Lífið

Hollywoodleikarinn Paul Newman er á banalegunni

Vinir Hollywoodleikarans Paul Newman segja að hann sé kominn á banaleguna og stutt í að hann látist. Newman hefur lengi glímt við krabbamein í lungum og er nú til meðhöndlunar á krabbameinsmiðstöð í New York.

Lífið

Beckham í opnunarteiti Ramsay

Hinn skapstyggi kokkur Gordon Ramsay sem er hvað þekktastur fyrir þæattina um Hell´s Kitchen og sýndir eru á Stöð 2 opnaði nýjan veitingastað á vesturströnd Bandaríkjanna nýverið. Það var margt um manninn í opnunarteitinu og þar mátti meðal annars sjá Jeff Probst kynni í Survivor og knattspyrnustjörnuna David Beckham.

Lífið

Ekki blankur!

Eyrnagóði boxarinn Evander Holyfield er mikið í mun að koma fólki í skilning um að hann sé ekki blankur. Undanfarið hafa birst fréttir þess efnis að Holyfield eigi í fjárhagsvandræðum. Hann segir svo ekki vera.

Lífið

Ultra Mega Technobandið Stefán á forsíðu Myspace

Sigurður Ásgeir Árnason söngvari í Ultra Mega Technobandinu Stefán segist hafa vaknað upp einn daginn með mörg þúsund heimsóknir á Myspace síðu hljómsveitarinnar. Ástæðan er sú að sveitin var á forsíðu Myspace samfélagsins. Hann boðar nýjar stefnur hjá hljómsveitinni.

Lífið

Önnur sýn á Ísland í Ráðhúsinu

Ljósmyndasýningin Okkar sýn á Ísland verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun. Sýningin er á myndum sem birtast í samnefndri bók sem gefin er út af fjórum áhugaljósmyndurum undir nafninu Ljósbrot.

Lífið

Skólastjóri fórnarlamb vinnustaðahrekks

“Það var bara djók í gangi,” segir Leifur S. Garðarsson skólastjóri Áslandsskóla í Hafnarfirði. Meðan Leifur grillaði handa starfsfólki skólans var bíllinn hans vakjúmpakkaður á bílastæðinu.

Lífið

Bubbi er lúði

„Ég er lúði,“ segir Bubbi Morthens, sem fagnar afmæli og nýútkominni plötu með tónleikum í borgarleikhúsinu í kvöld. Sviðsmyndin er nokkuð óvenjuleg, en þrjú hjólhýsi verða á sviðinu.

Lífið

Uppgötvuð á YouTube

„Skipuleggjendur þessara verðlauna höfðu séð hljómsveitina á Youtube og í kjölfarið á því ákváðu þeir að tilnefna hljómsveitina á næsta ári," svarar Sigríður Thorlacius annar söngvari Hjaltalín þegar Vísir spyr hana út í tilnefningu Time For Peace Awards, sem er árleg kvikmynda og tónlistarverðlaunahátíð sem er haldin hátíðleg í þágu friðar fyrir lagið: "The Trees Don't Like the Smoke".

Lífið

Inga Lind eignast litla fegurðardís

Sjónvarpsstjarnan Inga Lind Karlsdóttir eignaðist í morgun heilbrigða og hrausta stúlku. Móður og barni heilsast vel, og ku stúlkan litla vera dökkhærð, dökkbrýnd og fögur eins og mamman. Stúlkan er fimmta barn Ingu Lindar og eiginmanns hennar, athafnamannsins Árna Haukssonar.

Lífið

Shania Twain tórir eftir erfiðan skilnað

Ég er að fara í gegnum erfiða tíma og viðurkenni fúslega að ég hefði ekki komist í gegnum þetta án ykkar. Öll bréfin og tölvuskeytin sem þið hafið sent mér gefa mér styrk. Takk fyrir að minna mig á að brosa burtséð frá erfiðleikunum sem ég er að ganga í gengum.

Lífið

Madonna vill þá unga

Söngkonan Madonna er greinilega hrifin af sér yngri mönnum. Skemmst er að minnast krassandi myndbands við lag hennar 4 minutes, þar sem hún dansar eggjandi við hinn 27 ára Justin Timberlake. Í nýjasta myndbandinu, við lagið Give It 2 Me, sprangar söngkonan fáklædd um með framleiðandanum Pharell sem er reyndar ekki nema fimmtán árum yngri en hún.

Lífið