Innlent Aðstoðarlögreglustjóri biðst lausnar Hulda Elsa Björgvinsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, er hætt störfum. Hún hefur verið í leyfi síðan í desember síðastliðnum eftir að sálfræðistofa gerði úttekt á starfinu á ákærusviðinu og skilaði í framhaldinu svartri skýrslu. Innlent 3.4.2023 19:02 Sumarbústaður við Laugarvatn brann til kaldra kola Sumarbústaður í landi Snorrastaða við Laugarvatn varð alelda í morgun og er nú gjörónýtur. Engin slys urðu á fólki að sögn slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu en aðstæður á vettvangi voru nokkuð erfiðar. Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi brunans. Innlent 3.4.2023 18:21 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sýkingum hefur fjölgað mikið hjá notendum neyslurýmisins Ylju síðan úrræðinu var lokað fyrir tæpum mánuði. Hluti hópsins hefur ekki skilað sér í lifrarbólgumeðferðir. Ein þeirra sem sótti oft þjónustu Ylju segir málið grafalvarlegt. Hún hafi miklar áhyggjur af vinum sínum og sérstaklega körlunum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 3.4.2023 18:13 Tafir á umferð vegna bílslyss Nokkrar tafir hafa orðið á umferð á Kringlumýrarbraut vegna bílslyss við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar. Innlent 3.4.2023 17:12 Guðmundur rekinn Guðmundur Elís Sigurvinsson mun ekki starfa áfram á Grímsnesi GK-555 eftir að fimmtán ára stúlka fannst um borð. Skipstjórinn segist hafa rekið hann í gærkvöldi. Guðmundur á sögu um gróft ofbeldi en var sleppt að lokinni skýrslutöku í gær. Innlent 3.4.2023 17:07 „Verður hægt og rólega að gufu sem stendur ekki fyrir neitt” Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill meina að pólitísk rétthugsun hafi náð tökum á umhverfinu í háskólum landsins. Hann segir mikilvægt að fólk þori að standa með sjálfu sér. Innlent 3.4.2023 16:05 Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll líklegast fullnýtt um páskana Farþegar sem hyggjast leggja leið sína í gegnum Keflavíkurflugvöll um páskana eru hvattir til þess að bóka fyrir fram bílastæði við flugstöðina. Allar líkur eru á að langtímastæði við Keflavíkurflugvöll verði fullnýtt í kringum páskahátíðina. Innlent 3.4.2023 15:13 „Allt farið eftir 25 ára þrotlaust starf“ Bóndi á Bergsstöðum er miður sín vegna riðu sem greindist í sauðfé á bænum. Öllum 690 kindum bæjarins verður lógað. Innlent 3.4.2023 14:35 Veturinn sá kaldasti í Reykjavík í hátt í þrjátíu ár Fjórir vetrarmánuðirnir í Reykjavík voru þeir köldustu á þessari öld og hefur vetur ekki verið kaldari frá vetrinum 1994 til 1995. Marsmánuður var ennfremur sá þurrasti í meira en hálfa öld. Innlent 3.4.2023 14:13 Lóga hátt í sjö hundruð kindum vegna riðu í Miðfirði Hátt í sjö hundruð kindum verður lógað á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi eftir að riða greindist þar. Þetta er í fyrsta skipti sem riða greinist á sóttvarnasvæðinu sem nefnist Miðfjarðarhólf. Innlent 3.4.2023 13:47 Pallborðið: Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi verður til umfjöllunar í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14 í dag. Gestir verða Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Innlent 3.4.2023 13:22 Elvar Árni nýr sviðsstjóri hjá Norðurþingi Elvar Árna Lund hefur verið ráðinn sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs hjá Norðurþingi. Innlent 3.4.2023 13:04 Tekin með kókaínpakkningar límdar við lærið Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla um 700 grömmum af kókaíni með flugi til landsins. Konan kom til landsins frá Barcelona á Spáni og var með efnin falin í tveimur pakkningum sem voru límdar á læri hennar við komuna til landsins. Innlent 3.4.2023 12:55 Vilja að Ísland fari að fordæmi Bandaríkjamanna og heimili Naloxone í lausasölu Matvæla-og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað nefúðann Narcan nalaxone í lausasölu til að mæta þeirri alvarlegu ógn sem ópíóðafaraldurinn er. Teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum bindur vonir við að Ísland feti sömu slóð. Rauði krossinn dreifði á síðasta ári hátt í sex hundruð stykkjum af nefúðanum hér á landi. Innlent 3.4.2023 12:03 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um mál ungrar stúlku sem fannst um borð í báti í gær eftir að leitað hafði verið að henni. Skipverji á bátnum var handtekinn við komuna í land en honum sleppt að lokinni skýrslutöku. Innlent 3.4.2023 11:37 Lögregla leitar tveggja manna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af tveimur mönnum, sem birtast á myndinni að ofan, og eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu eða í síma 444 1000. Innlent 3.4.2023 10:30 Guðmundi sleppt eftir skýrslutöku í gær Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir Guðmundi Elís Sigurvinssyni sem handtekinn var við höfnina í Reykjanesbæ í gær eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Guðmundur var látinn laus að loknum skýrslutökum. Innlent 3.4.2023 10:06 Edda hætt á Heimildinni Edda Falak lét af störfum á fjölmiðlinum Heimildinni í síðustu viku. Nýlega tilkynnti hún stjórnendum miðilsins að hún hefði ekki sagt rétt frá starfsferli sínum erlendis. Innlent 3.4.2023 08:37 Kallar Eddu „ofbeldisblaðamann“ og sakar hana um ritstuld Eva Hauksdóttir lögmaður kallar Eddu Falak, hlaðvarpsstjórnanda og blaðamann Heimildarinnar, „ofbeldisblaðamann“ í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun og sakar hana jafnframt um ritstuld. Innlent 3.4.2023 07:32 Fjarlægðu skráningarmerki af bíl og fengu tvo eftirlýsta í kaupbæti Nokkuð forvitnileg uppákoma átti sér stað í gærkvöldi eða nótt þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var á ferðinni og veitti því athygli að skráningarmerki á bifreið tilheyrði öðru ökutæki. Innlent 3.4.2023 06:23 Æðruleysi fyrsta orðið sem kom upp í huga Katrínar Forsætisráðherra og umhverfisráðherra fóru til Neskaupstaðar í dag og ræddu við íbúa sem lentu í því að fá snjóflóð á heimili sín á mánudag. Forsætisráðherra segir mikið mildi að enginn hafi týnt lífi. Innlent 2.4.2023 23:06 Hafa fundið yfir hundrað kíló af fíkniefnum: „Við erum ekki bara hérna til að vera með leiðindi“ Fíkniefnahundurinn Bylur hefur haft aðkomu að haldlagninu á yfir hundrað kílóum af fíkniefnum hér á landi. Umsjónarkona hans telur að þörf sé á miklu fleiri hundum við störf. Innlent 2.4.2023 22:02 Ekki lagabreytingar heldur lögleysa Talsmaður leigubílstjóra segir að ný löggjöf um leigubíla muni auðvelda skipulagðri glæpastarfsemi að ná fótfestu á markaðnum. Innlent 2.4.2023 20:37 „Ásgrímsleiðin“, ný leið í Árnessýslu fyrir ferðamenn Sunnlendingar eru stoltir af því að einn færasti listamaður þjóðarinnar, Ásgrímur Jónsson hafi verið fæddur og uppalinn í Flóanum og hafa af því tilefni búið til sérstaka rútuferð, „Ásgrímsleið“ fyrir ferðamenn og aðra þar, sem farið er á söguslóðir Ásgríms í Árnessýslu. Innlent 2.4.2023 20:05 Fimmtán ára stúlka um borð í bát með alræmdum ofbeldismanni Tæplega 24 ára karlmaður var handtekinn við höfnina í Reykjanesbæ á fjórða tímanum í dag eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Karlmaðurinn á sögu um gróft ofbeldi. Innlent 2.4.2023 18:16 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Talsmaður leigubílstjóra segir að ný löggjöf um leigubíla muni auðvelda skipulagðri glæpastarfsemi að ná fótfestu á markaðnum. Hopp tilkynnti í gær að fyrirtækið hyggðist hefja innreið á markaðinn og að fyrstu Hopp leigubílarnir hefji keyrslu síðar í vor. Við skoðum málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 2.4.2023 18:14 Grýttu börn með flöskum og dósum á Ráðhústorginu Hópur fólks grýtti föður og tvo drengi hans með bjórdósum og glerflöskum á Ráðhústorginu á Akureyri í gærkvöldi. Faðirinn segir drengina hafa verið afar skelkaða og íhugar að kæra fólkið. Innlent 2.4.2023 16:19 Líkfundur í Reykjanesbæ Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um líkfund við fjöruborðið við Fitjabraut í Reykjanesbæ á hádegi í dag. Innlent 2.4.2023 15:32 Spennufall eftir tilfinningaþrungið samtal við huldumanninn Gerður Petra Ásgeirsdóttir sem missti föður sinn um borð í flugi frá Kanaríeyjum til Íslands í apríl í fyrra leitaði logandi ljósi um helgina að manni sem var til staðar fyrir hana og bróður hennar á ögurstundu. Maðurinn, Sveinn Snorri Sighvatsson, er nú fundinn. Gerður ræddi við hann í símann í dag, í fyrsta skipti eftir atvikið, og segir að tilfinningar hafa borið hana ofurliði. Þau stefna á að hittast við fyrsta tækifæri. Innlent 2.4.2023 14:53 Hlaut dóm fyrir peningaþvætti en fékk samt milljónir í miskabætur Karlmanni hafa verið dæmdar sex milljónir króna í miskabætur fyrir gæsluvarðhald að ósekju. Maðurinn hlaut tveggja mánaða dóm fyrir peningaþvætti en sat í gæsluvarðhaldi í 269 daga, margfaldan tíma fangelsisvistarinnar. Landsréttur hafði áður fallist á miklu hærri skaðabætur. Innlent 2.4.2023 13:19 « ‹ ›
Aðstoðarlögreglustjóri biðst lausnar Hulda Elsa Björgvinsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, er hætt störfum. Hún hefur verið í leyfi síðan í desember síðastliðnum eftir að sálfræðistofa gerði úttekt á starfinu á ákærusviðinu og skilaði í framhaldinu svartri skýrslu. Innlent 3.4.2023 19:02
Sumarbústaður við Laugarvatn brann til kaldra kola Sumarbústaður í landi Snorrastaða við Laugarvatn varð alelda í morgun og er nú gjörónýtur. Engin slys urðu á fólki að sögn slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu en aðstæður á vettvangi voru nokkuð erfiðar. Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi brunans. Innlent 3.4.2023 18:21
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sýkingum hefur fjölgað mikið hjá notendum neyslurýmisins Ylju síðan úrræðinu var lokað fyrir tæpum mánuði. Hluti hópsins hefur ekki skilað sér í lifrarbólgumeðferðir. Ein þeirra sem sótti oft þjónustu Ylju segir málið grafalvarlegt. Hún hafi miklar áhyggjur af vinum sínum og sérstaklega körlunum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 3.4.2023 18:13
Tafir á umferð vegna bílslyss Nokkrar tafir hafa orðið á umferð á Kringlumýrarbraut vegna bílslyss við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar. Innlent 3.4.2023 17:12
Guðmundur rekinn Guðmundur Elís Sigurvinsson mun ekki starfa áfram á Grímsnesi GK-555 eftir að fimmtán ára stúlka fannst um borð. Skipstjórinn segist hafa rekið hann í gærkvöldi. Guðmundur á sögu um gróft ofbeldi en var sleppt að lokinni skýrslutöku í gær. Innlent 3.4.2023 17:07
„Verður hægt og rólega að gufu sem stendur ekki fyrir neitt” Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill meina að pólitísk rétthugsun hafi náð tökum á umhverfinu í háskólum landsins. Hann segir mikilvægt að fólk þori að standa með sjálfu sér. Innlent 3.4.2023 16:05
Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll líklegast fullnýtt um páskana Farþegar sem hyggjast leggja leið sína í gegnum Keflavíkurflugvöll um páskana eru hvattir til þess að bóka fyrir fram bílastæði við flugstöðina. Allar líkur eru á að langtímastæði við Keflavíkurflugvöll verði fullnýtt í kringum páskahátíðina. Innlent 3.4.2023 15:13
„Allt farið eftir 25 ára þrotlaust starf“ Bóndi á Bergsstöðum er miður sín vegna riðu sem greindist í sauðfé á bænum. Öllum 690 kindum bæjarins verður lógað. Innlent 3.4.2023 14:35
Veturinn sá kaldasti í Reykjavík í hátt í þrjátíu ár Fjórir vetrarmánuðirnir í Reykjavík voru þeir köldustu á þessari öld og hefur vetur ekki verið kaldari frá vetrinum 1994 til 1995. Marsmánuður var ennfremur sá þurrasti í meira en hálfa öld. Innlent 3.4.2023 14:13
Lóga hátt í sjö hundruð kindum vegna riðu í Miðfirði Hátt í sjö hundruð kindum verður lógað á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi eftir að riða greindist þar. Þetta er í fyrsta skipti sem riða greinist á sóttvarnasvæðinu sem nefnist Miðfjarðarhólf. Innlent 3.4.2023 13:47
Pallborðið: Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi verður til umfjöllunar í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14 í dag. Gestir verða Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Innlent 3.4.2023 13:22
Elvar Árni nýr sviðsstjóri hjá Norðurþingi Elvar Árna Lund hefur verið ráðinn sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs hjá Norðurþingi. Innlent 3.4.2023 13:04
Tekin með kókaínpakkningar límdar við lærið Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla um 700 grömmum af kókaíni með flugi til landsins. Konan kom til landsins frá Barcelona á Spáni og var með efnin falin í tveimur pakkningum sem voru límdar á læri hennar við komuna til landsins. Innlent 3.4.2023 12:55
Vilja að Ísland fari að fordæmi Bandaríkjamanna og heimili Naloxone í lausasölu Matvæla-og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað nefúðann Narcan nalaxone í lausasölu til að mæta þeirri alvarlegu ógn sem ópíóðafaraldurinn er. Teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum bindur vonir við að Ísland feti sömu slóð. Rauði krossinn dreifði á síðasta ári hátt í sex hundruð stykkjum af nefúðanum hér á landi. Innlent 3.4.2023 12:03
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um mál ungrar stúlku sem fannst um borð í báti í gær eftir að leitað hafði verið að henni. Skipverji á bátnum var handtekinn við komuna í land en honum sleppt að lokinni skýrslutöku. Innlent 3.4.2023 11:37
Lögregla leitar tveggja manna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af tveimur mönnum, sem birtast á myndinni að ofan, og eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu eða í síma 444 1000. Innlent 3.4.2023 10:30
Guðmundi sleppt eftir skýrslutöku í gær Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir Guðmundi Elís Sigurvinssyni sem handtekinn var við höfnina í Reykjanesbæ í gær eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Guðmundur var látinn laus að loknum skýrslutökum. Innlent 3.4.2023 10:06
Edda hætt á Heimildinni Edda Falak lét af störfum á fjölmiðlinum Heimildinni í síðustu viku. Nýlega tilkynnti hún stjórnendum miðilsins að hún hefði ekki sagt rétt frá starfsferli sínum erlendis. Innlent 3.4.2023 08:37
Kallar Eddu „ofbeldisblaðamann“ og sakar hana um ritstuld Eva Hauksdóttir lögmaður kallar Eddu Falak, hlaðvarpsstjórnanda og blaðamann Heimildarinnar, „ofbeldisblaðamann“ í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun og sakar hana jafnframt um ritstuld. Innlent 3.4.2023 07:32
Fjarlægðu skráningarmerki af bíl og fengu tvo eftirlýsta í kaupbæti Nokkuð forvitnileg uppákoma átti sér stað í gærkvöldi eða nótt þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var á ferðinni og veitti því athygli að skráningarmerki á bifreið tilheyrði öðru ökutæki. Innlent 3.4.2023 06:23
Æðruleysi fyrsta orðið sem kom upp í huga Katrínar Forsætisráðherra og umhverfisráðherra fóru til Neskaupstaðar í dag og ræddu við íbúa sem lentu í því að fá snjóflóð á heimili sín á mánudag. Forsætisráðherra segir mikið mildi að enginn hafi týnt lífi. Innlent 2.4.2023 23:06
Hafa fundið yfir hundrað kíló af fíkniefnum: „Við erum ekki bara hérna til að vera með leiðindi“ Fíkniefnahundurinn Bylur hefur haft aðkomu að haldlagninu á yfir hundrað kílóum af fíkniefnum hér á landi. Umsjónarkona hans telur að þörf sé á miklu fleiri hundum við störf. Innlent 2.4.2023 22:02
Ekki lagabreytingar heldur lögleysa Talsmaður leigubílstjóra segir að ný löggjöf um leigubíla muni auðvelda skipulagðri glæpastarfsemi að ná fótfestu á markaðnum. Innlent 2.4.2023 20:37
„Ásgrímsleiðin“, ný leið í Árnessýslu fyrir ferðamenn Sunnlendingar eru stoltir af því að einn færasti listamaður þjóðarinnar, Ásgrímur Jónsson hafi verið fæddur og uppalinn í Flóanum og hafa af því tilefni búið til sérstaka rútuferð, „Ásgrímsleið“ fyrir ferðamenn og aðra þar, sem farið er á söguslóðir Ásgríms í Árnessýslu. Innlent 2.4.2023 20:05
Fimmtán ára stúlka um borð í bát með alræmdum ofbeldismanni Tæplega 24 ára karlmaður var handtekinn við höfnina í Reykjanesbæ á fjórða tímanum í dag eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Karlmaðurinn á sögu um gróft ofbeldi. Innlent 2.4.2023 18:16
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Talsmaður leigubílstjóra segir að ný löggjöf um leigubíla muni auðvelda skipulagðri glæpastarfsemi að ná fótfestu á markaðnum. Hopp tilkynnti í gær að fyrirtækið hyggðist hefja innreið á markaðinn og að fyrstu Hopp leigubílarnir hefji keyrslu síðar í vor. Við skoðum málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 2.4.2023 18:14
Grýttu börn með flöskum og dósum á Ráðhústorginu Hópur fólks grýtti föður og tvo drengi hans með bjórdósum og glerflöskum á Ráðhústorginu á Akureyri í gærkvöldi. Faðirinn segir drengina hafa verið afar skelkaða og íhugar að kæra fólkið. Innlent 2.4.2023 16:19
Líkfundur í Reykjanesbæ Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um líkfund við fjöruborðið við Fitjabraut í Reykjanesbæ á hádegi í dag. Innlent 2.4.2023 15:32
Spennufall eftir tilfinningaþrungið samtal við huldumanninn Gerður Petra Ásgeirsdóttir sem missti föður sinn um borð í flugi frá Kanaríeyjum til Íslands í apríl í fyrra leitaði logandi ljósi um helgina að manni sem var til staðar fyrir hana og bróður hennar á ögurstundu. Maðurinn, Sveinn Snorri Sighvatsson, er nú fundinn. Gerður ræddi við hann í símann í dag, í fyrsta skipti eftir atvikið, og segir að tilfinningar hafa borið hana ofurliði. Þau stefna á að hittast við fyrsta tækifæri. Innlent 2.4.2023 14:53
Hlaut dóm fyrir peningaþvætti en fékk samt milljónir í miskabætur Karlmanni hafa verið dæmdar sex milljónir króna í miskabætur fyrir gæsluvarðhald að ósekju. Maðurinn hlaut tveggja mánaða dóm fyrir peningaþvætti en sat í gæsluvarðhaldi í 269 daga, margfaldan tíma fangelsisvistarinnar. Landsréttur hafði áður fallist á miklu hærri skaðabætur. Innlent 2.4.2023 13:19