Lífið

Góð stemning í Marshall-húsinu

Það var stuð og stemning í útgáfuhófi sjötta tölublaðs HA, tímarits um íslenska hönnun og arkitektúr, á fimmtudaginn. Hófið var haldið í Marshall-húsinu sem hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2017 fyrr í mánuðinum.

Lífið

Hleypur 165 kílómetra í eyðimörk

Ásta Kristín Parker býr í Óman, stundar dýralækningar með góðgerðarsamtökum í Asíu á milli þess sem hún hleypur maraþon víðsvegar um veröldina. Hún keppir núna í ofurmaraþoni í Wahiba eyðimörkinni.

Lífið

Gerum ekki meira en við nennum

Grenigerði er snoturt býli skammt frá Borgarnesi. Þar hafa Páll Jensson og Ríta Freyja Bach búið í 37 ár, lifað af landsins gæðum og eigin handverki úr horni, hrosshári og ull. Ævintýrið þeirra byrjaði með litlu blómi.

Lífið

Gerði aðventukrans í stíl við bílinn

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er enn að ákveða hvernig aðventukransinn verður í ár. Eitt árið gerði hann aðventukrans í bílskúrnum sem hann áttaði sig eftir á að var í stíl við bílinn.

Lífið

Aðventukransinn alltaf að breytast

Elísa Ólöf Guðmundsdóttir, blómaskreytir og eigandi blómabúðarinnar 4 Árstíðir, hefur starfað við fagið frá því hún var unglingur. Hún segir að miklar breytingar hafi orðið í jólaskreytingum.

Lífið

Ég sá allt og heyrði allt

Alena Da Silva á að baki brotna æsku og tekur þátt í stofnun samtaka fósturbarna. Barnaverndaryfirvöld gripu seint inn í aðstæður hennar og Alena telur rétt barna til góðs og öruggs lífs of lítinn.

Lífið

Best af öllu að mega lifa

Söngvarinn Jón Jósep Snæbjörnsson er orkubolti sem elskar tyrkneskan piparbrjóstsykur og venjulegt fjölskyldulíf. Hann ætlar að trylla áhorfendur í kvöld á afmælisballi Í svörtum fötum.

Lífið

Finnst hún þurfa að bera ábyrgð

Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur sem kemur út í næstu viku fjallar um tímamót af ýmsu tagi. Á plötunni kemur Björk inn á þau mál sem eru henni hugleikin, svo sem umhverfismál, jafnrétti og femínisma. Hún segir að með nýju plötunnni hafi hún þá fundið tilefni til að opna sig um áreitni sem hún sjálf varð fyrir.

Lífið

Móðir Huldu lést á aðfangadagskvöld

"Þetta kom eins og þruma úr heiðskýru lofti. Fjölskyldan var bara að halda upp á jólin heima hjá foreldrum mínum og ég var ekki á staðnum. Í fyrsta skipti á ævi minni hélt ég mín eigin jól,“ segir Hulda G. Geirsdóttir sem missti móður sinni fyrir tæplega 11 árum síðan.

Lífið

Lætur gott af sér leiða með tónleikum á afmælinu

Til að fagna 70 ára afmælinu ætlar Eiríkur Grímsson að láta gott af sér leiða og halda tónleika í Langholtskirkju á sunnudaginn. Á tónleikunum verður fjölbreytt dagskrá og allur ágóði rennur til Umhyggju, félags langveikra barna.

Lífið