Erlent

Maður og geit í það heilaga

Maður í Súdan neyðist til að kvænast geit að því er fram kemur á bt.dk í dag. Málsatvik eru þau að maðurinn var í ástaratlotum við geitina þegar eigandi hennar kom að honum. Eigandi krafðist þess að maðurinn gengi að eiga geitina og að hann borgaði fyrir hana brúðargjald. Öldungaráð ráð bæjarins fundaði um málið og komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn og geitin skyldu heitbindast og að maðurinn skyldi greiða eigandanum fimmtíu dollara í brúðargjald eða um þrjúþúsund og þrjúhundruð íslenskar krónur. Maðurinn og geitin búa nú saman og eyða að sögn heimamanna öllum stundum saman enda hveitibrauðsdögunum vart lokið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×