Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Svartfjallaland hefði getað tryggt Færeyingum sæti í milliriðli en færeyska liðið þarf nú að treysta á sig sjálft seinna í kvöld. Handbolti 20.1.2026 18:30
Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Nik Chamberlain, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í fótbolta, hefur ekki látið stemninguna í bænum í kringum EM í handbolta fram hjá sér fara. Hann ætlar að styðja Ísland til sigurs í kvöld. Handbolti 20.1.2026 18:02
Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Stuðningsmenn Íslands eru í miklu stuði á stuðningsmannasvæðinu, Fan Zone, við keppnishöllina í Kristianstad. Vísir tók púlsinn fyrir leik kvöldsins við Ungverja. Handbolti 20.1.2026 16:31
Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Eftir gagnrýni Juri Knorr á Alfreð Gíslason, eftir tapið gegn Serbíu á EM í handbolta, töluðu þeir vel um hvorn annan í gær þegar Þýskaland vann Spán og tryggði sér toppsætið í sínum riðli. Handbolti 20.1.2026 08:33
Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Þjóðverjar tryggðu sér í kvöld sæti í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta en þá breyttist erfið staða lærisveina Alfreðs Gíslasonar skyndilega í lykilstöðu fyrir framhaldið. Handbolti 19.1.2026 21:05
„Það trompast allt þarna“ „Ég er bara ferskur og mjög glaður með góða byrjun,“ segir Ýmir Örn Gíslason sem átti frábæran leik í vörn Íslands í sigri liðsins á Póllandi á EM í handbolta í Kristianstad í gær. Handbolti 19.1.2026 20:32
Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Króatar eru á leiðinni í milliriðla með Íslendingum eftir sigur á Hollendingum í kvöld en lærisveinar Dags hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á Evrópumótinu í handbolta. Handbolti 19.1.2026 19:53
Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Austurríkismenn unnu eins marka sigur á Serbíu á EM í handbolta í kvöld en þetta voru góð úrslit fyrir Alfreð Gíslason og lærisveina hans í þýska landsliðinu sem spila upp á líf eða dauða við Spánverja seinna í kvöld. Handbolti 19.1.2026 18:43
Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Lærisveinar Dags Sigurðssonar í króatíska landsliðinu í handbolta eru nánast öruggir áfram í milliriðli á EM í handbolta eftir sex marka sigur á Hollendingum í kvöld en Hollendingar eru úr leik. Handbolti 19.1.2026 18:36
EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Alvaran er að hefjast á EM. Ungverjar bíða strákanna okkar í Kristianstad á morgun og það verður alvöru leikur. Handbolti 19.1.2026 17:31
„Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Mildi þykir að ekki færi verr þegar gólfdúkurinn losnaði undan fótum Tékkans Jonas Josef í leik gegn Noregi á EM í handbolta um helgina. Handbolti 19.1.2026 15:17
Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Einar Þorsteinn Ólafsson, leikmaður karlalandsliðsins í handbolta, glímir enn við veikindi og fær ekki að æfa með liðinu enn sem komið er. Handbolti 19.1.2026 14:23
Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Fimmtán marka sigur og sæti í milliriðlum er vanalega tilefni til að gleðjast en frændur okkar frá Danmörku fóru svekktir af velli eftir 39-24 sigurinn gegn Rúmeníu í gærkvöldi. Handbolti 19.1.2026 13:48
Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Fjölmargir Íslendingar áttu og eiga bókaða heimferð frá Kristianstad í dag eftir helgardvöl yfir fyrstu tveimur leikjum liðsins á mótinu. Misvel gekk hjá þeim að ná flugi vegna vandræða á lestarsamgöngum. Handbolti 19.1.2026 13:13
Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Leikmenn ungverska landsliðsins eru núna komnir með hugann við stórleikinn við Ísland í Kristianstad annað kvöld, þar sem segja má að baráttan um sæti í undanúrslitum EM í handbolta hefjist formlega. Handbolti 19.1.2026 12:45
„Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Varnarleikur Íslands hefur verið magnaður í fyrstu tveimur leikjunum á EM í handbolta og liðið ekki saknað þar Arons Pálmarssonar eins mikið og óttast var. Þetta sögðu sérfræðingarnir í Besta sætinu, hlaðvarpsþætti íþróttadeildar Sýnar. Handbolti 19.1.2026 08:36
Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Alfreð Gíslason hefur fengið óvægna gagnrýni eftir tap Þjóðverja gegn Serbum á EM í handbolta á laugardaginn. Hann þarf nú að stýra Þjóðverjum til sigurs gegn Spáni í kvöld. Handbolti 19.1.2026 07:29
Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið áfram í milliriðla Evrópumótsins og samkvæmt tilkynningu frá HSÍ þurfa æstir stuðningsmenn landsliðsins sem ætla sér að sækja leiki liðsins þar að hafa hraðar hendur. Miðarnir einfaldlega rjúka út. Handbolti 18.1.2026 23:02
Skýrsla Vals: Haukur í horni Átta marka sigur á Póllandi á EM í kvöld var síst of stór. Tveir vendipunktar og haukar í horni okkar skiluðu öðrum geggjuðum sigri í röð. Handbolti 18.1.2026 22:32
Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands er undir gríðarlegri pressu að mati sérfræðinga Besta sætisins. Hann fær toppeinkunn hingað til á EM en ekki verður sátt með sömu niðurstöðu og á síðustu stórmótum. Handbolti 18.1.2026 22:17
Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Ísland og Ungverjaland munu mætast í úrslitaleik um það hvort liðið vinni F_riðilinn á EM í handbolta og taki með sér tvö stig í milliriðla. Þetta varð ljóst eftir sigur Ungverja á Ítölum í kvöld. Handbolti 18.1.2026 21:12
EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Það var kátt á hjalla í Kristianstad í kvöld eftir frábæran sigur hjá strákunum okkar gegn Póllandi. Farmiðinn í milliriðilinn er kominn og mótið hefst af alvöru á þriðjudag. Handbolti 18.1.2026 21:04
Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Fulltrúum Evrópska handknattleikssambandsins, þykir það miður að lag eftir króatísku hljómsveitina umdeildu, Thompson, hafi verið spilað í keppnishöllinni í Malmö fyrir fyrsta leik Króata á EM en söngvari hljómsveitarinnar er afar umdeildur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Handbolti 18.1.2026 20:31
Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Orð á borð við „töfrandi“ og „einstakt“ eru mikið notuð núna í tengslum við sögulegan sigur færeyska karlalandsliðsins í handbolta á EM í kvöld. Handbolti 18.1.2026 19:58