Handbolti

Evrópumeistararnir unnu fyrsta leik

Evrópumeistarar Svartfjallalands unnu tveggja marka sigur á Suður-Kóreu, 24-22, í fyrsta leik sínum á HM í handbolta kvenna í Serbíu. Það líka búist við miklu af liði Ungverjalands sem vann átta marka sigur á Tékkum í fyrsta leik, 35-27.

Handbolti

Enn á ný frestað hjá Eyjamönnum

Það verður ekkert að leik FH og ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í dag en mótanefnd HSÍ hefur ákveðið að fresta leiknum til morguns vegna þess að það er ófært frá Eyjum.

Handbolti

Þórir reiknar ekki með því að sofa mikið

Norska kvennalandsliðið í handbolta hefur unnið verðlaun á öllum stórmótum sínum undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Þórir sefur væntanlega lítið næstu átján daga enda oftast á vaktinni átján tíma á sólarhring á stórmótum.

Handbolti

Uppgjör hjá Alfreð og Degi

Íslendingaliðin Füchse Berlin og THW Kiel mætast á morgun í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta en liðin eru bæði með 26 stig í 2. og 3. sæti deildarinnar. Þjálfarar liðanna eru þeir Dagur Sigurðsson hjá Füchse og Alfreð Gíslason hjá Kiel. Leikurinn hefst klukkan 14.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 en það er búist við troðfullri höll og mikilli stemmningu.

Handbolti

Patrekur sendir alla leikmenn Hauka í Foam flex tíma á morgun

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sá sína menn ná þriggja stiga forskoti á toppi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld eftir þriggja marka endurkomusigur á Fram, 20-17. Fram var 15-9 yfir þegar sautján mínútur voru til leiksloka en Haukar fóru þá í gang og unnu lokakafla leiksins 11-2.

Handbolti

Deildarbikar HSÍ fer nú fram fyrir jól

Deildarbikar HSÍ verður ekki spilaður á milli jóla og nýárs eins og undanfarin sex tímabil því Handknattleikssambandið hefur ákveðið að úrslitahelgin í ár fari fram 13. og 14. desember.

Handbolti

24 lið á EM í handbolta?

Framkvæmdarstjóri handknattleikssambands Evrópu, EHF, segir að það sé nú til skoðunar að fjölga liðum í úrslitakeppni EM í handbolta.

Handbolti

Óþarfi að eyðileggja Íslandsmótið

Þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta fagnar verkefnum fyrir A-landsliðið en telur þau ekki þurfa að bitna á deildinni. Mótastjóri HSÍ segir fyrirkomulagið í takt við vilja félaganna en margir leikmenn séu í prófum.

Handbolti

Róbert er brotinn

Róbert Aron Hostert, leikmaður ÍBV í Olísdeildinni, hefur loks fengið að vita hvað hefur verið að hrjá hann undanfarnar vikur.

Handbolti