Erlent

Ráðist á mosku í Hilla

Fjórtán létust og 42 særðust þegar maður sprengdi sjálfan sig í loft upp fyrir utan mosku sjíta í bænum Hilla, suður af Bagdad, í dag. Fjöldi fólks var fyrir framan moskuna þegar árásin var gerð og hafði það safnast saman við upphaf hins helga mánaðar Ramadan.

Erlent

Atlaga Google að Microsoft

Forstjórar tölvufyrirtækjanna Google og Sun skrifuðu undir samstarfssamning í gærkvöldi, sem tölvusérfræðingar telja að geti verið upphafið að atlögu Google að Microsoft tölvurisanum. Eric Schmidt, forstjóri Google, segir að tugmilljónir manna munu hlaða niður leitarstiku Google eftir að samstarfið hefst.

Erlent

Minnir á lögbannið á tölvupóstunum

Það vakti mikla athygli í gærkvöld, bæði í Noregi og víða annar staðar í Evrópu, þegar undirréttur í Ósló bannaði sjónvarpsþátt sem sýna átti á NRK í gærkvöldi og fjallar um rannsókn bankaráns í Stavangri. Málið minnir um margt á lögbann sem sett var hér á landi á birtingu Fréttablaðsins á upplýsingum úr tölvuskeytum Jónínu Benediktsdóttur.

Erlent

Saka Írana um aðild að drápum

Bretar hafa sakað Írana um að bera ábyrgð sprengingum sem leiddu til dauða átta breskra hermanna í Írak fyrr á árinu. Breska ríkisútvarpið hefur eftir ónefndum háttsettum manni innan stjórnkerfis Bretlands að Byltingarvörður Írans hafi útvegað sjítahópi nauðsynlegan tæknibúnað til sprenginganna en að búnaðurinn hefði borist í gegnum Hizbollah-samtökin í Líbanon.

Erlent

Giftast eldri og verr menntuðum

Einstæðar mæður giftast eldri og verr menntuðum mönnum en barnlausar konur. Þetta eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem náði til meira en hundrað þúsund kvenna í Bandaríkjunum og stóð yfir í fimmtán ár.

Erlent

Settu aftökur á Netið

Írösk uppreisnarsveit setti í dag upptöku á Netið sem sýnir aftöku tveggja Íraka sem sagðir eru hafa verið njósnarar fyrir bandaríska herinn. Myndbandsupptakak sýnir þegar Írakarnir tveir viðurkenna að hafa verið að safna saman upplýsingum fyrir Bandaríkjaher. Mennirnir voru síðan hálshöggnir. Myndbandsupptakan var sett á Netið af uppreisnarsveitinni Ansar al-Sunna sem er stór uppreisnarsveit í Írak.

Erlent

Spánska veikin barst úr fuglum

Spánska veikin, sem varð 50 milljónum manna að bana á árunum 1918-1919, barst að öllum líkindum í menn úr fuglum og veiran sem olli sjúkdómnum deilir genastökkbreytingum með fuglaflensunni sem dregið hefur tugi manna til bana í Asíu.

Erlent

Alnæmismitum fjölgar í Þýskalandi

Fjöldi þeirra sem smitast hafa af alnæmi jókst mikið á fyrri helming þessa árs í Þýskalandi. Líkur benda til að sjúkdómurinn sé ekki tekinn eins alvarlega þar í land og áður.

Erlent

Innganga Tyrklands ekki tryggð

Þótt viðræður Tyrkja um aðild að ESB teljist nú formlega hafnar vara ráðamenn ESB við því að ekki sé þar með sagt að ferlið endi með inngöngu.

Erlent

Kynferðisleg mismunun ekki liðin

Harðari viðurlög gagnvart kynferðislegri mismunun á vinnustað er í undirbúningi á Norður-Írlandi. Þau ná meðal annars til framkomu við starfsfólk, verklegrar þjálfunar þess og vinnuumhverfis. Samfara þessu verður viðurlögum við kynferðislegri áreitni á vinnustað hert til muna.

Erlent

66 hafa látist af völdum Stan

Minnst sextíu og sex manns hafa þegar látist af völdum fellibylsins Stans sem hefur nú náð landi í Mexíkó. Stan olli miklum óskunda í El Salvador, Gvatemala og Hondúras þar sem þúsundir manna hafast enn við í neyðarskýlum.

Erlent

Vara við nýjum byssulögum

Samtök gegn skotvopnum hafa gripið til þess ráðs að vara allt aðkomufólk á Flórída við nýjum byssulögum sem tóku þar gildi um helgina. Samkvæmt lögunum, sem nefnast „Stand your ground“, má fólk verja sig hvar sem er með skotvopnum ef því er ógnað, án þess að reyna fyrst að flýja eða nota aðrar leiðir.

Erlent

Aurskriður ekki eina vandamálið

Minnst 66 manns hafa þegar látist af völdum fellibylsins Stans sem hefur nú náð landi í Mexíkó. Verst er ástandið í El Salvador þar sem fimmtíu manns hafa farist af völdum mikilla aurskriða. Íslendingur sem hefst við í höfuðborg landsins segir vatn og aurskriður þó ekki einu hættuna sem fátækum íbúum landsins sé búinn þessa dagana.

Erlent

Mótmæltu einkavæðingu í Frakklandi

Um milljón verkamenn lögðu niður vinnu og gengu um götur borga í Frakklandi í dag til þess að mótmæla fyrirhuguðum efnahagsumbótum í landinu. Mótmælendur andmæltu einkavæðingu ýmissa ríkisfyrirtækja auk þess sem sífellt lakari lífskjörum í landinu var mótmælt. Tafir urðu á lestar- og strætósamgöngum víða í Frakklandi og sömuleiðis tafir á flugi til og frá París.

Erlent

Tyrkir fagna aðildarviðræðum

Athöfnin sem átti að marka upphaf aðildarviðræðna Tyrkja við Evrópusambandið klukkan þrjú í gærdag var haldin í nótt. Tyrkir fagna og það gera Króatar einnig því lausn Tyrkjadeilunnar þýðir pláss við samningaborðið fyrir þá.

Erlent

Vilja skilja systurnar að

Bandarískur barnaskurðlæknir, Benjamin Carson, hefur boðist til að skilja að indversku systurnar Saba og Farah, tíu ára, en þær eru samvaxnar á höfði.

Erlent

Rýmd vegna meints hryðjuverkamanns

Flugvél danska flugfélagsins Mærsk var rýmd á flugvellinum í Vín í morgun vegna misskilnings. Farþegar ýttu á neyðarhnapp vegna þess að þeir sáu mann sem þeim fannst líta grunsamlega út.

Erlent

Vildi ekki samlokur á matseðil

Eigandi lúxushótelsins D´Angleterre í Kaupmannahöfn hefur rekið meistarakokkinn Rasmus Kofoed fyrir að neita að setja meðal annars smurbrauð samlokur á matseðilinn. Í viðtali við danska dagblaðið <em>Berlingske Tidende</em> segir Kofoed að sér hafi verið hent út af hótelinu á föstudag vegna mótmæla sinna, en hann varð í þriðja sæti á heimsmeistarmót matreiðslumanna í Frakklandi í vor.

Erlent

Vefsíður varasamari en áður

Fréttavefur Breska ríkisútvarpsins greinir frá því að tæknilega sinnaðir glæpamenn hafi horfið frá því að nota vírusa sem sendir eru í tölvupósti, yfir í að nota vefsíður til að fanga fórnarlömb. Þá nota tölvuþrjótar í auknum mæli njósnaforrit til að stelast í persónuleg gögn sem þeir geta ýmist selt eða notað sjálfir.

Erlent

ESB refsar Úsbekum

Ríki Evrópusambandsins hafa stöðvað sölu á vopnum til Mið-Asíuríkisins Úsbekistans eftir fjöldamorð öryggislögreglu á óbreyttum borgurum í vor. Auk þess verður úsbeskum embættismönnum neitað um vegabréfsáritun til Evrópu.

Erlent

Með líkið heima í 20 ár

Háskólaprófessor á Indlandi sem lést nýlega var jarðsettur í sömu gröf og móðir hans. Það sem er enn athyglisverðara er að móðir mannsins lést fyrir tuttugu árum og hafði hann geymt líkið í glerkistu á heimili sínu öll þessi ár.

Erlent

Tveir í vörslu lögreglunnar á Balí

Lögreglan á Indónesíu hefur tvo aðila í sinni vörslu í tengslum við rannsóknina á sjálfsmorðssprengjuárásinni á Balí síðastliðinn laugardag þar sem nítján létust og meira en hundrað manns særðust. Í gær voru birtar myndir af mönnum sem talið er að séu árásarmennirnir

Erlent

Fengu Nóbelinn í eðlisfræði

Tveir Bandaríkjamenn og Þjóðverji hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í dag. Verðlaunin fengu þeir fyrir rannsóknir sínar í ljósfræðum, sem leiddu til mikilla framfara í fjarskiptum og geimrannsóknum. 

Erlent

Áhöfnin ekki fullmönnuð

Áhöfn ferjunnar sem hvolfdi á sunnudaginn í New York ríki í Bandaríkjunum, með þeim afleiðingum að tuttugu manns létust, var ekki fullmönnuð. Samkvæmt reglugerð um ferjur af þeirri tegund sem um var að ræða eiga minnst tveir að vera í áhöfninni. Hins vegar var skipstjórinn aðeins einn um borð þegar slysið átti sér stað.

Erlent

Hvattir til að hunsa kosningar

Armur hryðjuverkasamtakanna al-Qaida í Írak hvatti í dag súnníta til þess að sniðganga þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá Íraks sem fram á að fara 15. október næstkomandi. Í yfirlýsingu frá samtökunum sem birt voru á heimasíðu á Netinu segja þau að stjórnarskráin muni aðeins leiða til þess að tök Bandaríkjamanna á landinu muni harðna.

Erlent

Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna Íraka

Sjíar og Kúrdar á Íraksþingi hafa knúið fram breytingar á kosningalöggjöf landsins svo að nær ómögulegt er að fella drög að stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslunni 15. október. Sameinuðu þjóðirnar fordæma breytingarnar.

Erlent

Samvaxnir tvíburar fá styrk

Bandarískur skurðlæknir hefur gefið tíu ára indverskum síamstvíburum von um að mögulegt sé að aðskilja þá. Farah og Saba eru samfastar á höfði og deila að auki nýrum og hjartaslagæð.

Erlent

Þrjú þúsund sagt upp í New Orleans

Ray Nagin, borgarstjóri í New Orleans, tilkynnti í dag að þrjú þúsund starfsmönnum á vegum borgarinnar yrði sagt upp í kjölfar þess að fellibylirnir Katrín og Ríta riðu yfir borgina. Gríðarlegur fjáhagsvandi blasir við borgaryfirvöldum og telja þau að með uppsögnunum muni borgin spara á bilinu 300-500 milljónir króna á mánuði.

Erlent

Líkin flutu á vatninu

Alls tuttugu af 47 farþegum létu lífið er skemmtisiglingabát hvolfdi á George-vatni í New York-ríki á sunnudag.

Erlent

Þrýst á Schröder að draga sig í hlé

Angela Merkel segist "reiða sig á skynsemisöfl" í jafnaðarmannaflokki Schröders eftir að íhaldsflokkur hennar jók þingstyrksforskot sitt. Flokkarnir halda þreifingum um ríkisstjórnarmyndun áfram á morgun.

Erlent