Innlent

Þingmenn eigi ekki sjálfir að vasast í eigin kjörum

Tekist var á um fyrirhugaðar launahækkanir æðstu embættismanna á Alþingi í dag. Áformin hafa fallið í grýttan jarðveg hjá forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar sem vinna nú að gerð nýrra kjarasamninga til langs tíma. Þingmaður VG segist skilja gremjuna og þingmaður Viðreisnar segir sjálfsagt að endurskoða áformin en ekki sé meirihluti fyrir því á þingi.

Innlent

Gróður svartur og brenndur eftir vor­lægðirnar

Plöntur sem alla jafna eru orðnar blómstrandi grænar á þessum árstíma eru margar hverjar svartar og brunnar eftir vorlægðirnar. Þá hefur sumarblómasala verði dræm í rokinu en starfsmaður hjá Garðheimum segir fólk seinna á ferðinni en undanfarin ár.

Innlent

Kristrún vill að launahækkanir æðstu embættismanna fylgi markaðnum

Formaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að laun æðstu embættismanna hækki ekki meira en laun á almennum markaði, enda væri það markmið laga um laun þeirra að þeir leiddu ekki launahækkanir í landinu. Hún og aðrir viðmælendur í Pallborðinu í dag voru sammála um að þörf væri á víðtæku samstarfi um vinnumarkaðinn en á mjög ólíkum forsendum.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ráðherrar skilja gremju almennings vegna launahækkana æðstu embættismanna ríkisins en segja þær í samræmi við lög. Forseti Alþýðusambands Íslands segir engin lög yfir það hafin að ekki megi endurskoða þau. Nauðsynlegt sé að skoða ástandið í samfélaginu að hverju sinni.

Innlent

MAST sviptir bændur leyfi til dýrahalds

Starfsmenn Matvælastofnunar hafa lagt fram beiðni til lögreglu um að ábúendur á bóndabæ á Vesturlandi verði meinað að hafa dýr í þeirra umsjá. Beiðnin byggir á lögum um velferð dýra en í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að eftirlit á bænum hafi leitt í ljós óviðunandi ástand þar.

Innlent

Mikil­vægt að for­eldrar noti mela­tónín með skyn­sömum hætti

Em­bætti land­læknis segir mikil­vægt að for­eldrar barna og ung­menna sem glíma við svefn­vanda­mál noti mela­tónín með skyn­sömum hætti. Mela­tónín bæti­efni ætti að um­gangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hér­lendis.

Innlent

Að­gerðir hafi á­hrif á sumar­nám­skeið barna

Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna.

Innlent

Tókust á um stöðu verðbólgu og vaxta í Pallborðinu

Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri SA, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar mæta í Pallborðið með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag.

Innlent

Fær ekki nöfn sam­nem­enda sem sögðu hann slugsa

Nemandi í MBA-námi við Háskóla Íslands hefur ekki rétt á því að fá afrit af framvinduyfirlitum hópfélaga sinna í hópverkefni án þess að þau séu nafnhreinsuð. Nemandinn hlaut lægri einkunn fyrir verkefnið en samnemendurnir þar sem þeir sögðu hann ekki hafa tekið þátt í verkefninu sem skyldi.

Innlent

„Þessi staðsetning kemur ekki til greina“

Bæjarstjóri Kópavogs segir það ekki koma til greina að endurvinnslustöð Sorpu verði byggð á landi Kópavogskirkjugarðs. Þörf sé á þarfa- og valkostagreiningu til að finna nýja staðsetningu endurvinnslustöðvar fyrir Kópavog og Garðabæ.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar segjum við frá því að ráðherrar ríkisstjórnarinnar sýni gremju almennings skilning vegna launahækkana æðstu ráðamannaríkisins. Fjármálaráðherra bendir þó á að launin séu í rauninni að lækka sé tekið tillit til verðbólgu.

Innlent

Vill strangara eftir­lit með úkraínsku kjöti vegna sýkla­lyfja­ó­næmra baktería

Bráðabirgðaákvæði sem heimilar tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu rennur út í lok morgundagsins. Læknir segir að þó innflutningurinn hafi mikil áhrif á íslenskan markað megi ekki gleyma lýðheilsusjónarmiðum. Bakteríur, sem meðal annars eru ónæmar fyrir sýklalyfjum og hafa hingað til verið óþekktar hér á landi, finnist í miklu magni í úkraínsku kjöti.

Innlent

Skólastjóri og mótorhjólatöffari í Hafnarfirði

Hann er ekki bara skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og annar af „Hundur í óskilum“ því hann er líka mótorhjóla töffari og elskar stangaveiði og fluguveiði. Hér erum við að tala um Eirík Stephensen, sem var gestur Magnúsar Hlyns í þættinum „Mig langar að vita“ á Stöð 2 í kvöld.

Innlent

Dúxaði í FG eins og mamma og pabbi

Agnes Ómarsdóttir útskrifaðist af náttúrufræðibraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ um helgina og varð dúx með ágætiseinkunnina 9,8. Henni kippir greinilega í kynið enda dúxuðu báðir foreldrar hennar við sama skóla á sínum tíma.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir nýsamþykkt lög um samkynhneigða í Úganda þau hættulegustu í heimi í dag fyrir hinsegin fólk og geri það nánast réttdræpt. Ísland hefur átt þróunarsamstarfi við Úganda í áratugi. 

Innlent

Vaknaði við inn­brots­þjófa inni á heimilinu

Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á milli klukkan 05 og 17 í dag. Á sjötta tímanum í morgun var til að mynda tilkynnt um innbrot í heimahús í Breiðholti. Tveir innbrotsþjófar flúðu vettvang þegar þeir urðu varir við húsráðanda.

Innlent

Meint dýra­níð látið við­gangast í ára­raðir

Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár.

Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður rætt við veitingamann í eyjunni, sem hefur áhyggjur af stöðunni. 

Innlent