
Warriors í kjörstöðu eftir annan sigurleikinn í röð
Golden State Warriors vann öflugan 9 stiga endurkomu sigur á heimavelli gegn Dallas Mavericks í nótt, 117-126. Golden State leiðir nú úrslitaseríuna í vesturdeild NBA með tveimur sigrum gegn engum. Vinna þarf fjóra leiki til að komast í sjálfan úrslitaleik NBA þar sem mótherjinn verður annaðhvort Boston Celtics eða Miami Heat.