Lífið

Óttast ekki að stíga fyrst á svið

„Við vildum annað hvort vera fyrst á svið eða síðust. Þetta var óskastaðan," segir Eurovisionfarinn Friðrik Ómar. Hann gefur lítið fyrir þær kenningar að slæmt sé að stíga fyrstur á svið i keppni á borð við þessari.

Lífið

Páll Óskar sló í gegn

Páll Óskar Hjálmtýsson var valinn söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum sem fram fara í Borgarleikhúsinu í kvöld. Þá var Björk kjörin söngkona ársins og tóku þeir Sigtryggur Baldursson og Einar Örn Benediktsson á móti verðlaununum fyrir hennar hönd.

Lífið

Lögga og rappari með færeyskum bjöllukór

Á föstudagskvöldið næstkomandi eða á Fríggjadag eins og hann heitir á Færeysku ætla Dj Atli og Erpur að spila á Kaffi Akureyri. Nokkuð óvenjulegt samstarf er hafið milli þeirra félagana og færeysks klukkukórs.

Lífið

Minghella lést í kjölfar uppskurðar

Banamein leikstjórans Anthony's Minghella voru blæðingar í kjölfar skurðaðgerðar. Hann var skorinn upp í síðustu viku vegna krabbameins í kirtlum og hálsi. Fréttastöðin Sky hefur eftir umboðsmanni hans að aðgerðin hafi gengið vel og að læknar hafi verið bjartsýnir á batahorfur. Í gærkvöld hafi hinsvegar komið í ljós blæðingar sem ekki tókst að stöðva og drógu hann loks til dauða.

Lífið

Stjörnurnar styrkja útrás leyniútvarpsstöðvar

Styrktartónleikar verða haldnir fyrir eina best földu útvarpsstöð landsins, XA radíó, föstudaginn langa í Háskólabíói. Eina íslenska dagskrá XA radíó er upplestur úr AA-bókinni, en megindagskrárefnið eru hins vegar upptökur af erlendum félögum úr 12-spora samtökum eins og Alcoholics Anonmyous (AA), Overeaters Anonmyous (OA), Narcotics Anonmyous (NA) og Al-anon þar sem þeir tala um reynslu sína.

Lífið

Leikstjóri The English Patient látinn

Breski leikstjórinn Anthony Minghella, sem frægastur er fyrir myndir sínar The English Patient og Cold Mountain, er látinn 54 ára að aldri. Umboðsmaður hans staðfesti þetta í dag en ekkert hefur verið gefið út um dánarorsök.

Lífið

Dómur í skilnaðarmáli Heather og Paul verður birtur

Dómur í skilnaðarmáli Heather Mills og Pauls McCartneys verður gerður opinber. Heather vildi reyna að koma í veg fyrir að hann yrði birtur til að vernda einkalíf dóttur sinnar, en dómari úrskurðaði í dag að hún gæti ekki áfrýjað birtingunni.

Lífið

Magni meikar ekki myglað teppi

„Það er okkur í hljómsveitinni Á móti sól afar þungbært að þurfa að tilkynna að fyrirhugaður páskadansleikur okkar á Breiðinni fellur niður,“ segir í tilkynningu á heimasíðu hljómsveitarinnar Á móti Sól.

Lífið

Regína syngur lag fyrir ABC barnahjálp

ABC barnahjálp setur markið hátt í tilefni af 20 ára afmæli sínu og stefnir að því að tvöfalda þann fjölda barna sem njóta stuðnings starfsins. Það þýðir að félagið myndi framfleyta tíu þúsund fleiri börnum fyrir árslok.

Lífið

Miðasala að hefjast á Dylan

Miðasala á tónleika Bobs Dylan í Egilshöll 26. maí, hefst föstudaginn 28. mars kl. 10:00 á Miði.is og öllum afgreiðslustöðum Miða.is. Eingöngu verður selt í stæði, og er salnum skipt í tvö svæði. Miðarnir kosta 8,900 krónur á A-svæði, nær sviðinu, og 6,900 á B svæði sem er fjær.

Lífið

Tónlist vændiskonunnar slær í gegn

Ashley Alexandra Dupre er ekki á flæðiskeri stödd eftir samskipti sín við ríkisstjórann Eliot Spitzer. Dupre, sem fjármagnaði leit sína að frægð og frama með kynlífssölu, hefur nú fengið greiddar tæpar fimmtán milljónir króna fyrir niðurhal á lögunum sínum.

Lífið

Hjónaband Madonnu í andaslitrunum

Orðrómur um að Madonna ætli að skilja við eiginmanninn, Guy Richie gerist nú sífellt háværari. Samkvæmt heimildamanni Showbizspy vefsíðunnar hafa þau ákveðið að skilja, en ætla sér ekki að tilkynna það fyrr en eftir 18 mánuði.

Lífið

Halle Berry eignast stúlku

Halle Berry ól hrausta og myndarlega stúlku á Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles í gær. Þetta er fyrsta barn Halle, sem er rúmlega fertug, og kærastans, fyrirsætunnar Gabriel Aubry.

Lífið

Brotist inn hjá sjónvarpsstjörnu á meðan hún var í beinni

Brotist var inn í hús David Walliams stjörnu í þáttunum Little Britain á meðan hann var í beinni útsendingu til styrktar góðgerðarmálum. Lögreglan telur að þjófarnir hafi vitað að hann yrði í sjónvarpsstúdíói og að íbúð hans í London yrði mannlaus.

Lífið

Skilnaður McCartney og Mills að bresta á

Paul McCartney kemst að því á morgun hversu mikið af Bítlaauðæfum hans renna til Heather Mills fyrrverandi eiginkonu hans. Þá mun dómari kveða upp dóm sem gæti orðið fordæmisgefandi fyrir stutt hjónabönd hinna ofurríku í Bretlandi. Hugh Bennett dómari gæti þó sett birtingarbann á úrskurðinn.

Lífið

Agent Fresco sigraði Músíktilraunir

Hljómsveitin The Agent Fresco sigraði Músíktilraunir 2008. Úrslitakvöldið fór fram í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í gærkvöldi. Hljómsveitarmeðlimirnir fjórir úr Reykjavík og á aldrinum átján til tuttugu og tveggja ára. Á heimasíðu Músíktilrauna segja hljómsveitarmeðlimir að þeir spili pólirythmískt rokk með nokkrum áhrif frá jazzi.

Lífið

Missa vinnu vegna Britney Spears

Að minnsta kosti 13 starfsmenn UCLA-sjúkrahússins í Los Angeles verða reknir og sex til viðbótar hafa verið leystir tímabundið frá störfum fyrir að hnýsast í sjúkraskýrslur Britney Spears. Samkvæmt heimildum Los Angeles Times eiga sex læknar auk þess von á afleiðingum vegna málsins.

Lífið

Gere saklaus af ruddaskap

Hæstiréttur Indlands hefur lýst málaferlum þar sem Hollywoodleikarinn Richard Gere er sakaður um ruddalega hegðun gegn indverskri leikkonu sem „hégómlegum.“ Dómari við réttinn sagði Gere saklausan, þetta væri endi málsins og leikaranum væri frjálst að koma til Indlands.

Lífið

Þrjár milljónir fyrir stefnumót með Scarlett

Aðdáandi Scarlett Johansson greiddi litlar þrjár milljónir fyrir 20 mínútna stefnumót við Hollywoodleikkonuna á uppboði góðgerðarsamtakanna Oxfam á netinu. Stjarnan verður í fylgd hins heppna aðdáanda við frumsýningu myndarinnar He's Just Not That Into You í Bandaríkjunum í júlí.

Lífið

Laufey Johansen sýnir í London

Myndlistarkonan Laufey Johansen opnaði einkasýningu á verkum sínum í Design Centre í Knightbridge í London á fimmtudag. Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra í London hélt ræðu við það tilefni en fjölmenni var viðstatt opnunina.

Lífið

Ed Norton gerir mynd um Barack Obama

Hollywoodstjarnan Edward Norton hyggst ásamt félögum sínum í Class 5 Films fyrirtækinu gera heimildarmynd um aðdraganda forsetakosninganna sem nú fara í hönd í Bandaríkjunum. Í myndinni verður athyglinni sérstaklega beint að Barack Obama.

Lífið

Villi sendur heim

Bubbi sendi Vilhjálm Örn Hallgrímsson heim í kvöld. Þar með er ljóst að hann mun ekki taka þátt í Bandinu hans Bubba, sem keppnin snýst að sjálfsögðu um.

Lífið

MR sigraði Gettu betur

Menntaskólinn í Reykjavík bar sigur úr bítum í Gettu betur eftir æsispennandi bráðabana í lokaviðureign við Menntaskólann á Akureyri. Þegar þrjár síðustu spurningarnar voru eftir var MR sjö stigum yfir og einungis sjö stig eftir í pottinum.

Lífið