Erlent

Börn krefjast að múhameðsteiknarar verði hengdir

Fimmþúsund börn allt niður í átta ára gengu fylktu liði um götur stærstu borgar Pakistan í morgun og kröfðust þess að teiknarinn sem teiknaði skopmyndirnar af Múhammeð spámanni yrði hengdur. Hingað til hefur fullorðna fólkið að mestu séð um mótmælin vegna skopmyndanna í MiðAusturlöndum, en það breyttist heldur betur í dag.

Erlent

Viðbúnaður hugsanlega í áhættustig tvö

Hættulegt afbrigði fuglaflensunnar hefur fundist í villtum andfuglum í suðurhluta Svíþjóðar. Samkvæmt leiðbeiningum Landbúnaðarstofnunar um áhættustig þýðir þetta að viðbúnaður vegna flensunnar verði færður á stig tvö hér á landi. Veiran greindist í tveimur skúföndum við Oskarshamn.

Erlent

Tuttugu ár frá morðinu á Olof Palme

Í kvöld verða nákvæmlega tuttugu ár síðan Olav Palme, þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, var myrtur í miðborg Stokkhólms. Rannsókn á morðinu er komin í fullan gang á ný og margir verða yfirheyrðir vegna þess á næstunni.

Erlent

Áframhaldandi óöld í Írak

Gjáin milli súnnía og sjía í Írak gæti breikkað enn eftir sprengjuárás við legstein föðurs Saddams Hússein í morgun. Minnst þrjátíu og tveir hafa fallið í fimm sprengjuárásum fyrir hádegið.

Erlent

Maóistar drápu fimmtíu manns

Uppreisnarmenn úr röðum maóista drápu fimmtíu manns með fjarstýrðri sprengju í morgun. Sprengjan sprakk undir sendibifreið sem í var hópur fólks sem unnið hefur gegn maóistum. Þá slösuðust margir í sprengingunni, en ekki liggur fyrir hvort einhverjir þeirra séu í lífshættu.

Erlent

Vinna harðar að auðgun úrans

Íranar vinna nú harðar en nokkru sinni að auðgun úrans, og halda áfram að hundsa fyrirspurnir kjarnorkueftirlitsmanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. Aðeins tæpar tvær vikur eru síðan Íranar hófu notkun á tíu nýjum skilvindum í því augnaamiði að auðga úran. Með tilliti til þess hve lítinn samstarfsvija Íransstjórn hafi sýnt, sé alls ekki hægt að fullyrða að tilgangurinn sé með öllu friðsamlegur.

Erlent

Maður og geit í það heilaga

Maður í Súdan neyðist til að kvænast geit að því er fram kemur á bt.dk í dag. Málsatvik eru þau að maðurinn var í ástaratlotum við geitina þegar eigandi hennar kom að honum. Eigandi krafðist þess að maðurinn gengi að eiga geitina og að hann borgaði fyrir hana brúðargjald. Öldungaráð ráð bæjarins fundaði um málið og komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn og geitin skyldu heitbindast

Erlent

Súkkulaðiát hin hollasta iðja

Ný, bandarísk rannsókn bendir afdráttarlaust til þess að súkkúlaðiát sé hin hollasta iðja. Rannsakendur skoðuðu hóp eldri karlmanna frá Hollandi í meira en áratug og í ljós kom að blóðþrýstingur þeirra sem borðuðu súkkúlaði á hverjum degi var mun lægri en þeirra sem ekki voru fyrir súkkúlaðið, auk þess sem lífslíkur þeirra voru hreinlega meiri en hinna.

Erlent

Danskir læknar lokkaðir til Noregs

Þúsundir danskra lækna nýta frítíma sinni til að vinna í Noregi þar sem þeir fá að minnsta kosti tvöfalt hærri laun. Þetta leiðir til verri þjónustu á dönskum spítölum þar sem ekki er hægt að manna alla vaktir þar eftir því sem fram kemur í Jótlandspóstinum.

Erlent

Bin Laden sagður besta skinn

Osama bin Laden er kurteis, hógvær og feiminn maður. Þetta segir ástralskur maður sem var í gær dæmdur fyrir að þiggja styrki frá al-Qaida. Hann starfaði undir handleiðslu bin Laden aðeins nokkrum mánuðum áður en al-Qaida gerðu hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001.

Erlent

Sprengja sprakk við legstein föður Husseins

Níu sundurskotin lík fundust á víðavangi nærri borginni Bakúba í Írak í morgun. Ekki liggur fyrir hve langt er síðan fólkið var skotið, en líklega var það myrt í óöldinni í Írak í síðustu viku þegar meira en tvö hundruð manns féllu í landinu eftir sprengjuárás á eina helgustu mosku sjía. Og nú í morgunsárið sprakk svo sprengja við legstein föður Saddams Hussein í borginni Tíkrit.

Erlent

George Michael handtekinn vegna gruns um fíkniefnanotkun

Poppsöngvarinn George Michael var handtekinn vegna gruns um fíkniefnanotkun um helgina. Þetta kemur fram í götublaðinu Sun. Þar segir að söngvarinn hafi fundist í annarlegu ástandi í bíl sínum í Lundúnum snemma á laugardagsmorgun og verið handtekinn vegna gruns um að hafa fíkniefni í fórum sínum.

Erlent

Norskir laxeldismenn sjá mikið sóknarfæri vegna fuglaflensunnar

Norskir laxeldismenn sjá mikið sóknarfæri inn á Evrópumarkaðinn vegna fuglaflensunnar. Intra Fish greinir til dæmis frá því að kjúklinganeysla hafi dregist saman um 70 prósent á Ítalíu vegna ótta fólkis við flensusmit úr alifuglum og þess í stað aukist meðal annars fiskneysla.

Erlent

Þrjátíu þúsund manns mótmæla í París

Meira en þrjátíu þúsund manns gengu fylktu liði um götur Parísar í gær, til að mótmæla morði á gyðingi, sem kynþáttahatarar pyntuðu í þrjár vikur. Lík mannsins fannst illa brennt og handjárnað um miðjan febrúar, þrem vikum eftir að glæpagengi rændi honum í suðurhluta Parísar.

Erlent

Bono og Geldof tilnefndir til friðarverðlauna Nóbels

Rokksöngvararnir eru Bono og Bob Geldof eru meðal þeirra sem tilnefndir eru til friðarverðlauna Nóbels í ár. Þeir eru í hópi 191 einstaklings og hóps sem tilnefndir eru en báðir hafa látið sig málefni þriðja heimsins varða.

Erlent

Danir skipta oftast Evrópuþjóða um vinnu

Danir skipta oftast Evrópuþjóða um vinnu samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Frá þessu er greint á fréttavef danska ríkisútvarpsns.

Erlent

Sjá sóknarfæri vegna fuglaflensu

Norskir laxeldismenn sjá mikið sóknarfæri inn á Evrópumarkaðinn vegna fuglaflensunnar. Intra Fish greinir til dæmis frá því að kjúklinganeysla hafi dregist saman um 70 prósent á Ítalíu vegna ótta fólks við flensusmit úr alifuglum og þess í stað aukist meðal annars fiskneysla.

Erlent

Húsnæðisverð langhæst í Kaupmannahöfn

Húsnæðisverð í Kapmannahöfn er orðið hið langhæsta á Norðurlöndum og er meðalverð á fermetra komið upp í um það bil 300 þúsund íslenskar krónur. Það er því orðið hærra en í Stokkhólmi sem lengi hefur státað af titlinum dýrasta borg í Skandinavíu.

Erlent

Lögregla í Sádi-Arabíu berst við uppreisnarmenn

Skotbardagar milli lögreglu og uppreisnarmanna í Sádi-Arabíu hafa staðið í alla nótt. Uppreisnarmennirnir eru grunaðir um að hafa ætlað að sprengja stærsta olíuhreinsunarfyrirtæki heims og lögregla hefur verið á hælunum á þeim um nokkurt skeið.

Erlent

Gripið í rassinn

Kólumbískur karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að grípa í afturenda konu sem hann hjólaði fram hjá. Að sögn BBC hjólaði maðurinn í burtu eftir rassgripið en komst ekki langt áður en hann var gripinn af öðrum vegfarendum.

Erlent

Útgöngubanni aflétt í Bagdad

Útgöngubanni var í morgun aflétt í Bagdad, höfuðborg Íraks, eftir hrinu árása í kjölfar sprengingar við al-Askari moskuna, einn heilagasta stað sjía, í síðustu viku.

Erlent