Erlent Þúsundir reyna að komast inn Til mikilla átaka hefur komið milli lögreglu og mótmælenda við Gaza-svæðið þar sem þúsundir manna ætla að freista þess að fara inn á svæðið sem ríkisstjórn Ísraels ætlar að rýma í ágúst. Tjaldbúðir mótmælendanna voru girtar af seint í gærkvöld og slagsmál brutust út. Erlent 20.7.2005 00:01 Tíu drepnir í Írak Írakskir uppreisnarmenn myrtu í morgun tíu manns sem voru á leiðinni í herstöð Bandaríkjamanna í borginni Bakúba. Árásarmennirnir voru á tveim bílum og sátu fyrir lítilli rútu, sem var á leiðinni í herstöðina. Þeir skutu alla sem voru í rútunni til bana, en auk þess létust þrír óbreyttir borgarar þegar rútan rann stjórnlaus á bíl þeirra í kjölfar skotárásarinnar. Erlent 19.7.2005 00:01 Hungursneyð í Níger Hungursneyð ríkir í Afríkuríkinu Níger en þar búa 3,6 milljónir manna við alvarlega vannæringu. Börn eru talin í sérstakri hættu. Erlent 19.7.2005 00:01 Mótmæli á Gaza Tugþúsundir ísraelskra lögreglumanna eru nú í viðbragðsstöðu á Gaza svæðinu, þar sem fjölmenn mótmælaganga á að hefjast í dag. Þúsundir mótmælenda stefna inn á landnemabyggðir Gyðinga, til að láta í ljós óánægju með fyrirhugaðan brottfluttning Ísraela frá Gaza, sem á að hefjast um miðjan ágúst. Erlent 19.7.2005 00:01 Hryðjuverk í Tsjetsjeníu Fjórtán manns féllu í valinn eftir skotárás og sprengjutilræði tsjetsjenskra uppreisnarmanna í þorpinu Znamenskoje í Tsjetsjeníu. Tuttugu eru særðir. Erlent 19.7.2005 00:01 Kvæntist móður sinni Íraskur flóttamaður með dvalarleyfi í Noregi kvæntist móður sinni í örvæntingarfullri viðleitni við að fá fjölskyldu sína til sín. Erlent 19.7.2005 00:01 Banað vegna nefndarsetu Mijbil Issa, einn fulltrúi súnnía í stjórnarskrárnefnd Íraks, var skotinn til bana ásamt tveimur aðstoðarmönnum sínum í Bagdad í gær. Erlent 19.7.2005 00:01 Haitang enn á ferð Átta hundruð þúsund manns hafast nú við í neyðarskýlum í suð-austurhluta Kína, þar sem óttast er að hvirfilbylurinn Haitang fari yfir á næstu klukkutímunum. Þrír létust af völdum bylsins á Taiwan og fjölmargir slösuðust. Erlent 19.7.2005 00:01 Tengja árásir stríðsrekstri Tveir af hverjum þrem Bretum telja stuðning Breta við Íraksstríðið ástæðuna fyrir hryðjuverkaárásunum á Lundúnir, samkvæmt könnun dagblaðsins Guardian sem birt var í morgun. Erlent 19.7.2005 00:01 Átök lögreglu og mótmælenda Ísraelskar öryggissveitir vörnuðu andstæðingum brottflutnings landnema frá Gaza-ströndinni vegar í gær. Á sama tíma vex spennan í herbúðum Palestínumanna. Erlent 19.7.2005 00:01 Leyniþjónustan grunlaus Breska leyniþjónustan komst að þeirri niðurstöðu aðeins mánuði fyrir árásirnar í London að enginn hópur hefði bæði getu og vilja til að gera stóra hryðjuverkaárás á Bretland. Þetta kemur fram í dagblaðinu New York Times í dag, þar sem vitnað er í trúnaðarskýrslu leyniþjónustunnar. Í kjölfarið var hættuástand lækkað um eitt þrep. Yfirmenn leyniþjónustunnar neita að tjá sig um málið. Erlent 19.7.2005 00:01 Útbreiðsla fuglaflensunnar Tuttugu manns hafa látið lífið eftir að hafa smitast af fuglaflensu í Víetnam frá því í desember á síðasta ári. Alls hafa fjörutíu látist úr flensunni í landinu. Til að reyna að uppræta flensuna ætla stjórnvöld nú að bólusetja meira en fjögur hundruð milljónir fugla, meðal annars endur. Erlent 19.7.2005 00:01 Aðgerðarsveitir gegn öfgaöflum Tony Blair hitti forystumenn breskra múslima í gær og boðaði í kjölfarið til stofnunar aðgerðasveita sem uppræta eiga "illa hugmyndafræði". Erlent 19.7.2005 00:01 Langvarandi þurrkar í Suður-Evrópu Langvarandi þurrkarr valda vaxandi vandræðum í Evrópu. Steikjandi hiti gerir illt verra, og óttast er að þetta geti valdið mannskaða líkt og fyrir tveimur árum, þegar tugþúsundir fórust. Erlent 19.7.2005 00:01 Fimmtungur konur og börn Tæplega 25.000 borgarar hafa látist af völdum átaka í Írak síðan ráðist var þar inn vorið 2003. Erlent 19.7.2005 00:01 Vaxandi vinsældir Angelu Merkel Sífellt meira kapp færist í kosningabaráttuna í Þýskalandi og ýmislegt bendir til þess að flokksformaður og kanslaraframbjóðandi Kristilegra demókrata eigi vaxandi vinsældum að fagna. Erlent 19.7.2005 00:01 Stuðningur við Íraksstríðið ástæða Tveir af hverjum þrem Bretum telja stuðning Breta við Íraksstríðið ástæðuna fyrir hryðjuverka árásunum á Lundúni. Samkvæmt könnun dagblaðsins Guardian telur minna en þriðjungur Breta að árásirnar hafi ekkert með Íraksstríðið að gera. Þá telja þrír af hverjum fjórum líklegt að fleiri árásir af þessum toga verði gerðar á Bretland í nánustu framtíð. Erlent 19.7.2005 00:01 Discovery á loft eftir viku Geimferjunni Discovery verður í fyrsta lagi skotið á loft í næstu viku. Nú er liðin vika síðan hætt var við að skjóta henni á loft, þar sem skynjari í eldsneytistanki reyndist bilaður. Enn er verið að rannsaka orsakir bilunarinnar og hvers vegna hennar varð ekki fyrr vart. Erlent 19.7.2005 00:01 Tuttugu ára fangelsi Sakadómur Lundúnaborgar dæmdi í gær Faryadi Zardad, 42 ára stríðsherra frá Afganistan, í 20 ára fangelsi. Erlent 19.7.2005 00:01 Njósnahneyksli Valerie Plame var árum saman njósnari hjá CIA. Hún sinnti leyniverkefnum og beitti AK-47 hríðskotariffli af mikilli færni. En hefur nú látið af störfum eftir að flett var ofan af henni í bandarískum fjölmiðlum. Það er brot á alríkislögum og var hafin rannsókn á lekanum. Erlent 19.7.2005 00:01 Ásakanir um andvaraleysi MI5 Vangaveltur um hvort bresk yfirvöld hefðu sofið á verðinum færðust í aukana í gær, eftir að sagt var frá því í fjölmiðlum að innanríkisleyniþjónustan MI5 hefði tekið til athugunar að minnsta kosti einn mannanna fjögurra sem frömdu sprengjutilræðin í London þann 7. júlí. Erlent 18.7.2005 00:01 Enn friðarvon Ísraelsk stjórnvöld munu ekki senda hersveitir inn á Gazaströnd ef Mahmoud Abbas tekst að koma í veg fyrir árásir vígamanna á Ísrael sagði Ehud Olmert, varaforsætisráðherra Ísraels. Hann segir Ísraela ekki vilja gera neitt sem geti orðið vatn á myllu herskárra Palestínumanna sem vilji binda enda á vopnahléið frá síðasta vetri. Erlent 18.7.2005 00:01 Bresk yfirvöld sofandi á verðinum Chatham-house rannsóknarstofnunin sendi í gærkvöldi frá sér skýrslu, þar sem fullyrt er að stríðið í Írak hafi aukið stuðning við al-Qaeda og auðveldað bæði nýliðun og fjáröflun. Bretland væri fyrir vikið í meiri hættu en ella og tapaði á því að hafa fylgt Bandaríkjamönnum að máli. Það hafi reynst dýrt, bæði í mannslífum talið og einnig þegar litið væri til hryðjuverkavarna. Erlent 18.7.2005 00:01 Úrskurður hindrar framsal Þýski stjórnlagadómstóllinn úrskurðaði í gær að maður sem grunaður er um tengsl við al-Kaída skyldi ekki framseldur til Spánar þar sem evrópska handtökutilskipunin, sem framsalsbeiðnin byggði á, bryti í bága við þýsku stjórnarskrána. Erlent 18.7.2005 00:01 Mexíkó næst í röðinni Tæplega þriggja metra háar öldur hafa skollið á Jamaíku og eyðilagt tugi húsa eftir að fellibylurinn Emily gekk þar yfir í nótt. Búist er við að óveðrið skelli á Cancun í Mexíkó í fyrramálið en fréttastofan hefur heimildir fyrir að hópur íslenskra unglinga sé á staðnum. Þrjátíu þúsund ferðamönnum hefur verið skipað að yfirgefa svæðið. Erlent 18.7.2005 00:01 Ofsaveður í Taívan og Mexíkó Mjög öflugir stormar leika nú bæði Mexíkó og Taívan grátt. Fellibylurinn Emily gengur nú sem stendur yfir Cancun í Mexíkó og hvirfilbylurinn Haitang ber að norðausturströnd Taívans. Erlent 18.7.2005 00:01 Sjítar spá borgarastyrjöld Írak er á barmi allsherjar borgarastyrjaldar að mati leiðtoga Sjíta í landinu. Sjítaklerkurinn og þingmaðurinn Sjeik- al Saghir sagði á írakska þinginu í gær að stríð gegn sjítum væri að brjótast út og með sama áframhaldi yrði erfitt að stöðva herská samtök Sjíta, sem brátt myndu svara fyrir sig og þá væri voðinn vís. Erlent 18.7.2005 00:01 Edward Heath látinn Edward Heath, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, lést í gær áttatíu og níu ára að aldri. Hann var Íslendingum vel kunnur enda forsætisráðherra þegar annað þorskastríðið stóð. Erlent 18.7.2005 00:01 Fellibylurinn Emily í Mexíkó Fellibylurinn Emily gengur nú sem stendur yfir Cancun í Mexíkó og hafast um þrjátíu þúsund ferðamenn við í neyðarskýlum. Alls hafa um hundrað og þrjátíu þúsund ferðamenn þurft að færa sig um set í Mexíkó síðan um helgina vegna fellibylsins. Erlent 18.7.2005 00:01 220 látnir í flóðum á Indlandi Alls hafa 220 manns látist og um 150 þúsund heimili eyðilagst í flóðum í norðausturhluta Indlands frá því regntímabilið hófst í vor. Um fjörutíu og fimm þúsund manns hafa verið fluttir í björgunarbúðir og búa nú þúsundir manna í opinberum byggingum, aðallega í skólum og á lestarstöðvum. Erlent 18.7.2005 00:01 « ‹ ›
Þúsundir reyna að komast inn Til mikilla átaka hefur komið milli lögreglu og mótmælenda við Gaza-svæðið þar sem þúsundir manna ætla að freista þess að fara inn á svæðið sem ríkisstjórn Ísraels ætlar að rýma í ágúst. Tjaldbúðir mótmælendanna voru girtar af seint í gærkvöld og slagsmál brutust út. Erlent 20.7.2005 00:01
Tíu drepnir í Írak Írakskir uppreisnarmenn myrtu í morgun tíu manns sem voru á leiðinni í herstöð Bandaríkjamanna í borginni Bakúba. Árásarmennirnir voru á tveim bílum og sátu fyrir lítilli rútu, sem var á leiðinni í herstöðina. Þeir skutu alla sem voru í rútunni til bana, en auk þess létust þrír óbreyttir borgarar þegar rútan rann stjórnlaus á bíl þeirra í kjölfar skotárásarinnar. Erlent 19.7.2005 00:01
Hungursneyð í Níger Hungursneyð ríkir í Afríkuríkinu Níger en þar búa 3,6 milljónir manna við alvarlega vannæringu. Börn eru talin í sérstakri hættu. Erlent 19.7.2005 00:01
Mótmæli á Gaza Tugþúsundir ísraelskra lögreglumanna eru nú í viðbragðsstöðu á Gaza svæðinu, þar sem fjölmenn mótmælaganga á að hefjast í dag. Þúsundir mótmælenda stefna inn á landnemabyggðir Gyðinga, til að láta í ljós óánægju með fyrirhugaðan brottfluttning Ísraela frá Gaza, sem á að hefjast um miðjan ágúst. Erlent 19.7.2005 00:01
Hryðjuverk í Tsjetsjeníu Fjórtán manns féllu í valinn eftir skotárás og sprengjutilræði tsjetsjenskra uppreisnarmanna í þorpinu Znamenskoje í Tsjetsjeníu. Tuttugu eru særðir. Erlent 19.7.2005 00:01
Kvæntist móður sinni Íraskur flóttamaður með dvalarleyfi í Noregi kvæntist móður sinni í örvæntingarfullri viðleitni við að fá fjölskyldu sína til sín. Erlent 19.7.2005 00:01
Banað vegna nefndarsetu Mijbil Issa, einn fulltrúi súnnía í stjórnarskrárnefnd Íraks, var skotinn til bana ásamt tveimur aðstoðarmönnum sínum í Bagdad í gær. Erlent 19.7.2005 00:01
Haitang enn á ferð Átta hundruð þúsund manns hafast nú við í neyðarskýlum í suð-austurhluta Kína, þar sem óttast er að hvirfilbylurinn Haitang fari yfir á næstu klukkutímunum. Þrír létust af völdum bylsins á Taiwan og fjölmargir slösuðust. Erlent 19.7.2005 00:01
Tengja árásir stríðsrekstri Tveir af hverjum þrem Bretum telja stuðning Breta við Íraksstríðið ástæðuna fyrir hryðjuverkaárásunum á Lundúnir, samkvæmt könnun dagblaðsins Guardian sem birt var í morgun. Erlent 19.7.2005 00:01
Átök lögreglu og mótmælenda Ísraelskar öryggissveitir vörnuðu andstæðingum brottflutnings landnema frá Gaza-ströndinni vegar í gær. Á sama tíma vex spennan í herbúðum Palestínumanna. Erlent 19.7.2005 00:01
Leyniþjónustan grunlaus Breska leyniþjónustan komst að þeirri niðurstöðu aðeins mánuði fyrir árásirnar í London að enginn hópur hefði bæði getu og vilja til að gera stóra hryðjuverkaárás á Bretland. Þetta kemur fram í dagblaðinu New York Times í dag, þar sem vitnað er í trúnaðarskýrslu leyniþjónustunnar. Í kjölfarið var hættuástand lækkað um eitt þrep. Yfirmenn leyniþjónustunnar neita að tjá sig um málið. Erlent 19.7.2005 00:01
Útbreiðsla fuglaflensunnar Tuttugu manns hafa látið lífið eftir að hafa smitast af fuglaflensu í Víetnam frá því í desember á síðasta ári. Alls hafa fjörutíu látist úr flensunni í landinu. Til að reyna að uppræta flensuna ætla stjórnvöld nú að bólusetja meira en fjögur hundruð milljónir fugla, meðal annars endur. Erlent 19.7.2005 00:01
Aðgerðarsveitir gegn öfgaöflum Tony Blair hitti forystumenn breskra múslima í gær og boðaði í kjölfarið til stofnunar aðgerðasveita sem uppræta eiga "illa hugmyndafræði". Erlent 19.7.2005 00:01
Langvarandi þurrkar í Suður-Evrópu Langvarandi þurrkarr valda vaxandi vandræðum í Evrópu. Steikjandi hiti gerir illt verra, og óttast er að þetta geti valdið mannskaða líkt og fyrir tveimur árum, þegar tugþúsundir fórust. Erlent 19.7.2005 00:01
Fimmtungur konur og börn Tæplega 25.000 borgarar hafa látist af völdum átaka í Írak síðan ráðist var þar inn vorið 2003. Erlent 19.7.2005 00:01
Vaxandi vinsældir Angelu Merkel Sífellt meira kapp færist í kosningabaráttuna í Þýskalandi og ýmislegt bendir til þess að flokksformaður og kanslaraframbjóðandi Kristilegra demókrata eigi vaxandi vinsældum að fagna. Erlent 19.7.2005 00:01
Stuðningur við Íraksstríðið ástæða Tveir af hverjum þrem Bretum telja stuðning Breta við Íraksstríðið ástæðuna fyrir hryðjuverka árásunum á Lundúni. Samkvæmt könnun dagblaðsins Guardian telur minna en þriðjungur Breta að árásirnar hafi ekkert með Íraksstríðið að gera. Þá telja þrír af hverjum fjórum líklegt að fleiri árásir af þessum toga verði gerðar á Bretland í nánustu framtíð. Erlent 19.7.2005 00:01
Discovery á loft eftir viku Geimferjunni Discovery verður í fyrsta lagi skotið á loft í næstu viku. Nú er liðin vika síðan hætt var við að skjóta henni á loft, þar sem skynjari í eldsneytistanki reyndist bilaður. Enn er verið að rannsaka orsakir bilunarinnar og hvers vegna hennar varð ekki fyrr vart. Erlent 19.7.2005 00:01
Tuttugu ára fangelsi Sakadómur Lundúnaborgar dæmdi í gær Faryadi Zardad, 42 ára stríðsherra frá Afganistan, í 20 ára fangelsi. Erlent 19.7.2005 00:01
Njósnahneyksli Valerie Plame var árum saman njósnari hjá CIA. Hún sinnti leyniverkefnum og beitti AK-47 hríðskotariffli af mikilli færni. En hefur nú látið af störfum eftir að flett var ofan af henni í bandarískum fjölmiðlum. Það er brot á alríkislögum og var hafin rannsókn á lekanum. Erlent 19.7.2005 00:01
Ásakanir um andvaraleysi MI5 Vangaveltur um hvort bresk yfirvöld hefðu sofið á verðinum færðust í aukana í gær, eftir að sagt var frá því í fjölmiðlum að innanríkisleyniþjónustan MI5 hefði tekið til athugunar að minnsta kosti einn mannanna fjögurra sem frömdu sprengjutilræðin í London þann 7. júlí. Erlent 18.7.2005 00:01
Enn friðarvon Ísraelsk stjórnvöld munu ekki senda hersveitir inn á Gazaströnd ef Mahmoud Abbas tekst að koma í veg fyrir árásir vígamanna á Ísrael sagði Ehud Olmert, varaforsætisráðherra Ísraels. Hann segir Ísraela ekki vilja gera neitt sem geti orðið vatn á myllu herskárra Palestínumanna sem vilji binda enda á vopnahléið frá síðasta vetri. Erlent 18.7.2005 00:01
Bresk yfirvöld sofandi á verðinum Chatham-house rannsóknarstofnunin sendi í gærkvöldi frá sér skýrslu, þar sem fullyrt er að stríðið í Írak hafi aukið stuðning við al-Qaeda og auðveldað bæði nýliðun og fjáröflun. Bretland væri fyrir vikið í meiri hættu en ella og tapaði á því að hafa fylgt Bandaríkjamönnum að máli. Það hafi reynst dýrt, bæði í mannslífum talið og einnig þegar litið væri til hryðjuverkavarna. Erlent 18.7.2005 00:01
Úrskurður hindrar framsal Þýski stjórnlagadómstóllinn úrskurðaði í gær að maður sem grunaður er um tengsl við al-Kaída skyldi ekki framseldur til Spánar þar sem evrópska handtökutilskipunin, sem framsalsbeiðnin byggði á, bryti í bága við þýsku stjórnarskrána. Erlent 18.7.2005 00:01
Mexíkó næst í röðinni Tæplega þriggja metra háar öldur hafa skollið á Jamaíku og eyðilagt tugi húsa eftir að fellibylurinn Emily gekk þar yfir í nótt. Búist er við að óveðrið skelli á Cancun í Mexíkó í fyrramálið en fréttastofan hefur heimildir fyrir að hópur íslenskra unglinga sé á staðnum. Þrjátíu þúsund ferðamönnum hefur verið skipað að yfirgefa svæðið. Erlent 18.7.2005 00:01
Ofsaveður í Taívan og Mexíkó Mjög öflugir stormar leika nú bæði Mexíkó og Taívan grátt. Fellibylurinn Emily gengur nú sem stendur yfir Cancun í Mexíkó og hvirfilbylurinn Haitang ber að norðausturströnd Taívans. Erlent 18.7.2005 00:01
Sjítar spá borgarastyrjöld Írak er á barmi allsherjar borgarastyrjaldar að mati leiðtoga Sjíta í landinu. Sjítaklerkurinn og þingmaðurinn Sjeik- al Saghir sagði á írakska þinginu í gær að stríð gegn sjítum væri að brjótast út og með sama áframhaldi yrði erfitt að stöðva herská samtök Sjíta, sem brátt myndu svara fyrir sig og þá væri voðinn vís. Erlent 18.7.2005 00:01
Edward Heath látinn Edward Heath, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, lést í gær áttatíu og níu ára að aldri. Hann var Íslendingum vel kunnur enda forsætisráðherra þegar annað þorskastríðið stóð. Erlent 18.7.2005 00:01
Fellibylurinn Emily í Mexíkó Fellibylurinn Emily gengur nú sem stendur yfir Cancun í Mexíkó og hafast um þrjátíu þúsund ferðamenn við í neyðarskýlum. Alls hafa um hundrað og þrjátíu þúsund ferðamenn þurft að færa sig um set í Mexíkó síðan um helgina vegna fellibylsins. Erlent 18.7.2005 00:01
220 látnir í flóðum á Indlandi Alls hafa 220 manns látist og um 150 þúsund heimili eyðilagst í flóðum í norðausturhluta Indlands frá því regntímabilið hófst í vor. Um fjörutíu og fimm þúsund manns hafa verið fluttir í björgunarbúðir og búa nú þúsundir manna í opinberum byggingum, aðallega í skólum og á lestarstöðvum. Erlent 18.7.2005 00:01