Innlent

Flugvélin fundin

Flugvélin sem leitað hefur verið að frá því fyrr í kvöld fannst nú á áttunda tímanum. Um borð í vélinni voru tveir farþegar, auk flugmanns. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ekki hægt að upplýsa um afrif þeirra á þessari stundu.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum stöðvar 2 koma til okkar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata og Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokks til að ræða sameinaða stjórnarandstöðu í kröfu um að þing komi saman.

Innlent

Ó­lík­legt að slitni upp úr sam­starfinu núna

Eva Marín Hlynsdóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, á ekki von á því að það slitni upp út stjórnarsamstarfi Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna þrátt fyrir þrjú stór deilumál um hvalveiðar, sölu Íslandsbanka og nú nýjast Lindarhvoll. Óvanalegt sé að fá svona mál upp að sumri en samstarfið virðist sterkt.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Stjórnmálafræðingur segir ólíklegt að ríkisstjórnin falli þrátt fyrir stór deilumál. Ákall stjórnarandstöðu um að þing komi saman sé skiljanlegt en snúist meira um ásýnd en annað. 

Innlent

Skóla­stjóri og fleira starfs­fólk hætt vegna myglu

Skólastjóri Laugarnesskóla greinir frá því í tölvupósti til foreldra barna í skólanum að hún þurfi að stíga til hliðar sökum ástandsins á húsnæði skólans. Aðstoðarskólastjóri skólans segir að fleira starfsfólk hafi þurft að grípa til sömu ráða vegna húsnæðisins. Viðgerðir taki of langan tíma.

Innlent

Kerecis, hvalveiðar og Lindarhvoll í Sprengisandi

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Innlent

Þrjú útköll vegna manns sem hékk á bjöllunni

Lögregluþjónar þurftu þrisvar sinnum í nótt að hafa afskipti af ölvuðum manni sem var að hringja dyrabjöllum í fjölbýlishúsi. Maðurinn lét aldrei segjast og var að lokum handtekinn en samkvæmt dagbók lögreglu streittist maðurinn á móti handtöku og var vistaður í fangaklefa vegna ástands hans.

Innlent

Enn talsverð virkni á Reykjanesi

Enn er talsverð virkni á Reykjanesi og hefur hún lítið breyst undanfarna daga. Stærsti skjálfti næturinnar varð um korter yfir tólf í nótt og var hann 4,1 að stærð. Skömmu áður greindist 3,8 skjálfti.

Innlent

Staðan á Reykja­nesi eftir daginn í dag

Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Ísland segir að staðan á Reykjanesinu sé ennþá óbreytt frá því fyrr í kvöld. Nokkuð kröftugur jarðskjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag en ennþá er ekki byrjað að gjósa.

Innlent

Rúta festist í miðri á

Rúta með um það bil tuttugu ferðamönnum festist í vaði ár á hálendinu í kvöld. Svo virðist vera sem rútan hafi bilað í miðri ánni. Hvorki tókst koma rútunni í gang né að losa hana úr ánni.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Eldgos er enn ekki hafið á Reykjanesi en kvikan er svo grunnt að ekki er hægt að segja til um nákvæma staðsetningu hennar. Við förum yfir stöðuna á Reykjanesi í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent

Jarð­skjálftinn yfir fjórir að stærð

Rétt fyrir klukkan 18 fannst snarpur jarðskjálfti vel á suðvesturhorninu. Náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands segir að umræddur skjálfti hafi verið 4,5 að stærð og að hann hafi átt upptök sín rétt vestan við Kleifarvatn.

Innlent

Margra kílómetra bílaröð utan við Selfoss

Mikil umferðarteppa er núna á Suðurlandsvegi vestan við Selfoss og nær bílaröðin marga kílómetra út fyrir bæinn, að sögn lögreglu. Hvetur lögreglan á Suðurlandi ökumenn til að sýna þolinmæði og minnir fólk á að það geti einnig farið um Þrengslaveg þar sem umferðin er talsvert léttari.

Innlent

Hrina skemmdar­­­verka hrjáir gesti á Akur­eyri

Tilkynnt hefur verið um fjölda skemmdarverka á Akureyri þar sem óprúttnir aðilar hafa rispað bifreiðar að utan. Hafa tólf slík mál komið inn á borð lögreglu en talið er að öll skemmdarverkin hafi átt sér stað í gær á svipuðu svæði nálægt miðbæ Akureyrar.

Innlent

Slösuð kona sótt á skjálfta­svæðið og margir á vappi

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík fékk útkall klukkan 12:45 vegna konu sem hafði slasað sig á skjálftasvæðinu milli Keilis og Fagradalsfjalls. Aðgerðum lauk um klukkan tvö en mikil umferð ferðamanna er á svæðinu. Fólk er beðið að fara varlega á svæðinu.

Innlent

Fer fram á að fjár­laga­nefnd sé kölluð saman

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, fer fram á að nefndin komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka.

Innlent

Leita á náðir stjórnarþingmanna ef Katrín svarar ekki kallinu

Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna fimm hafa sent kröfu á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að þing verði kallað saman á næstu dögum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir að verði forsætisráðherra ekki við beiðni stjórnarandstöðunnar muni hún leitast eftir að fá meirihluta þingmanna til að fara fram á slíkt.

Innlent