Lífið

Tilnefndir fyrir kossa

Catherine Hardwicke, leikstjóri Twilight-myndanna, er ánægð með að leikararnir Robert Pattinson og Taylor Lautner hafi verið tilnefndir fyrir besta kossinn á MTV-kvikmyndaverðlaununum. Um er að ræða kossa þeirra og leikkonunnar Kristen Stewart á hvíta tjaldinu.

Lífið

Sódóma til sölu fyrir 30 milljónir

Skemmtistaðurinn Sódóma Reykjavík við Tryggvagötu hefur verið auglýstur til sölu. „Það hafa nokkrir hringt en það er ekkert í hendi,“ segir fasteignasalinn Ástþór Reynir Guðmundsson hjá Remax, sem vildi annars ekkert tjá sig um málið.

Lífið

Leyfið Pippu að horfa á tennis í friði maður

Pippa Middleton, yngri systir hertogaynjunnar af Cambridge, fær ekki frið frá ljósmyndurum sama hvar hún er stödd í heiminum. Eins og meðfylgjandi myndir sýna brosir Pippa, sem er stödd á opna tennismótinu í Frakklandi, blítt þegar ljósmyndararnir elta hana á röndum og kalla nafn hennar í von um að ná góðri mynd af henni.

Lífið

Risavaxnir Eagles-tónleikar

Eagles-tónleikarnir í næstu viku munu sennilega brjóta blað í íslenskri tónleikasögu, því sjaldan eða aldrei hafa fleiri komið að einum tónleikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða starfsmennirnir þegar mest lætur tæplega fjögur hundruð.

Lífið

Þú ert ýkt sæt svona kasólétt

Söngkonan Pink, 31 árs, sem er barnshafandi eins og sjá má á myndunum, var klædd í hvítan kjól með hatt á höfði á laugardaginn var þegar hún, ásamt unnusta sínum Carey Hart og vinum, fékk sér hádegisverð í Malibu í Kaliforníu. „Oh, glatað. Ég er ekki á listanum yfir heitustu gellurnar árið 2011. Hahahahahahahahaaaaaa," skrifaði Pink á Twitter síðuna sína í síðustu viku.

Lífið

Cheryl Cole dregur sig í hlé

Breska söngkonan Cheryl Cole hyggst láta lítið fyrir sér fara eftir að hún var óvænt rekin úr bandaríska X-Factor. Baulað var á Simon Cowell í Bretlandi nýverið. Breska þjóðin er æf yfir þeirri meðferð sem söngkonan Cheryl Cole fékk í Bandaríkjunum. Hún var látin taka hatt sinn og staf eftir nokkra þætti af ameríska X-Factor þar sem framleiðendur voru handvissir um að fólkið í Ameríku myndi ekki skilja þykkan „geordie"-hreim söngkonunnar, en það kallast talandi fólks frá iðnaðarborginni Newcastle. Sá orðrómur gekk einnig fjöllum hærra að Cole hefði verið of þung og að hún hefði þjáðst af heimþrá en flestir fjölmiðlaspekingar eru sammála um að hreimurinn hafi orðið henni að falli.

Lífið

Vilja breyta nafninu

Framleiðendur sjónvarpsþáttarins Cougar Town, sem hefur verið sýndur á Stöð 2, hafa í hyggju að breyta nafni þáttarins, finnst það vera útvatnaður brandari. Þeir hafa biðlað til aðdáenda um að koma með tillögur að nýju nafni.

Lífið

Vigdís kjörin í yfirstjórn ASSITEJ

Vigdís Jakobsdóttir leikstjóri var kjörin í yfirstjórn alþjóðlegu leiklistarsamtakanna ASSITEJ á heimsþingi samtakanna sem haldið var 23. til 26. maí í Kaupmannahöfn og Malmö. Ísland hefur verið félagi í samtökunum síðan 1990 en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur fulltrúi á sæti í yfirstjórninni.

Lífið

Álfasýning á Akureyri

Álfar og huldufólk, sumarsýning Minjasafns Akureyrar, verður opnuð í dag. Sýningin samanstendur af útskurðarverkum listakonunnar Ingibjargar H. Ágústsdóttur sem tengjast gripum og sögum af huldufólki og samskiptum þeirra við menn, gripa úr hulduheimum sem varðveittir hafa verið í Þjóðminjasafni Íslands ásamt gripum í einkaeign. Við þetta bætist fróðleikur um þjóðtrúna sem tengd er álfum og huldufólki og gefur gestum safnsins góða innsýn inn í hulduheima.

Lífið

Námskeið í trommuleik

Beat-Camp námskeið fyrir trommuleikara verður haldið í Skálholtsskóla í Biskupstungum 17. til 19. júní. Í námskeiðinu er blandað saman kennslu, áköfum og markvissum æfingum, fróðleik, skemmtun og trommunördaskap frá morgni til kvölds.

Lífið

Uppselt á Gusgus

Það fer ekki milli mála hvaða hljómsveit er efst í huga Íslendinga þessa dagana. Gusgus gaf út nýjustu plötu sína, Arabian Horse, í síðustu viku og er hún farin strax farin að hljóma í heyrnatólum og græjum út um allt land.

Lífið

Þessar varir líta ekki út fyrir að vera ekta

Í meðfylgjandi myndaalbúmi má sjá heimsfræga kynskiptinginn Amöndu Lepore, 44 ára, pósa með eldrauðan varalit á rauða dreglinum í New York. Fyrirsætan hefur gengist undir óteljandi lýtaaðgerðir eins og sjá má. Hún fór í fyrstu lýtaaðgerðina, nefaðgerð, þegar hún var aðeins fimmtán ára gömul. Þá hefur hún látið strekkja á andlitinu á sér, stækka brjóstin, fjarlægja eitt rifbein úr sér til að virka mjórri og stækka á sér varirnar þó nokkuð oft. Í sjónvarpsviðtali árið 2006 viðurkenndi Amanda að aðgerðirnar væru rándýrar fyrir konur í hennar stöðu en hún starfar sem fyrirsæta. Ísak Freyr Helgason förðunarfræðingur hitti Amöndu fyrir ekki svo löngu eins og sjá má hér.

Lífið

New Order fór í andaglas

Liðsmenn poppsveitarinnar New Order fóru í andaglas til að ná tali af fyrrum forsprakka sveitarinnar, Ian Curtis. Vonuðust þeir til að Curtis myndi vísa þeim á græjur sem óprúttnir aðilar stálu af þeim í New York þegar sveitin var á tónleikaferð um Bandaríkin. Þjófarnir höfðu á brott með sér rútu og töluvert magn af verðmætum græjum.

Lífið

Kynþokkinn hverfur

Angelina Jolie tekur hlutverk sitt sem Kleópatra mjög alvarlega og hún hyggst ekki gæða leiðtoga Egyptalands neinum kynþokka, síður en svo. Allt slíkt verður á bak og burt ef marka má orð leikkonunnar í viðtali við tímaritið Stellu.

Lífið

Flýgur til Íslands fyrir Quarashi

Bandaríkjamaðurinn David Demkö ætla að fljúga alla leið til Íslands til að sjá eina af sínum uppáhaldshljómsveitum, Quarashi, spila á Bestu útihátíðinni í júlí. "Ég hef verið aðdáandi síðan 2002 eða 2003. Ég heyrði fyrst í þeim þegar ég var að spila tölvuleikinn Madden NFL 2003 en þeir áttu lag í honum,“ segir Demkö og á þar við Mr. Jinx. "Þeir voru ein af fyrstu fjórum hljómsveitunum sem ég keypti mér plötu með. Hinar voru Rage Against The Machine, Green Day og Linkin Park. Þetta var á þeim tíma þegar ég var uppgötva tónlist.“

Lífið

Besti blússöngvari á Norðurlöndunum

Tónlistarmaðurinn Mugision fær fullt hús á dönsku tónlistarsíðunni Undertoner.dk fyrir tónleika sína á Spot-hátíðinni í Árósum sem var haldin um helgina. „Mugison er án vafa besti blússöngvari Norðurlanda. Ef það væri ekki fyrir Muddy Waters, Sonny Boy Williamson og tvo eða þrjá aðra væri hann sá besti í heiminum,“ sagði gagnrýnandinn sem gefur honum sex í einkunn af sex mögulegum.

Lífið

Slefið slitnar ekki á milli ykkar

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá söngkonuna Shakiru stórglæsilega á sviði þegar hún hélt tónleika í Barcelona á Spáni í fyrradag. Þá má sjá söngkonuna með nýja kærastanum Gerard Pique, sem spilar með Barcelona, fylgjast með fótboltaleik en parið hafði vægast sagt lítinn áhuga á leiknum. Slefið slitnaði ekki á milli þeirra eins og sjá má. Hér má sjá Gerard ásamt fleiri leikmönnum fagna með Shakiru á fyrrnefndum tónleikum.

Lífið

Það var ógeðslega gaman hjá sumum

Meðfylgjandi myndir voru teknar fyrir Hjálma tónleika Gogoyoko síðasta fimmtudag á veitingahúsinu Hvítu Perlunni. Um var að ræða fyrsta kvöldið í gogoyoko wireless tónleikaröðinni. Brosandi aðdáendur hljómsveitarinnar urðu ekki fyrir vonbrigðum.

Lífið

Greinilega ástfangin

Það fer ekki á milli mála að spænska söngvaranum Enrique Iglesias og tennisstjörnunni Önnu Kournikova líður vel saman. Þau hafa átt í ástarsambandi undanfarin ár. Parið var myndað í bátsferð á Spáni í gær eins og sjá má í myndasafni.

Lífið

Laddi fær ekki að tala fyrir strumpana

„Ég fór í prufur eins og allir aðrir og er trúlega kominn með hlutverk. Ég verð Kjartan galdrakarl en fæ ekki að tala fyrir strump. Ég hafði vonast eftir að fá að tala fyrir Æðstastrump en ég verð bara venjulegur maður," segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi.

Lífið

Bjargað af Black Eyed

Will.I.Am segir að tónlistin hafi bjargað sér frá því að hann yrði ekki smáglæpamaður og að hljómsveitin Black Eyed Peas hafi haldið honum frá fangelsisvist. Þá þakkar hann vini sínum og samstarfsfélaga Apl.de.ap fyrir að hann njóti þeirrar velgengni sem hann nýtur vissulega í dag.

Lífið

Í fyrsta sinn opinberlega

Edda Borg flytur sína eigin djassskotnu tónlist í fyrsta sinn opinberlega á tónleikum á Café Rosenberg í kvöld. Hún hefur rekið Tónskóla Eddu Borgar og sungið bakraddir með mörgum af fremstu tónlistarmönnum Íslands í gegnum tíðina. Hún hefur að sama skapi ekki látið mikið að sér kveða sem lagahöfundur.

Lífið

Bankastræti Einars Má kemur út

Nýjasta bók Einars Má Guðmundssonar, Bankastræti núll, kom út fyrir helgi. Einar Már er á svipuðum slóðum og í Hvítu bókinni sem fékk lofsamlega dóma og vakti mikla athygli út fyrir landssteina. Einar Már fagnaði útgáfunni ásamt velgjörðarmönnum sínum í verslun Eymundsson við Skólavörðustíg.

Lífið

Hættu að borða eins og þú sért ruslatunna

Léttara og betra líf er ný bók eftir danska heilsuráðgjafann Lene Hansson sem inniheldur 8 vikna heilsuáætlun og góð ráð til að öðlast betra líf og meiri orku. Í meðfylgjandi myndskeiði spyrjum við Lene út í svokallaðan svarta lista sem inniheldur fæðutegundir sem hún ráðleggur fólki sem vill grennast og bæta heilsuna alls ekki að neyta. Kristrún Heiða Hauksdóttir þýddi samtalið.

Lífið

Heyrðu ekki ert þú líka fótósjoppuð Angelina?

Stjörnuparið Brad Pitt og Angelina Jolie stilltu sér upp á rauða dreglinum í vikunni eins og sjá má á myndunum. Þá má sjá gjörbreytta Angelinu eftir að henni var breytt með aðstoð tölvutækninnar í myndasafni. Burtséð frá útlitinu svaraði Brad spurður út í sambandið þeirra: Krakkarnir spyrja okkur hvort við ætlum ekki að giftast. Gifting skiptir þau meira máli en okkur. Þannig að við erum að skoða þetta mál.

Lífið