Innlent

Skoða hvers vegna far­þegum var vísað út í ó­veðrið

Farþegar Strætó, sem voru á ferð með leið 18 í átt að Spönginni í gærkvöldi, lentu í því leiðinlega atviki að vera vísað út úr vagninum við Ingunnarskóla í Grafarholti vegna ófærðar. Farþegunum var ekki boðið að fara með vagninum í skjól og þurftu þeir að fá aðstoð björgunarsveita til að komast leiðar sinnar.

Innlent

Sólveig Anna vonar að SA komist niður á jörðina

Formaður Eflingar vonar að niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkföll á sjö hótelum sem og nýboðaðar viðbótaraðgerðir verði til þess að koma Samtökum atvinnulífsins niður á jörðina. Eflingarfólki sé alvara með að samið verði við það á þeirra forsendum en því ekki gert að þiggja mylsnu af borði annarra.

Innlent

Miðlunar­til­lagan stenst að mati for­sætis­ráð­herra

Forsætisráðherra metur það svo að miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins standist. Hún segist bera fullt traust til ríkissáttasemjara, þrátt fyrir að hann hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir að vilja leggja miðlunartillögu sína í atkvæðagreiðslu. 

Innlent

Guðni A. Jóhannes­son er látinn

Dr. Guðni A. Jó­hann­es­son, fyrrverandi orkumálastjóri, lést á Landskotsspítala í gær, 71 árs að aldri. Banamein hans var krabbamein. Hann gegndi embætti orkumálastjóra á árunum 2008 til 2021.

Innlent

Þurftu að losa fjölda fastra bíla

Hátt í tvö hundruð björgunarsveitarmenn tóku þátt í tugum verkefna vegna óveðursins í gær. Flest útköllin snérust um fasta bíla sem voru inni á lokunarsvæðum.

Innlent

Boða fleiri verkföll á hótelum, í vörubílaakstri og olíudreifingu

Samninganefnd Eflingar hefur boðað til fleiri verkfalla, sem taka til hótelkeðjanna Berjaya Hotels, hótelsins The Reykjavík Edition, til þeirra sem starfa við vörubílaakstur og olíudreifingu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks sem boðanirnar taka til verða auglýstar á vef Eflingar fyrir hádegi í dag. Aftur er um að ræða ótímabundna vinnustöðvun sem mun hefjast klukkan tólf á hádegi 15. febrúar.

Innlent

Skora á íslensk stjórnvöld að banna strax einangrun á börnum

Íslensk stjórnvöld fremja mannréttindabrot með óhóflegri beitingu einangrunarvistar í gæsluvarðhaldi, samkvæmt svartri skýrslu Amnesty International. Framkvæmdastjóri samtakanna á Íslandi segir ítrekuð einangrunarvist barna sérstaklega sláandi og skorar á stjórnvöld að banna hana tafarlaust.

Innlent

Leitar að hjóla­stóla­vænum bíl fyrir brott­vísanir

Ríkislögreglustjóri bindur vonir við að embættið geti fest kaup á eða leigt bifreið, sem hentar fólki sem notast við hjólastól, á fyrri hluta þessa árs. Slíka bifreið sé nauðsynlegt fyrir embættið að hafa þurfi það að flytja einstaklinga í hjólastól.

Innlent

Ís­land stendur í stað á spillingar­lista

Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland stendur þar nokkurn veginn í stað á milli ára, skipar 14.-17 sæti listans, en skipaði 13. til 18. sætið á listanum á síðasta ári.

Innlent

Hafa sam­þykkt verk­falls­boðun

Starfsmenn Íslandshótela hafa samþykkt boðun um verkfallsaðgerðir. Rafræn atkvæðagreiðsla sem hófst á hádegi síðastliðinn þriðjudag lauk nú fyrir stuttu. Verkfall hefst í næstu viku, hafi samningar ekki náðst.

Innlent

Stígamót alfarið á móti því að afnema klámbann

Stígamót taka undir það að kominn sé tími til að endurskoða löggjöfina um klám enda nær hún illa utan um þann stafræna veruleika sem við búum við í dag. Samtökin eru hinsvegar alfarið á móti því að bann við klámi verði afnumið. Heldur þurfi að horfast í augu við það að klám er í raun stór ógn við lýðheilsu og jafnrétti og grípa til viðeigandi aðgerða.

Innlent

Hafa á­hyggjur af strandaglópum

Veðrið er farið að versna og eru appelsínugular og gular viðvaranir í gildi víða. Búið er að loka nokkrum vegum á Suður- og Suðausturlandi vegna veðurs. Almannavarnir hafa mestar áhyggjur af því að fólk verði strand og komist ekki leiðar sinnar. 

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Efling krefst þess að miðlunartillaga ríkissáttasemjara verði felld úr gildi og hefur lagt fram stjórnsýslukæru vegna tillögunnar til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins.

Innlent

Rafmagnsleysið í Vestmannaeyjum líklega vegna veðurs

Rafmagnslaust varð í Vestmannaeyjum, Landeyjum og Vík eftir að Rimakotslína 1 leysti út skömmu eftir klukkan fjögur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er svæðið nú keyrt með varaafli og ættu því flestir að vera komnir aftur með rafmagn. Bilunin er líklega vegna veðurs.  

Innlent

Hafa skilað inn stjórn­sýslu­kæru vegna ríkis­sátta­semjara

Stéttarfélagið Efling hefur skilað stjórnsýslukæru til ráðuneytis vinnumarkaðsmála vegna framferðis ríkissáttasemjara í kjaradeilu stéttarfélagsins og Samtaka atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir það ekki koma á óvart að hafa ekki fengið fund með ráðherra í morgun. 

Innlent