Erlent Talabani styður ekki al-Jaafari Stjórnarmyndunarviðræðurnar í Írak flæktust enn í dag þegar Jalal Talabani forseti lýsti því yfir að hann styddi ekki lengur Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra til áframhaldandi setu. Erlent 4.3.2006 18:00 Fuglaflensa í sjötta ríkinu í Þýskalandi Fuglaflensa hefur nú greinst í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi, en þetta er sjötta ríkið í Þýskalandi þar sem hin banvæna veira greinist. Reuters-fréttastofan hefur eftir talsmanni neytendamála í ríkinu að staðfest hafi verið að grágæs sem fannst á sunnudag hafi verið með H5N1-stofn fuglaflensunnar, en hvergi er að finna meira af alifuglum í Þýskalandi en í Neðra-Saxlandi. Erlent 4.3.2006 17:34 Sverrir Magnús skírður í Osló Norski prinsinn Sverrir Magnús var skírður í kapellunni í konungshöllinni í Osló í dag, þriggja mánaða gamall. Það var amman hans, Sonja drottning, sem hélt á honum undir skírn en hann lét vel í sér heyra undir skírninni og gerði sitt besta til að yfirgnæfa Ole Christian Kvarme, biskup í Osló, sem skírði hann. Erlent 4.3.2006 16:30 Handtekinn fyrir að smygla 45 kg af heróíni til Kúveits Lögreglan í Kúveit handtók í dag Pakistana sem smyglaði 45 kílóum af heróíni inn í landið í vatnsdælum. Lögregla fékk ábendingu um málið eftir að dælunum hafði verið komið í höfn í ríkinu. Erlent 4.3.2006 16:18 Bush fundaði með Musharraf George Bush heimsótti í dag einn sinn helsta bandamann í Mið-Asíu, Pervez Musharraf, forseta Pakistans, og var baráttan gegn hryðjuverkum þeirra aðalumræðuefni Erlent 4.3.2006 14:32 Rice segir efnahagsþvinganir ólíklegar Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir ólíklegt að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna grípi strax til refsiaðgerða gegn Írönum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Erlent 4.3.2006 14:13 Guð dæmi hvort rétt hafi verið að ráðast inn í Írak Ummæli Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, um að "Guð myndi dæma um hvort rétt hafi verið að ráðast inn í Írak" hafa vakið athygli og furðu. Blair lét þessi orð falla í viðtali sem sjónvarpað verður í kvöld þar sem hann viðurkenndi einnig að áhugi hans á stjórnmálum hefði kviknað vegna trúarsannfæringar sinnar. Erlent 4.3.2006 13:30 Nöfn Guantanamo-fanga loksins birt Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur í fyrsta sinn birt nöfn og þjóðerni þorra fanganna sem eru í haldi í Guantanamo-búðunum á Kúbu. Vonast er til að þar með geti farið fram sjálfstætt mat hvort þeir séu eins hættulegir og Bandaríkjastjórn heldur fram. Erlent 4.3.2006 11:58 Hamas útiloka ekki að viðurkenna Ísrael Khaled Mashaal, leiðtogi Hamas-samtakanna, útilokar ekki að samtök hans viðurkenni Ísraelsríki, að uppfylltum skilyrðum. Erlent 4.3.2006 11:23 Jowell hyggst skilja við eiginmann sinn Tessa Jowell, menningarmálaráðherra Bretlands, ætlar að skilja við eiginmann sinn David Mills en ítalskir saksóknarar sökuðu hann á dögunum um að hafa þegið mútur frá Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu. Erlent 4.3.2006 11:19 Útilokar ekki að Hamas viðurkenni Ísraelsríki Khaled Mashaal, leiðtogi Hamas-samtakanna, útilokar ekki að samtök hans viðurkenni Ísraelsríki, að uppfylltum skilyrðum. Erlent 4.3.2006 11:00 Kúariða greinist í Svíþjóð Kúariða er komin upp í Svíþjóð en sérfræðingar Evrópusambandsins staðfestu í dag að veikin hefði greinst í kú á búgarði í miðhluta landsins. Erlent 3.3.2006 19:00 Glitter dæmdur fyrir að misnota börn Víetnamskur dómstóll hefur dæmt breska tónlistarmanninn Gary Glitter í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Glitter ber af sér allar sakir og segir málið allt vera samsæri gegn sér. Erlent 3.3.2006 17:55 Viðræðurnar fóru út um þúfur Fátt virðist geta komið í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beiti Írana refsiaðgerðum vegna áforma þeirra um að auðga úran. Samningafundur utanríkisráðherra helstu ríkja Evrópusambandsins með erindreka Írana fór út um þúfur í morgun. Erlent 3.3.2006 17:47 Blóðbaðið heldur áfram í Írak - umferð einkabíla bönnuð í Bagdad Blóðbaðið í Írak ætlar engan endi að taka. Stjórnvöld hafa gripið til þess ráðs að banna umferð einkabíla í höfuðborginni Bagdad. Erlent 3.3.2006 13:30 Slitnaði upp úr fundi ESB-velda og Írans Flest bendir til að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki í næstu viku að gripið verði til aðgerða gegn Íran. Í morgun slitnaði upp úr fundi milli Írana og stórvelda Evrópu, þar sem reyna átti að ná sáttum. Erlent 3.3.2006 13:00 Fyrrverandi hjúkrunarfræðingur í ellefufalt lífstíðarfangelsi Dómstóll í Bandaríkjunum dæmdi í gær fyrrverandi hjúkrunarfræðinginn Charles Cullen í ellefufalt lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt tuttugu og tvo sjúklinga og reynt að drepa þrjá til viðbótar. Erlent 3.3.2006 10:45 Segja Arla hafa tapað fjórum milljörðum á Múhameðsteikningum Útlit er fyrir að danski mjólkuvöruframleiðandinn Arla hafi tapað um fjórum milljörðum íslenskra króna á því að vörur fyrirtækisins voru sniðgengnar í löndum múslíma vegna Múhameðsteikninganna. Frá þessu greina danskir fjölmiðlar. Erlent 3.3.2006 10:30 Glitter dæmdur í þriggja ára fangelsi Gamli rokkarinn Gary Glitter var í morgun dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir ósæmilega hegðun með tveimur ungum stúlkum frá Víetnam í fyrra. Erlent 3.3.2006 08:30 Fjórtán hafa verið handteknir eftir rán í Bretlandi Fjórtandi maðurinn hefur verið handtekinn vegna stærsta ráns sem framið hefur verið í Bretlandi. Þá standa stífar yfirheyrslur enn yfir tveim hinna handteknu, eftir að dómstóll samþykkti í gærkvöldi að framlengja gæsluvarðhald yfir þeim um sólarhring. Erlent 3.3.2006 08:00 Frekara klúður vegna Katrínar kemur í ljós Klúður embættismanna eftir að fellibylurinn Katrín skall á Bandaríkjunum er alltaf að koma betur og betur í ljós. Nú hefur AP-fréttastofan komist yfir myndband þar sem ríkisstjóri Louisiana fullvissar fulltrúa stjórnvalda um að flóðvarnir New Orleans hafi ekki brostið nokkrum klukkustundum eftir að fellibylurinn reið yfir. Erlent 3.3.2006 07:30 Al-Qaida hyggi á stórárás í Írak Hryðjuverkasamtökin al-Qaida hyggjast fremja stóra hryðjuverkaárás í Írak á næstunni. Þetta hefur fréttastofa CBS eftir bandarískum embættismönnum í landinu. Erlent 3.3.2006 07:05 Tyggjói klesst á dýrmætt málverk Tólf ára gamall óþekktarormur frá Detroit í Bandaríkjunum hefur verið rekinn úr skóla fyrir að hafa skemmt verðmætt málverk. Erlent 2.3.2006 22:39 Ólga vex vegna Nagorno-Karabakh Spenna er tekin að magnast á ný á milli Armena og Asera vegna hins umdeilda Nagorno-Karabakh-héraðs, sem er að mestu byggt fólki af armensku bergi brotnu enda þótt það sé í Aserbaídsjan. Erlent 2.3.2006 22:37 Atlaga gerð að fjölmiðlum í Kenía Stjórnvöld í Kenía hafa viðurkennt að hafa í gærkvöldi sigað öryggislögreglu sinni á höfuðstöðvar eins stærsta fjölmiðlafyrirtæksis landsins. Erlent 2.3.2006 22:34 KGB enn á sveimi Öryggislögregla Hvíta-Rússlands, sem ber nafnið KGB, handtók í dag fjölmarga stjórnarandstæðinga og starfsmenn félagasamtaka. Erlent 2.3.2006 20:31 Rússar réðu tilræðismann páfa Ítölsk þingnefnd, sem hefur rannsakað tilræðið við Jóhannes Pál páfa annan árið 1981, segir óyggjandi sannanir fyrir því að ráðamenn í Moskvu hafi staðið fyrir tilræðinu. Erlent 2.3.2006 19:45 Bush virðist hafa logið Bush Bandaríkjaforseti virðist hafa sagt ósatt um að ekki hefði verið hægt að sjá fyrir skelfilegar afleiðingar fellibylsins Katrínar og að hann kynni að brjóta niður flóðvarnir New Orleans borgar. AP-fréttastofan hefur komist yfir myndbandsupptöku frá 28. ágúst þar sem embættismenn vara Bush við því að New Orleans borg kunni að fara á kaf eftir að fellibylurinn hafi gengið yfir. Erlent 2.3.2006 18:56 Blair styður Jowell Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti í dag yfir stuðningi við Tessu Jowell, menningarmálaráðherra, og sagði hana ekkert hafa gert sem bryti í bága við siðareglur ráðherra í bresku ríkisstjórninni. Erlent 2.3.2006 18:29 Líkbrennslur loks heimilaðar Gríska þingið samþykkti í dag frumvarp þar sem líkbrennslur eru heimilaðar í fyrsta sinn í sögu landsins. Erlent 2.3.2006 18:15 « ‹ ›
Talabani styður ekki al-Jaafari Stjórnarmyndunarviðræðurnar í Írak flæktust enn í dag þegar Jalal Talabani forseti lýsti því yfir að hann styddi ekki lengur Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra til áframhaldandi setu. Erlent 4.3.2006 18:00
Fuglaflensa í sjötta ríkinu í Þýskalandi Fuglaflensa hefur nú greinst í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi, en þetta er sjötta ríkið í Þýskalandi þar sem hin banvæna veira greinist. Reuters-fréttastofan hefur eftir talsmanni neytendamála í ríkinu að staðfest hafi verið að grágæs sem fannst á sunnudag hafi verið með H5N1-stofn fuglaflensunnar, en hvergi er að finna meira af alifuglum í Þýskalandi en í Neðra-Saxlandi. Erlent 4.3.2006 17:34
Sverrir Magnús skírður í Osló Norski prinsinn Sverrir Magnús var skírður í kapellunni í konungshöllinni í Osló í dag, þriggja mánaða gamall. Það var amman hans, Sonja drottning, sem hélt á honum undir skírn en hann lét vel í sér heyra undir skírninni og gerði sitt besta til að yfirgnæfa Ole Christian Kvarme, biskup í Osló, sem skírði hann. Erlent 4.3.2006 16:30
Handtekinn fyrir að smygla 45 kg af heróíni til Kúveits Lögreglan í Kúveit handtók í dag Pakistana sem smyglaði 45 kílóum af heróíni inn í landið í vatnsdælum. Lögregla fékk ábendingu um málið eftir að dælunum hafði verið komið í höfn í ríkinu. Erlent 4.3.2006 16:18
Bush fundaði með Musharraf George Bush heimsótti í dag einn sinn helsta bandamann í Mið-Asíu, Pervez Musharraf, forseta Pakistans, og var baráttan gegn hryðjuverkum þeirra aðalumræðuefni Erlent 4.3.2006 14:32
Rice segir efnahagsþvinganir ólíklegar Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir ólíklegt að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna grípi strax til refsiaðgerða gegn Írönum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Erlent 4.3.2006 14:13
Guð dæmi hvort rétt hafi verið að ráðast inn í Írak Ummæli Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, um að "Guð myndi dæma um hvort rétt hafi verið að ráðast inn í Írak" hafa vakið athygli og furðu. Blair lét þessi orð falla í viðtali sem sjónvarpað verður í kvöld þar sem hann viðurkenndi einnig að áhugi hans á stjórnmálum hefði kviknað vegna trúarsannfæringar sinnar. Erlent 4.3.2006 13:30
Nöfn Guantanamo-fanga loksins birt Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur í fyrsta sinn birt nöfn og þjóðerni þorra fanganna sem eru í haldi í Guantanamo-búðunum á Kúbu. Vonast er til að þar með geti farið fram sjálfstætt mat hvort þeir séu eins hættulegir og Bandaríkjastjórn heldur fram. Erlent 4.3.2006 11:58
Hamas útiloka ekki að viðurkenna Ísrael Khaled Mashaal, leiðtogi Hamas-samtakanna, útilokar ekki að samtök hans viðurkenni Ísraelsríki, að uppfylltum skilyrðum. Erlent 4.3.2006 11:23
Jowell hyggst skilja við eiginmann sinn Tessa Jowell, menningarmálaráðherra Bretlands, ætlar að skilja við eiginmann sinn David Mills en ítalskir saksóknarar sökuðu hann á dögunum um að hafa þegið mútur frá Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu. Erlent 4.3.2006 11:19
Útilokar ekki að Hamas viðurkenni Ísraelsríki Khaled Mashaal, leiðtogi Hamas-samtakanna, útilokar ekki að samtök hans viðurkenni Ísraelsríki, að uppfylltum skilyrðum. Erlent 4.3.2006 11:00
Kúariða greinist í Svíþjóð Kúariða er komin upp í Svíþjóð en sérfræðingar Evrópusambandsins staðfestu í dag að veikin hefði greinst í kú á búgarði í miðhluta landsins. Erlent 3.3.2006 19:00
Glitter dæmdur fyrir að misnota börn Víetnamskur dómstóll hefur dæmt breska tónlistarmanninn Gary Glitter í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Glitter ber af sér allar sakir og segir málið allt vera samsæri gegn sér. Erlent 3.3.2006 17:55
Viðræðurnar fóru út um þúfur Fátt virðist geta komið í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beiti Írana refsiaðgerðum vegna áforma þeirra um að auðga úran. Samningafundur utanríkisráðherra helstu ríkja Evrópusambandsins með erindreka Írana fór út um þúfur í morgun. Erlent 3.3.2006 17:47
Blóðbaðið heldur áfram í Írak - umferð einkabíla bönnuð í Bagdad Blóðbaðið í Írak ætlar engan endi að taka. Stjórnvöld hafa gripið til þess ráðs að banna umferð einkabíla í höfuðborginni Bagdad. Erlent 3.3.2006 13:30
Slitnaði upp úr fundi ESB-velda og Írans Flest bendir til að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki í næstu viku að gripið verði til aðgerða gegn Íran. Í morgun slitnaði upp úr fundi milli Írana og stórvelda Evrópu, þar sem reyna átti að ná sáttum. Erlent 3.3.2006 13:00
Fyrrverandi hjúkrunarfræðingur í ellefufalt lífstíðarfangelsi Dómstóll í Bandaríkjunum dæmdi í gær fyrrverandi hjúkrunarfræðinginn Charles Cullen í ellefufalt lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt tuttugu og tvo sjúklinga og reynt að drepa þrjá til viðbótar. Erlent 3.3.2006 10:45
Segja Arla hafa tapað fjórum milljörðum á Múhameðsteikningum Útlit er fyrir að danski mjólkuvöruframleiðandinn Arla hafi tapað um fjórum milljörðum íslenskra króna á því að vörur fyrirtækisins voru sniðgengnar í löndum múslíma vegna Múhameðsteikninganna. Frá þessu greina danskir fjölmiðlar. Erlent 3.3.2006 10:30
Glitter dæmdur í þriggja ára fangelsi Gamli rokkarinn Gary Glitter var í morgun dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir ósæmilega hegðun með tveimur ungum stúlkum frá Víetnam í fyrra. Erlent 3.3.2006 08:30
Fjórtán hafa verið handteknir eftir rán í Bretlandi Fjórtandi maðurinn hefur verið handtekinn vegna stærsta ráns sem framið hefur verið í Bretlandi. Þá standa stífar yfirheyrslur enn yfir tveim hinna handteknu, eftir að dómstóll samþykkti í gærkvöldi að framlengja gæsluvarðhald yfir þeim um sólarhring. Erlent 3.3.2006 08:00
Frekara klúður vegna Katrínar kemur í ljós Klúður embættismanna eftir að fellibylurinn Katrín skall á Bandaríkjunum er alltaf að koma betur og betur í ljós. Nú hefur AP-fréttastofan komist yfir myndband þar sem ríkisstjóri Louisiana fullvissar fulltrúa stjórnvalda um að flóðvarnir New Orleans hafi ekki brostið nokkrum klukkustundum eftir að fellibylurinn reið yfir. Erlent 3.3.2006 07:30
Al-Qaida hyggi á stórárás í Írak Hryðjuverkasamtökin al-Qaida hyggjast fremja stóra hryðjuverkaárás í Írak á næstunni. Þetta hefur fréttastofa CBS eftir bandarískum embættismönnum í landinu. Erlent 3.3.2006 07:05
Tyggjói klesst á dýrmætt málverk Tólf ára gamall óþekktarormur frá Detroit í Bandaríkjunum hefur verið rekinn úr skóla fyrir að hafa skemmt verðmætt málverk. Erlent 2.3.2006 22:39
Ólga vex vegna Nagorno-Karabakh Spenna er tekin að magnast á ný á milli Armena og Asera vegna hins umdeilda Nagorno-Karabakh-héraðs, sem er að mestu byggt fólki af armensku bergi brotnu enda þótt það sé í Aserbaídsjan. Erlent 2.3.2006 22:37
Atlaga gerð að fjölmiðlum í Kenía Stjórnvöld í Kenía hafa viðurkennt að hafa í gærkvöldi sigað öryggislögreglu sinni á höfuðstöðvar eins stærsta fjölmiðlafyrirtæksis landsins. Erlent 2.3.2006 22:34
KGB enn á sveimi Öryggislögregla Hvíta-Rússlands, sem ber nafnið KGB, handtók í dag fjölmarga stjórnarandstæðinga og starfsmenn félagasamtaka. Erlent 2.3.2006 20:31
Rússar réðu tilræðismann páfa Ítölsk þingnefnd, sem hefur rannsakað tilræðið við Jóhannes Pál páfa annan árið 1981, segir óyggjandi sannanir fyrir því að ráðamenn í Moskvu hafi staðið fyrir tilræðinu. Erlent 2.3.2006 19:45
Bush virðist hafa logið Bush Bandaríkjaforseti virðist hafa sagt ósatt um að ekki hefði verið hægt að sjá fyrir skelfilegar afleiðingar fellibylsins Katrínar og að hann kynni að brjóta niður flóðvarnir New Orleans borgar. AP-fréttastofan hefur komist yfir myndbandsupptöku frá 28. ágúst þar sem embættismenn vara Bush við því að New Orleans borg kunni að fara á kaf eftir að fellibylurinn hafi gengið yfir. Erlent 2.3.2006 18:56
Blair styður Jowell Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti í dag yfir stuðningi við Tessu Jowell, menningarmálaráðherra, og sagði hana ekkert hafa gert sem bryti í bága við siðareglur ráðherra í bresku ríkisstjórninni. Erlent 2.3.2006 18:29
Líkbrennslur loks heimilaðar Gríska þingið samþykkti í dag frumvarp þar sem líkbrennslur eru heimilaðar í fyrsta sinn í sögu landsins. Erlent 2.3.2006 18:15