Íslenski boltinn

FH burstaði ÍBV aftur - Guðrún Jóna byrjar vel

FH vann óvæntan 3-0 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld þegar liðin mættust í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna. ÍBV var tveimur sætum og átta stigum á undan FH fyrir leikinn en það hentar greinilega FH-stelpum vel að mæta Eyjaliðinu því FH vann fyrri leikinn 4-1.

Íslenski boltinn

Harpa tryggði Stjörnunni mikilvægan sigur

Harpa Þorsteinsdóttir tryggði Íslandsmeisturum Stjörnunnar þrjú mikilvæg stig í toppbaráttu Pepsi-deildar kvenna í kvöld þegar hún skoraði sigurmarkið á móti Fylki átta mínútum fyrir leikslok. Stjarnan vann leikinn 3-2 og er því eins og Breiðablik fimm stigum á eftir toppliði Þór/KA.

Íslenski boltinn

Umfjöllun og viðtöl: KR - HJK Helsinki 1-2 | KR-ingar úr leik

KR-ingar eru úr leik í Evrópukeppninni eftir 1-2 tap á KR-vellinum fyrir finnsku meisturunum í HJK Helsinki í seinni leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Finnarnir unnu fyrri leikinn 7-0 og þar með 9-1 samanlagt. Emil Atlason skoraði eina mark KR þegar hann minnkaði muninn 17 mínútum fyrir leikslok.

Íslenski boltinn

Hörður: Pottur brotinn hjá KSÍ

Hörður Magnússon var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum í X-inu í morgun. Þar var meðal annars komið inn á harkaleg ummæli sem Garðar Gunnlaugsson, leikmaður ÍA, lét falla á Facebook í gær.

Íslenski boltinn

Paul McShane til Aftureldingar

Paul McShane samdi í kvöld við Aftrueldingu og mun leika með liðinu það sem eftir lifir tímabilsins í 2. deild karla. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá Aftureldingu í kvöld.

Íslenski boltinn

Logi: Súrt og niðurlægjandi

Logi Ólafsson var vitanlega ekki sáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld en Selfoss tapaði fyrir ÍBV, 1-0, þrátt fyrir að Eyjamenn misstu mann af velli með rautt spjald strax á fyrstu mínútu.

Íslenski boltinn