Íslenski boltinn

Selfyssingar unnu gamla þjálfarann í gær

Selfoss vann 2-0 sigur á Val í æfingaleik í Egilshöllinni en þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Guðmundar Benediktssonar og jafnframt fyrsti leikurinn á móti Gunnlaugi Jónssyni síðan að hann yfirgaf þjálfarastöðu liðsins til þess að fara að þjálfa Valsliðið.

Íslenski boltinn

Guðrún Jóna tekin við kvennaliði KR

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir verður næsti þjálfari kvennaliðs KR en eitt verst geymda leyndarmál síðustu vikna var endalega staðfest á blaðamannafundi í KR-heimilinu nú rétt áðan. Guðrún Jóna hætti nýverið sem þjálfari Aftureldingar og Fjölnis en það lak út löngu áður að hún hefði gert samkomulag um að taka við KR af þeim Írisi Björk Eysteinsdóttur og Kristrúnu Lilju Daðadóttur.

Íslenski boltinn

Lélegt jafntefli í Lúxemborg

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta náði aðeins jafntefli, 1-1, gegn arfaslöku liði Lúxemborgar en liðin mættust ytra í dag. Garðar Jóhannsson skoraði mark Íslands í leiknum.

Íslenski boltinn

Jónas Grani til HK

Jónas Grani Garðarsson samdi í gær við 1. deildarlið HK um að spila með liðinu á næsta ári ásamt því að vera aðstoðarþjálfari liðsins.

Íslenski boltinn

Hjörtur aftur á Skagann

Íþróttafréttamaðurinn Hjörtur Júlíus Hjartarson er hættur við að hætta í fótbolta og mun spila með sínu gamla félagi, ÍA, næsta sumar. Fótbolti.net greinir frá þessu í dag.

Íslenski boltinn