Erlent

Reynt að frelsa blaðamann

Tvísýnt er hvort stjórnvöld í Erítreu gefi sænska blaðamanninum Dawit Isaak frelsi, eins og þau höfðu heitið segir sendiherra Svíþjóðar í Erítreu, Bengt Sparre, sem unnið hefur að frelsun hans síðustu vikur.

Erlent

Eitur í vatnsbólum í Kína

Martröð allra borgarbúa er orðin að veruleika í milljónaborg í Kína. Þar er ekkert rennandi vatn eftir að eiturefni komust í ána sem liggur í gegnum borgina.

Erlent

Fá að framleiða Tamiflu

Yfirvöld á Indonesíu hafa fengið leyfi til að framleiða flensulyfið Tamiflu vegna þess ástands sem upp er komið í landinu vegna fuglaflensu.

Erlent

George Best er dáinn

Knattspyrnukappinn George Best er dáinn. Hann lést á spítala í London nú í morgun. Norður-Írinn Best, sem var 59 ára, gerði garðinn frægann með Manchester United en átti við áfengisvanda að stríða og þurfti að fá ígrædda lifur fyrir rúmum þremur árum.

Erlent

Pinochet í stofufangelsi

Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, hefur verið dæmdur í stofufangelsi, eftir að hann var ákærður fyrir mannréttindabrot fyrir dómstóli í Chile.

Erlent

Hollendingar krefja Bandaríkjastjórn svara

Hollensk stjórnvöld segja að Bandaríkjamenn verði að greina frá staðsetningu og starfsemi leynifangelsa í Austur Evrópu. Ben Bot, utanríkisráðherra Hollands segir að framlag Hollendinga til hernaðaraðgerða Bandaríkjamanna verði endurskoðað ef ekki verði greint frá starfseminni hið fyrsta.

Erlent

Öflug sprenging við sjúkrahús

Þrjátíu manns biðu bana þegar bíl hlöðnum sprengiefni var ekið að sjúkrahúsi í bænum Mahmoudiya og hann svo sprengdur í loft upp. Talið er að árásarmaðurinn hafi ætlað að drepa bandaríska hermenn sem voru að heimsækja börn á spítalann með leikföng í farteskinu. Honum tókst þó ekki að aka bifreið sinni lengra en að öryggishliði sjúkrahússins þar sem hann svo kveikti á vítisvélinni.

Erlent

Hnepptur í stofufangelsi

Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, hefur verið ákærður fyrir brot á skattalögum landsins og hnepptur í stofufangelsi. Honum er auk þess gefið að sök að hafa notað falskt vegabréf til að stofna bankareikninga erlendis en á stjórnarárum sínum, 1973-90, sankaði hann að sér feiknalegum auðæfum.

Erlent

Tvö kíló af kjöti á tólf mínútum

Bandaríkjamenn neyta jafnan ómælds magns af kalkúnakjöti á þessum árstíma er þakkargjörðarhátíðin svonefnda er haldin. Í þessu samfélagi samkeppninnar vilja menn vitanlega vita hver geti borðað hraðast og mest af hinu ljúffenga kjöti.

Erlent

Eiturflekkurinn kominn til Harbin

Allir sem vettlingi geta valdið hafa flúið kínversku borgina Harbin. Fljótið sem streymir framhjá henni er orðinn lífshættulegur eiturstraumur og því hamstra þeir sem eftir eru hreint vatn eins og þeir eigi lífið að leysa.

Erlent

Ofbeldið verst í þróunarlöndum

Talið er að 130 milljónir kvenna um allan heim hafi verið umskornar, þar af þrjár milljónir á þessu ári. Stór hluti kvenna sem verða fyrir heimilisofbeldi telur að þær eigi það skilið. Þetta er á meðal niðurstaðna tveggja skýrslna sem út komu í gær.

Erlent

Merkel lætur ekkert uppi

Nýi þýski kanslarinn Angela Merkel gætti sín á því í gær, er hún átti viðræður við ráðamenn í Lundúnum, að gefa ekkert uppi um hvar hún stæði í deilunni um fjárlög Evrópusambandsins fyrir tímabilið 2007-2013.

Erlent

Rekin fyrir að verða ólétt

Michelle McCusker, kennslukona í New York, hefur kært skólann sem hún kenndi við fyrir að reka sig úr starfi fyrir að verða barnshafandi án þess að vera í hjónabandi.

Erlent

Þingið logaði í slagsmálum

Slagsmál brutust út á suður-kóreska þinginu í vikunni þegar frumvarp um opnun hrísgrjónamarkaðar landsins var samþykkt. Þingmenn lítils stjórnarandstöðuflokks reyndu að hertaka forsetasætið í þingsalnum en þingmenn stjórnarflokkanna komu í veg fyrir það.

Erlent

Notaði egg starfsmannanna

Frumkvöðull á sviði klónunar og stofnfrumurannsókna hefur sagt af sér embætti eftir að upp komst að hann hefði notað eggfrumur starfsmanna sinna við tilraunirnar.

Erlent

Mega styrkja félagasamtök

Fjölmiðlar og félagasamtök í Danmörku geta þegið fé frá samtökum sem talin eru hafa framið hryðjuverk án þess að gerast brotleg við lögin. Hins vegar mega danskir þegnar og fyrirtæki ekki veita hryðjuverkasamtökum fjárstuðning.

Erlent

Samstaða um að herliðið víki

Þjóðarbrotin í Írak samþykktu einum rómi ályktun á ráðstefnu Arababandalagsins um að erlent herlið skuli yfirgefa landið innan tilsetts tímaramma og landsmenn taki sjálfir að sér löggæslu og landvarnir. Þetta er í fyrsta sinn sem sátt næst um málið.

Erlent

Bylting á breskri drykkjumenningu

Bylting hefur orðið á breskri drykkjumenningu. Deilt er um það hvort hún sé til góðs eða ills. Framvegis er stöðum sem selja áfengi heimilt að selja það hvenær sem er dagsins og þess vegna að hafa opið allan sólarhringinn.

Erlent

Óttast að vatnsból borgarinnar sé mengað

Í Khabarovsk óttast íbúar nú að vatnsból borgarinnar sé mengað en drykkjarvatnið er tekið úr ánni Songhua. Hún rennur fyrst í gegnum Kína og þann þrettánda nóvember síðastliðinn fór út í hana mikið magn eiturefna eftir sprengingu í efnaverksmiðju þar.

Erlent

Þúsundasti fanginn tekinn af lífi frá 1977

Á næstu dögum verður þúsundasti fanginn tekinn af lífi frá því að aftökur voru leyfðar á ný. Þrjú þúsund og fjögur hundruð fangar bíða þess að verða teknir af lífi í bandarískum fangelsum, þar af hundrað og átján útlendingar.

Erlent

Sjálfsmorðsárás á markaði í Hilla

Að minnsta kosti tveir létust þegar sprengja sprakk á fjölmennum markaði í borginni Hilla í Írak síðdegis. Á annan tug manna liggja sárir eftir ódæðið. Um sjálfsmorðsárás var að ræða.

Erlent

Níu milljónir bak við lás og slá

Fangar heimsins eru orðnir rúmlega níu milljónir talsins og meira en helmingi þeirra er haldið í fangelsum í þremur ríkjum, Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hafa fæsta á bak við lás og slá.

Erlent

Yfir þrjátíu falla í Írak

Að minnsta losti 30 manns féllu og um fjörtíu manns særðust þegar bílsprengja sprakk suður af Bagdad, höfuðborg Íraks í morgun. Sprengjan sprakk í þann mund sem bílalest frá Bandaríkjaher fór fram hjá sjúkrahúsi í borginni. Ekki er vitað hvort bandarískir hermenn eru meðal þeirra sem létu lífið í sprengingunni. Sprengingum fjölgar sífellt í landinu en í gær féllu þrír bandarískir í tveimur árásum á bílalestir í Bagdad. Yfir tvö þúsund og eitt hundrað bandarískir hermenn hafa því fallið frá því Bandaríkjamenn ruddust inn í Írak árið 2003.

Erlent

Rekin fyrir að verða barnshafandi utan hjónabands

Kennslukona í Queens í New York hefur kært skólann sem hún kenndi við eftir að hún var rekin þaðan þar sem hún varð ófrísk án þess að vera í hjónabandi. Hin 26 ára Michelle McCusker kenndi við kaþólskan barnaskóla í Queens en var rekin í síðasta mánuði þegar skólayfirvöld komust að því að hún var barnshafandi.

Erlent

Þrettán slasast í miklu umferðarslysi í Chicago

Að minnsta kosti þrettán manns slösuðust, þar af þrír alvarlega, þegar lest skall á fimm bíla í Chicago í Bandaríkjunum í gærkvöld. Áreksturinn varð þó stærri og meiri því þeir bílar hentust síðan til og á að minnsta kosti tólf bíla til viðbótar.

Erlent

Mengun frá efnaverksmiðju berst til Harbin

Um áttatíu kílómetra kafli í ánni Songhua í Norðaustur-Kína er nú talinn vera mengaður eftir sprengingu í efnaverksmiðju við ána í síðustu viku. Mengunin hefur nú borist til Harbin, einnar af stærstu borgum Kína, og hafa yfirvöld hvatt fólk til að halda sig frá ánni.

Erlent

Víg í Nuevo Laredo í Mexíkó

Maður og fjögurra ára frænka hans féllu þegar uppreisnarmenn hófu skothríð á bíl mannsins í borginni Nuevo Laredo í Mexíkó í gærkvöld. Systir mannsins og annað barn hennar, sem einnig voru í bílnum, særðust í árásinni en þó ekki lífshættulega.

Erlent