Innlent Umhverfisráðherra segir raforkuskort í landinu óásættanlegan Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir ekki ásættanlegt að fiskimjölsverksmiðjur þurfi ár eftir ár að keyra starfsemi sína á olíu vegna skorts á rafmagni. Það væri einfaldlega komið að skuldadögum eftir fimmtán ára aðgerðaleysi í virkjanamálum. Innlent 29.11.2023 19:21 Gagnrýna seinagang ríkisstjórnarinnar: „Hvaða endemis della er þetta?“ Þingmenn úr öllum flokkum stjórnarandstöðu stigu í pontu Alþingis síðdegis til að gagnrýna vinnubrögð ríkisstjórnarinnar en þingflokksformenn fengu skilaboð um kvöldmatarleytið í gær um að til stæði að taka fyrir 56 blaðsíðna frumvarp umhverfisráðherra í dag sem meðal annars inniheldur fjórtán ESB lagagerðir. Innlent 29.11.2023 18:30 Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. Innlent 29.11.2023 18:29 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hælisleitandinn Hussein Hussein segist óttast hvað verði um hann þegar fjölskyldan hans fer til Grikklands á laugardag. Hann er í hjólastól og þarf mikla hjálp við athafnir daglegs lífs. Honum hafi ekki verið tryggð fullnægjandi aðstoð við brottför fjölskyldu sinnar. Við hittum Hussein og fjölskyldu hans í kvöldfréttum klukkan 18:30. Innlent 29.11.2023 18:01 Piltar grunaðir um alvarlega hópárás í Kópavogi Lögreglan hefur lokið rannsókn á máli sem varðar kynferðisbrot, líkamsárás, frelsissviptingu, og rán sem eiga að hafa átt sér stað í Kópavogi í ágúst á þessu ári. Innlent 29.11.2023 17:02 Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. Innlent 29.11.2023 16:34 Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. Innlent 29.11.2023 15:55 Vilhjálmur fordæmir hækkanir á skólamáltíðum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, telur hið opinbera ekki sýna nokkurn einasta lit í tengslum við að vinna á verðbólgunni. Hann segir hækkun Hafnarfjarðarbæjar á skólamáltíðum um 33 prósent forkastanlega. Innlent 29.11.2023 15:06 Flogið daglega til Eyja á meðan Herjólfur er í slipp Icelandair mun fljúga daglega til Vestmannaeyja á meðan Herjólfur fer í slipp. Gerður hefur verið samningur við Vegagerðina þess efnis. Gert er ráð fyrir því að Herjólfur sigli að nýju til Eyja um miðja næsta viku. Innlent 29.11.2023 15:01 Loðið orðalag í tímamótaáætlun Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, er fullur efasemda um tímamótaáætlun um íslenska tungu, sem kynnt var með pompi og prakt fyrr í dag. Innlent 29.11.2023 14:28 Lítið þurfi til að hin laskaða lögn rofni Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. Innlent 29.11.2023 13:32 Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. Innlent 29.11.2023 13:19 Áhersla á innflytjendur í nítján liða „tímamótaáætlun“ Tæpum einum og hálfum milljarði verður veitt í aðgerðir til bjargar íslenskunni næstu þrjú ár. Aðgerðirnar eru þær umfangsmestu sinnar tegundar sem ráðist hefur verið í, að sögn menningarráðherra. Rík áhersla verður lögð á íslenskukennslu innflytjenda. Innlent 29.11.2023 12:51 Mesta eignartjón síðan í Suðurlandsskjálftanum Að minnsta kosti um tuttugu hús eru talin ónýt í Grindavík eftir jarðskjálftana. Matsmenn eru enn að störfum og því gætu fleiri hús verið metin óíbúðarhæf. Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir um mesta eigntjón að ræða síðan í Suðurlandskjálftunum árið 2008. Innlent 29.11.2023 12:07 Verkalýðshreyfingin vill stöðva kjaraviðræður vegna gjaldskrárhækkana Formaður VR reiknar með að öllum viðræðum verkalýðshreyfingarinnar við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins verði hætt fram yfir áramót vegna boðaðra gjaldskrárhækkana sveitarfélaga og aðgerðaleysis stjórnvalda. Verkalýðshreyfingin geti ekki ein staðið undir því að keyra niður verðbólguna. Innlent 29.11.2023 12:03 Lokuðu Grafarvogslaug um stund vegna bilunar Loka þurfti Grafarvogslaug um stund í morgun vegna bilunar hjá Veitum. Lokunin varði í rúma klukkustund en laugin er nú opin. Heitavatnslaust er í hluta Hamrahverfis. Innlent 29.11.2023 12:00 Trausti Fannar skipaður formaður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Trausta Fannar Valsson, forseta lagadeildar Háskóla Íslands, formann úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Innlent 29.11.2023 11:49 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um yfirstandandi kjarasamningagerð en félög á almennum markaði vilja setja viðræður við SA á bið fram yfir árámót vegna boðaðra gjaldskrárhækkana sveitarfélaganna. Innlent 29.11.2023 11:32 Palestínska fánanum flaggað við Ráðhúsið, Háskólann og Hallgrímskirkju Palestínski fáinn blakti við hún við Ráðhús Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Hallgrímskirkju í morgun. Svo virðist sem um gjörning sé að ræða. Innlent 29.11.2023 11:28 Áfram líkur á eldgosi Áfram eru líkur á eldgosi á Reykjanesskaga og er líklegasti staðurinn ef til þess kemur austan Sýlingarfells. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. Innlent 29.11.2023 11:21 Látinn eftir eldsvoðann í Stangarhyl Karlmaðurinn sem fluttur var með hraði á Landspítalann eftir eldsvoða í Stangarhyl í Árbæ aðfaranótt sunnudags er látinn. Hann var frá Rúmeníu og á fertugsaldri. Innlent 29.11.2023 10:59 Tók konu kverkataki og dró hana burt Karlmaður hlaut í vikunni sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundin til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna líkamsárásar gegn konu. Innlent 29.11.2023 10:37 Kynntu aðgerðir til bjargar íslenskunni Kynningarfundur um áherslur ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu verður haldinn klukkan 11 í Hörpuhorni Hörpu. Innlent 29.11.2023 10:10 Skagfirðingum boðið upp á ókeypis jólahlaðborð á Sauðárkróki „Eitt af stærsta markmiði Rótarýhreyfingarinnar er að láta gott af sér leiða, bæði í samfélaginu og í hinum stóra heimi. Rótarýklúbbur Sauðárkróks er með nokkur samfélagsverkefni í gangi en jólahlaðborðið okkar er það langstærsta og umfangsmesta og hefur verið síðustu 10 árin,“ segir Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi og hugmyndasmiður ókeypis jólahlaðborðs Rótarýklúbbs Sauðárkróks, sem haldið verður laugardagskvöldið 2. desember í íþróttahúsi staðarins fyrir alla áhugasama í Skagafirði. Innlent 29.11.2023 09:31 Höfðu ekki orku í að halda áfram fyrr en í upphafi árs Þingkona Flokks fólksins og eiginmaður hennar hafa stefnt sýslumanninum vegna fyrndra vaxta sem þau þurftu að greiða í tengslum við uppboð á heimili þeirra árið 2017. Málið á uppruna sinn að rekja til Hrunsins árið 2008. Ásthildur Lóa segir málið mikið réttlætismál og að sýslumaður hafi brotið á jafnræði. Það hafi ekki allir greitt þessa fyrndu vexti. Innlent 29.11.2023 08:54 Umhugsunarvert hversu margar íbúðir eru í eigu ferðaþjónustunnar Tveir þriðju íbúða í fjölbýlishúsi nálægt miðbæ Reykjavíkur eru í eigu félags sem leigir þær út til ferðamanna. Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs segir að mögulega hafi orðið forsendubreyting þarna. Innlent 29.11.2023 08:15 Þorsteinn Sæmundsson er látinn Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur lést síðastliðinn sunnudag, 88 ára að aldri. Innlent 29.11.2023 07:54 Vandamál í áratugi Ungmenni náðust á myndband þar sem þau héngu aftan á strætisvagni á Háaleitisbraut í Reykjavík, úr Lágmúla og yfir í Háteigshverfi. Framkvæmdastjóri Strætó segir um að ræða vandamál sem hafi þekkst í áratugi. Innlent 29.11.2023 06:46 Líkamsárás, umferðarslys og þjófnaðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um klukkan hálf þrjú í nótt vegna líkamsárásar í póstnúmerinu 105. Einn var handtekinn en sá sem ráðist var á neitaði að fara á bráðamóttöku þrátt fyrir að áverkar væru á honum. Innlent 29.11.2023 06:26 Edda Björk handtekin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. Hún hafði verið eftirlýst síðan í gær. Innlent 28.11.2023 22:57 « ‹ ›
Umhverfisráðherra segir raforkuskort í landinu óásættanlegan Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir ekki ásættanlegt að fiskimjölsverksmiðjur þurfi ár eftir ár að keyra starfsemi sína á olíu vegna skorts á rafmagni. Það væri einfaldlega komið að skuldadögum eftir fimmtán ára aðgerðaleysi í virkjanamálum. Innlent 29.11.2023 19:21
Gagnrýna seinagang ríkisstjórnarinnar: „Hvaða endemis della er þetta?“ Þingmenn úr öllum flokkum stjórnarandstöðu stigu í pontu Alþingis síðdegis til að gagnrýna vinnubrögð ríkisstjórnarinnar en þingflokksformenn fengu skilaboð um kvöldmatarleytið í gær um að til stæði að taka fyrir 56 blaðsíðna frumvarp umhverfisráðherra í dag sem meðal annars inniheldur fjórtán ESB lagagerðir. Innlent 29.11.2023 18:30
Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. Innlent 29.11.2023 18:29
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hælisleitandinn Hussein Hussein segist óttast hvað verði um hann þegar fjölskyldan hans fer til Grikklands á laugardag. Hann er í hjólastól og þarf mikla hjálp við athafnir daglegs lífs. Honum hafi ekki verið tryggð fullnægjandi aðstoð við brottför fjölskyldu sinnar. Við hittum Hussein og fjölskyldu hans í kvöldfréttum klukkan 18:30. Innlent 29.11.2023 18:01
Piltar grunaðir um alvarlega hópárás í Kópavogi Lögreglan hefur lokið rannsókn á máli sem varðar kynferðisbrot, líkamsárás, frelsissviptingu, og rán sem eiga að hafa átt sér stað í Kópavogi í ágúst á þessu ári. Innlent 29.11.2023 17:02
Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. Innlent 29.11.2023 16:34
Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. Innlent 29.11.2023 15:55
Vilhjálmur fordæmir hækkanir á skólamáltíðum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, telur hið opinbera ekki sýna nokkurn einasta lit í tengslum við að vinna á verðbólgunni. Hann segir hækkun Hafnarfjarðarbæjar á skólamáltíðum um 33 prósent forkastanlega. Innlent 29.11.2023 15:06
Flogið daglega til Eyja á meðan Herjólfur er í slipp Icelandair mun fljúga daglega til Vestmannaeyja á meðan Herjólfur fer í slipp. Gerður hefur verið samningur við Vegagerðina þess efnis. Gert er ráð fyrir því að Herjólfur sigli að nýju til Eyja um miðja næsta viku. Innlent 29.11.2023 15:01
Loðið orðalag í tímamótaáætlun Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, er fullur efasemda um tímamótaáætlun um íslenska tungu, sem kynnt var með pompi og prakt fyrr í dag. Innlent 29.11.2023 14:28
Lítið þurfi til að hin laskaða lögn rofni Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. Innlent 29.11.2023 13:32
Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. Innlent 29.11.2023 13:19
Áhersla á innflytjendur í nítján liða „tímamótaáætlun“ Tæpum einum og hálfum milljarði verður veitt í aðgerðir til bjargar íslenskunni næstu þrjú ár. Aðgerðirnar eru þær umfangsmestu sinnar tegundar sem ráðist hefur verið í, að sögn menningarráðherra. Rík áhersla verður lögð á íslenskukennslu innflytjenda. Innlent 29.11.2023 12:51
Mesta eignartjón síðan í Suðurlandsskjálftanum Að minnsta kosti um tuttugu hús eru talin ónýt í Grindavík eftir jarðskjálftana. Matsmenn eru enn að störfum og því gætu fleiri hús verið metin óíbúðarhæf. Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir um mesta eigntjón að ræða síðan í Suðurlandskjálftunum árið 2008. Innlent 29.11.2023 12:07
Verkalýðshreyfingin vill stöðva kjaraviðræður vegna gjaldskrárhækkana Formaður VR reiknar með að öllum viðræðum verkalýðshreyfingarinnar við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins verði hætt fram yfir áramót vegna boðaðra gjaldskrárhækkana sveitarfélaga og aðgerðaleysis stjórnvalda. Verkalýðshreyfingin geti ekki ein staðið undir því að keyra niður verðbólguna. Innlent 29.11.2023 12:03
Lokuðu Grafarvogslaug um stund vegna bilunar Loka þurfti Grafarvogslaug um stund í morgun vegna bilunar hjá Veitum. Lokunin varði í rúma klukkustund en laugin er nú opin. Heitavatnslaust er í hluta Hamrahverfis. Innlent 29.11.2023 12:00
Trausti Fannar skipaður formaður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Trausta Fannar Valsson, forseta lagadeildar Háskóla Íslands, formann úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Innlent 29.11.2023 11:49
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um yfirstandandi kjarasamningagerð en félög á almennum markaði vilja setja viðræður við SA á bið fram yfir árámót vegna boðaðra gjaldskrárhækkana sveitarfélaganna. Innlent 29.11.2023 11:32
Palestínska fánanum flaggað við Ráðhúsið, Háskólann og Hallgrímskirkju Palestínski fáinn blakti við hún við Ráðhús Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Hallgrímskirkju í morgun. Svo virðist sem um gjörning sé að ræða. Innlent 29.11.2023 11:28
Áfram líkur á eldgosi Áfram eru líkur á eldgosi á Reykjanesskaga og er líklegasti staðurinn ef til þess kemur austan Sýlingarfells. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. Innlent 29.11.2023 11:21
Látinn eftir eldsvoðann í Stangarhyl Karlmaðurinn sem fluttur var með hraði á Landspítalann eftir eldsvoða í Stangarhyl í Árbæ aðfaranótt sunnudags er látinn. Hann var frá Rúmeníu og á fertugsaldri. Innlent 29.11.2023 10:59
Tók konu kverkataki og dró hana burt Karlmaður hlaut í vikunni sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundin til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna líkamsárásar gegn konu. Innlent 29.11.2023 10:37
Kynntu aðgerðir til bjargar íslenskunni Kynningarfundur um áherslur ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu verður haldinn klukkan 11 í Hörpuhorni Hörpu. Innlent 29.11.2023 10:10
Skagfirðingum boðið upp á ókeypis jólahlaðborð á Sauðárkróki „Eitt af stærsta markmiði Rótarýhreyfingarinnar er að láta gott af sér leiða, bæði í samfélaginu og í hinum stóra heimi. Rótarýklúbbur Sauðárkróks er með nokkur samfélagsverkefni í gangi en jólahlaðborðið okkar er það langstærsta og umfangsmesta og hefur verið síðustu 10 árin,“ segir Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi og hugmyndasmiður ókeypis jólahlaðborðs Rótarýklúbbs Sauðárkróks, sem haldið verður laugardagskvöldið 2. desember í íþróttahúsi staðarins fyrir alla áhugasama í Skagafirði. Innlent 29.11.2023 09:31
Höfðu ekki orku í að halda áfram fyrr en í upphafi árs Þingkona Flokks fólksins og eiginmaður hennar hafa stefnt sýslumanninum vegna fyrndra vaxta sem þau þurftu að greiða í tengslum við uppboð á heimili þeirra árið 2017. Málið á uppruna sinn að rekja til Hrunsins árið 2008. Ásthildur Lóa segir málið mikið réttlætismál og að sýslumaður hafi brotið á jafnræði. Það hafi ekki allir greitt þessa fyrndu vexti. Innlent 29.11.2023 08:54
Umhugsunarvert hversu margar íbúðir eru í eigu ferðaþjónustunnar Tveir þriðju íbúða í fjölbýlishúsi nálægt miðbæ Reykjavíkur eru í eigu félags sem leigir þær út til ferðamanna. Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs segir að mögulega hafi orðið forsendubreyting þarna. Innlent 29.11.2023 08:15
Þorsteinn Sæmundsson er látinn Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur lést síðastliðinn sunnudag, 88 ára að aldri. Innlent 29.11.2023 07:54
Vandamál í áratugi Ungmenni náðust á myndband þar sem þau héngu aftan á strætisvagni á Háaleitisbraut í Reykjavík, úr Lágmúla og yfir í Háteigshverfi. Framkvæmdastjóri Strætó segir um að ræða vandamál sem hafi þekkst í áratugi. Innlent 29.11.2023 06:46
Líkamsárás, umferðarslys og þjófnaðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um klukkan hálf þrjú í nótt vegna líkamsárásar í póstnúmerinu 105. Einn var handtekinn en sá sem ráðist var á neitaði að fara á bráðamóttöku þrátt fyrir að áverkar væru á honum. Innlent 29.11.2023 06:26
Edda Björk handtekin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. Hún hafði verið eftirlýst síðan í gær. Innlent 28.11.2023 22:57