Lífið

Kona Stiegs Larsson til Íslands

„Ég myndi telja að hún hafi margt áhugavert fram að færa. Við hlökkum til að taka á móti henni,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir hjá Norræna húsinu. Eva Gabrielsson, fyrrverandi sambýliskona sænska metsöluhöfundarins sáluga Stiegs Larsson, kemur hingað til lands á höfundakvöld í maí á vegum Norræna hússins í samstarfi við bókaforlagið Bjart.

Lífið

Charlie gjörsamlega búinn að missa það

Leikarinn Charlie Sheen, sem var í dag formlega rekinn úr sjónvarpsþættinum Two and a Half Men eftir allt bílífið, bullar og ruglar núna í beinni á netinu. Meðfylgjandi má sjá hann tala við félaga sinn í síma á sama tíma og hann reykir og drekkur. Eins og myndbandið sýnir er leikarinn gjörsamlega búinn að missa það. Hann neitar að sýna hvað hann drekkur því hann fær ekki borgað fyrir það og sýgur meðal annars sígarettuna í gegnum nefið á milli þess sem hann segir eintóma þvælu.

Lífið

Ýkt sætir hátíðargestir

Meðfylgjandi myndir voru teknar af gestum rétt áður en Íslensku tónlistarverðlaunin hófust en hátíðin fer fram í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Eins og myndirnar sýna voru hátíðargestir ýkt sætir.

Lífið

Usher gefur peningana

Söngvarinn Usher hefur ákveðið að gefa til góðgerðarmála peningana sem hann fékk fyrir að syngja á einkatónleikum fyrir son Múmmars Gaddafí Líbíuleiðtoga. Usher fetar þar með í fótspor kollega sinna Nelly Furtado, Beyoncé og Mariuh Carey sem hafa gert slíkt hið sama. Usher og Beyoncé sungu bæði í nýársveislu á eyjunni St. Barts árið 2009. Hvorugt þeirra segist hafa vitað að Mútassim Gaddafí, sonur Líbíuleiðtogans, hélt veisluna. Furtado reið á vaðið þegar hún ákvað að gefa milljónirnar sem hún fékk fyrir að syngja fyrir Gaddafi-fjölskylduna.

Lífið

Hársveiflan virkar pottþétt Aniston

Leikkonan Jennifer Aniston, 42 ára, auglýsir í meðfylgjandi myndskeiði drykkjarvatn sem ber heitið Smartwater. Í auglýsingunni má sjá Youtube stjörnuna Keenan Cahill og svokallaða internetsérfræðinga sem leggja sig fram við að útfæra spennandi auglýsingu, sérhannaða fyrir internetið, í samvinnu við leikkonuna með það að markmiði að 100 þúsund manns horfi á myndskeiðið. Jennifer sveiflar meðal annars hárinu áður en hún fær sér sopa af umræddu vatni.

Lífið

Sjö manneskjur í fagráði Airwaves

„Ég er mjög ánægður með þetta. Hugmyndin er að reyna að bæta festivalið og gera það skemmtilegra,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves.

Lífið

Eurovision-stjörnur með stórtónleika í Stokkhólmi

Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson heldur tónleika ásamt Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur hinn 30. mars í Göta Lejon leikhúsinu í Stokkhólmi. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við sendiráð Íslands og ýmsa ferðaaðila í borginni.

Lífið

Bilað fjör á Bloodgroup

Meðfylgjandi myndir tók Sveinbi ljósmyndari Superman.is á veitingahúsinu Hressó síðasta fimmtudag þegar hljómsveitin Bloodgroup sá til þess að allir skemmtu sér. Eins og meðfylgjandi myndir sýna leiddist engum.

Lífið

Yfirburðasigur Atrum

Dauðarokkshljómsveitin Atrum stóð uppi sem sigurvegari í hljómsveitakeppninni Wacken Metal Battle, sem fór fram á Sódómu á laugardagskvöld. Sigur Atrum var nokkuð öruggur og dómnefnd var sammála um að hljómsveitin hefði skarað fram úr. Atrum keppir því fyrir Íslands hönd á lokakeppninni sem fer fram á Wacken-þungarokkshátíðinni í Þýskalandi í sumar, sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum.

Lífið

Brotnaði niður þegar hún rifjaði upp baráttuna

Ástralska söngkonan Kylie Minogue, 42 ára, brotnaði niður í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi þegar hún ræddi um baráttu sína við brjóstakrabbamein. Hún þurfti að yfirgefa herbergið þar sem viðtalið fór fram því tilfinningarnar báru hana ofurliði eins og sjá má í myndskeiðinu.

Lífið

Blúshátíð í áttunda sinn

Blúshátíð í Reykjavík verður haldin í áttunda sinn dagana 16. til 21. apríl. Þrennir stórir tónleikar verða haldnir á Hilton-hótelinu. Áttunda Blúshátíðin í Reykjavík verður haldin 16. til 21. apríl. Setningarhátíðin verður í miðborginni laugardaginn 16. apríl þar sem blúsinn verður í fyrirrúmi. Blúslistamaður ársins verður heiðraður, blúsvagnar Krúserklúbbsins keyra um bæinn, framinn verður blúsgjörningur og um kvöldið verða tónleikar.

Lífið

Nýbökuð mamma í dúndurformi

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bundchen, 30 ára, sleikti sólina í gær, í Rio de Janeiro í Brasilíu. Hún er stödd þar í borg ásamt fjölskyldu sinni, eiginmanni Tom Brady og syni sínum Benjamín, sem hún eignaðist fyrir 14 mánuðum. Eins og myndirnar sýna er nýbökuð móðirin í dúndurformi.

Lífið

Matt Damon sem Assange

Breski veðbankinn William Hill telur að Matt Damon sé líklegastur til að hreppa hlutverk Ástralans Julians Assange, stofnanda Wikileaks, í nýrri mynd um síðuna sem er í bígerð. Russell Crowe, sem ólst upp í Ástralíu, er einnig talinn líklegur til að fá hlutverkið. Aðrir sem eru nefndir til sögunnar eru Leonardo DiCaprio, Jude Law, Michael Sheen og Chris Cooper.

Lífið

Lifir í gömlum glæðum

Leikararnir Sandra Bullock og Ryan Gosling áttu í eldheitu ástarsambandi þegar þau unnu saman við tökur á kvikmyndinni Murder by Numbers árið 2001. Sambandið entist þó ekki lengi og parið hætti saman stuttu eftir að tökum á myndinni lauk. Tímaritið In Touch vill meina að nú þegar bæði Bullock og Gosling eru aftur á lausu hafi þau tekið aftur upp þráðinn.

Lífið

Ásgeir Kolbeins og Arnar Gauti á fremsta bekk

Ásgeir Kolbeins og Arnar Gauti sátu á fremsta bekk á tískusýningu sem fram fór í Fjölbrautaskólanum við Ármúla á fimmtudaginn var. Haffi haff sló í gegn sem kynnir á meðan nemendur fjölbrautaskólans sýndu fatnað frá Volcano, Nikita, Sautján, Kiss, Brim, Naked ape, Gestný Design, Nostalgía, Spútnik og E-label.

Lífið

Lavigne trúlofuð aftur

Söngkonan Avril Lavigne hefur trúlofast kærasta sínum, raunveruleikastjörnunni og fyrrverandi kærasta Nicole Richie, Brody Jenner. Þess má geta að Jenner er sonur Bruce Jenner og því stjúpbróðir Kardashian-systranna.

Lífið

Konan á bak við hlébarðagallann

Í meðfylgjandi myndskeiði kynnumst við innanhússhönnuðinum og fasteignasalanum Bjarnheiði Hannesdóttur, sem er kölluð Heiða, en hún á og rekur fyrirtækið Deco.is þar sem hún sér um að aðstoða fólk við að endurhanna húsnæði sín. Þá sýnir Heiða þrönga gráa hlébarðagallann sem stal senunni á Eddunni svo vægt sé til orða tekið.

Lífið

Steindi Jr spariklæddur

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Íslensku auglýsingaverðlaunahátíðinni sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í gærkvöldi. ÍMARK, félag íslensk markaðsfólks, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa, verðlaunar árlega auglýsingar, sem sendar eru inn í keppnina sem ber heitið Lúðurinn. Íslenska auglýsingastofan, Fíton og Hvíta húsið hlutu flesta lúðra. Athygli vakti að Steindi Jr var áberandi smart klæddur en hann var í jakkafötum, skyrtu og með bindi eins og sjá má á myndunum.

Lífið

Íd frumsýnir dansveislu

Meðfylgjandi myndir voru teknar á frumsýningu Íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Um var að ræða dansveislu sem ber heitið Sinnum þrír þar sem áhorfendur upplifa kraftmikinn dans, ærslafullan kabarett og sirkuslistir. Eins og sjá má ríkti gleði á meðal frumsýningargesta.

Lífið

Kvæntur maður

Gamanleikarinn Mike Myers kvæntist í laumi kærustu sinni, Kelly Tisdale, í lok síðasta árs. Parið kynntist árið 2006 en hefur reynt að halda sambandi sínu út af fyrir sig. Kelly Tisdale er fyrrverandi kærasta tónlistarmannsins Moby og saman reka þau testofu í New York þar sem hún og Myers kynntust. Þegar NationalEnquirer hafði samband við Myers sagði hann aðeins: „Ég er hissa að þið höfðuð ekki frétt af þessu fyrr.“

Lífið

Fékk lopapeysu upp á svið frá aldraðri grúppíu

„Viðtökurnar hafa verið yndislegar. Það er rosalega gaman að syngja fyrir eldra fólk,“ segir tónlistarmaðurinn Svavar Knútur. Svavar Knútur gaf út plötuna Amma í fyrra. Á henni flytur hann gamlar perlur sem hann hefur tekið ástfóstri við, en platan er tileinkuð ömmum hans. Svavar hefur fylgt plötunni eftir í félagsmiðstöðvum eldri borgara víða um land og verið vel tekið. „Það er svo mikil æskudýrkun í samfélaginu,“ segir Svavar

Lífið

Þolir ekki Longoria

Stuttu eftir skilnað sinn við körfuknattleiksmanninn Tony Parker hóf leikkonan Eva Longoria samband með Eduardo Cruz, litla bróður leikkonunnar Penelope Cruz. Samkvæmt heimildum The National Enquirer er Penelope lítið hrifin af þessu sambandi og óttast að Longoria muni skilja bróður sinn eftir í sárum.

Lífið