Lífið

Fótboltagoð í eins náttfötum

MYNDIR / COVER MEDIA
Strákarnir í knattspyrnuliðinu Manchester United höfðu það náðugt í löngu flugi til Katar á dögunum. Rauðu djöflarnir ákváðu að klæða sig í stíl – í náttföt með mynd af Kalla kanínu.

Aðeins tveir leikmenn létu ekki gabba sig út í þessa vitleysu – reynsluboltarnir Paul Scholes og Ryan Giggs. Aðrir leikmenn, þar á meðal markaskorarinn Robin Van Persie og vinnuþjarkurinn Patrice Evra tóku þátt í gríninu.

Það gekk ekki nógu vel hjá United síðustu helgi en Van Persie skoraði eina mark liðsins á móti Tottenham.
United fór til Katar til að æfa í hlýju veðri og aldeilis þörf á því eftir að þeir gerðu 1-1 jafntefli við Tottenham á White Hart Lane síðustu helgi.

Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.