Innlent

Vin­sælu tjald­svæði við Selja­lands­foss lokað

Vin­sælu tjald­svæði við Hamra­garða, rétt hjá Selja­lands­fossi, hefur verið lokað. Þá er um­ferð þeirra sem heim­sækja Gljúfra­búa beint á bíla­stæðið við Selja­lands­foss. Veginum að fossinum var lokað um stund í gær eftir að rúta fór þar út af veginum.

Innlent

Ekkill Maríu fær ekki að búa í Noregi

Ryan Toney, ekkill Maríu Guðmundsdóttur Toney, sem lést úr krabbameini í fyrra, verður senn vísað frá Noregi. Þar vildi hann búa til þess að vera nálægt fjölskyldu Maríu og vegna þess að þaðan er stutt að heimsækja leiði hennar á Íslandi.

Innlent

Vill finna fórnar­lömb fingra­langra flug­vallar­starfs­manna

Harpa Rós Júlíusdóttir hefur undanfarið reynt að koma upplýsingum til lögreglunnar á Tenerife frá Íslendingum sem hafa lent í því að munum sé stolið úr töskum þeirra á flugvellinum. Nú hefur hún fengið afhentan lista yfir hundruð muna sem lögreglan hefur haldlagt og leitar logandi ljósi að eigendum þeirra.

Innlent

Þetta er útsýnisstaðurinn sem gosferðamenn vilja komast á

Eldgosið á Reykjanesi heldur enn sama krafti og undanfarna daga. Æ fleiri ferðamenn velja að sjá gosið af fjallinu Litla-Hrúti, þótt það þýði lengri göngu. Almannavarnir hefja tilraunir á gossvæðinu á morgun á aðferðum til að verja mikilvæga innviði eins og háspennulínur og jarðstrengi.

Innlent

Magnaður mótorhjólahundur á Selfossi

Hundurinn Stormur Snær á Selfossi er engin venjulegur hundur því það sem honum þykir skemmtilegast að gera er að sitja á mótorhjólum eigenda sinna og rúnta með þeim um landið. Stormur er meira að segja með sérstök mótorhjólagleraugu og nammi í mótorhjólatöskunni sinni.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Skógareldar hafa breiðst út til margra ríkja við Miðjarðarhaf. Tugir hafa farist og slasast. Tveir flugmenn vatnsflugvélar fórust við slökkvistörf í Grikklandi þegar flugvél þeirra hrapaði í dag. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Árekstur á Hafnarfjarðarvegi olli töfum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sautjánda tímanum í dag vegna olíuleka á Hafnarfjarðarvegi við Hamraborg í Kópavogi. Töluverðar tafir urðu á umferð til vesturs.

Innlent

Eldurinn kviknaði sennilega út frá rafhlöðu

Forstjóri Endurvinnslustöðvarinnar Terra segir búnað og tæki hafa sloppið vel úr eldsvoða sem kviknaði í skemmu stöðvarinnar í nótt. Hann segir líklegast að eldurinn hafi kviknað af sjálfu sér út frá rafhlöðu í ruslinu.

Innlent

Barningur for­eldra geti leitt til þung­lyndis og ör­orku

Formaður Einhverfusamtakanna segir börn þurfa að bíða í allt að fjögur ár eftir einhverfugreiningu og stjórnvöld hafi lengi vitað af vandanum. Það skipti miklu máli fyrir börn að fá nauðsynlega þjónustu sem fyrst og barningur foreldra endi sjaldan við greiningu. Langvarandi barátta þeirra við kerfið geti jafnvel leitt til þunglyndis og örorku.

Innlent

Göngu­leiðum að gosinu lokað í kvöld

Líkt og síðustu daga mun gönguleiðum inn á gossvæðið á Reykjanesskaga vera lokað klukkan 18 í kvöld. Fyrir það verður opið inn á svæðið frá Suðurstrandarvegi. Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum gekk lokun vel í gær og voru engin óhöpp skráð.

Innlent

Eldur kviknaði í mót­töku­­stöð Terra í nótt

Eldur kviknaði í móttökustöð Terra á Völlunum í Hafnarfirði í nótt og var allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kallað út. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og að koma í veg fyrir að hann breiddist til samtengdra bygginga.

Innlent

Hótaði að stinga vegfarendur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Þar bar líklega hæst ógnandi aðili sem hótaði að stinga fólk í miðborginni en lögreglan beitti piparúða til að yfirbuga hann.

Innlent

Uppselt á veitingastað Friðheima langt fram á haustið

Uppselt er í sumar og vel fram á haustið í mat í Friðheimum í Bláskógabyggð vegna mikillar aðsóknar ferðamanna á staðinn. Vínstofan er nýr veitingastaður á Friðheimum þar sem þyngsti bar landsins er en hann er úr tíu tonnum af grjóti.

Innlent