Erlent Bilið í Bretlandi virðist minnka Kosningabaráttan í Bretlandi er komin á síðustu metrana og bilið milli flokkanna virðist minnka.Samkvæmt meðaltali kannana dagsins skilja átta prósentustig Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn að en sumar kannanir benda til þess að bilið sé einungis tvö til þrjú prósent, sem þýddi að Tony Blair sæti uppi með nánast óstarfhæft þing. Erlent 3.5.2005 00:01 30 látnir og 70 slasaðir Að minnsta kosti þrjátíu manns létust þegar ólögleg vopnageymsla sprakk í loft upp í Afganistan í nótt. Sjö hús í nágrenninu eyðilöggðust í sprengingunni. Sjötíu manns slösuðust í sprengingunni en óttast er að fleiri muni finnast látnir þegar búið verður að grafa betur undan braki byggingarinnar. Erlent 3.5.2005 00:01 Uppreisnarmenn færa sig í aukana Uppreisnarmenn í Írak hafa fært sig upp á skaftið undanfarna daga. Síðan tilkynnt var um í síðustu viku að ný ríkisstjórn hefði verið mynduð hafa að minnsta kosti 130 manns týnt lífi í árásum. Erlent 2.5.2005 00:01 83 Bretar fallnir í Írak Breskur hermaður lést eftir að sprengja sprakk í vegarkanti í Suður-Írak í dag. Hermaðurinn var á eftirlitsferð nærri borginni Al-Amarah þegar sprengjan sprakk við bíl sem hann var í ásamt félaga sínum sem særðist í árásinni. 83 breskir hermenn hafa fallið í Írak síðan stríðið í landinu hófst fyrir rúmum tveimur árum. Erlent 2.5.2005 00:01 Þrjár bílsprengjur í morgun Þrjár bílsprengjur sprungu í Bagdad í morgun. Að minnsta kosti átta létust og fjölmargir særðust. Árásirnar virðast vera liður í sprengjuherferð sem fór af stað eftir að ríkisstjórn var mynduð í Írak í síðustu viku. Erlent 2.5.2005 00:01 Ráðstefna um kjarnavopn hafin Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti Bandaríkjamenn og Rússa í gær til að skera kjarnavopnabirgðir sínar niður svo að hvor þjóð myndi aðeins hafa yfir nokkur hundruð kjarnaoddum að ráða. Erlent 2.5.2005 00:01 Reikistjarna utan okkar sólkerfis Í fyrsta sinn í sögunni hafa stjörnufræðingar komið auga á reikistjörnu utan okkar sólkerfis með óyggjandi hætti. Reikistjarnan sem um ræðir er gríðarstór og massi hennar er fimm sinnum meiri en Júpíters sem er stærsta reikistjarnan í okkar sólkerfi. Erlent 2.5.2005 00:01 Mannfall við Vesturbakkann Ísraelskur hermaður og palestínskur uppreisnarmaður létust í skotbardögum við Vesturbakkann í morgun. Að sögn fréttastofu Al-Jazeera brutust átökin út í kjölfar þess að ísraelskir hermenn réðust inn í þorp nærri borginni Tulkarem í morgun á herjeppum og þyrlum. Erlent 2.5.2005 00:01 Sjónvarpsgláp eykur vitsmunaþroska Sjónvarpsgláp eykur vitsmunaþroska barna samkvæmt nýrri bók sem kemur út í Bandaríkjunum á næstunni. Höfundur bókarinnar kemst að þeirri niðurstöðu að flest það sem tilheyrir nútímamenningunni, s.s. tölvuleikir, sjónvarpsgláp og myndsímar, eigi sinn þátt í því að greindarvísitala ungs fólks hafi hækkað í vestrænum ríkjum. Erlent 2.5.2005 00:01 28 látnir og 70 særðir Að minnsta kosti 28 létust í sprengingu í vopnageymslu í Afganistan í morgun, þar á meðal konur og börn. Auk hinna látnu særðust 70 manns hið minnsta í sprengingunni. Erlent 2.5.2005 00:01 Brottflutningur hefjist í desember Yfirmenn Bandaríkjahers stefna að því að hefja brottfluttning frá Írak strax í kjölfar þingkosninga í landinu í desember á þessu ári. Þetta kemur fram í leynilegri skýrslu sem breska dagblaðið <em>Daily Telegraph</em> hefur komist yfir. Erlent 2.5.2005 00:01 Fjórir fallnir í morgun Að minnsta kosti fjórir hafa fallið í valinn og átta eru særðir eftir tvær sprengjuárásir í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Sú fyrri beindist að bílalest írakskra hermanna en sú síðari sprakk í fjölfarinni götu í miðbænum og skemmdi íbúðarbyggingu og sex bíla. Erlent 2.5.2005 00:01 Mikil átök í Berlín Til mikilla átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í Berlín, höfuðborg Þýskalands í gær, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Að sögn lögreglu tóku meira en tvö þúsund ungmenni sig til og skutu flugeldum í átt að lögreglumönnum. Erlent 2.5.2005 00:01 Lynndie England játar Lynndie England, sem varð fræg að endemum í fyrra fyrir þátt sinn í misþyrmingum á íröskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu, viðurkenndi sekt sína fyrir herrétti í Fort Hood í Texas í gær. Erlent 2.5.2005 00:01 Vilja taka við af Blair Tveir menn vilja flytja föggur sínar inn í Downing-stræti 10 eftir kosningarnar, Michael Howard Íhaldsflokki og Skotinn Charles Kennedy, frjálslyndum demókrötum. Erlent 2.5.2005 00:01 Kjarnorkuráðstefna í uppnámi Ráðstefna utanríkisráðherra aðildarlanda NPT-sáttmálans um kjarnorkuafvopnun sigldi eiginlega í strand áður en hún hófst. Deilt er um hvort sé mikilvægara: að koma í veg fyrir að fleiri ríki eignist kjarnavopn eða að fækka þeim vopnum sem til eru. Erlent 2.5.2005 00:01 Enn eitt mannránið Enn einum útlendingnum hefur verið rænt í Írak en í gær birtu uppreisnarmenn myndband af áströlskum verkfræðingi sem þeir hafa í haldi sínu. Erlent 2.5.2005 00:01 Koizumi órólegur vegna Kína Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að róa Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, en hann hefur varað eindregið við að vopnasölubanni sambandsins til Kína verði aflétt. Erlent 2.5.2005 00:01 Mega muna sinn fífil fegurri Verkamannaflokkurinn hefur yfirburðastöðu í breskum stjórnmálum um þessar mundir og litlar líkur eru á að íhaldsmenn og frjálslyndir demókratar nái að gera þeim skráveifu í kosningunum á fimmtudag. Erlent 2.5.2005 00:01 Vopnabúr springur í loft upp Að minnsta kosti 28 biðu bana og 13 særðust þegar vopnabúr sem geymt var í kjallara á heimili afgansks stríðsherra sprakk í loft upp. Erlent 2.5.2005 00:01 Flestir sækja um hæli í Frakklandi Meira en sextíu þúsund manns sóttu um pólitískt hæli í Frakklandi á síðasta ári. Hvergi í heiminum sækjast fleiri eftir pólitísku hæli, en ekki vilja þó allir flóttamennirnir ílengjast þar. Næstflestir flóttamenn sóttu um hæli í Bandaríkjunum, eða rúmlega fimmtíu þúsund. Erlent 2.5.2005 00:01 Danir ákærðir fyrir pyntingar Fjórir herlögreglumenn og einn höfuðsmaður í danska hernum voru í dag leiddir fyrir rétt í Kaupmannahöfn en þeir eru ákærðir fyrir að hafa beitt írakska fanga harðræði. Sakborningarnir halda allir fram sakleysi sínu. Erlent 2.5.2005 00:01 Blendin ánægja Verkamannaflokksins Verkamannaflokkurinn virðist vera að auka forskot sitt ef marka má skoðanakannanir. Þetta veldur forystu flokksins áhyggjum því þeir óttast að forskotið geri stuðningsmenn sína svo værukæra að þeir sitji heima á fimmtudaginn þegar gengið verður til kosninga. Erlent 2.5.2005 00:01 Fangauppreisn í Tyrklandi Fangar í hámarksöryggisfangelsi í Istanbúl í Tyrklandi gerðu uppreisn í dag og kveiktu m.a. í rúmum sínum og teppum. Föngunum tókst að ná yfirráðum yfir nokkrum göngum fangelsisins og hentu brennandi teppum á víð og dreif um gangana. Erlent 2.5.2005 00:01 Handtók 200 manns vegna árása Lögregla í Egyptalandi hefur tekið 200 manns til yfirheyrslu í tengslum við tvær árásir á ferðamenn í höfuðborginni Kaíró í gær. Fólkinu var safnað saman í verkamannahéraði skammt norður af Kaíró, en þar bjuggu maður og tvær konur sem gerðu árásirnar tvær í gær. Maðurinn sprengdi sig í loft upp nærri þjóðminjasafninu í Kaíró með þeim afleiðingum að þrír Egyptar og fjórir erlendir ferðamenn slösuðust. Erlent 1.5.2005 00:01 Nærri 100 handteknir í Þýskalandi Til átaka kom á milli lögreglu og fólks í kröfugöngum í þýsku borgunum Berlín og Leipzig í dag og nótt vegna baráttudags verkalýðsins. Alls voru tæplega hundrað manns handteknir. Lögregla í Leipzig þurfti að nota vatnsslöngur á hóp fólks af vinstri vængnum sem reyndi að stöðva göngu hægriöfgamanna, en alls voru 30 vinstrimenn handteknir í óeirðunum. Erlent 1.5.2005 00:01 Norskri vél hlekktist á í lendingu Norskri flugvél hlekktist á í lendingu á flugvellinum í Hammerfest í dag með þeim afleiðingum að hjólabúnaðurinn brotnaði og neyddust flugmennirnir því til að búklenda vélinni. Hvasst var á svæðinu þegar flugvélin flaug inn til lendingar og því ákvað flugstjóri vélarinnar að hætta við að lenda rétt áður en hjólin snertu jörðina. Erlent 1.5.2005 00:01 Ungfrú risavaxin valin í Taílandi Taílendingar senda hefðbundnum fegurðarsamkeppnum langt nef því í dag fór fram keppnin Miss Jumbo Queen sem mætti útleggja á íslensku Ungfrú risavaxin. Eins og nafnið bendir til tóku aðeins stórvaxnar konur þátt í keppninni og þurftu þær að vera yfir 80 kíló að þyngd til að fá að vera með. Megintilgangur keppninnar var þó að safna fé og vekja fólk til umhugsunar um minnkandi fílastofn þar í landi enda fór keppnin fram í fílagarði skammt frá höfuðborginni Bangkok. Erlent 1.5.2005 00:01 Hafði fengið viðvaranir fyrir slys Japanska lestarfyrirtækið sem rak lestina sem þeyttist út af teinunum í vikunni með þeim afleiðingum að yfir hundrað týndu lífi fékk alvarlegar viðvaranir frá stjórnvöldum í mars síðastliðnum. Japönsk yfirvöld gerðu athugasemdir við að lestir fyrirtækisins brunuðu fram hjá lestarstöðvum. Það gerðist einmitt skömmu áður en lestarslysið varð. Erlent 1.5.2005 00:01 Kröfugöngur og Castro-ræður Milljónir launþega, frá Tókýó til Havana og um alla Evrópu, tóku í gær þátt í kröfugöngum og hátíðahöldum í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Erlent 1.5.2005 00:01 « ‹ ›
Bilið í Bretlandi virðist minnka Kosningabaráttan í Bretlandi er komin á síðustu metrana og bilið milli flokkanna virðist minnka.Samkvæmt meðaltali kannana dagsins skilja átta prósentustig Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn að en sumar kannanir benda til þess að bilið sé einungis tvö til þrjú prósent, sem þýddi að Tony Blair sæti uppi með nánast óstarfhæft þing. Erlent 3.5.2005 00:01
30 látnir og 70 slasaðir Að minnsta kosti þrjátíu manns létust þegar ólögleg vopnageymsla sprakk í loft upp í Afganistan í nótt. Sjö hús í nágrenninu eyðilöggðust í sprengingunni. Sjötíu manns slösuðust í sprengingunni en óttast er að fleiri muni finnast látnir þegar búið verður að grafa betur undan braki byggingarinnar. Erlent 3.5.2005 00:01
Uppreisnarmenn færa sig í aukana Uppreisnarmenn í Írak hafa fært sig upp á skaftið undanfarna daga. Síðan tilkynnt var um í síðustu viku að ný ríkisstjórn hefði verið mynduð hafa að minnsta kosti 130 manns týnt lífi í árásum. Erlent 2.5.2005 00:01
83 Bretar fallnir í Írak Breskur hermaður lést eftir að sprengja sprakk í vegarkanti í Suður-Írak í dag. Hermaðurinn var á eftirlitsferð nærri borginni Al-Amarah þegar sprengjan sprakk við bíl sem hann var í ásamt félaga sínum sem særðist í árásinni. 83 breskir hermenn hafa fallið í Írak síðan stríðið í landinu hófst fyrir rúmum tveimur árum. Erlent 2.5.2005 00:01
Þrjár bílsprengjur í morgun Þrjár bílsprengjur sprungu í Bagdad í morgun. Að minnsta kosti átta létust og fjölmargir særðust. Árásirnar virðast vera liður í sprengjuherferð sem fór af stað eftir að ríkisstjórn var mynduð í Írak í síðustu viku. Erlent 2.5.2005 00:01
Ráðstefna um kjarnavopn hafin Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti Bandaríkjamenn og Rússa í gær til að skera kjarnavopnabirgðir sínar niður svo að hvor þjóð myndi aðeins hafa yfir nokkur hundruð kjarnaoddum að ráða. Erlent 2.5.2005 00:01
Reikistjarna utan okkar sólkerfis Í fyrsta sinn í sögunni hafa stjörnufræðingar komið auga á reikistjörnu utan okkar sólkerfis með óyggjandi hætti. Reikistjarnan sem um ræðir er gríðarstór og massi hennar er fimm sinnum meiri en Júpíters sem er stærsta reikistjarnan í okkar sólkerfi. Erlent 2.5.2005 00:01
Mannfall við Vesturbakkann Ísraelskur hermaður og palestínskur uppreisnarmaður létust í skotbardögum við Vesturbakkann í morgun. Að sögn fréttastofu Al-Jazeera brutust átökin út í kjölfar þess að ísraelskir hermenn réðust inn í þorp nærri borginni Tulkarem í morgun á herjeppum og þyrlum. Erlent 2.5.2005 00:01
Sjónvarpsgláp eykur vitsmunaþroska Sjónvarpsgláp eykur vitsmunaþroska barna samkvæmt nýrri bók sem kemur út í Bandaríkjunum á næstunni. Höfundur bókarinnar kemst að þeirri niðurstöðu að flest það sem tilheyrir nútímamenningunni, s.s. tölvuleikir, sjónvarpsgláp og myndsímar, eigi sinn þátt í því að greindarvísitala ungs fólks hafi hækkað í vestrænum ríkjum. Erlent 2.5.2005 00:01
28 látnir og 70 særðir Að minnsta kosti 28 létust í sprengingu í vopnageymslu í Afganistan í morgun, þar á meðal konur og börn. Auk hinna látnu særðust 70 manns hið minnsta í sprengingunni. Erlent 2.5.2005 00:01
Brottflutningur hefjist í desember Yfirmenn Bandaríkjahers stefna að því að hefja brottfluttning frá Írak strax í kjölfar þingkosninga í landinu í desember á þessu ári. Þetta kemur fram í leynilegri skýrslu sem breska dagblaðið <em>Daily Telegraph</em> hefur komist yfir. Erlent 2.5.2005 00:01
Fjórir fallnir í morgun Að minnsta kosti fjórir hafa fallið í valinn og átta eru særðir eftir tvær sprengjuárásir í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Sú fyrri beindist að bílalest írakskra hermanna en sú síðari sprakk í fjölfarinni götu í miðbænum og skemmdi íbúðarbyggingu og sex bíla. Erlent 2.5.2005 00:01
Mikil átök í Berlín Til mikilla átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í Berlín, höfuðborg Þýskalands í gær, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Að sögn lögreglu tóku meira en tvö þúsund ungmenni sig til og skutu flugeldum í átt að lögreglumönnum. Erlent 2.5.2005 00:01
Lynndie England játar Lynndie England, sem varð fræg að endemum í fyrra fyrir þátt sinn í misþyrmingum á íröskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu, viðurkenndi sekt sína fyrir herrétti í Fort Hood í Texas í gær. Erlent 2.5.2005 00:01
Vilja taka við af Blair Tveir menn vilja flytja föggur sínar inn í Downing-stræti 10 eftir kosningarnar, Michael Howard Íhaldsflokki og Skotinn Charles Kennedy, frjálslyndum demókrötum. Erlent 2.5.2005 00:01
Kjarnorkuráðstefna í uppnámi Ráðstefna utanríkisráðherra aðildarlanda NPT-sáttmálans um kjarnorkuafvopnun sigldi eiginlega í strand áður en hún hófst. Deilt er um hvort sé mikilvægara: að koma í veg fyrir að fleiri ríki eignist kjarnavopn eða að fækka þeim vopnum sem til eru. Erlent 2.5.2005 00:01
Enn eitt mannránið Enn einum útlendingnum hefur verið rænt í Írak en í gær birtu uppreisnarmenn myndband af áströlskum verkfræðingi sem þeir hafa í haldi sínu. Erlent 2.5.2005 00:01
Koizumi órólegur vegna Kína Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að róa Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, en hann hefur varað eindregið við að vopnasölubanni sambandsins til Kína verði aflétt. Erlent 2.5.2005 00:01
Mega muna sinn fífil fegurri Verkamannaflokkurinn hefur yfirburðastöðu í breskum stjórnmálum um þessar mundir og litlar líkur eru á að íhaldsmenn og frjálslyndir demókratar nái að gera þeim skráveifu í kosningunum á fimmtudag. Erlent 2.5.2005 00:01
Vopnabúr springur í loft upp Að minnsta kosti 28 biðu bana og 13 særðust þegar vopnabúr sem geymt var í kjallara á heimili afgansks stríðsherra sprakk í loft upp. Erlent 2.5.2005 00:01
Flestir sækja um hæli í Frakklandi Meira en sextíu þúsund manns sóttu um pólitískt hæli í Frakklandi á síðasta ári. Hvergi í heiminum sækjast fleiri eftir pólitísku hæli, en ekki vilja þó allir flóttamennirnir ílengjast þar. Næstflestir flóttamenn sóttu um hæli í Bandaríkjunum, eða rúmlega fimmtíu þúsund. Erlent 2.5.2005 00:01
Danir ákærðir fyrir pyntingar Fjórir herlögreglumenn og einn höfuðsmaður í danska hernum voru í dag leiddir fyrir rétt í Kaupmannahöfn en þeir eru ákærðir fyrir að hafa beitt írakska fanga harðræði. Sakborningarnir halda allir fram sakleysi sínu. Erlent 2.5.2005 00:01
Blendin ánægja Verkamannaflokksins Verkamannaflokkurinn virðist vera að auka forskot sitt ef marka má skoðanakannanir. Þetta veldur forystu flokksins áhyggjum því þeir óttast að forskotið geri stuðningsmenn sína svo værukæra að þeir sitji heima á fimmtudaginn þegar gengið verður til kosninga. Erlent 2.5.2005 00:01
Fangauppreisn í Tyrklandi Fangar í hámarksöryggisfangelsi í Istanbúl í Tyrklandi gerðu uppreisn í dag og kveiktu m.a. í rúmum sínum og teppum. Föngunum tókst að ná yfirráðum yfir nokkrum göngum fangelsisins og hentu brennandi teppum á víð og dreif um gangana. Erlent 2.5.2005 00:01
Handtók 200 manns vegna árása Lögregla í Egyptalandi hefur tekið 200 manns til yfirheyrslu í tengslum við tvær árásir á ferðamenn í höfuðborginni Kaíró í gær. Fólkinu var safnað saman í verkamannahéraði skammt norður af Kaíró, en þar bjuggu maður og tvær konur sem gerðu árásirnar tvær í gær. Maðurinn sprengdi sig í loft upp nærri þjóðminjasafninu í Kaíró með þeim afleiðingum að þrír Egyptar og fjórir erlendir ferðamenn slösuðust. Erlent 1.5.2005 00:01
Nærri 100 handteknir í Þýskalandi Til átaka kom á milli lögreglu og fólks í kröfugöngum í þýsku borgunum Berlín og Leipzig í dag og nótt vegna baráttudags verkalýðsins. Alls voru tæplega hundrað manns handteknir. Lögregla í Leipzig þurfti að nota vatnsslöngur á hóp fólks af vinstri vængnum sem reyndi að stöðva göngu hægriöfgamanna, en alls voru 30 vinstrimenn handteknir í óeirðunum. Erlent 1.5.2005 00:01
Norskri vél hlekktist á í lendingu Norskri flugvél hlekktist á í lendingu á flugvellinum í Hammerfest í dag með þeim afleiðingum að hjólabúnaðurinn brotnaði og neyddust flugmennirnir því til að búklenda vélinni. Hvasst var á svæðinu þegar flugvélin flaug inn til lendingar og því ákvað flugstjóri vélarinnar að hætta við að lenda rétt áður en hjólin snertu jörðina. Erlent 1.5.2005 00:01
Ungfrú risavaxin valin í Taílandi Taílendingar senda hefðbundnum fegurðarsamkeppnum langt nef því í dag fór fram keppnin Miss Jumbo Queen sem mætti útleggja á íslensku Ungfrú risavaxin. Eins og nafnið bendir til tóku aðeins stórvaxnar konur þátt í keppninni og þurftu þær að vera yfir 80 kíló að þyngd til að fá að vera með. Megintilgangur keppninnar var þó að safna fé og vekja fólk til umhugsunar um minnkandi fílastofn þar í landi enda fór keppnin fram í fílagarði skammt frá höfuðborginni Bangkok. Erlent 1.5.2005 00:01
Hafði fengið viðvaranir fyrir slys Japanska lestarfyrirtækið sem rak lestina sem þeyttist út af teinunum í vikunni með þeim afleiðingum að yfir hundrað týndu lífi fékk alvarlegar viðvaranir frá stjórnvöldum í mars síðastliðnum. Japönsk yfirvöld gerðu athugasemdir við að lestir fyrirtækisins brunuðu fram hjá lestarstöðvum. Það gerðist einmitt skömmu áður en lestarslysið varð. Erlent 1.5.2005 00:01
Kröfugöngur og Castro-ræður Milljónir launþega, frá Tókýó til Havana og um alla Evrópu, tóku í gær þátt í kröfugöngum og hátíðahöldum í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Erlent 1.5.2005 00:01