Lífið

Plastsvanur fékk sér kríu

Morgunblaðið gerði þá hvimleiðu villu í blaðinu í dag að birta á forsíðu sinni mynd af plastsvani sem blaðið hélt að væri lifandi álft en á plastkollinum hvíldi kría.

Lífið

Sonur minn var trylltur úr hræðslu í skjálftanum

Sjö ára sonur minn var trylltur úr hræðslu, hann var á skólavistun, og hágrét þegar ég sótti hann um korter eftir skjálftann, hann neitaði að fara inn í hús og sat grátandi í bílnum og grátbað mig um að fara burt frá Selfossi."

Lífið

Ungfrú Ísland hjúkrar öldruðum

„Mér finnst þetta bara mjög gaman og það verður spennandi að takast á við þetta,“ segir Alexandra Helga Ívars­dóttir, nýkjörin Ungfrú Ísland. Keppnin fór fram á Broadway síðastliðinn föstudag og var glæsileg að vanda, en það var Yesmine Olsson sem sá um framkomu stúlknanna.

Lífið

Pönk í Hljómalind

Fimmtudaginn n.k. 5. júní verða haldnir pönktónleikar í baksal Hljómalindar. Þar munu Saktmóðigur, Dys, Sleeps leika an angry bear og Brillo koma fram.Tóleikarnir hefjast klukkan 20.00.

Lífið

Fraiser frékk hjartaáfall

Gamanleikarinn Kelsey Grammer sem er hvað þekktastur fyrir túlkun sína á hinum ógleymanlega Fraiser í samnefndum þáttum fékk hjartaáfall um helgina. Leikarinn var staddur á Hawaii þegar hann fékk fyrir hjartað.

Lífið

Laugardalshöll breytist í skemmtistað

GUS GUS og David Guetta koma fram á stærstu tónleikum þessa árs í Laugardalshöll þann 16.júní. Um er að ræða einstakan tónlistarviðburð sem aldrei áður hefur verið settur upp á Íslandi.

Lífið

Forstjóri kaupir sófasett Begga og Pacasar

„Eitthvað af því sem var keypt inn var því marki brennt að ekki var hægt að skila þeim aftur svo þeir fóru þessa leið," segir Ari Edwald, forstjóri 365. Auglýsingasvið fyrirtækisins stóð á föstudaginn fyrir heljarinnar uppboði á húsgögnum úr sjónvarpsþáttunum Hæðinni, sem Stöð 2 sýndi í vetur.

Lífið

Ösku Cobain stolið

Courtney Love, fyrrverandi eiginkona rokkarans Kurt Cobain segir ösku hans hafa verið stolið af heimili hennar. Fjórtán ár eru síðan Cobain, sem þá var söngvari grunge-bandsins Nirvana, framdi sjálfsmorð. Hluta af ösku hans var dreift í New York og Washington, en eiginkonan hélt hluta hennar eftir. Hún er miður sín yfir stuldinum.

Lífið

Madonna má ekki vera að því að eldast

Það eru bara tveir mánuðir í að poppdrottningin Madonna verði fimmtug, en hún segist engan tíma hafa til að eldast. Í viðtali við Life & Style tímaritið upplýsti söngkonan að hún ætlaði sko ekki að hætta að vinna, hanga heima og verða feit. „Ég hef nóg að gera, börn að ala upp, eiginmann að gleðja og heim til að bjarga," sagði söngkonan.

Lífið

Kveikt í húsi 50 Cent?

Barnsmóðir og tíu ára sonur bandaríska rapparans 50 Cent voru á meðal þeirra sem björguðust úr miklum eldsvoða þegar tvöhundruð milljóna króna hús rapparans á Long Island brann til kaldra kola á föstudagsmorgun.

Lífið

Jake Gyllenhaal vill börn

Orðrómur um yfirvofandi hjónaband leikaranna Jake Gyllenhaal og Reese Witherspoon hefur verið lífsseigur um nokkurt skeið. Nýjust fregnir herma þó að Jake vilji meira en bara hjónaband.

Lífið

Angelinu finnst bumban kynþokkafull

Leikkonan Angelina Jolie, sem á von á tvíburum innan skamms, segir að óléttan láti sér líða sérdeilis kvenlegi og kynþokkafullri. ,,Mér líður eins og allir hlutar líkama míns þjóni skyndilega tilgangi,” segir leikkonan í nýjasta tölublaði Vanity Fair. ,,Mér finnst ég vera svo mjúk og kvenleg, og það er magnað að finna fyrir litlu lífi inni í sér.”

Lífið

Charlie Sheen kvænist fasteignasala

Bandaríski leikarinn Charlie Sheen, gekk að eiga fasteignasalann Brooke Mueller í Beverly Hills í Kaliforníu á föstudagskvöld. Þetta er fyrsta hjónaband hinnar þrítugu Brooke sem ku vera fyrrverandi leikkona og starfandi fasteignasali en þriðja hjá hinum fjörutíu og tveggja ára gamla Charlie.

Lífið