vaðið í þetta sinn með litríkri og skemmtilegri línu sem var svo sannarlega eitthvað fyrir augað. Tíska og hönnun 22.1.2013 14:45 Þessi kjóll felur ekki mikið Poppstjarnan Nicole Scherzinger klæddist afar djörfum kjól er hún tók upp nýtt myndband í London fyrir jól. Lífið 22.1.2013 14:00 Svona lítur lúsin út Meðfylgjandi má sjá mynd sem ónefnd móðir í Reykjavík tók af lús sem fannst í hári barnsins hennar. "Hún var dauð í morgun, var lifandi þegar ég fór að sofa um ellefu leytið en þá voru sirka 7 og hálfur tími síðan hún kom úr hausnum á barninu," svaraði hún spurð út í kvikindið. Vert er að taka fram að það er svo nauðsynlegt að fólk leiti og kembi börnunum sínum um leið og tilkynning kemur frá skólunum. Lýsnar vilja vera þar sem heitast er á höfðinu, ef börnin eru með stutt hár þá vill hún dvelja ofan á þar sem mesta hárið er. Stúlkur eru frekar með hana í hnakkanum og þar sem taglið er. Lífið 22.1.2013 13:45 760 milljóna hús fyrir mömmu Poppstjarnan Beyonce hefur verið að skoða glæsilegt hús í heimbæ sínum Houston ef marka má nýjustu fréttir. Húsið kostar 5,9 milljónir dollara, rúmlega 760 milljónir króna. Lífið 22.1.2013 13:30 Gucci-gyðjur Sjónvarpskonan Kelly Ripa og leikkonan nýgifta Evan Rachel Wood eru með svipaðan fatasmekk – þó ólíkar séu. Tíska og hönnun 22.1.2013 12:30 Fótboltagoð í eins náttfötum Strákarnir í knattspyrnuliðinu Manchester United höfðu það náðugt í löngu flugi til Katar á dögunum. Rauðu djöflarnir ákváðu að klæða sig í stíl – í náttföt með mynd af Kalla kanínu. Lífið 22.1.2013 11:30 María Birta flott í tauinu á frumsýningu XL María Birta virðist vera með buxnadragta-trendið alveg á hreinu, en eins og Lífið greindi nýlega frá verða þær það allra heitasta með vorinu. María tók trendið alla leið og mætti glerfín í buxnadragt frá Kormáki og Skildi, með slaufu og axlabönd á frumsýningu XL um helgina. Lífið heyrði stuttlega í Maríu. Lífið 22.1.2013 10:30 Hasar og hávaðarokk Þungarokkararnir í Metallica eru síður en svo af baki dottnir þrátt fyrir að flestir meðlimir sveitarinnar standi nú á fimmtugu. Þessi goðsagnakennda sveit hefur lokið við gerð þrívíddarkvikmyndar í fullri lengd, þar sem hasar og lifandi tónlist renna saman í eitt. Tónlist 22.1.2013 10:24 Bieber vinsælastur á Twitter Hinn ungi poppsöngvari Justin Bieber er orðinn vinsælasti maður í heimi á Twitter. Hann skaust fram fyrir söngstjörnuna og Íslandsvinkonuna Lady Gaga í gær, en bæði eru þau með yfir 33 milljónir fylgjenda. Í þriðja sæti kemur síðan söng- og leikkonan Katy Perry sem er með yfir 31 milljón fylgjenda. Bieber fær um 40 þúsund nýja fylgjendur á dag en Gaga um 30 þúsund. Fjöldi fylgjenda á Twitter er sagður ágætis vísbending um vinsældir listamanna almennt. Lífið 22.1.2013 10:09 Enn eitt ástarsambandið Ærslabelgurinn Lindsay Lohan birti mynd af sé á Instagram með Wanted-hönknum Max George fyrir stuttu. Lindsay hefur verið lengi á eftir Max og virðist loksins hafa klófest hann. Lífið 22.1.2013 10:00 Mjög góðar viðtökur á Sundance Endurgerð Á annan veg fær góða dóma í Variety og Hollywood Reporter. Menning 22.1.2013 07:00 Heillaði Breta með íslensku uppistandi Snjólaug sigraði í undankeppni einnar stærstu uppistandskeppni Bretlands. Lífið 22.1.2013 07:00 Saffran opnar í Hafnarfirðinum Tveir nýir Saffran-veitingastaðir opna í Bæjarhrauni og á Bíldshöfða á næstunni. Tíska og hönnun 22.1.2013 07:00 Tók myndbandið upp í stofunni heima hjá sér Myndband Haralds Haraldssonar við lag dúettsins Barregaard&Briem, Love With You, hefur vakið athygli víða um heim. Myndbandið var einfalt í smíðum og tekið upp í stofunni heim hjá leikstjóranum þar sem myndvarpi og fallegar hönnunarhillur leika stórt hlutverk. Tónlist 21.1.2013 21:00 Á réttum stað Ingvar Helgason er annar hluti fatahönnunartvíeykisins Ostwald Helgason, en hönnun hans og sambýliskonu hans Susanne Ostwald vakti mikla athygli tískuspekúlanta á síðasta ári. Ingvar lifir og hrærist í heimi tískunnar í dag. Tíska og hönnun 21.1.2013 20:00 Stjörnurnar á Sundance kvikmyndahátíðinni Sundance kvikmyndahátíðin stendur nú yfir í Utah í Bandaríkjunum, en það sem skilur hana frá mörgum öðrum slíkum hátíðum er að hún er mun látlausari en gengur og gerist. Stjörnurnar koma ekki uppstrílaðar á viðburði heldur eru þær hversdagslega klæddar, sem er skemmtileg tilbreyting. Við skulum skoða nokkur dæmi. Lífið 21.1.2013 19:30 Ræður því nú sjálfur á hvaða fjöll hann fer Arnar Jónsson leikari er sjötugur í dag. Þetta eru talsverð tímamót fyrir hann því lögum samkvæmt hættir hann nú störfum sem fastráðinn leikari hjá Þjóðleikhúsinu eftir langan og giftusamlegan feril. Hann er þó ekki á þeim buxunum að setjast í helgan stei Menning 21.1.2013 19:00 Þekkir þú þennan páfagauk? Meðfylgjandi mynd var tekin af páfagauk sem fannst í dag við Hesthamra í Grafarvoginum. Fólk er beðið að deila myndinni svo eigandinn finnist sem fyrst. Hafðu samband við okkur á netfangið ritstjorn@visir.is ef þú veist hver eigandinn er. Lífið 21.1.2013 18:40 Notar krem sem multi-taskar eins og vindurinn Elísabet Ormslev söngkona með meiru upplýsir okkur hvaða snyrtivörur hún notar daglega. Tíska og hönnun 21.1.2013 16:30 TREND - víðar gallabuxur Gallabuxur eru eitthvað sem aldrei fer úr tísku. En þó þær séu alltaf inn fáum við þó að sjá mismunandi útgáfur af þeim ár hvert. Víðar, og jafnvel rifnar, gallabuxur eru vinsælar um þessar mundir og hafa stjörnurnar mikið sést klæðast þeim í daglegu amstri. Við skulum skoða nokkrar myndir. Tíska og hönnun 21.1.2013 16:15 Fjölbreytileiki í fermingargreiðslum "Nú fer að líða að fermingum 2013 og mjög spennandi tímar framundan hjá fermingarbörnum. Þetta er aldurinn sem þau vita hvað þau vilja og sem betur fer er enginn eins," segir Helena Hólm hárgreiðslumeistari og eigandi Hárgreiðslustofu Helenu Stubba-lubbar spurð út í fermingargreiðslurnar hjá stúlkum. Tíska og hönnun 21.1.2013 15:45 Snúðar í sumar Það er alltaf þægilegt að smella hárinu í háan snúð þegar maður er á hraðferð. Þess vegna hentar ansi vel að snúðarnir verða eitt heitasta hártrendið í sumar. Margar fegurðardísir í Hollywood hafa sést með snúða upp á síðkastið. Við skulum skoða hvernig þær útfærðu þessa einföldu hárgreiðslu. Tíska og hönnun 21.1.2013 15:15 Fjör á frumsýningu XL Kvikmyndin XL var frumsýnd í Kringlubíói á föstudaginn. Þangað mættu leikarar myndarinnar og aðstandendur hennar og sáu afraksturinn á hvíta tjaldinu. Lífið 21.1.2013 14:30 Síðasta kvöldið í sukkinu Eftirminnileg frammistaða Ólafs Darra ber XL uppi. Ágæt mynd, en ekki nógu skemmtileg né nógu grípandi til að geta talist afbragðsgóð. Gagnrýni 21.1.2013 14:30 Nýr skemmtistaður opnar í Austurstræti Skemmtistaðurinn Loftið opnaði formlega á efri hæð Austurstrætis 9 á föstudaginn var í sama húsnæði og áður hýsti verslunina Egil Jacobsen og veitingastaðinn La Primavera. Verslunin Egill Jacobsen var stofnuð af dönskum kaupmanni árið 1906 og í eigu sömu fjölskyldu allt til ársins 1997. Eins og sjá má á myndunum sem Sigurjón Ragnar ljósmyndari tók voru gestir áberandi kátir enda andrúmsloftið afslappað og rómantískt. Lífið 21.1.2013 14:00 Selja íslenskan raunveruleikaþátt úr landi "Þetta er í fyrsta sinn sem við seljum íslenskt format að skemmtiefni á borð við þetta úr landi," segir Kjartan Þór Þórðarson, framkvæmdastjóri Sagafilm, sem gekk nýlega frá sölu á raunveruleikaþáttunum Hannað fyrir Ísland til meðal annars Bretlands, Írlands og Norðurlandanna. Menning 21.1.2013 14:00 Hefði ekki gefið bókina um Armstrong út "Maður getur ekki sagt til um það hvernig maður hefði hugsað fyrir sjö árum, en ég hefði að öllum líkindum ekki gefið út bók eftir mann sem er stimplaður svindlari, þá hefur bókin auðvitað misst allan trúverðugleika," segir Rúnar Helgi Vignisson, dósent í ritlist við Háskóla Íslands og útgefandi bókarinnar Þetta snýst ekki um hjólið eftir Lance Armstrong. Rúnar Helgi lýsti því yfir á Facebook að hann hefði aldrei gefið bókina út hefði honum verið kunnugt um lyfjaneyslu hjólreiðakappans. Menning 21.1.2013 13:00 Kominn í 380 þúsund á eBay Hæsta boðið í klapptréð sem aðstandendur kvikmyndarinnar Django Unchained árituðu fyrir Guðmund Felix Grétarsson er um 380 þúsund krónur á uppboðssíðunni eBay. Lífið 21.1.2013 12:15 Fimm hundruð milljónir fyrir megahús Ofurparið William H. Macy og Felicity Huffman borguðu nýverið 3,8 milljónir dali, tæplega fimm hundruð milljónir króna, fyrir glæsihýsi í Hollywood-hæðum. Tíska og hönnun 21.1.2013 12:00 « ‹ ›
Ég elska varaliti og nota þá daglega María Björk Sigurpálsdóttir fyrirsæta og klæðskeranemi hugsar vel um húðina og hárið. Hún er óhrædd við að nota eldrauðan varalit og eyeliner enda fer það henni áberandi vel. María upplýsir okkur hvaða snyrtivörur hún getur ekki verið án. Tíska og hönnun 22.1.2013 15:46
Litadýrð á hátískusýningu Atelier Versace Hátískuvikan hófst í gær í París. Hátískusýningarnar, eða Haute Couture, eru sá viðburður sem tískuspekúlantar eru yfirleitt hvað spenntastir fyrir, en það eru aðeins nokkrir hönnuðir sem uppfylla skilyrðin til að geta talist vera Haute Couture. Versace reið á vaðið í þetta sinn með litríkri og skemmtilegri línu sem var svo sannarlega eitthvað fyrir augað. Tíska og hönnun 22.1.2013 14:45
Þessi kjóll felur ekki mikið Poppstjarnan Nicole Scherzinger klæddist afar djörfum kjól er hún tók upp nýtt myndband í London fyrir jól. Lífið 22.1.2013 14:00
Svona lítur lúsin út Meðfylgjandi má sjá mynd sem ónefnd móðir í Reykjavík tók af lús sem fannst í hári barnsins hennar. "Hún var dauð í morgun, var lifandi þegar ég fór að sofa um ellefu leytið en þá voru sirka 7 og hálfur tími síðan hún kom úr hausnum á barninu," svaraði hún spurð út í kvikindið. Vert er að taka fram að það er svo nauðsynlegt að fólk leiti og kembi börnunum sínum um leið og tilkynning kemur frá skólunum. Lýsnar vilja vera þar sem heitast er á höfðinu, ef börnin eru með stutt hár þá vill hún dvelja ofan á þar sem mesta hárið er. Stúlkur eru frekar með hana í hnakkanum og þar sem taglið er. Lífið 22.1.2013 13:45
760 milljóna hús fyrir mömmu Poppstjarnan Beyonce hefur verið að skoða glæsilegt hús í heimbæ sínum Houston ef marka má nýjustu fréttir. Húsið kostar 5,9 milljónir dollara, rúmlega 760 milljónir króna. Lífið 22.1.2013 13:30
Gucci-gyðjur Sjónvarpskonan Kelly Ripa og leikkonan nýgifta Evan Rachel Wood eru með svipaðan fatasmekk – þó ólíkar séu. Tíska og hönnun 22.1.2013 12:30
Fótboltagoð í eins náttfötum Strákarnir í knattspyrnuliðinu Manchester United höfðu það náðugt í löngu flugi til Katar á dögunum. Rauðu djöflarnir ákváðu að klæða sig í stíl – í náttföt með mynd af Kalla kanínu. Lífið 22.1.2013 11:30
María Birta flott í tauinu á frumsýningu XL María Birta virðist vera með buxnadragta-trendið alveg á hreinu, en eins og Lífið greindi nýlega frá verða þær það allra heitasta með vorinu. María tók trendið alla leið og mætti glerfín í buxnadragt frá Kormáki og Skildi, með slaufu og axlabönd á frumsýningu XL um helgina. Lífið heyrði stuttlega í Maríu. Lífið 22.1.2013 10:30
Hasar og hávaðarokk Þungarokkararnir í Metallica eru síður en svo af baki dottnir þrátt fyrir að flestir meðlimir sveitarinnar standi nú á fimmtugu. Þessi goðsagnakennda sveit hefur lokið við gerð þrívíddarkvikmyndar í fullri lengd, þar sem hasar og lifandi tónlist renna saman í eitt. Tónlist 22.1.2013 10:24
Bieber vinsælastur á Twitter Hinn ungi poppsöngvari Justin Bieber er orðinn vinsælasti maður í heimi á Twitter. Hann skaust fram fyrir söngstjörnuna og Íslandsvinkonuna Lady Gaga í gær, en bæði eru þau með yfir 33 milljónir fylgjenda. Í þriðja sæti kemur síðan söng- og leikkonan Katy Perry sem er með yfir 31 milljón fylgjenda. Bieber fær um 40 þúsund nýja fylgjendur á dag en Gaga um 30 þúsund. Fjöldi fylgjenda á Twitter er sagður ágætis vísbending um vinsældir listamanna almennt. Lífið 22.1.2013 10:09
Enn eitt ástarsambandið Ærslabelgurinn Lindsay Lohan birti mynd af sé á Instagram með Wanted-hönknum Max George fyrir stuttu. Lindsay hefur verið lengi á eftir Max og virðist loksins hafa klófest hann. Lífið 22.1.2013 10:00
Mjög góðar viðtökur á Sundance Endurgerð Á annan veg fær góða dóma í Variety og Hollywood Reporter. Menning 22.1.2013 07:00
Heillaði Breta með íslensku uppistandi Snjólaug sigraði í undankeppni einnar stærstu uppistandskeppni Bretlands. Lífið 22.1.2013 07:00
Saffran opnar í Hafnarfirðinum Tveir nýir Saffran-veitingastaðir opna í Bæjarhrauni og á Bíldshöfða á næstunni. Tíska og hönnun 22.1.2013 07:00
Tók myndbandið upp í stofunni heima hjá sér Myndband Haralds Haraldssonar við lag dúettsins Barregaard&Briem, Love With You, hefur vakið athygli víða um heim. Myndbandið var einfalt í smíðum og tekið upp í stofunni heim hjá leikstjóranum þar sem myndvarpi og fallegar hönnunarhillur leika stórt hlutverk. Tónlist 21.1.2013 21:00
Á réttum stað Ingvar Helgason er annar hluti fatahönnunartvíeykisins Ostwald Helgason, en hönnun hans og sambýliskonu hans Susanne Ostwald vakti mikla athygli tískuspekúlanta á síðasta ári. Ingvar lifir og hrærist í heimi tískunnar í dag. Tíska og hönnun 21.1.2013 20:00
Stjörnurnar á Sundance kvikmyndahátíðinni Sundance kvikmyndahátíðin stendur nú yfir í Utah í Bandaríkjunum, en það sem skilur hana frá mörgum öðrum slíkum hátíðum er að hún er mun látlausari en gengur og gerist. Stjörnurnar koma ekki uppstrílaðar á viðburði heldur eru þær hversdagslega klæddar, sem er skemmtileg tilbreyting. Við skulum skoða nokkur dæmi. Lífið 21.1.2013 19:30
Ræður því nú sjálfur á hvaða fjöll hann fer Arnar Jónsson leikari er sjötugur í dag. Þetta eru talsverð tímamót fyrir hann því lögum samkvæmt hættir hann nú störfum sem fastráðinn leikari hjá Þjóðleikhúsinu eftir langan og giftusamlegan feril. Hann er þó ekki á þeim buxunum að setjast í helgan stei Menning 21.1.2013 19:00
Þekkir þú þennan páfagauk? Meðfylgjandi mynd var tekin af páfagauk sem fannst í dag við Hesthamra í Grafarvoginum. Fólk er beðið að deila myndinni svo eigandinn finnist sem fyrst. Hafðu samband við okkur á netfangið ritstjorn@visir.is ef þú veist hver eigandinn er. Lífið 21.1.2013 18:40
Notar krem sem multi-taskar eins og vindurinn Elísabet Ormslev söngkona með meiru upplýsir okkur hvaða snyrtivörur hún notar daglega. Tíska og hönnun 21.1.2013 16:30
TREND - víðar gallabuxur Gallabuxur eru eitthvað sem aldrei fer úr tísku. En þó þær séu alltaf inn fáum við þó að sjá mismunandi útgáfur af þeim ár hvert. Víðar, og jafnvel rifnar, gallabuxur eru vinsælar um þessar mundir og hafa stjörnurnar mikið sést klæðast þeim í daglegu amstri. Við skulum skoða nokkrar myndir. Tíska og hönnun 21.1.2013 16:15
Fjölbreytileiki í fermingargreiðslum "Nú fer að líða að fermingum 2013 og mjög spennandi tímar framundan hjá fermingarbörnum. Þetta er aldurinn sem þau vita hvað þau vilja og sem betur fer er enginn eins," segir Helena Hólm hárgreiðslumeistari og eigandi Hárgreiðslustofu Helenu Stubba-lubbar spurð út í fermingargreiðslurnar hjá stúlkum. Tíska og hönnun 21.1.2013 15:45
Snúðar í sumar Það er alltaf þægilegt að smella hárinu í háan snúð þegar maður er á hraðferð. Þess vegna hentar ansi vel að snúðarnir verða eitt heitasta hártrendið í sumar. Margar fegurðardísir í Hollywood hafa sést með snúða upp á síðkastið. Við skulum skoða hvernig þær útfærðu þessa einföldu hárgreiðslu. Tíska og hönnun 21.1.2013 15:15
Fjör á frumsýningu XL Kvikmyndin XL var frumsýnd í Kringlubíói á föstudaginn. Þangað mættu leikarar myndarinnar og aðstandendur hennar og sáu afraksturinn á hvíta tjaldinu. Lífið 21.1.2013 14:30
Síðasta kvöldið í sukkinu Eftirminnileg frammistaða Ólafs Darra ber XL uppi. Ágæt mynd, en ekki nógu skemmtileg né nógu grípandi til að geta talist afbragðsgóð. Gagnrýni 21.1.2013 14:30
Nýr skemmtistaður opnar í Austurstræti Skemmtistaðurinn Loftið opnaði formlega á efri hæð Austurstrætis 9 á föstudaginn var í sama húsnæði og áður hýsti verslunina Egil Jacobsen og veitingastaðinn La Primavera. Verslunin Egill Jacobsen var stofnuð af dönskum kaupmanni árið 1906 og í eigu sömu fjölskyldu allt til ársins 1997. Eins og sjá má á myndunum sem Sigurjón Ragnar ljósmyndari tók voru gestir áberandi kátir enda andrúmsloftið afslappað og rómantískt. Lífið 21.1.2013 14:00
Selja íslenskan raunveruleikaþátt úr landi "Þetta er í fyrsta sinn sem við seljum íslenskt format að skemmtiefni á borð við þetta úr landi," segir Kjartan Þór Þórðarson, framkvæmdastjóri Sagafilm, sem gekk nýlega frá sölu á raunveruleikaþáttunum Hannað fyrir Ísland til meðal annars Bretlands, Írlands og Norðurlandanna. Menning 21.1.2013 14:00
Hefði ekki gefið bókina um Armstrong út "Maður getur ekki sagt til um það hvernig maður hefði hugsað fyrir sjö árum, en ég hefði að öllum líkindum ekki gefið út bók eftir mann sem er stimplaður svindlari, þá hefur bókin auðvitað misst allan trúverðugleika," segir Rúnar Helgi Vignisson, dósent í ritlist við Háskóla Íslands og útgefandi bókarinnar Þetta snýst ekki um hjólið eftir Lance Armstrong. Rúnar Helgi lýsti því yfir á Facebook að hann hefði aldrei gefið bókina út hefði honum verið kunnugt um lyfjaneyslu hjólreiðakappans. Menning 21.1.2013 13:00
Kominn í 380 þúsund á eBay Hæsta boðið í klapptréð sem aðstandendur kvikmyndarinnar Django Unchained árituðu fyrir Guðmund Felix Grétarsson er um 380 þúsund krónur á uppboðssíðunni eBay. Lífið 21.1.2013 12:15
Fimm hundruð milljónir fyrir megahús Ofurparið William H. Macy og Felicity Huffman borguðu nýverið 3,8 milljónir dali, tæplega fimm hundruð milljónir króna, fyrir glæsihýsi í Hollywood-hæðum. Tíska og hönnun 21.1.2013 12:00