Íslenski boltinn

FH vann KR í hörkuleik

FH vann í dag 2-1 sigur á KR og náði þannig fjögurra stiga forystu á toppi Landsbankadeildar karla. Bjarni Guðjónsson fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins.

Íslenski boltinn

Ísland upp um eitt sæti

Ísland er í 97. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA og hækkar um eitt sæti. Evrópumeistarar Spánverja halda efsta sætinu og Þjóðverjar fara upp fyrir Ítali í 2. sætið.

Íslenski boltinn

Mikil endurnýjun í dómgæslunni á Íslandi

Athyglisvert að á þremur af fjórum leikjum kvöldsins í Landsbankadeild karla eru aðaldómarar sem eru á sínu fyrsta ári í deildinni. Þá er dómarinn á leik Keflavíkur og HK, Þorvaldur Árnason, að fara að dæma sinn fyrsta leik í efstu deild.

Íslenski boltinn

Næsta markmið er A-landsliðið

Hannes Þór Halldórsson er besti markvörður Landsbankadeildar karla. Hannes er með hæstu meðal­einkunn, hefur fengið á sig fæst mörk, er með bestu hlutfallsmarkvörsluna og hefur haldið oftast hreinu.

Íslenski boltinn

FH rúllaði yfir Grevenmacher

FH átti ekki í teljandi vandræðum með Grevenmacher í síðari leik liðanna í fyrstu umferð UEFA bikarsins. FH vann 5-1 í Lúxemborg í kvöld og kemst því áfram á 8-3 samanlögðum sigri.

Íslenski boltinn

Guðni Rúnar samdi við Stjörnuna

Guðni Rúnar Helgason hefur gengið til liðs við Stjörnuna í Garðabæ, en hann fékk sig lausan frá samningi við Fylki í Landsbankadeildinni á dögunum. Þetta kom fram í hádegisfréttum Stöðvar 2. Guðni er 32 ára gamall og hafði verið hjá Fylki síðan árið 2004.

Íslenski boltinn

Magnús Gylfason í launadeilu við KR

Knattspyrnuþjálfarinn Magnús Gylfason stendur í launadeilu við KR. Magnús, sem er álitsgjafi Stöðvar 2 Sport í Landsbankadeildinni, var leystur undan störfum hjá KR um mitt ár 2005 og telur að KR hafi ekki staðið við gefin loforð varðandi starfslok.

Íslenski boltinn

Ingimundur Óskarsson til Fylkis

Fylkir fékk í dag til liðs við sig hinn 22 ára gamla Ingimund Óskarsson sem leikið hefur með KR. Ingimundur á að baki leiki með 2. flokki Fylkis, en hann lék með Fjölni árin 2005-06.

Íslenski boltinn