Lífið

Gæti orðið lokaballið á Nasa

Páll Óskar Hjálmtýsson óttast að hið árlega Eurovision-ball hans á Nasa í kvöld verði það síðasta sem hann haldi þar. Ástæðan er hugsanlegt niðurrif skemmtistaðarins í ágúst.

Lífið

Ósætti með dæturnar

Leikarinn Charlie Seen er ekki sá eini sem er brjálaður yfir því að dætur hans og fyrrum eiginkonu hans Denise Richards komi fram í raunveruleikaþætti þeirrar síðarnefndu.

Lífið

Hjaltalín með flestar tilnefningar

Hljómsveitin Hjaltalín fær flestar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunana en tilkynnt var um tilnefningarnar í dag. Hjaltalín fær fimm tilnefningar og Sprengjuhöllin kemur á hæla hennar með fjórar.

Lífið

Kveikt í „Batman“-skikkju Eurobandsins

Það verður engin „Batman" skikkja í atriði Eurobandsins í undankeppni Evróvisjón í Smáralind á Laugardag. „Nei, það var kveikt í vængjunum í gær," segir Friðrik Ómar, annar söngvara Eurobandsins. Batman skikkjan var fokdýr, enda gerð úr dýrindis silki sem Friðrik keypti fimmtán metra af í Taílandi í janúar.

Lífið

Heather Mills ein kynþokkafyllsta kona heims

Heather Mills rakar inn atkvæðum í kosningu FHM tímaritsins um kynþokkafyllstu konu heims. Síðan að fjölmiðlasirkusinn í kringum skilnað hennar og Pauls McCartneys hófst hefur hún fengið um 1000 atkvæði á dag, á móti um fimmtán áður.

Lífið

„Eurovision 2009 verður haldin í Kórnum"

Kosningabaráttan fyrir úrslitakvöld undankeppni Evróvisjón á Laugardag harðnar. Nú hafa þeim Merzedes Club liðum borist liðsinni frá fræga fólkinu. Myndband þar sem Pétur Jóhann, Sveppi, Auddi og knattspyrnumaðurinn Tryggvi Guðmundsson lýsa yfir stuðningi við lagið er nú að finna á YouTube.

Lífið

Britney framlengir nálgunarbann á Sam Lutfi

Illmennið meinta í harmsögu Britney Spears, Sam Lutfi, fékk reisupassan formlega í gær. Þá náðist loksins að afhenda honum pappíra um framlengingu nálgunarbanns sem meinar honum að koma nær Britney en sem nemur 250 metrum.

Lífið

Spáir Merzedes Club sigri

„Það liggur alveg fyrir að Barði vinnur þetta,“ segir Logi Bergmann Eiðsson einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar í Eurovisionfræðum. Þar á hann við lag Barða Jóhannssonar sem flutt er af Merzedes Club genginu.

Lífið

Þorfinnur kynnir Óskarinn

Það verður nýr maður í brúnni í útsendingu Stöðvar 2 frá Óskarsverðlaunahátíðinni næsta sunnudagskvöld. Ívar Guðmundsson, sem hefur kynnt hátíðina frá því elstu menn muna, lætur af því starfi, en við honum tekur Þorfinnur Ómarsson.

Lífið

Jessica Alba á von á tvíburum

Það virðist ganga tvíburafaraldur í Hollywood þessa dagana. Jennifer Lopez mun væntanlega fjölga mannkyninu um tvo á hverri stundu, og sögusagnir um að Angelina Jolie gangi með tvíbura eru háværar.

Lífið

Kaka ársins er súkkulaðiveisla

Kaka ársins 2008 er sannkölluð súkkulaðiveisla, en það var Jón Karl Stefánsson hjá Bæjarbakaríi í Hafnarfirði sem bar sigur úr býtum í árlegri keppni Landssambands bakarameistara um köku ársins.

Lífið

Sálmatónleikum í Hallgrímskirkju frestað

Sálmum og tónalljóðum, fyrirhuguðum tónleikum Camerarctica og Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur sóprans, sem halda átti í Hallgrímskirkju á sunnudag hefur verið frestað vegna veikinda. Fram kemur í tilkynningu frá listvinafélagi Hallgrímskirkju að ný dagsetning verði auglýst síðar.

Lífið

Óhefðbundin æska Suri Cruise

Suri Cruise er enginn venjulegur tveggja ára grislingur. Fyrir utan það að vera hundelt af ljósmyndurum eins og eldri stjörnur þá hafa hugmyndir Vísindakirkjunnar meira en lítil áhrif á stúlkuna.

Lífið

Take That meðal sigurvegara á Brit-hátíðinni

Brit-verðlaunin voru afhent með pompi og prakt í London í gærkvöldi. Það voru hljómsveitirnar Take That, Artic Monkeys og Foo Fighters sem teljast sigurvegarnir að þessu sinni en hver sveitanna hlaut tvenn verðlaun.

Lífið

Öllum er sama um nýfædda soninn

Nýjasta tölublað People magazine með Christinu Aguilera og nýfæddum syni hennar, Max, virðist ætla að floppa. Búist er við að einungis 1,3 milljón eintaka verði seld af blaðinu.

Lífið

Langar í meðferð

„Ég væri til í að vinna með Amy Winehouse vegna þess að hún er mjög vinsæl og heit núna,“ lét söngkonan Sheryl Crow út úr sér á tónleikum nýlega.

Lífið

Ó Ó Ingibjörg

Sunnudaginn 24. febrúar næstkomandi býður Tónlistarfélagið upp á frábæra tónleika með landsþekktum systkinum. Tónleikarnir hefjast kl. 20 í Bíósal listasafns Reykjanesbæjar.

Lífið

Sjónvarp í símann hjá Nova

Viðskiptavinir Nova munu innan skamms geta horft á sjónvarp í símanum sínum, en fyrirtækið hefur gert samning við Industria um hugbúnaðarlausn sem tryggir öllum viðskiptavinum Nova sjónvarpsútsendingar og margmiðlunarefni í farsímann með því að ýta á einn takka.

Lífið

Grand Rokk gestir kaupa listaverk í bunkum

Listamaður Kormákur Bragason hefur mokað út listaverkum á Grand Rokk undanfarið. „Fyrirtækið sem ég vann hjá hætti í janúar og ég hugsaði með mér að ég þyrfti að gera eitthvað. Ég fékk nokkur blöð til að krota á, hamaðist í nokkra daga og valdi svo það besta," segir Kormákur, sem náði að þekja heilan vegg með myndum.

Lífið

Ensk útgáfa Fullkomins lífs vekur hrifningu

Búið er að snara fullkomnu lífi þeirra Friðriks Ómars og Regínu Óskar yfir á ensku og verður það flutt þannig í úrslitaþætti Laugardagslagana næsta laugardag. Evróvisionjaxlinn Páll Óskar á heiðurinn að textanum. Lagið, annað þeirra laga sem er talin eru líklegust til að verða fulltrúi Íslands í Serbíu í maí, nefnist This Is My Life í nýju útgáfunni. Hægt er að hlusta á lagið á YouTube svæði Evróvisjónsíðunnar ESCToday, þar sem Eurovisionþyrstir netverjar fara hamförum af hrifningu á ummælakerfinu.

Lífið