Íslenski boltinn

Lars Ivar Moldskred er búinn að semja við KR

Norski markvörðurinn Lars Ivar Moldskred hefur samið við KR út leiktíðina en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag. Moldskred er 32 ára markmaður með reynslu úr norsku úrvalsdeildinni þar sem að hann spilaði með Molde, Lillestrøm og Strømsgodset.

Íslenski boltinn

Enginn Barthez með KR í gær

Ekkert varð af því að franski markvörðurinn Fabien Barthez spilaði með KR gegn Þrótti í gær. Frétt Vísis um það í gær var aprílgabb en eins og flestir ættu að vita var 1. apríl í gær.

Íslenski boltinn

Barthez verður í marki KR í dag

Leit KR-inga að nýjum markverði hefur tekið nýja og óvænta stefnu því Fabien Barthez, fyrrum markvörður Man. Utd og franska landsliðsins, er kominn til félagsins og mun standa í marki liðsins gegn Þrótti er liðin mætast í Lengjubikarnum á KR-vellinum klukkan 14.00 í dag.

Íslenski boltinn

Styttist í endurkomu Hjartar hjá ÍA

Íþróttafréttamaðurinn Hjörtur Júlíus Hjartarson er byrjaður að æfa með 1. deildarliði ÍA á nýjan leik og verður líklega í eldlínunni með ÍA er liðið mætir Grindavík þann 10. apríl næstkomandi. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍA.

Íslenski boltinn