Innlent Sigfús á Brekku mokar til mæðgnanna á Dalatanga Bóndinn á Brekku í Mjóafirði hefur undanfarna daga unnið á gröfu við að moka sig í gegnum nokkur snjóflóð á veginum út á Dalatanga. Hann vonast til að ljúka verkinu á morgun en við það rofnar langvarandi einangrun íbúa austasta býlis Íslands. Innlent 12.4.2023 21:51 Segja félagslífið miklu skemmtilegra en námið sjálft Það var hátíðarstemning á Laugarvatni í dag þegar menntaskólinn á staðnum fagnaði 70 ára afmæli sínu. Um 130 nemendur stunda nám við skólann og búa þeir allir á heimavist. Nemendur segja félagslífið langskemmtilegast við skólann. Innlent 12.4.2023 20:07 Borgarstjóri segir Reykjavík með betri lánakjör en önnur sveitarfélög Borgarstjóri segir Reykjavik nú þegar búna að afla sér um 7 milljarða af þeim 21 milljarði sem áætlað væri að taka að láni í ár. Borgin væri með minni skuldir miðað við tekjur en nágrannasveitarfélögin og önnur stærstu sveitarfélög landsins. Innlent 12.4.2023 20:00 „Sjúkdómurinn eltir mig og fjölskyldu mína hvert sem við förum“ „Ég er ekki sjúkdómurinn. Ég er með þennan sjúkdóm en ég er hann ekki. Ég reyni að lifa eins og ég get. Þó hann sé að naga mig þá læt ég hann ekki taka yfir líf mitt,“ segir Magnús Þorkelsson, fyrrum skólameistari við Flensborgarskóla en hann greindist með Parkinson sjúkdóminn fyrir fimmtán árum. Innlent 12.4.2023 20:00 Fjórir játa að hafa stolið tonni af bjór á Akureyri Fjórir karlmenn hafa játað að hafa stolið 1.890 dósum af 500 millilítra bjór úr Fjölsmiðjunni á Akureyri árið 2019. Tveir mannanna voru dæmdir til skilorðsbundinnar fangelsisvistar en tveir sluppu án refsingar. Innlent 12.4.2023 19:41 Fleiri farþegar skemmtiferðaskipa hefja eða ljúka ferðinni í Reykjavík Mun fleiri farþegar skemmtiferðaskipa hefja eða enda ferð sína í Reykjavík en áður og skila því meiri tekjum til íslenskra þjónustufyrirtækja. Byggja á nýja fimm þúsund fermetra móttökumiðstöð í Sundahöfn á næstu tveimur árum. Innlent 12.4.2023 19:31 Nakin kona og grunsamlegur blaðberi í Breiðholti Í dag barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um nakta konu á stigagangi í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Konan fannst ekki er komið var á staðinn. Þá var einnig tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í sama hverfi en lýsingin reyndist passa við blaðbera sem var við útburð. Innlent 12.4.2023 18:36 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íslenskur karlmaður var í morgun handtekinn auk fjölda annarra af brasilísku lögreglunni vegna rannsóknar á umfangsmikilli skipulagðri brotastarfsemi. Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra útilokar ekki að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við málið. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 12.4.2023 18:01 Ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir Yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Mun það skýrast síðar hvort farið verði fram á framsal á Íslendingi sem var handtekinn í Brasilíu í morgun. Innlent 12.4.2023 17:35 Ásmundur Einar selur hús sitt í Borgarnesi Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hefur nú sett einbýlishús sitt á sölu. Gera má ráð fyrir því að hann fái um 70 milljónir fyrir húsið sem er á besta stað í Borgarnesi. Innlent 12.4.2023 16:19 Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. Innlent 12.4.2023 16:00 Ekki lengur ókeypis klósettferðir í Hörpu Gjaldtaka er hafin á ný fyrir salernisaðstöðu í bílakjallara í Hörpu. Fyrst var byrjað að rukka fyrir salernisferðir í húsinu í júní árið 2017 en það var svo lagt af nokkrum mánuðum síðar. Næstu ár var svo aftur rukkað fyrir salernisferðir yfir sumartímann. Innlent 12.4.2023 15:37 Laufey á meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra Alls sóttu átján manns um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með næstu mánaðarmótum. Innlent 12.4.2023 14:57 Handtekinn maður grunaður um fíkniefnaakstur á Miklubraut Maður var handtekinn í kringum hádegið í dag á Miklubraut, grunaður um fíkniefnaakstur. Tveir lögreglubílar komu á vettvang á samt lögreglumanni á vélhjóli. Innlent 12.4.2023 14:25 Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. Innlent 12.4.2023 13:44 Sveddi tönn handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum í Brasilíu Íslenskur karlmaður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. Innlent 12.4.2023 13:12 Von á hlýindum og góðu vorveðri Það gæti stefnt í einn hlýjasta aprílmánuð frá upphafi mælinga ef langtímaspár ganga eftir. Von er á hlýju lofti yfir landið eftir helgi og góðu vorveðri í kringum sumardaginn fyrsta. Innlent 12.4.2023 12:59 Hinn látni karlmaður um áttrætt Maðurinn sem lést eftir að bifreið hans fór í höfnina í Vestmannaeyjum í gærkvöldi var karlmaður um áttrætt. Yfirlögregluþjónn segir Eyjamenn slegna vegna atburðarins. Rannsókn á tildrögum slyssins er hafin. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Innlent 12.4.2023 11:49 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um fjármálastöðu sveitarfélaganna sem mörg hver standa höllum fæti nú um stundir. Innlent 12.4.2023 11:33 Þrír mænuskaddaðir ofurhugar fara yfir Vatnajökul Þrír mænuskaddaðir Bretar hefja ferð sína yfir Vatnajökul í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem teymi fatlaðra fjallgöngumanna fer án stuðnings yfir þennan stærsta jökul Evrópu. Breska sjónvarpsstöðin ITV greinir frá þessu. Innlent 12.4.2023 11:27 Hringtenging Austurlands sögð vega þyngra en Fjarðarheiðargöng Meðal Austfirðinga, einnig Seyðfirðinga, ríkir ekki einhugur um jarðgöng undir Fjarðarheiði. Deilt er um forgangsröðun og hvort fremur eigi að tengja Seyðisfjörð við aðrar byggðir með tvennum göngum um Mjóafjörð, sem myndi hringtengja Mið-Austurland. Innlent 12.4.2023 10:52 Ráðgjafi vanhæfur vegna fjárhagslegra hagsmuna og fyrrverandi forstöðumaður fær vonda umsögn Menningamálaráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi. Innlent 12.4.2023 10:14 Reykur í Rimaskóla eftir að kveikt var í rusli Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynning barst um að brunakerfið hafði farið í gang í Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík um klukkan fimm í morgun. Innlent 12.4.2023 07:27 „Einhver öfl urðu til þess að mér var kippt út á síðasta degi“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir skrýtið að líta um öxl og hugsa til þess að hann hafi verið í fangelsi stóran hluta ævi sinnar. Guðmundur er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Hann segir leiðinlegt að honum hafi verið kippt út úr prófkjöri Samfylkingarinnar á síðustu stundu. Innlent 12.4.2023 07:01 Djammreykingar mun lífseigari en dagreykingar Þrátt fyrir að dagreykingafólki á Íslandi hafi fækkað úr rúmlega 30 prósent í 6 á síðustu 30 árum hefur hlutfall djammreykingafólks, eða fólks sem reykir sjaldnar en daglega, haldist nokkuð stöðugt. Hefur hlutfallið rokkað frá um 3 í 6 prósent um árabil og engin fylgni er milli þess og lækkandi hlutfalls reykingafólks. Innlent 12.4.2023 07:01 Hrækti í auga lögreglumanns og skallaði hann í andlitið Einstaklingur sem grunaður er um líkamsárás og eignarspjöll hrækti í auga lögreglumanns og skallaði hann í andlitið þegar unnið var að því að flytja hann á lögreglustöð í höfuðborginni í gær. Innlent 12.4.2023 06:19 „Það skemmir ekki hár“ Myndbönd þar sem fólk segir hárið sitt vera ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið hafa vakið gífurlega athygli á samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir þó að innihaldsefni lónsins skemmi ekki hár, þvert á móti hafi þau góð áhrif á það. Innlent 11.4.2023 23:54 Segist hafa einfaldað frásögnina til að hlífa sér og öðrum Fjölmiðlakonan Edda Falak segir að hún hafi „einfaldað“ frásögn sína af viðhorfum sem hún kynntist í fjármálalífinu í Danmörku til að hlífa bæði sjálfri sér og fólki sem sýndi henni vanvirðingu. Hún segist hafa fengið hótanir um ofbeldi vegna starfa sinna. Innlent 11.4.2023 22:31 Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. Innlent 11.4.2023 21:51 Ökumaðurinn úrskurðaður látinn Bíll fór í höfnina við bryggju í Vestmannaeyjum í kvöld. Einn ökumaður var í bílnum og tókst að ná honum upp úr sjónum. Endurlífgunartilraunir hófust þegar í stað en lögreglan segir þær ekki hafa borið árangur. Innlent 11.4.2023 21:24 « ‹ ›
Sigfús á Brekku mokar til mæðgnanna á Dalatanga Bóndinn á Brekku í Mjóafirði hefur undanfarna daga unnið á gröfu við að moka sig í gegnum nokkur snjóflóð á veginum út á Dalatanga. Hann vonast til að ljúka verkinu á morgun en við það rofnar langvarandi einangrun íbúa austasta býlis Íslands. Innlent 12.4.2023 21:51
Segja félagslífið miklu skemmtilegra en námið sjálft Það var hátíðarstemning á Laugarvatni í dag þegar menntaskólinn á staðnum fagnaði 70 ára afmæli sínu. Um 130 nemendur stunda nám við skólann og búa þeir allir á heimavist. Nemendur segja félagslífið langskemmtilegast við skólann. Innlent 12.4.2023 20:07
Borgarstjóri segir Reykjavík með betri lánakjör en önnur sveitarfélög Borgarstjóri segir Reykjavik nú þegar búna að afla sér um 7 milljarða af þeim 21 milljarði sem áætlað væri að taka að láni í ár. Borgin væri með minni skuldir miðað við tekjur en nágrannasveitarfélögin og önnur stærstu sveitarfélög landsins. Innlent 12.4.2023 20:00
„Sjúkdómurinn eltir mig og fjölskyldu mína hvert sem við förum“ „Ég er ekki sjúkdómurinn. Ég er með þennan sjúkdóm en ég er hann ekki. Ég reyni að lifa eins og ég get. Þó hann sé að naga mig þá læt ég hann ekki taka yfir líf mitt,“ segir Magnús Þorkelsson, fyrrum skólameistari við Flensborgarskóla en hann greindist með Parkinson sjúkdóminn fyrir fimmtán árum. Innlent 12.4.2023 20:00
Fjórir játa að hafa stolið tonni af bjór á Akureyri Fjórir karlmenn hafa játað að hafa stolið 1.890 dósum af 500 millilítra bjór úr Fjölsmiðjunni á Akureyri árið 2019. Tveir mannanna voru dæmdir til skilorðsbundinnar fangelsisvistar en tveir sluppu án refsingar. Innlent 12.4.2023 19:41
Fleiri farþegar skemmtiferðaskipa hefja eða ljúka ferðinni í Reykjavík Mun fleiri farþegar skemmtiferðaskipa hefja eða enda ferð sína í Reykjavík en áður og skila því meiri tekjum til íslenskra þjónustufyrirtækja. Byggja á nýja fimm þúsund fermetra móttökumiðstöð í Sundahöfn á næstu tveimur árum. Innlent 12.4.2023 19:31
Nakin kona og grunsamlegur blaðberi í Breiðholti Í dag barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um nakta konu á stigagangi í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Konan fannst ekki er komið var á staðinn. Þá var einnig tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í sama hverfi en lýsingin reyndist passa við blaðbera sem var við útburð. Innlent 12.4.2023 18:36
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íslenskur karlmaður var í morgun handtekinn auk fjölda annarra af brasilísku lögreglunni vegna rannsóknar á umfangsmikilli skipulagðri brotastarfsemi. Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra útilokar ekki að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við málið. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 12.4.2023 18:01
Ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir Yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Mun það skýrast síðar hvort farið verði fram á framsal á Íslendingi sem var handtekinn í Brasilíu í morgun. Innlent 12.4.2023 17:35
Ásmundur Einar selur hús sitt í Borgarnesi Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hefur nú sett einbýlishús sitt á sölu. Gera má ráð fyrir því að hann fái um 70 milljónir fyrir húsið sem er á besta stað í Borgarnesi. Innlent 12.4.2023 16:19
Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. Innlent 12.4.2023 16:00
Ekki lengur ókeypis klósettferðir í Hörpu Gjaldtaka er hafin á ný fyrir salernisaðstöðu í bílakjallara í Hörpu. Fyrst var byrjað að rukka fyrir salernisferðir í húsinu í júní árið 2017 en það var svo lagt af nokkrum mánuðum síðar. Næstu ár var svo aftur rukkað fyrir salernisferðir yfir sumartímann. Innlent 12.4.2023 15:37
Laufey á meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra Alls sóttu átján manns um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með næstu mánaðarmótum. Innlent 12.4.2023 14:57
Handtekinn maður grunaður um fíkniefnaakstur á Miklubraut Maður var handtekinn í kringum hádegið í dag á Miklubraut, grunaður um fíkniefnaakstur. Tveir lögreglubílar komu á vettvang á samt lögreglumanni á vélhjóli. Innlent 12.4.2023 14:25
Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. Innlent 12.4.2023 13:44
Sveddi tönn handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum í Brasilíu Íslenskur karlmaður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. Innlent 12.4.2023 13:12
Von á hlýindum og góðu vorveðri Það gæti stefnt í einn hlýjasta aprílmánuð frá upphafi mælinga ef langtímaspár ganga eftir. Von er á hlýju lofti yfir landið eftir helgi og góðu vorveðri í kringum sumardaginn fyrsta. Innlent 12.4.2023 12:59
Hinn látni karlmaður um áttrætt Maðurinn sem lést eftir að bifreið hans fór í höfnina í Vestmannaeyjum í gærkvöldi var karlmaður um áttrætt. Yfirlögregluþjónn segir Eyjamenn slegna vegna atburðarins. Rannsókn á tildrögum slyssins er hafin. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Innlent 12.4.2023 11:49
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um fjármálastöðu sveitarfélaganna sem mörg hver standa höllum fæti nú um stundir. Innlent 12.4.2023 11:33
Þrír mænuskaddaðir ofurhugar fara yfir Vatnajökul Þrír mænuskaddaðir Bretar hefja ferð sína yfir Vatnajökul í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem teymi fatlaðra fjallgöngumanna fer án stuðnings yfir þennan stærsta jökul Evrópu. Breska sjónvarpsstöðin ITV greinir frá þessu. Innlent 12.4.2023 11:27
Hringtenging Austurlands sögð vega þyngra en Fjarðarheiðargöng Meðal Austfirðinga, einnig Seyðfirðinga, ríkir ekki einhugur um jarðgöng undir Fjarðarheiði. Deilt er um forgangsröðun og hvort fremur eigi að tengja Seyðisfjörð við aðrar byggðir með tvennum göngum um Mjóafjörð, sem myndi hringtengja Mið-Austurland. Innlent 12.4.2023 10:52
Ráðgjafi vanhæfur vegna fjárhagslegra hagsmuna og fyrrverandi forstöðumaður fær vonda umsögn Menningamálaráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi. Innlent 12.4.2023 10:14
Reykur í Rimaskóla eftir að kveikt var í rusli Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynning barst um að brunakerfið hafði farið í gang í Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík um klukkan fimm í morgun. Innlent 12.4.2023 07:27
„Einhver öfl urðu til þess að mér var kippt út á síðasta degi“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir skrýtið að líta um öxl og hugsa til þess að hann hafi verið í fangelsi stóran hluta ævi sinnar. Guðmundur er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Hann segir leiðinlegt að honum hafi verið kippt út úr prófkjöri Samfylkingarinnar á síðustu stundu. Innlent 12.4.2023 07:01
Djammreykingar mun lífseigari en dagreykingar Þrátt fyrir að dagreykingafólki á Íslandi hafi fækkað úr rúmlega 30 prósent í 6 á síðustu 30 árum hefur hlutfall djammreykingafólks, eða fólks sem reykir sjaldnar en daglega, haldist nokkuð stöðugt. Hefur hlutfallið rokkað frá um 3 í 6 prósent um árabil og engin fylgni er milli þess og lækkandi hlutfalls reykingafólks. Innlent 12.4.2023 07:01
Hrækti í auga lögreglumanns og skallaði hann í andlitið Einstaklingur sem grunaður er um líkamsárás og eignarspjöll hrækti í auga lögreglumanns og skallaði hann í andlitið þegar unnið var að því að flytja hann á lögreglustöð í höfuðborginni í gær. Innlent 12.4.2023 06:19
„Það skemmir ekki hár“ Myndbönd þar sem fólk segir hárið sitt vera ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið hafa vakið gífurlega athygli á samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir þó að innihaldsefni lónsins skemmi ekki hár, þvert á móti hafi þau góð áhrif á það. Innlent 11.4.2023 23:54
Segist hafa einfaldað frásögnina til að hlífa sér og öðrum Fjölmiðlakonan Edda Falak segir að hún hafi „einfaldað“ frásögn sína af viðhorfum sem hún kynntist í fjármálalífinu í Danmörku til að hlífa bæði sjálfri sér og fólki sem sýndi henni vanvirðingu. Hún segist hafa fengið hótanir um ofbeldi vegna starfa sinna. Innlent 11.4.2023 22:31
Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. Innlent 11.4.2023 21:51
Ökumaðurinn úrskurðaður látinn Bíll fór í höfnina við bryggju í Vestmannaeyjum í kvöld. Einn ökumaður var í bílnum og tókst að ná honum upp úr sjónum. Endurlífgunartilraunir hófust þegar í stað en lögreglan segir þær ekki hafa borið árangur. Innlent 11.4.2023 21:24