Körfubolti

Lakers tapaði þriðja leiknum í röð | Miami tapaði á heimavelli

Aðeins fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar tapaði Los Angeles Lakers sínum þriðja leik í röð. Lakers tapaði 98-96 gegn Indiana á heimavelli. Miami tapaði einnig óvænt í gær á heimavelli gegn Milwaukee, 91-82. Kobe Bryant skoraði 33 stig fyrir Lakers en það dugði ekki til.

Körfubolti

Tindastóll og KFÍ áfram í bikarnum

Þrír leikir fóru fram í Powerade-bikar karla í dag og einn í kvennaflokki. Gott gengi Tindastóls hélt áfram en liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum með sigri á Njarðvík á heimavelli.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Keflavík 83-102

Keflavík var ekki í nokkrum vandræðum með að leggja Fjölnismenn af velli, 102-83, í 8-liða úrslitum Powerade-bikarnum. Keflvíkingar voru yfir allan leikinn og var sigur þeirra aldrei í hættu. Fjölnismenn voru einfaldlega ekki nægilega sterkir líkamlega og réðu ekkert við suðurnesjamenn.

Körfubolti

Sjötti sigur Stólanna í síðustu sjö leikjum - myndir

Bárður Eyþórsson er að gera flotta hluti með Tindastólsliðið í körfunni en Stólarnir unnu 88-85 útisigur á Stjörnunni í tólftu umferð Iceland Express deildar karla í gær. Þegar Bárður tók við hliðinu í lok október var liðið búið að tapa öllum sínum leikjum.

Körfubolti

Dwyane Wade fékk 29 milljón króna McLaren-bíl í afmælisgjöf

Dwyane Wade, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, hélt upp á þrítugsafmæli sitt í vikunni og kærasta hans, Gabrielle Union, hélt honum af því tilefni glæsilega veislu á hóteli í bænum. Stærsta afmælisgjöfin kom þó ekki frá frúnni heldur bílaumboði í Miami sem sá ástæðu til þess að senda einn af flottustu bílum sínum til Wade.

Körfubolti

Grindavík, KR og Snæfell áfram á sigurbraut - öll úrslitin í körfunni

Heil umferð fór fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en seinni umferðin er þar með farin af stað. Grindavík vann dramatískan sigur í Keflavík og er með sex stiga forskot eftir að Tindastóll fór í Garðabæinn og vann Stjörnuna eftir framlengingu. KR-ingar eru farnir að blanda sér í baráttuna um annað sætið eftir sigur í Þorlákshöfn.

Körfubolti

Umfjöllun viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 85-88 | eftir framlengingu

Tindastóll vann magnaðan sigur, 88-85, á Stjörnunni í Ásgarði í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en framlengja þurfti leikinn. Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn en gestirnir náðu að jafna leikinn rétt undir lok venjulegs leiktíma og tryggði sér síðan sigur í framlengingunni. Maurice Miller var frábær fyrir Stólana og gerði 30 stig.

Körfubolti

KR-ingar áfram ósigraðir á árinu 2012

KR-ingar héldu áfram sigurgöngu sinni á árinu 2012 þegar þeir heimsóttu Þórsara í Þorlákshöfn í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. KR-liðið vann leikinn 80-73 og er því búið að vinna alla fjóra leiki sína síðan að liðið endurnýjaðu útlendingasveit sína.

Körfubolti

Björn Steinar tryggði Grindavík sigur í Toyota-höllinni í Keflavík

Björn Steinar Brynjólfsson tryggði Grindavík 86-85 sigur á Keflavík í 12. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta í kvöld með því að skora þriggja stiga körfu skömmu fyrir leikslok. Grindvíkingar halda því fjögurra stiga forskoti á toppnum og eru nú komnir með sex stigum meira en Keflavík sem er í 3. sætinu.

Körfubolti

Brynjar með sextán stig í tapleik

Brynjar Þór Björnsson skoraði 16 stig þegar Jämtland Basket tapaði með 16 stigum á útivelli, 77-93, á móti Borås Basket í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Borås komst í efsta sæti deildarinnar með þessum sigri en Jämtland-liðið er áfram í 9. sætinu.

Körfubolti

KR lagði Snæfell í spennuleik | Keflavík styrkti stöðu sína á toppnum

Heil umferð fór fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld og var mesta spennan í Stykkishólmi þar sem KR vann nauman sigur gegn liði Snæfells, 68-66. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Snæfell fékk tækifæri til þess að jafna metin í síðustu sókn leiksins. Keflavík styrkti stöðu sína í efsta sæti deildarinnar með 89-62 sigri gegn Val á heimavelli. Haukar lögðu Fjölni á útivelli, 92-71, og Njarðvík vann Hamar 89-77 en Njarðvíkingar eru í öðru sæti deildarinnar.

Körfubolti

Butler-frænkurnar verða liðsfélagar í Keflavík

Kvennalið Keflavíkur í Iceland Express deildinni í körfuknattleik hefur bætt við sig erlendum leikmanni og mun Shanika Butler leika með liðinu út leiktíðina. Keflavík er í efsta sæti deildarinnar með 26 stig eftir 16 leiki. Shanika er bandarísk líkt og Jaleesa Butler sem hefur leikið með Keflavík í vetur. Og það sem meira er að Shanika er bróðurdóttir Jaleesu.

Körfubolti

Helgi Jónas og Govens valdir bestir

Darrin Govens, leikmaður úr Þór Þorlákshöfn og Helgi Jónas Guðfinsson, þjálfari Grindavíkur voru valdir bestir í fyrri umferð Iceland Express deild karla í körfubolta en KKÍ verðlaunaði fyrir fyrstu ellefu umferðirnar í dag.

Körfubolti

Stórsigur Miami | Chicago góðir án Derrick Rose

Alls fóru sjö leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöld og nótt. Miami vann stórsigur á heimavelli gegn San Antonio Spurs 120-98 á heimavelli. Miami lauk þar með þriggja leikja taphrinu, þrátt fyrir að vera ekki með Dwayne Wade í liðinu. Miami lenti 14 stigum undir í fyrri hálfleik en 17-0 rispa í þeim síðari lagði grunninn að sigrinum.

Körfubolti

Helgi öflugur í sigurleik

Helgi Magnússon spilaði mjög vel þegar að lið hans, 08 Stockholm, vann góðan sigur á Borås Basket í sænsku úrvalsdeildinni í dag, 95-75.

Körfubolti

Yao Ming kominn á kaf í stjórnmálin í Kína

Körfuboltaferillinn hjá kínverska miðherjanum Yao Ming er á enda en stjórnmálferill þessa vinsælasta íþróttamanns Kínverja er rétt að byrja. Yao Ming varð að leggja skóna á hilluna í júlí vegna þráðlátra meiðsla en hann er aðeins 31 árs gamall.

Körfubolti

Jón Arnór með fimmtán stig í flottum sigri

Jón Arnór Stefánsson átti góðan leik með CAI Zaragoza þegar liðið vann 23 stiga heimasigur á FIATC Mutua Joventut, 96-73, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. CAI Zaragoza er í áttunda sæti deildarinnar eftir þennan sigur sem var sá þriðji hjá liðinu í síðustu fjórum leikjum.

Körfubolti

NBA: Clippers vann Lakers þrátt fyrir 42 stig frá Kobe

Los Angeles Clippers vann slaginn um Los Angeles á móti Lakers í nótt þrátt fyrir að Kobe Bryant færi yfir 40 stiga múrinn í fjórða leiknum í röð. NBA-meistararnir í Dallas Mavericks unnu sinn fimmta sigur í röð en lítið gengur hjá Boston Celtics sem hefur tapað fjórum síðustu leikjum sínum. Chicago Bulls, Oklahoma City Thunder og Philadelphia 76ers sína líka lítil veikleikamerki þessa dagana.

Körfubolti