Innlent

Guð­mundur verður við beiðni Aðal­steins

Vinnumarkaðsráðherra hefur samþykkt beiðni ríkissáttasemjara um að hann stígi til hliðar í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Tilnefndur verður aðstoðarsáttasemjari sem mun vinna að lausn deilunnar. 

Innlent

Varar fólk við að hamstra elds­neyti

Framkvæmdastjóri Skeljungs segir ljóst að fólk sé farið að hamstra eldsneyti vegna yfirvofandi verkfalls olíubílstjóra. Slökkviliðsstjóri segir hamstrið vera varasamt og mælir með því að fólk sleppi því.

Innlent

Ákærðar fyrir vörslu þýfis og brot á höfundalögum

Héraðssaksóknari hefur ákært tvær listakonur fyrir brot á höfundarrétti vegna styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Snæfellsnesi í fyrra. Styttan var flutt til Reykjavíkur en þar komu þær Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir henni fyrir í eldflaug á skotpalli fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík.

Innlent

Jóna Katrín nýr skóla­meistari ML

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Jónu Katrínu Hilmarsdóttur í embætti skólameistara Menntaskólans að Laugarvatni til fimm ára frá 15. febrúar 2023.

Innlent

Ákvarðanir byggðar á traustum gögnum en ekki sögu­sögnum

Formaður kærunefndar útlendingamála segir að nefndin geti ekki byggt sína úrskurði á einhverjum sögusögnum um að hugsanlega séu einhverjir milligönguaðilar að lokka fólk til landsins. Nefndin byggi á áreiðanlegustu landsupplýsingum um aðstæður í heimalandinu á hverjum tíma. Dómsmálaráðherra segir að bregðast verði við ákveðinni þróun sem orðið hefur í málum flóttafólks frá Venesúela.

Innlent

Hætta á að skriðuspýjur fari á vegi

Veðurstofan varar við skriðuhættu á sunnan- og vestanverðu landinu samhliða mikilli úrkomu og leysingum. Skriðusérfræðingur hjá Veðurstofunni telur ekki hættu á að skriður falli í byggð en að einhverjar spýjur gætu farið á vegi.

Innlent

Iva sögð trans­fóbískur og haturs­fullur ras­isti

Iva Marín Adrichem, söngkona og laganemi, segir að undanfarna daga hafi hún mátt sitja undir holskeflu óhróðurs á netinu eftir að hún vakti athygli á því að hún var klippt út úr myndbandi Ferðamálastofu, Sjálfsbjargar og ÖBÍ, sem fjallar um aðgengismál en sjálf er Iva blind.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við áfram um hamfarirnar í Tyrklandi og Sýrlandi og freistum þess að ná sambandi við teymisstjóra íslenska hópsins en hluti hópsins hefur nú framlengt dvöl sína á svæðinu.

Innlent

„Það bara flytja inn á mann menn hérna“

Maður sem býr í smáhýsi á vegum Reykjavíkurborgar segir aðbúnað þar ekki góðan. Veturinn, sem er óvenjulega kaldur, hafi verið mjög erfiður. Dæmi séu um að íbúar hafi hrakist burt af heimilum sínum því aðrir hreinlega ryðjist inn á þá. 

Innlent

Sara stefndi beint í steininn vegna vafa­samra vinnu­bragða lög­reglu

Íslensk kona á fertugsaldri andar léttar eftir að hafa komist hjá fangelsisvist og háum fjársektum eftir að hafa sætt ákæru fyrir að hafa orðið valdur að dauða karlmanns á sjötugsaldri í Michigan í Bandaríkjunum. Frændi hennar spilaði lykilhlutverk í að koma upp um vafasöm vinnubrögð lögreglu og bjarga frænku sinni frá fangelsisvist.

Innlent

Eldur í ljósastaur og grunsamlegt Ofurskálaráhorf

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast á þessari aðfaranótt mánudags þrátt fyrir leiðinlegt veður. Lögreglan var meðal annars kölluð út vegna skemmda í sameign í bílakjallara og vegna elds í ljósastaur.

Innlent

Vestmannaeyjar héldu höfninni ólíkt blómlegasta bæ Tenerife

Hálf öld er liðin þessa dagana frá því menn hófu hraunkælingu í Heimaeyjargosinu en hún er talin hafa stuðlað að því að Vestmannaeyjahöfn varð jafnvel betri á eftir. Íbúar eins blómlegasta bæjar Tenerife voru ekki jafn heppnir í eldgosi þremur öldum fyrr. Hraunið sem þar rann í höfnina kippti fótunum undan lífsafkomu bæjarbúa.

Innlent