Erlent

Grunaðir um brot á kosningalögum

Nærri þrjátíu Íranar hafa verið handteknir vegna gruns um brot á kosningalögum í síðustu viku. Mönnunum er flestum gefið að sök að hafa dreift áróðri á geisladiskum og á öðru tölvutæku formi en það er ólöglegt í Íran að hafa uppi órökstuddar dylgjur í pólitískum tilgangi í aðdraganda kosninga. Síðari umferð kosninganna fer fram á morgun.

Erlent

Blair: ESB verði endurskilgreint

Það verður að endurskilgreina Evrópusambandið í grundvallaratriðum. Þetta sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, á fundi með Evrópuþinginu í morgun.

Erlent

Sýndi enga iðrun

Edgar Ray Killen fékk í gær sextíu ára fangelsisdóm, tuttugu ár fyrir hvert mannsdrápanna þriggja sem hann var sakfelldur fyrir á þriðjudag. Killen var talinn hafa leitt hóp Klu Klux Klan-manna sem myrtu þrjá baráttumenn fyrir mannréttindum árið 1964.

Erlent

Segja fanga pyntaða í Guantanamo

Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum gagnrýna Bandaríkjastjórn harðlega fyrir að hleypa sér ekki inn í fangelsið við Guantanamo-flóa á Kúbu. Sérfræðingarnir segjast nær fullvissir um að þar séu stundaðar pyntingar á föngum. Þetta kom fram á fundi sem mannréttindastofnun SÞ hélt í Genf í gær.

Erlent

Krefjast afsagnar Lahouds forseta

Sigurvegarar nýafstaðinna þingkosninga í Líbanon krefjast þess að Emile Lahoud, forseti landsins, segi starfi sínu lausu. Flokkurinn er andsnúinn Sýrlendingum og forsvarsmenn hans segja Sýrlendinga bera ábyrgð á morðinu á fyrrum leiðtoga kommúnista nú í vikunni.

Erlent

Fæðingarþunglyndi hjá báðum kynjum

Fæðingarþunglyndi er ekki einungis bundið við konur. Ný bresk rannsókn bendir til þess að karlmenn geti þjáðst af fæðingarþunglyndi, en þó mun sjaldnar en konur. Börn karla sem þjást af slíku þunglyndi eru helmingi líklegri en önnur börn til þess að eiga við hegðunarvanda að stríða.

Erlent

Bandaríkjastjórn óvinsæl

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur beðið hnekki undanfarin ár, sérstaklega augum Mið-Austurlandabúa. Stríðsreksturinn í Írak er ástæða þessarar andúðar.

Erlent

Óslökkvandi ófriðarbál

Ekkert lát er á vargöldinni í Írak en síðastliðinn hálfan annan sólarhring hafa tæplega fjörutíu manns beðið þar bana. Setið er um líf þeirra súnnía sem vilja taka þátt í stjórnmálauppbyggingu landsins.

Erlent

Evrópusambandið verður að breytast

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, brýndi fyrir Evrópuþingmönnum í gær nauðsyn þess að Evrópusambandið tæki róttækum breytingum, ella myndi það líða undir lok.

Erlent

Vill endurnýja ESB frá grunni

Forsætisráðherra Bretlands vill láta endurnýja Evrópusambandið frá grunni. Hann segir slíka endurnýjun tækifæri fyrir ESB til að mæta áskorunum í breyttu alþjóðasamfélagi.

Erlent

Sjö bílsprengjur í Bagdad í nótt

Minnst þrjátíu og átta eru látnir og um það bil eitt hundrað særðir eftir sjö bílsprengingar í Bagdad, höfuðborg Íraks, í nótt. Rétt fyrir miðnætti sprungu fjórar bílsprengjur í íbúðahverfi sjíta í höfuðborginni með þeim afleiðingum að tuttugu og þrír létust. Al-Qaida hefur lýst ábyrgð á þeim árásum.

Erlent

Engin skömm fyrir ESB

Tony Blair segir enga skömm felast í því fyrir Evrópusambandið að fara í gegnum endurnýjun, nú þegar nærri fimmtíu ár séu liðin frá stofnun þess. Forsætisráðherrann sagði í morgun að endurskilgreina verði sambandið í grundvallaratriðum.

Erlent

Hitabylgja í París

Íbúar Parísar fara ekki varhluta af sumrinu. Hitabylgja hefur verið í borginni undanfarna daga og hefur hitinn vart farið undir þrjátíu gráður þegar sólin er hæst á lofti. Bæði túristar og heimamenn nýta sér gosbrunna borgarinnar til hins ítrasta til að kæla sig niður, enda líklega fullheitt til þess að standa í stórtækum skoðunarferðum.

Erlent

Þriðjungur ólöglegur

Hópur tónlistarútgefenda hefur gefið út skýrslu þar sem því er haldið fram að einn af hverjum þremur tónlistargeisladiskum sem seldust í heiminum á síðasta ári hafi verið útgefinn í trássi við lög um höfundarrétt.

Erlent

Sophia Loren heiðursborgari

Ítalska leikkonan Sophia Loren var kjörin heiðursborgari í strandbænum Pozzuoli í Suður-Ítalíu í gær. Leikkonan, sem er sjötug, brast í grát við athöfn sem bæjarbúar héldu henni til heiðurs.

Erlent

Verkfalli afstýrt á elleftu stundu

Samningamönnum fimm hundruð tæknimanna hjá norska olíurisanum Statoil og stjórnendum fyrirtækisins tókst á elleftu stundu í gærkvöldi að afstýra verkfalli tæknimannanna sem átti að hefjast á miðnætti.

Erlent

Uppbygging gengur hægt

Uppbygging í Aceh-héraði í kjölfar jarðskjálftans annan í jólum gengur afar hægt. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðaþróunarstofnunar Bandaríkjanna um ástandið í Indónesíu sem birtist í gær.

Erlent

40 uppreisnarmenn hafa fallið

Meira en fjörutíu uppreisnarmenn hafa fallið í bardögum við hermenn í suðurhluta Afganistans undanfarinn sólarhring. Þá lést einn hermaður og sjö slösuðust í skotbardögum sem stóðu yfir í ellefu klukkustundir í gær.

Erlent

Tekið illa í auknar vísindaveiðar

Áform Japana um að auka vísindaveiðar við Suðurskautslandið og stækka veiðisvæðið mættu mikilli andstöðu þegar Alþjóðahvalveiðiráðið samþykkti í atkvæðagreiðslu, á fundi sínum í Ulsan í Suður-Kóreu í morgun, að skora á þá að draga úr vísindaveiðum.

Erlent

Ísraelar hóta loftárásum

Ísraelar ætla að bregðast við af fullri hörku ef árásum linnir ekki meðan þeir yfirgefa Gaza-svæðið. Þeir segja loftárásir jafnvel koma til greina.

Erlent

180 handteknir vegna barnakláms

Lögreglan á Spáni hefur handtekið rúmlega 180 menn sem grunaðir eru um aðild að umfangsmiklum barnaklámshring. Þegar hefur verið gerð húsleit í rúmlega hundrað húsum víða um Spán og hefur gríðarlegt magn af tölvuefni verið gert upptækt. Talið er að mennirnir hafi skipst á myndum af barnaklámi, aðallega af börnum frá Austur-Evrópu.

Erlent

Manchester United tekið af markaði

Knattspyrnuliðið Manchester United var í gær afskráð af hlutabréfamarkaði í London. Liðið hafði verið á markaðnum í fjórtán ár, en nýr eigandi þess, Malcolm Glazer, hafði lýst því yfir að hann myndi taka það af markaðnum. Glazer sagðist þann 14. júní eiga 97,3 prósent allra hlutbréfa í félaginu.

Erlent

Hitabylgja í Asíu

Um þrjú hundruð manns hafa látist síðustu daga í hitabylgju í Asíu. Flestir þeirra hafa látist í Indlandi, eða hátt í fjögur hundruð manns, um hundrað manns hafa látist í Bangladesh, hátt í sjötíu í hafa látist í Pakistan og rúmlega þrjátíu í Bangladesh. Mestur hefur hitinn orðið í Indlandi þar sem hann hefur náð fimmtíu gráðum á celsíus.

Erlent

Mistök ef ekki rætt við Tyrki

Það verða stór mistök ef Evrópusambandið fer ekki út í alvarlegar aðildarviðræður við Tyrki, segir forseti framkvæmdastjórnar ESB. Hann segir hugsanlega aðild Tyrkja að hluta til ástæðuna fyrir því að Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrá sambandsins.

Erlent

Sagt upp vegna barnakláms

Yfirmenn sænska dagblaðsins Aftonbladet kærðu í dag blaðamann á blaðinu til lögreglu vegna gruns um að hann hefði náð í barnaklámefni á Netinu. Honum var jafnframt sagt upp störfum fyrir brot á innanhússreglum og siðareglum blaðsins. Innra eftirlit blaðsins kom upp um athafnir blaðamannsins.

Erlent

Nektarmótmæli í Washington

Hópur fólks í Washington fletti sig klæðum fyrir utan spænska sendiráðið í gær til þess að mótmæla nautaati. Mótmælendurnir klæddust skóm, rauðum treflum og plasthornum einum fata en höfðu auk þess mótmælaspjöld fyrir framan það allra heilagasta.

Erlent

Bretar haldi sig innandyra

Íbúar Suður- og Miðhéraða Englands eru hvattir til að halda sig innan dyra næstu þrjá dagana og forðast sérstaklega útihlaup og aðrar líkamsæfingar. Ástæðan er gríðarleg loftmengun sem magnast upp í hitabylgjunni sem nú gengur yfir landið.

Erlent

Skuldir Íraka felldar niður?

Stjórnmálamenn frá áttatíu löndum eru samankomnir í Brussel til þess að ræða framtíð Íraks. Meðal þess sem búist er við að lagt verði til er að skuldir Íraka verði að miklu leyti felldar niður og þeim boðið að taka þátt í starfi alþjóðastofnana.

Erlent

Fundað á Kóreuskaga

Nefnd háttsettra embættismanna frá Norður-Kóreu kom á fund suðurkóreskra embættismanna á þriðjudaginn í þessari viku. Suður-Kóreumenn þrýstu á Norður-Kóreu að taka á ný upp viðræður um kjarnorkuvopnamál.

Erlent

44 látnir í flóðunum

Minnst fjörutíu og fjórir hafa látist og hundrað þúsund yfirgefið heimili sín í suðurhluta Kína í kjölfar gríðarlegra flóða og aurskriða. Ár hafa flætt yfir bakka sína og í gærkvöldi hafði áin Shi Jiang náð nærri tuttugu og fimm metra hæð sem er meira en sjö metrum yfir hættumörkum.

Erlent