Lífið

Pítsusendlar segja frá

Pítsusendlar gægjast inn í líf fólks í gegnum þrönga dyragættina. Þeir fá að kynnast öllum hliðum mannlífsins og lenda oft í spaugilegum aðstæðum. Nokkrir núverandi og fyrrverandi pítsusendlar segja sögur af ævintýralegum uppákomum.

Lífið

Hrekkjavökusjúk og skreytir allt hátt og lágt

Sigga Dögg Arnardóttir er ein þeirra sem halda hátíðlega upp á hrekkjavöku og hún segir sjálfa sig vera "hrekkjavökusjúka“. Hún heldur metnaðarfull hrekkjavökupartí árlega og mun halda slíkt partí um helgina. Hún byrjaði að undirbúa partíið í ágúst.

Lífið

Heldur Adele-heiðurstónleika um helgina

Söngkonan Katrín Ýr Óskarsdóttir, ásamt hljómsveit, heldur tónleika til heiðurs söngkonunni Adele um helgina. Spurð út í hvaðan áhuginn á Adele komi segir Katrín: "Hann byrjaði mest þegar platan 25 kom út. Ég féll fyrir plötunni og mér fannst lögin henta mér vel. Mér finnst hún líka svo skemmtileg týpa. Hún tekur sig ekki of alvarlega.“

Lífið

Heldur kosningapartí á Tenerife

Herdís Árnadóttir rekur Íslendingabar á Tenerife og gefur íslenskum ferðamönnum og öðrum á Tenerife íslenska stemningu beint í æð. Um helgina verður mikið að gera en þá verður haldin kosningavaka.

Lífið

Traust gagnvart öðrum er verðmætt

Hanna Borg Jónsdóttir, lögfræðingur og nemi í kennslufræðum, er stödd á Íslandi ásamt manni sínum, Ásgeiri Erni Hallgrímssyni, landsliðsmanni í handbolta, og tveimur sonum. Fjölskyldan býr í Frakklandi og Hanna notar tímann vel á Íslandi.

Lífið

Marg­menni í út­gáfu­hófi dag­blaða­mógúls

Útgáfuhóf bókarinnar Allt kann sá er bíða kann var haldið í Norræna húsinu síðastliðinn þriðjudag. Bókin er skrifuð af Silju Aðalsteinsdóttur um Svein R. Eyjólfsson blaða­útgefanda. Mikil gleði og stuð var í boðinu eins og má sjá á myndunum.

Lífið

Syngjandi fyrirsæta

Úrsúla Hanna Karlsdóttir er alin upp á sveitabæ á Mýrunum. Hún stundar nám í líffræði við Háskóla Íslands. Úrsúla var kosin Miss Top Model 2017 í Ungfrú Ísland keppninni í ágúst.

Lífið