Innlent

Mesti mosabruni frá upphafi skráninga

Enn hefur ekki tekist að ráða niðurlögum gróðurelda, sem geisað hafa á Reykjanesi frá upphafi eldgoss þar fyrir rúmri viku síðan. Fram kemur í grein sem birtist á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands í gær að um mesta mosabruna sé að ræða frá því að skráningar á gróðureldum hófust hér á landi.

Innlent

Þrír átta­villtir við gosið

Björgunar­sveitir leið­beina nú þremur áttavilltum er­lendum ferða­mönnum við gos­stöðvarnar. Búið er að ná sam­bandi við fólkið sem er norðan megin við Keili og ekki á hættu­svæði.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fólk tók að streyma aftur að gos­stöðvunum á Reykja­nesi eftir há­degi í dag um leið og fjögurra daga banni við ferðum al­mennings þangað var af­létt. Kristján Már Unnars­son segir okkur frá stöðu mála, ræðir við vett­vangs­stjóra lög­reglunnar og ferða­menn sem voru glaðir að komast að gosinu.

Innlent

Slógust með hníf og sög í mið­borginni

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu skarst í leikinn í dag þar sem tveir menn slógust með hníf og sög í mið­borg Reykja­víkur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í dag­bók lög­reglu.

Innlent

„Það hefur ekki enn liðið yfir mig“

Miklar hitabylgjur hafa haft áhrif víða í heiminum undanfarna daga. Höfuðborg Japans er ekki undanskilin slíku en mikill hiti hefur verið þar síðustu daga. Borghildur Gunnarsdóttir, sem stödd er í Tokyo, segir að hitinn sé svo mikill að Íslendingar í borginni hafi flúið heim til Íslands vegna hans.

Innlent

Opna aftur fyrir að­gang fólks að gossvæðinu

Búið er að opna aftur inn á gossvæðið við Litla-Hrút en almenningi hefur verið óheimilt að ganga þar um frá því á fimmtudag. Slökkvistarf vegna gróðurelda heldur áfram en lögregla telur nú óhætt að hleypa fólki inn á Meradalaleið. Lögð er áhersla á að fólk fari ekki inn á skilgreint hættusvæði sem nær frá Náttaga að Keili. 

Innlent

Tík bjargað úr klettum

Síðdegis í gær voru tíkin Mýsla og eigandi hennar á ferð um Einstakafjall þar sem eigandi Mýslu var að taka ljósmyndir. Á meðan hann tók myndir hljóp Mýsla frá honum og hvarf niður fyrir klettabrún.

Innlent

Eldgosið mallar áfram

Eldgosið við Litla Hrút á Reykjanesi mallar áfram og engar breytingar hafa verið mældar yfir helgina. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þó að svæðinu hafi verið lokað alveg í gærkvöldi og því hafi engar nýjar tölur borist. Þá bendir ekkert til þess að dregið hafi úr gasmengun á svæðinu.

Innlent

Barnsmóðir Svedda tannar einnig handtekin

Sverrir Þór Gunnarsson, einnig þekktur sem Sveddi tönn, sagðist vera tónlistarmaður að atvinnu þegar hann var yfirheyrður af lögreglu þann 12. apríl síðastliðinn. Hann er sem stendur vistaður í alræmdu gæsluvarðhaldsfangelsi í útjaðri Rio de Janeiro í Brasilíu.

Innlent

Ný Þjórsárbrú við Árnes sett í salt eins og Hvammsvirkjun

Ný brú yfir Þjórsá á móts við Árnes, sem til stóð að bjóða út í haust, frestast um óákveðinn tíma eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Oddvitar sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár vonast til að brúarsmíðin tefjist ekki of mikið og segja brúna hafa mikla þýðingu fyrir uppsveitir Suðurlands.

Innlent

Farþegaskip strandaði á Hornströndum

Farþegaskip, sem var á leið frá Ísafirði til Hornstranda, strandaði þegar komið var á leiðarenda. Engin hætta var á ferðum og komust farþegar sjálfir úr skipinu. Þeir afþökkuðu ferð til baka með björgunarbát, enda komin á áfangastað.  

Innlent