Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 29-24 | Enn tapar HK

FH vann fínan sigur á HK, 29-24, í Olís-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Ásbjörn Friðriksson var frábær í liði FH og skoraði 10 mörk. Daníel Freyr Andrésson var einnig magnaður í liði FH og varði 23 skot.

Handbolti

Birna Berg skoraði fimm

Handknattleikskonan Birna Berg Haraldsdóttir skoraði fimm mörk í 41-24 sigri Sävehof á Spårvägens HF í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Handbolti

Róbert Aron óbrotinn

Handknattleikskappinn Róbert Aron Hostert verður frá keppni um tíma vegna meiðsla sem hann varð fyrir á rist í viðureign ÍBV og Vals um helgina.

Handbolti

Rhein-Neckar Löwen lagði Bergischer HC | Kiel áfram á sigurbraut

Alexander Petersson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Rúnar Kárason og félagar í Rhein-Neckar Löwen höfðu betur gegn Björgvini Páli Gústavssyni og félögum í Bergischer HC í þýsku deildinni í handbolta í dag. Alexander skoraði fjögur mörk, Stefán eitt en Rúnar komst ekki á blað í leiknum.

Handbolti

Sunna María með tíu mörk í sigri Gróttu

Sunna María Einarsdóttir skoraði tíu mörk þegar Gróttukonur unnu sinn fjórða leik í röð í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Grótta vann þá 28-25 í spennandi leik á móti Haukum á Seltjarnarnesinu.

Handbolti

Stórleikur Atla Ævars dugði ekki

Kári Kristjánsson og félagar í Bjerringbro-Silkeborg höfðu betur í Íslendingaslag á móti Nordsjælland Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag og á sama tíma unnu Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í GOG Håndbold sigur á Mors-Thy Håndbold.

Handbolti

Framkonur sluppu með skrekkinn á Selfossi

Íslandsmeistarar Fram máttu þakka fyrir að taka tvö stig með sér til baka frá Selfossi í dag en Fram vann þá eins marks sigur á heimastúlkum í Olís-deild kvenna í handbolta. Vera Lopes fór á sama tíma á kostum í sjö marka sigri ÍBV á Fylki.

Handbolti

Allt undir á Hlíðarenda

Það er risaleikur í Olís-deild kvenna í handbolta í dag þegar topplið Stjörnunnar heimsækir Val í Vodafone-höllina að Hlíðarenda í einvígi tveggja efstu liða deildarinnar.

Handbolti