Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍR 33-25 | Breiddin meiri hjá Val Guðmundur Marinó Ingvarsson í Vodafonehöllinni skrifar 5. desember 2013 16:35 mynd/valli Valur lagði ÍR 33-25 í Olís deild karla í handbolta í kvöld. ÍR var yfir í hálfleik 15-14 en breiddin var meiri hjá Val og það skipti sköpum í leiknum. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. ÍR var þó skrefinu á undan lengst af en gæði handboltans í fyrri hálfleik voru ekki mikil. Liðin gerðu mjög mörg tæknileg mistök og hraðinn í leiknum var lítill. Engin barátta var í Val í fyrri hálfleik og voru ÍR-ingar í raun klaufar að vera ekki meira en einu marki yfir. Liðin voru lengi í gang í seinni hálfleik og má segja að ÍR hafi aldrei komst í gang í seinni hálfleik. Valur gekk á lagið er leið á leikinn, fann baráttu andan sem vantaði framan af leik og keyrði yfir ÍR með góðum varnarleik og hraðaupphlaupum. ÍR var slakt í vörn sem sókn í seinni hálfleik og sá í raun aldrei til sólar. Björgvin Hólmgeirsson var meiddur og munaði mikið um hann því sóknarmenn ÍR virtust þreytast mikið og hreinlega sprungu í seinni hálfleik. Hlynur Morthens sem náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik var mjög góður í marki Vals í seinni hálfleik og Sveinn Aron Sveinsson og Guðmundur Hólmar Helgason fóru á kostum á hinum enda vallarins. Valur lyfti sér með sigrinum í fjórða sæti deildarinnar en liðið þarf að bíða eftir úrslitum úr leik FH og ÍBV á laugardaginn til að fá úr því skorið hvort liðið komist í deildarbikarinn sem leikinn verður um aðra helgi. Ólafur: Það kom hjarta í þetta í seinni hálfleik„Það varð hugarfarsbreyting í hálfleik sem var málið,“ sagði Ólafur Stefánsson þjálfari Val sem var ekki ánægður með neitt í fyrri hálfleik. „Það var allt,“ sem var að að sögn Ólafs. „Vörn og sókn. Allt. Menn voru andlausir. Tempóið var fáránlega hægt og vesen. „ÍR var án Bjögga og við á heimavelli. Að leyfa sér þennan hálftíma er okkur til smá skammar sem lið. Það er ekki vinsælt en góðu fréttirnar eru að kom smá hjarta í þetta í seinni hálfleik og það var gott. „Við höfum úr meiri breidd að vinna en aðallega var þetta hjartað sem fór í gang í hálfleik,“ sagði Ólafur. Bjarki: Hraðaupphlaup Vals skildu á milli„Menn eiga ekki að springa í svona leik. Við vorum að spila agaðan bolta í fyrri hálfleik og ekkert sem var að koma okkur á óvart og við erum yfir í hálfleik þrátt fyrir að hafa gert fullt af teknískum feilum í fyrri hálfleik,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR. „Mér fannst Valsmenn ganga á lagið. Við fáum á okkur mikið af brottrekstrum sem olli því að þeir komust inn í leikinn og sóknarlega vorum við ráðlausir. Við vorum ekki að gera það sem fyrir okkur var lagt og menn að klikka úr opnum færum. Þeir keyra í bakið. „Hraðaupphlaup Vals voru það sem skildu á milli liðana. Varnarlega náðum við að halda í þá þegar við vorum jafn margir inni á vellinum. Einum fleiri hjá Val þá áttum við lítil svör. Það er mjög erfitt fyrir markmenn að standa fyrir aftan svoleiðis vörn þar sem lið er einum færra og hinir fá sex metra færi,“ sagði Bjarki. ÍR náði ekki að fylla í það skarð sem opnaðist við það að Björgvin Hólmgeirsson var meiddur. „Þetta hefði spilast öðruvísi ef við værum með mannað lið en það á að koma maður í manns stað og menn eiga að geta sýnt og sannað sig inni á vellinum þegar þeir fá tækifæri. Þetta á ekki að spilast á reynsluleysi hjá leikmönnum. „Bjöggi er þýðingamikill póstur hjá okkur og það er erfitt að missa hann út. Við höfum æft með nýja menn inni í stöðunni hans í staðin og við höfum æft það í allan vetur en það skiptir kannski ekki öllu. Það er samheldni liðsins og að menn sýni aga og við brotnum á einhverjum fimmtán mínútna kafla í seinni hálfleik. „Menn fara í óöguð skot í stað þess að halda þessum aga sem við gerðum í fyrri hálfleik og það er eins og við manninn mælt, við fáum hraðaupphlaup eftir hraðaupphlaup í bakið. Þegar þú gerir svona mistök sóknarlega þá eru þau dýr, sérstaklega þegar þú hleypur ekki heim,“ sagði Bjarki.mynd/vallimynd/valli Olís-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Sjá meira
Valur lagði ÍR 33-25 í Olís deild karla í handbolta í kvöld. ÍR var yfir í hálfleik 15-14 en breiddin var meiri hjá Val og það skipti sköpum í leiknum. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. ÍR var þó skrefinu á undan lengst af en gæði handboltans í fyrri hálfleik voru ekki mikil. Liðin gerðu mjög mörg tæknileg mistök og hraðinn í leiknum var lítill. Engin barátta var í Val í fyrri hálfleik og voru ÍR-ingar í raun klaufar að vera ekki meira en einu marki yfir. Liðin voru lengi í gang í seinni hálfleik og má segja að ÍR hafi aldrei komst í gang í seinni hálfleik. Valur gekk á lagið er leið á leikinn, fann baráttu andan sem vantaði framan af leik og keyrði yfir ÍR með góðum varnarleik og hraðaupphlaupum. ÍR var slakt í vörn sem sókn í seinni hálfleik og sá í raun aldrei til sólar. Björgvin Hólmgeirsson var meiddur og munaði mikið um hann því sóknarmenn ÍR virtust þreytast mikið og hreinlega sprungu í seinni hálfleik. Hlynur Morthens sem náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik var mjög góður í marki Vals í seinni hálfleik og Sveinn Aron Sveinsson og Guðmundur Hólmar Helgason fóru á kostum á hinum enda vallarins. Valur lyfti sér með sigrinum í fjórða sæti deildarinnar en liðið þarf að bíða eftir úrslitum úr leik FH og ÍBV á laugardaginn til að fá úr því skorið hvort liðið komist í deildarbikarinn sem leikinn verður um aðra helgi. Ólafur: Það kom hjarta í þetta í seinni hálfleik„Það varð hugarfarsbreyting í hálfleik sem var málið,“ sagði Ólafur Stefánsson þjálfari Val sem var ekki ánægður með neitt í fyrri hálfleik. „Það var allt,“ sem var að að sögn Ólafs. „Vörn og sókn. Allt. Menn voru andlausir. Tempóið var fáránlega hægt og vesen. „ÍR var án Bjögga og við á heimavelli. Að leyfa sér þennan hálftíma er okkur til smá skammar sem lið. Það er ekki vinsælt en góðu fréttirnar eru að kom smá hjarta í þetta í seinni hálfleik og það var gott. „Við höfum úr meiri breidd að vinna en aðallega var þetta hjartað sem fór í gang í hálfleik,“ sagði Ólafur. Bjarki: Hraðaupphlaup Vals skildu á milli„Menn eiga ekki að springa í svona leik. Við vorum að spila agaðan bolta í fyrri hálfleik og ekkert sem var að koma okkur á óvart og við erum yfir í hálfleik þrátt fyrir að hafa gert fullt af teknískum feilum í fyrri hálfleik,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR. „Mér fannst Valsmenn ganga á lagið. Við fáum á okkur mikið af brottrekstrum sem olli því að þeir komust inn í leikinn og sóknarlega vorum við ráðlausir. Við vorum ekki að gera það sem fyrir okkur var lagt og menn að klikka úr opnum færum. Þeir keyra í bakið. „Hraðaupphlaup Vals voru það sem skildu á milli liðana. Varnarlega náðum við að halda í þá þegar við vorum jafn margir inni á vellinum. Einum fleiri hjá Val þá áttum við lítil svör. Það er mjög erfitt fyrir markmenn að standa fyrir aftan svoleiðis vörn þar sem lið er einum færra og hinir fá sex metra færi,“ sagði Bjarki. ÍR náði ekki að fylla í það skarð sem opnaðist við það að Björgvin Hólmgeirsson var meiddur. „Þetta hefði spilast öðruvísi ef við værum með mannað lið en það á að koma maður í manns stað og menn eiga að geta sýnt og sannað sig inni á vellinum þegar þeir fá tækifæri. Þetta á ekki að spilast á reynsluleysi hjá leikmönnum. „Bjöggi er þýðingamikill póstur hjá okkur og það er erfitt að missa hann út. Við höfum æft með nýja menn inni í stöðunni hans í staðin og við höfum æft það í allan vetur en það skiptir kannski ekki öllu. Það er samheldni liðsins og að menn sýni aga og við brotnum á einhverjum fimmtán mínútna kafla í seinni hálfleik. „Menn fara í óöguð skot í stað þess að halda þessum aga sem við gerðum í fyrri hálfleik og það er eins og við manninn mælt, við fáum hraðaupphlaup eftir hraðaupphlaup í bakið. Þegar þú gerir svona mistök sóknarlega þá eru þau dýr, sérstaklega þegar þú hleypur ekki heim,“ sagði Bjarki.mynd/vallimynd/valli
Olís-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti