Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Akureyri 23-22 | Dramatík í Safamýri Anton Ingi Leifsson í Safamýri skrifar 14. nóvember 2013 10:47 Sigfús Páll Sigfússon skorar fyrir heimamenn í kvöld. Mynd/Valli Fram vann Akureyri í æsispennandi leik í Safamýrinni í kvöld. Lokatölur urðu 23-22, en þetta er fjórði leikurinn af fjórum sem Framarar vinna á heimavelli í Olís-deildinni. Gestirnir frá Akureyri byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 3-0 og þar af voru tvö mörk frá Kristjáni Orra úr vonlausum færum í horninu. Þá vöknuðu heimamenn og skoruðu þrjú mörk í röð. Liðin héldust nánast í hendur þangað til í stöðunni 5-5. Þá gáfu heimamenn í en náðu þó bara mest tveggja marka forystu. Akureyringar sýndu mikinn karakter í þessum leik og komu oft til baka. Það gerðu þeir í lok fyrri hálfleiks og Heimir Örn Árnason jafnaði metin í 10-10. Heimir skoraði tvö mörk í röð undir lok fyrri hálfleiks og átti eftir að reynast drjúgur. Gestirnir voru klaufar í lok fyrri hálfleiks og misstu Framara enn og aftur Fram úr sér. Staðan í hálfleik 13-10. Það virtist vera sem allur botn væri úr gestunum í byrjun síðari hálfleiks. Framarar náðu fimm marka forystu og Heimir Örn fékk fjórar mínútur. Fyrst tvær mínútur fyrir brot sem var afar vafasamur dómur og lét svo skapið hlaupa með sig í gönur og sparkaði í brúsa á hliðarlínunni. Það var Guðjón L. Sigurðsson eftirlitsdómari ekki sáttur með og lét dómarana gefa Heimi tvær mínútur í refsingu í viðbót. Við þetta vöknuðu Akureyringar og kom þvílík stemning í þeirra lið, samstaðan var mikil og söxuðu þeir hægt og rólega á heimamenn. Dramatíkin var mikil undir lokin og Bjarni Fritzson minnkaði muninn í eitt mark þegar ein mínúta var eftir með frábæru sirkusmarki. Framarar fóru í sókn og misstu boltann og gestirnir héldu í sókn. Heimir Örn lék þá á Garðar B. Sigurjónsson og virtist vera fara komast auðveldlega í gegn þegar Garðar greip í hann og Heimir féll. Dómarar leiksins dæmdu hins vegar bara aukakast um leið og flautan gall við litla hrifningu gestanna. Bjarni Fritzson tók aukakastið, en Stephan varði frá honum. Stefán Baldvin var markahæstur í liði gestanna með fimm mörk, en hann skoraði mörg mikilvæg mörk og átti virkilega góðan leik. Sigfús Páll og Garðar Sigurjónsson komu næstir með fjögur mörk. Í markinu varði Stephan Nielsen tíu skot. Bjarni Fritzson var frábær í liði Akureyrar, þá sérstaklega í síðari hálfleik og steig upp, en hann skoraði fimm mörk. Heimir Örn Árnason og Kristján Orri skoruðu fjögur mörk. Jovan Kukobat átti fínan leik í markinu og varði þrettán skot. Heimir Örn: Menn hlógu að því að ekki var dæmt víti„Þetta er mikið svekkelsi að fá ekki víti þarna í lokin. Menn eins og Siffi (Sigfús Páll Sigfússon, leikmaður Fram) eru hlæjandi hérna að hann hafi ekki dæmt víti. Hann lét löppina og sparkaði henni bara undan mér. Ég var búinn að finta Garðar hérna upp úr skónum og bara ótrúlegt. En í heildina dæmdu þeir mjög vel og mjög ánægður með þá. Bara besta dómgæsla sem ég hef séð lengi," sagði Heimir Örn Árnason, spilandi þjálfari Akureyrar, við Vísi að leik loknum. „Við klikkuðum á of mörgum færum í fyrri hálfleik. Við vorum ekki að leysa einfaldlega júgga-hreyfingu hjá þeim og Svenni og Elías voru að valda okkur smá usla. Í heildina var þetta ágætis leikur." „Ég sé eigilega ekkert jákvætt eftir að hafa tapað þessum leik. Ég er bara ómyrkur í máli núna. Ég trúi ekki að ég hafi ekki fengið stig. Ég trúi ekki heldur að ég hafi ekki fengið víti, en ég vil taka það aftur fram - þeir dæmdu mjög vel," sagði Heimir að lokum. Stefán Baldvin: Auðvitað vill Heimir fá víti„Frábær tvö stig. Rosalega ánægður með stigin tvö. Ég var ánægðastur með baráttuna og að við hættum aldrei. Náðum góðri forystu og áttum að klára leikinn á tímabili þarna í síðari hálfleik, þeir saxa á okkur en við náðum að kreista út sigur," sagði Stefán við Vísi eftir leik. Aðspurður um hvað honum hafi fundist um atriðið undir lokin þegar gestirnir vildu fá víti: „Heimir vill auðvitað fá víti. Þetta var klárlega aukakast," sagði Stefán og glotti. „Dómararnir byrjuðu mjög vel og svo komu nokkrir svona vafadómar í síðari hálfleik. Ég held ekki að það hafi hallað á annað liðið, en það er erfitt að segja svona strax eftir leik." „Ég er virkilega ánægður og við þurfum að halda áfram. Við eigum HK í næsta leik og þurfum að fá sigur þar. Við getum spilað betur en í dag og höfum verið að gera það og þurfum að ná því upp aftur," sagði Stefán kampakátur eftir leik. Olís-deild karla Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Sjá meira
Fram vann Akureyri í æsispennandi leik í Safamýrinni í kvöld. Lokatölur urðu 23-22, en þetta er fjórði leikurinn af fjórum sem Framarar vinna á heimavelli í Olís-deildinni. Gestirnir frá Akureyri byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 3-0 og þar af voru tvö mörk frá Kristjáni Orra úr vonlausum færum í horninu. Þá vöknuðu heimamenn og skoruðu þrjú mörk í röð. Liðin héldust nánast í hendur þangað til í stöðunni 5-5. Þá gáfu heimamenn í en náðu þó bara mest tveggja marka forystu. Akureyringar sýndu mikinn karakter í þessum leik og komu oft til baka. Það gerðu þeir í lok fyrri hálfleiks og Heimir Örn Árnason jafnaði metin í 10-10. Heimir skoraði tvö mörk í röð undir lok fyrri hálfleiks og átti eftir að reynast drjúgur. Gestirnir voru klaufar í lok fyrri hálfleiks og misstu Framara enn og aftur Fram úr sér. Staðan í hálfleik 13-10. Það virtist vera sem allur botn væri úr gestunum í byrjun síðari hálfleiks. Framarar náðu fimm marka forystu og Heimir Örn fékk fjórar mínútur. Fyrst tvær mínútur fyrir brot sem var afar vafasamur dómur og lét svo skapið hlaupa með sig í gönur og sparkaði í brúsa á hliðarlínunni. Það var Guðjón L. Sigurðsson eftirlitsdómari ekki sáttur með og lét dómarana gefa Heimi tvær mínútur í refsingu í viðbót. Við þetta vöknuðu Akureyringar og kom þvílík stemning í þeirra lið, samstaðan var mikil og söxuðu þeir hægt og rólega á heimamenn. Dramatíkin var mikil undir lokin og Bjarni Fritzson minnkaði muninn í eitt mark þegar ein mínúta var eftir með frábæru sirkusmarki. Framarar fóru í sókn og misstu boltann og gestirnir héldu í sókn. Heimir Örn lék þá á Garðar B. Sigurjónsson og virtist vera fara komast auðveldlega í gegn þegar Garðar greip í hann og Heimir féll. Dómarar leiksins dæmdu hins vegar bara aukakast um leið og flautan gall við litla hrifningu gestanna. Bjarni Fritzson tók aukakastið, en Stephan varði frá honum. Stefán Baldvin var markahæstur í liði gestanna með fimm mörk, en hann skoraði mörg mikilvæg mörk og átti virkilega góðan leik. Sigfús Páll og Garðar Sigurjónsson komu næstir með fjögur mörk. Í markinu varði Stephan Nielsen tíu skot. Bjarni Fritzson var frábær í liði Akureyrar, þá sérstaklega í síðari hálfleik og steig upp, en hann skoraði fimm mörk. Heimir Örn Árnason og Kristján Orri skoruðu fjögur mörk. Jovan Kukobat átti fínan leik í markinu og varði þrettán skot. Heimir Örn: Menn hlógu að því að ekki var dæmt víti„Þetta er mikið svekkelsi að fá ekki víti þarna í lokin. Menn eins og Siffi (Sigfús Páll Sigfússon, leikmaður Fram) eru hlæjandi hérna að hann hafi ekki dæmt víti. Hann lét löppina og sparkaði henni bara undan mér. Ég var búinn að finta Garðar hérna upp úr skónum og bara ótrúlegt. En í heildina dæmdu þeir mjög vel og mjög ánægður með þá. Bara besta dómgæsla sem ég hef séð lengi," sagði Heimir Örn Árnason, spilandi þjálfari Akureyrar, við Vísi að leik loknum. „Við klikkuðum á of mörgum færum í fyrri hálfleik. Við vorum ekki að leysa einfaldlega júgga-hreyfingu hjá þeim og Svenni og Elías voru að valda okkur smá usla. Í heildina var þetta ágætis leikur." „Ég sé eigilega ekkert jákvætt eftir að hafa tapað þessum leik. Ég er bara ómyrkur í máli núna. Ég trúi ekki að ég hafi ekki fengið stig. Ég trúi ekki heldur að ég hafi ekki fengið víti, en ég vil taka það aftur fram - þeir dæmdu mjög vel," sagði Heimir að lokum. Stefán Baldvin: Auðvitað vill Heimir fá víti„Frábær tvö stig. Rosalega ánægður með stigin tvö. Ég var ánægðastur með baráttuna og að við hættum aldrei. Náðum góðri forystu og áttum að klára leikinn á tímabili þarna í síðari hálfleik, þeir saxa á okkur en við náðum að kreista út sigur," sagði Stefán við Vísi eftir leik. Aðspurður um hvað honum hafi fundist um atriðið undir lokin þegar gestirnir vildu fá víti: „Heimir vill auðvitað fá víti. Þetta var klárlega aukakast," sagði Stefán og glotti. „Dómararnir byrjuðu mjög vel og svo komu nokkrir svona vafadómar í síðari hálfleik. Ég held ekki að það hafi hallað á annað liðið, en það er erfitt að segja svona strax eftir leik." „Ég er virkilega ánægður og við þurfum að halda áfram. Við eigum HK í næsta leik og þurfum að fá sigur þar. Við getum spilað betur en í dag og höfum verið að gera það og þurfum að ná því upp aftur," sagði Stefán kampakátur eftir leik.
Olís-deild karla Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Sjá meira