Lífið

Íslenskir milljarðamæringar í New York maraþoninu

Á sunnudaginn fer hið víðfræga New York maraþon fram en þá verða hlaupnir 42 kílómetrar um öll fimm hverfi borgarinnar. Alls eru 55 íslendingar skráðir til leiks en athygli vekur að þar á meðal eru nokkrir af atkvæðamestu kaupsýslumönnum landsins.

Lífið

Britney endurheimtir umgengnisrétt við börnin

Britney Spears fær að hitta börnin sín þrisvar sinnum í viku undir eftirliti samkvæmt úrskurði dómara. Söngstjarnan þarf hins vegar að mæta vikulega í áfengis- og lyfjapróf og sækja reglulega námskeið í foreldrafærni. Kevin Federline, fyrrverandi eiginmaður Spears fékk fullt forræði yfir börnunum í byrjun október. Dómarinn, Scott Gordon, hefur áður veitt Britney umgengnisrétt við börnun en svipt hana réttinum aftur, aðallega vegna áfengis- og fíkniefnavanda hennar.

Lífið

Sesar A á 10 tungumálum

Afi íslenska rappsins Sesar A er risinn upp frá dauðum og gefur nú út sína þriðju sólóplötu. Sesar A sem heitir réttu nafni Eyjólfur B Eyvindarson er bróðir Erps Eyvindarsonar eins umtalaðasta rappara landsins.

Lífið

Með hesthús og heitan pott í stofunni

Dreymi þig um að geta horft á kvöldfréttirnar í heitapottinum við róandi snark í arineldi þá er tækifæri til þess núna. Eigirðu 180 milljónir á lausu eða sért í góðu sambandi við bankann þinn geturðu nú fjárfest í 500 fermetra höll Kópavoginum.

Lífið

Jackson gæti misst Neverland

Michael Jackson gæti misst Neverland, þar sem hann hefur ekki staðið við greiðslur af eins og hálfs milljarðs króna láni sem hvílir á búgarðinum.

Lífið

Plötufyrirtækið að gefast upp á Jennifer Lopez

Það gæti verið að styttast í annan endann á tónlistarferli Jennifer Lopez. Epic Records, plötufyrirtæki Lopez, er víst alveg að fá nóg af lélegri sölu á tónlist stúlkunnar, og yfirgengilegum kostnaði við markaðssetningu hennar.

Lífið

Brangelina fjölgar sér enn

Angelina Jolie er ólétt af öðru barni sínu. Þessu héldu ítalskir fjölmiðlar fram í gær eftir að leikkonan þurfti að aflýsa fyrirlestri vegna ,,persónulegra ástæðna"

Lífið

Denzel Washington og Russel Crowe leika saman

Óskarsverðlaunahafarnir Denzel Washington og Russel Crowe hafa nýlokið við tökur á myndinni “American Gangster”. Í myndinni leikur Washington eiturlyfjabaróninn Frank Lucas, sem auðgaðist mjög á sjöunda áratug síðustu aldar á því að flytja heroín til New York.

Lífið

Safnplatan Bestaf/Nylon væntanleg

Safnplata með bestu lögum Nylonlflokksins er væntanleg í verslanir í lok nóvember. Síðustu vikur hafa stelpurnar verið að taka upp tvo lög sem verða einu tvo nýju lögin á plötunni, en hún inniheldur 17 lög sem öll eiga það sameiginlegt að hafa náð miklum vinsældum og mikilli spilun í útvarpi á Íslandi og þó víðar væri leitað. Meðal laga á plötunni eru meðal annars: Lög unga fólsins, Einhverstaðar, einhvertíma aftur, Síðasta Sumar, Losing a friend og Sweet Dreams sem fór í efsta sæti breska dans listans á sama tíma í fyrra.

Lífið

Maríjúana er ekki eiturlyf - það er lauf

Tortímandinn og ríkisstjórinn Arnold Schwarzenegger viðurkenndi í viðtali í síðasta tölublaði tímaritsins GQ að hafa reykt maríjúana. Ólíkt Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta gekkst hann meira að segja við því að hafa dregið reykinn ofan í lungu.

Lífið

Sarkozy sýnir skapið í 60 Minutes

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sýndi ekki sínar bestu hliðar í viðtali við Lesley Stahl í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes sem sýndur var vestanhafs í gær.

Lífið

Flestir vilja vera Brangelina

Og hverjir skyldu Bandaríkjamenn helst vilja vera þetta árið? Brad Pitt og Angelina Jolie greinilega. Samkvæmt könnun Captain Morgan/Kelton, eru ,,Brangelina" þær stjörnur sem menn vilja helst vera á hrekkjavökunni í ár.

Lífið

Audiæði hjá yfirstjórn RÚV

Þórhallur Gunnarsson ritstjóri Kastljóssins fjárfesti í lok ágúst í spánnýjum dökkgráum Audi A6 bíl. Bíllinn er með tveggja lítra vél sem skilar 170 hestöflum og sjö gíra sjálfskiptingu og kostar rúmar 4,3 milljónir. Þetta er því hógvær útgáfa af A6, því þeir geta kostað allt að 7,9 milljónir króna.

Lífið

Paris gengur berserksgang í beinagrindarbúningi

Starfsmenn hjálpartækjaverslunar í Toronto halda því fram að Paris Hilton hafi gengið berserksgang í búð þeirra í síðustu viku. Á öryggismyndavélum búðarinnar sést kona íklædd hrekkjavökugrímu og beinagrindarbúningi kvarta með látum yfir auglýsingu í glugga verslunarinnar fyrir ,,One Night in Paris", víðfrægt kynlífsmyndband hótelerfingjans.

Lífið

Catherine Zeta Jones er ekki með anorexíu

Kynbomban Katherine Zeta Jones þvertekur fyrir að nokkuð sé hæft í orðrómi um að hún þjáist af lystarstoli. Leikkonan hefur löngum verið þekkt fyrir afar kvenlegan vöxt og andstöðu við megrunarmaníu ungstyrnanna í Hollywood. Undanfarið hafa hinsvegar heimsfrægar ávalar línur hennar vikið fyrir nýrri og tálgaðri líkamsvexti.

Lífið

Shatner sár yfir að vera ekki með í Star Trek

Leikarinn William Shatner er sár og móðgaður yfir því að hann fær ekki að vera með í næstu Star Trek mynd sem sýnd verður á næsta ári. Hann fær ekki að fara "óttalaust þangað sem enginn hefur komið áður." Meðleikari hans úr fyrri myndum, Leonard Nimoy verður hinsvegar með í hópnum sem Spock.

Lífið

Líf Lohan sem raunveruleikaþáttur

Á þriðjudag hefst nýr raunveruleikaþáttur á E! Sjónvarpsstöðinni sem byggir á lífi Lohan-fjölskyldunnar. Aðalpersónurnar verða Dina, móðir Lindsey Lohan, og litla systirin Ali. Sjálf mun Lindsey svo koma fram í þáttunum af og til.

Lífið

Bók í tilefni 10 ára afmælis Skessuhorns

Í tilefni þess að héraðsfréttablaðið Skessuhorn á Vesturlandi verður brátt 10 ára gamalt var ákveðið að minnast tímamótanna með útgáfu viðtalsbókar. Bókin Fólkið í Skessuhorni kom út um liðna helgi. Hún hefur að geyma 62 viðtöl við áhugaverða Vestlendinga.

Lífið

Neverland á nauðungaruppboð

Michael Jackson hefur 90 daga frest til að útvega sér 23 milljónir dollara eða sem svarar nær 1.400 milljónum kr. Annars fer Neverland búgarðurinn hans á nauðungaruppboð.

Lífið

Tíu litlir kynvillingar, eftir Baggalút

Meðlimir Baggalúts hafa nú blandað sér í helstu umræðumál dagsins í dag með kveðskapnum Tíu litlir kynvillingar. Sjá má nánar um málið á heimasíðu sveitarinnar en textinn fylgir hér með:

Lífið

Britney vill forræði með Kevin

Bandaríska söngkonan Britney Spears freistaði þess fyrir dómstóli í Kaliforníu í gær að fá aftur forræði yfir börnunum sínum tveimur. Þau nú eru hjá fyrrverandi manni hennar Kevin Federline.

Lífið