Innlent Börn 40 prósent foreldra á Íslandi hafa fengið kartöflu í skóinn Um 40 prósent foreldra á Íslandi eiga barn eða börn sem hafa fengið kartöflu í skóinn. Þetta eru niðurstöður nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Foreldrar eldri en 40 ára eru mun líklegri en yngri foreldrar til að eiga börn sem hafa fengið kartöflu í skóinn. Innlent 4.12.2023 08:02 Ungmenni í Hafnarfirði lýsa vonbrigðum með vinnubrögð yfirvalda Ungmennaráð Hafnarfjarðar hefur sent frá sér tilkynningu þar sem ráðið lýsir yfir „gríðarlegum vonbrigðum“ með fjárhagsáætlun bæjarins. Ekkert sé fjallað um valdeflingu ungmennaráðs og hagræðingaraðgerðir boðaðar. Innlent 4.12.2023 07:41 Suðaustan strekkingur við suðvesturströndina Suðaustan strekkingur verður við suðvesturströndina í dag og slydda eða snjókoma með köflum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Innlent 4.12.2023 07:20 Þetta eru sigurvegarar ársins Íslendingar unnu marga frækna sigra á árinu, saman og hver í sínu lagi. Í þessum fyrsta annál fréttastofunnar fyrir árið 2023 beinum við sjónum okkar að téðum sigrum; stórum, smáum og allt þar á milli. Innlent 4.12.2023 07:00 Ölvaður ók langt yfir hámarkshraða og endaði á að kýla lögreglumann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars tvívegis kölluð til vegna ölvaðs manns sem var að áreita fólk í miðborginni. Innlent 4.12.2023 06:21 Aðgengi ábótavant þegar verðlaun fyrir aðgengisbaráttu voru veitt Dagur Steinn Ómarsson hlaut í dag Múrbrjót Þroskahjálpar fyrir baráttu sína fyrir bættu aðgengi fatlaðs fólks á Þjóðhátíð. Það varpaði þó skugga á gleðina að aðgengi fyrir hann og annað fatlað fólk á athöfninni sem haldin var í Þjóðleikhúsinu var afleitt og enginn rampur fyrir hann upp á sviðið. Innlent 4.12.2023 00:01 Tólf ára dreng frá Palestínu verði vísað úr landi Tólf ára strák frá Palestínu sem hefur búið á hjá íslenskri fjölskyldu á Íslandi undanfarna mánuði hefur verið neitað um vernd. Að öllu óbreyttu verður honum vísað úr landi ásamt fjórtán ára frænda sínum til Grikklands þar sem engin fjölskylda bíður þeirra. Innlent 3.12.2023 23:26 Úlfúð í íslensku skáksamfélagi Mikið ósætti ríkir í skáksamfélaginu á Íslandi eftir að fjórir keppendur drógu sig úr Íslandsmótinu í Fischer slembiskák sem lauk í dag. Ósættið stafaði af því að einstaklingur sem tók ekki þátt í undankeppni mótsins fékk sæti í úrslitakeppninni vegna forfalla. Innlent 3.12.2023 23:03 Ekki dæmdar bætur: Réðst á heimili sitt, flúði og ók í veg fyrir lögreglu Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að íslenska ríkið og tvö tryggingafélög beri ekki bótaábyrgð vegna áreksturs sem maður lenti í við lögreglubíl í maí árið 2018. Lögreglubíllinn fór aftan í bíl mannsins með þeim afleiðingum að hann endaði utan vegar og maðurinn hálsbrotnaði við það. Innlent 3.12.2023 21:38 Jólaljósin tendruð á Oslóartrénu Oslóartréð var tendrað við hátíðlega athöfn á Austurvelli nú síðdegis, á fyrsta sunnudegi í aðventu. Margmenni kom saman á Austurvelli til að fylgjast með því þegar kveikt var á þessari táknmynd jóla í miðborginni. Innlent 3.12.2023 20:11 Formaður ÖBÍ segir mál Husseins afar sorglegt Fatlaður umsækjandi um alþjóðlega vernd yfirgaf landið í gær þar sem fjölskyldu hans, sem hann er háður vegna fötlunar sinnar, var vikið úr landi. Formaður Öryrkjabandalagsins, sem fundaði nýlega með ráðherra og hagsmunasamtökum vegna málsins, segir framkvæmd þess ömurlega. Innlent 3.12.2023 20:01 Gæti umbylt kenningum um myndun reikistjarna Algengasta tegund stjörnu í vetrarbrautinni er svokallaður rauður dvergur, sem er miklu minni og dimmari en sólin okkar. Talið hefur verið að slíkar stjörnur séu of litlar til að sólkerfið geti hýst reikistjörnur stærri en jörðin. Að minnsta kosti hingað til. Innlent 3.12.2023 18:31 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stríðsástand ríkir á sjúkrahúsi í suðurhluta Gasa eftir loftárásir Ísraelsmanna í dag, að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna á vettvangi. Örvæntingin sé mun sárari en hann hafi áður séð í stríðinu. Ísraelsmenn segjast munu herða árásir sínar en varaforseti Bandaríkjanna segir þá ekki gera nóg til að hlífa almennum borgurum. Við fjöllum um ástandið á Gasa í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 3.12.2023 18:10 Særður eftir stunguárás í miðbænum Maður var stunginn í miðbæ Reykjavíkur með þeim afleiðingum að hann slasaðist þónokkuð. Hann er kominn á slysadeild til aðhlynningar og er málið í rannsókn samkvæmt lögreglu. Innlent 3.12.2023 17:32 Mál Eddu hljóti að vera einsdæmi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram fyrirspurn varðandi handtöku og afhendingu á íslenskum ríkisborgurum, vegna máls Eddu Bjarkar Arnardóttur sem var nýlega framseld til Noregs. Þingmaðurinn telur að málið hljóti að vera einsdæmi. Edda Björk var úrskurðuð í mánaðarlangt gæsluvarðhald í Noregi í gær. Innlent 3.12.2023 15:31 Er það persónufylgi Kristrúnar og harmóníkuleikurinn hennar? Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar segir að sú staðreynd að Samfylkingin sé langstærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup sé í takt við það jákvæða viðmót, sem flokkurinn fær á fundum víða um land. Innlent 3.12.2023 13:31 Oddur ættfræðingur er látinn Oddur F. Helgason, ættfræðingur og fyrrverandi sjómaður, er látinn, 82 ára að aldri. Oddur var einn þekktasti ættfræðingur landsins og stundaði rannsóknir undir merkjum ættfræðiþjónustunnar ORG ehf. Innlent 3.12.2023 13:22 Segir ekki lengur hægt að sækja börnin til Íslands Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona, segir þá lagalegu stöðu komna upp að ekki sé hægt að sækja börn Eddu Bjarkar Arnardóttur til landsins. Ástæðan fellst meðal annars í því að búið sé að flytja hana úr landi. Innlent 3.12.2023 13:15 Hussein yfirgaf Ísland ásamt fjölskyldu sinni Hælisleitandinn Hussein Hussein, sem er í hjólastól, ákvað á síðustu stundu að yfirgefa Ísland og fór með fjölskyldu sinni til Grikklands í gær. Fjölskylduvinur segir að Hussein hafi ekki getað hugsað sér að dvelja hér án fjölskyldu sinnar, sem vísað var úr landi. Aðstæður séu ömurlegar hjá þeim úti. Innlent 3.12.2023 11:59 Í beinni: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Hvatningarverðlaun ÖBÍ verða afhent í dag 3. desember, alþjóðadag fatlaðs fólks, í Mannréttindahúsinu í Sigtúni 42. Verðlaunahátíðin hefst klukkan 11. Innlent 3.12.2023 10:31 Sprengisandur: Ástandið, mál Eddu Bjarkar og staðan í Bandaríkjunum Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 3.12.2023 09:30 Búist við snjókomu víða um land Búist er við snjókomu á köflum víða um land í dag. Það á meðal annars við um höfuðborgarsvæðið, en sérstaklega er minnst á Reykjanesið varðandi snjókomuna. Innlent 3.12.2023 07:50 Mikið um hópslagsmál í miðborg Reykjavíkur Lögreglan fékk þónokkrar tilkynningar um hópslagsmál í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Innlent 3.12.2023 07:20 Vilja bjarga síðustu kanínunum í Elliðaárdal Fólk vitjar enn kanína í Elliðaárdal, tæpum tveimur árum eftir að þeim var nánast öllum bjargað af dýravelferðarfélögum og Dýraþjónustu Reykjavíkur. Sjálfboðaliði Dýrahjálpar segir að enn séu eftir ellefu kanínur í dalnum en að um níutíu hafi verið bjargað. 47 þeirra vantar enn heimili. Innlent 3.12.2023 07:00 Viðurkenndi að hafa „lúbarið“ samfanga sinn en dró það svo til baka Karlmaður hlaut á dögunum þriggja mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands vegna tveggja líkamsárása sem áttu sér stað í fangelsinu Litla-Hrauni. Fyrri árásin átti sér stað í október árið 2021, og sú seinni í nóvember 2022. Maðurinn hafði áður hlotið 18 dóma fyrir refsiverða háttsemi. Innlent 2.12.2023 20:43 Edda Björk í gæsluvarðhaldi Edda Björk Arnardóttir, sem var framseld til Noregs í gær, hefur verið úrskurðuð í þrjátíu daga gæsluvarðhald í Þelamerkurfangelsi. Þetta staðfestir Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Eddu í samtali við fréttastofu. Innlent 2.12.2023 18:54 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Systir Eddu Bjarkar Arnardóttur segist ekkert hafa heyrt frá henni síðan hún var framseld til Noregs í gær. Hún hafi síðast vitað af systur sinni á flugvellinum í Kaupmannahöfn. Óvissan sé afar erfið fyrir fjölskylduna. Barnamálaráðherra segir hug sinn allan hjá börnunum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 2.12.2023 18:16 Segir málið á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið sitt geti ekki blandað sér í mál Eddu Bjarkar Arnardóttur og barnanna hennar og segir málið alfarið vera á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins. Innlent 2.12.2023 17:53 Vissi síðast af Eddu Björk á flugvellinum í Kaupmannahöfn Systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var framseld til Noregs í gær, hefur ekkert heyrt frá henni frá framsalinu. Hún segir mikilvægt að hlustað verði á syni Eddu í forræðisdeilu hennar við barnsföður sinn. Innlent 2.12.2023 15:50 Setja á fót leigutorg aðeins ætlað Grindvíkingum Stjórnvöld leita nú að leiguhúsnæði fyrir Grindvíkinga sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eigendum fasteigna gefst nú kostur á að skrá íbúð sína til leigu á sérstöku leigutorgi sem eingöngu er ætlað Grindvíkingum. Innlent 2.12.2023 14:44 « ‹ ›
Börn 40 prósent foreldra á Íslandi hafa fengið kartöflu í skóinn Um 40 prósent foreldra á Íslandi eiga barn eða börn sem hafa fengið kartöflu í skóinn. Þetta eru niðurstöður nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Foreldrar eldri en 40 ára eru mun líklegri en yngri foreldrar til að eiga börn sem hafa fengið kartöflu í skóinn. Innlent 4.12.2023 08:02
Ungmenni í Hafnarfirði lýsa vonbrigðum með vinnubrögð yfirvalda Ungmennaráð Hafnarfjarðar hefur sent frá sér tilkynningu þar sem ráðið lýsir yfir „gríðarlegum vonbrigðum“ með fjárhagsáætlun bæjarins. Ekkert sé fjallað um valdeflingu ungmennaráðs og hagræðingaraðgerðir boðaðar. Innlent 4.12.2023 07:41
Suðaustan strekkingur við suðvesturströndina Suðaustan strekkingur verður við suðvesturströndina í dag og slydda eða snjókoma með köflum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Innlent 4.12.2023 07:20
Þetta eru sigurvegarar ársins Íslendingar unnu marga frækna sigra á árinu, saman og hver í sínu lagi. Í þessum fyrsta annál fréttastofunnar fyrir árið 2023 beinum við sjónum okkar að téðum sigrum; stórum, smáum og allt þar á milli. Innlent 4.12.2023 07:00
Ölvaður ók langt yfir hámarkshraða og endaði á að kýla lögreglumann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars tvívegis kölluð til vegna ölvaðs manns sem var að áreita fólk í miðborginni. Innlent 4.12.2023 06:21
Aðgengi ábótavant þegar verðlaun fyrir aðgengisbaráttu voru veitt Dagur Steinn Ómarsson hlaut í dag Múrbrjót Þroskahjálpar fyrir baráttu sína fyrir bættu aðgengi fatlaðs fólks á Þjóðhátíð. Það varpaði þó skugga á gleðina að aðgengi fyrir hann og annað fatlað fólk á athöfninni sem haldin var í Þjóðleikhúsinu var afleitt og enginn rampur fyrir hann upp á sviðið. Innlent 4.12.2023 00:01
Tólf ára dreng frá Palestínu verði vísað úr landi Tólf ára strák frá Palestínu sem hefur búið á hjá íslenskri fjölskyldu á Íslandi undanfarna mánuði hefur verið neitað um vernd. Að öllu óbreyttu verður honum vísað úr landi ásamt fjórtán ára frænda sínum til Grikklands þar sem engin fjölskylda bíður þeirra. Innlent 3.12.2023 23:26
Úlfúð í íslensku skáksamfélagi Mikið ósætti ríkir í skáksamfélaginu á Íslandi eftir að fjórir keppendur drógu sig úr Íslandsmótinu í Fischer slembiskák sem lauk í dag. Ósættið stafaði af því að einstaklingur sem tók ekki þátt í undankeppni mótsins fékk sæti í úrslitakeppninni vegna forfalla. Innlent 3.12.2023 23:03
Ekki dæmdar bætur: Réðst á heimili sitt, flúði og ók í veg fyrir lögreglu Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að íslenska ríkið og tvö tryggingafélög beri ekki bótaábyrgð vegna áreksturs sem maður lenti í við lögreglubíl í maí árið 2018. Lögreglubíllinn fór aftan í bíl mannsins með þeim afleiðingum að hann endaði utan vegar og maðurinn hálsbrotnaði við það. Innlent 3.12.2023 21:38
Jólaljósin tendruð á Oslóartrénu Oslóartréð var tendrað við hátíðlega athöfn á Austurvelli nú síðdegis, á fyrsta sunnudegi í aðventu. Margmenni kom saman á Austurvelli til að fylgjast með því þegar kveikt var á þessari táknmynd jóla í miðborginni. Innlent 3.12.2023 20:11
Formaður ÖBÍ segir mál Husseins afar sorglegt Fatlaður umsækjandi um alþjóðlega vernd yfirgaf landið í gær þar sem fjölskyldu hans, sem hann er háður vegna fötlunar sinnar, var vikið úr landi. Formaður Öryrkjabandalagsins, sem fundaði nýlega með ráðherra og hagsmunasamtökum vegna málsins, segir framkvæmd þess ömurlega. Innlent 3.12.2023 20:01
Gæti umbylt kenningum um myndun reikistjarna Algengasta tegund stjörnu í vetrarbrautinni er svokallaður rauður dvergur, sem er miklu minni og dimmari en sólin okkar. Talið hefur verið að slíkar stjörnur séu of litlar til að sólkerfið geti hýst reikistjörnur stærri en jörðin. Að minnsta kosti hingað til. Innlent 3.12.2023 18:31
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stríðsástand ríkir á sjúkrahúsi í suðurhluta Gasa eftir loftárásir Ísraelsmanna í dag, að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna á vettvangi. Örvæntingin sé mun sárari en hann hafi áður séð í stríðinu. Ísraelsmenn segjast munu herða árásir sínar en varaforseti Bandaríkjanna segir þá ekki gera nóg til að hlífa almennum borgurum. Við fjöllum um ástandið á Gasa í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 3.12.2023 18:10
Særður eftir stunguárás í miðbænum Maður var stunginn í miðbæ Reykjavíkur með þeim afleiðingum að hann slasaðist þónokkuð. Hann er kominn á slysadeild til aðhlynningar og er málið í rannsókn samkvæmt lögreglu. Innlent 3.12.2023 17:32
Mál Eddu hljóti að vera einsdæmi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram fyrirspurn varðandi handtöku og afhendingu á íslenskum ríkisborgurum, vegna máls Eddu Bjarkar Arnardóttur sem var nýlega framseld til Noregs. Þingmaðurinn telur að málið hljóti að vera einsdæmi. Edda Björk var úrskurðuð í mánaðarlangt gæsluvarðhald í Noregi í gær. Innlent 3.12.2023 15:31
Er það persónufylgi Kristrúnar og harmóníkuleikurinn hennar? Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar segir að sú staðreynd að Samfylkingin sé langstærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup sé í takt við það jákvæða viðmót, sem flokkurinn fær á fundum víða um land. Innlent 3.12.2023 13:31
Oddur ættfræðingur er látinn Oddur F. Helgason, ættfræðingur og fyrrverandi sjómaður, er látinn, 82 ára að aldri. Oddur var einn þekktasti ættfræðingur landsins og stundaði rannsóknir undir merkjum ættfræðiþjónustunnar ORG ehf. Innlent 3.12.2023 13:22
Segir ekki lengur hægt að sækja börnin til Íslands Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona, segir þá lagalegu stöðu komna upp að ekki sé hægt að sækja börn Eddu Bjarkar Arnardóttur til landsins. Ástæðan fellst meðal annars í því að búið sé að flytja hana úr landi. Innlent 3.12.2023 13:15
Hussein yfirgaf Ísland ásamt fjölskyldu sinni Hælisleitandinn Hussein Hussein, sem er í hjólastól, ákvað á síðustu stundu að yfirgefa Ísland og fór með fjölskyldu sinni til Grikklands í gær. Fjölskylduvinur segir að Hussein hafi ekki getað hugsað sér að dvelja hér án fjölskyldu sinnar, sem vísað var úr landi. Aðstæður séu ömurlegar hjá þeim úti. Innlent 3.12.2023 11:59
Í beinni: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Hvatningarverðlaun ÖBÍ verða afhent í dag 3. desember, alþjóðadag fatlaðs fólks, í Mannréttindahúsinu í Sigtúni 42. Verðlaunahátíðin hefst klukkan 11. Innlent 3.12.2023 10:31
Sprengisandur: Ástandið, mál Eddu Bjarkar og staðan í Bandaríkjunum Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 3.12.2023 09:30
Búist við snjókomu víða um land Búist er við snjókomu á köflum víða um land í dag. Það á meðal annars við um höfuðborgarsvæðið, en sérstaklega er minnst á Reykjanesið varðandi snjókomuna. Innlent 3.12.2023 07:50
Mikið um hópslagsmál í miðborg Reykjavíkur Lögreglan fékk þónokkrar tilkynningar um hópslagsmál í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Innlent 3.12.2023 07:20
Vilja bjarga síðustu kanínunum í Elliðaárdal Fólk vitjar enn kanína í Elliðaárdal, tæpum tveimur árum eftir að þeim var nánast öllum bjargað af dýravelferðarfélögum og Dýraþjónustu Reykjavíkur. Sjálfboðaliði Dýrahjálpar segir að enn séu eftir ellefu kanínur í dalnum en að um níutíu hafi verið bjargað. 47 þeirra vantar enn heimili. Innlent 3.12.2023 07:00
Viðurkenndi að hafa „lúbarið“ samfanga sinn en dró það svo til baka Karlmaður hlaut á dögunum þriggja mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands vegna tveggja líkamsárása sem áttu sér stað í fangelsinu Litla-Hrauni. Fyrri árásin átti sér stað í október árið 2021, og sú seinni í nóvember 2022. Maðurinn hafði áður hlotið 18 dóma fyrir refsiverða háttsemi. Innlent 2.12.2023 20:43
Edda Björk í gæsluvarðhaldi Edda Björk Arnardóttir, sem var framseld til Noregs í gær, hefur verið úrskurðuð í þrjátíu daga gæsluvarðhald í Þelamerkurfangelsi. Þetta staðfestir Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Eddu í samtali við fréttastofu. Innlent 2.12.2023 18:54
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Systir Eddu Bjarkar Arnardóttur segist ekkert hafa heyrt frá henni síðan hún var framseld til Noregs í gær. Hún hafi síðast vitað af systur sinni á flugvellinum í Kaupmannahöfn. Óvissan sé afar erfið fyrir fjölskylduna. Barnamálaráðherra segir hug sinn allan hjá börnunum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 2.12.2023 18:16
Segir málið á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið sitt geti ekki blandað sér í mál Eddu Bjarkar Arnardóttur og barnanna hennar og segir málið alfarið vera á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins. Innlent 2.12.2023 17:53
Vissi síðast af Eddu Björk á flugvellinum í Kaupmannahöfn Systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var framseld til Noregs í gær, hefur ekkert heyrt frá henni frá framsalinu. Hún segir mikilvægt að hlustað verði á syni Eddu í forræðisdeilu hennar við barnsföður sinn. Innlent 2.12.2023 15:50
Setja á fót leigutorg aðeins ætlað Grindvíkingum Stjórnvöld leita nú að leiguhúsnæði fyrir Grindvíkinga sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eigendum fasteigna gefst nú kostur á að skrá íbúð sína til leigu á sérstöku leigutorgi sem eingöngu er ætlað Grindvíkingum. Innlent 2.12.2023 14:44