Erlent Aðgerðir gegn Írönum ræddar í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna Viðræður eru þegar hafnar um hugsanlegar aðgerðir gegn Írönum vegna kjarnorkuþróunar þeirra. Fulltrúar fimm landa sem eiga fast sæti í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna hittust í gærkvöldi til að fjalla um mögulegar leiðir til að stöðva Írana. Erlent 9.3.2006 11:28 Sektuð fyrir að farða sig undir stýri Það getur verið betra að gefa sér tíma til að hafa sig til áður en maður fer út á morgnana. Þetta fékk bresk kona heldur betur að reyna á dögunum, þegar lögreglumenn sektuðu hana um röskar tuttugu þúsund krónur fyrir að farða sig á meðan hún var að keyra. Erlent 9.3.2006 08:45 Mótmælin halda áfram Mótmælum vegna skopmyndadeilunnar er hvergi nærri lokið. Í gær fylktu fjölmargir múslimar liði í indverska hluta Kashmir og kröfðust þess að teiknurum skopmyndanna yrði refsað. Erlent 9.3.2006 08:00 Viðræður hafnar Viðræður eru þegar hafnar um hugsanlegar aðgerðir gegn Írönum vegna kjarnorkuþróunar þeirra. Fulltrúar fimm landa sem eiga fast sæti í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna hittust í gærkvöldi til að fjalla um mögulegar leiðir til að stöðva Írana. Erlent 9.3.2006 07:30 Ný fuglaflensutilvik í Svíþjóð Fleiri tilvik af fulglaflensu hafa greinst í Svíþjóð. Fjórar endur sem fundust dauðar á strandlengjunni suður af Stokkhólmi og í Karlskrona í síðustu viku voru allar sýktar. Enn er þó ekki ljóst hvort um H5N1 stofninn er að ræða. Erlent 9.3.2006 06:30 Þrír færeyskir drengir dóu í bruna Færeyingar eru harmi slegnir eftir að þrír piltar á aldrinum sex til tíu ára létust í eldsvoða í gærkvöldi. Eldsupptök eru ennþá ókunn en danskir sérfræðingar vinna að rannsókn málsins. Erlent 8.3.2006 18:30 Öryggisráðið fjallar um mál Írana Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar ákvað á fundi sínum í dag að vísa máli Írana til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Erlent 8.3.2006 18:27 Aftökur í Írak Ekkert lát er á ofbeldinu í Írak því að í morgun fundust í Bagdad lík átján manna sem teknir höfðu verið af lífi. Erlent 8.3.2006 18:24 Gíslar teknir í höfuðstöðvum öryggisfyrirtækis Vopnaðir menn í lögreglubúningum höfðu á brott með sér starfsfólk úr höfuðstöðvum öryggisgæslufyrirtækis í Bagdad í dag eftir að hafa ruðst inn í fyrirtækið. Talið er að allt að 50 starfsmenn hafi verið teknir í gíslingu. Erlent 8.3.2006 17:15 Íranar gefa ekkert eftir Íranar gefa ekkert eftir á fundi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar sem nú fer fram í Vín í Austurríki. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa þrýst mjög á Írana um að láta af áformum sínum um auðgun úrans. Erlent 8.3.2006 13:30 Fuglaflensan meiri ógn en alnæmi Banvænn stofn fuglaflensunnar er meiri ógn við mannkynið en alnæmi og allir aðrir smitsjúkdómar sem komið hafa upp. Þetta er mat sérfræðinga við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina. Erlent 8.3.2006 12:59 3 drengir létust í eldsvoða í Færeyjum Þrír drengir, 6, 9 og 10 ára, fórust í eldsvoða í Þórshöfn í Færeyjum í gærkvöldi. Eldur kviknaði í parhúsi við Hrafnseyrarveg í bænum en þegar slökkvilið kom á vettvang voru drengirnir allir látnir úr reykeitrun. Tveir þeirra voru bræður en sá þriðji var gestur hjá þeim. Húsráðendur höfðu brugðið sér í kvöldkaffi hjá nágrönnum þegar eldurinn kom upp. Erlent 8.3.2006 12:21 11 ára stúlku nauðgað í Bretlandi Bretar eru slegnir óhug eftir að 11 ára stúlku var naugað inni á salerni í matvöruverslun í Lemington Spa í Warwickshire í Bretlandi. Stúlkan var með móður sinni í innkaupaleiðangri fyrir helgi og brá sér á klósettið en þar réðst á hana maður um tvítugt og nauðgaði henni. Erlent 8.3.2006 10:45 Íranar verða að hætta öllum kjarnorkurannsóknum Íranar verða að hætta öllum rannsóknum á kjarnorku þegar í stað, eða sæta refsiaðgerðum ella. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Evrópusambandinu, sem lögð verður fyrir alþjóða kjarnorkumála stofnunina. Erlent 8.3.2006 10:30 Árás á bílalest Einn maður lést í árás á bílalest innanríkisráðherra Íraks nú í morgunsárið. Ráðherrann sjálfur var ekki á staðnum þegar árásin átti sér stað. 18 lík fundust í sendibifreið í vesturhluta Baghdad í nótt. Búið var að binda fyrir augu mannanna 18 og bendir flest til að fjölda aftaka hafi átt sér stað. Erlent 8.3.2006 09:30 Moussaoui hefði geta komið í veg fyrir hryðjuverk Zacarias Moussaoui vissi um hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 í smáatriðum og hefði því getað komið í veg fyrir dauða tæplega 3000 manna. Þetta segja saksóknarar í máli hans, sem fara fram á að hann verði tekinn af lífi. Erlent 8.3.2006 08:00 Írak ekki á barmi borgarastyrjaldar Írak er ekki á barmi borgarastyrjaldar að mati Donalds Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Rumsfeld tjáði sig í gær í fyrsta sinn um ástandið í Írak eftir sprengjuárásina á al-Askari moskuna, sem hratt af stað atburðarrás sem ekki sér fyrir endann á. Erlent 8.3.2006 07:45 10 Kínverjinn látinn úr fuglaflensu Tíundi Kínverjinn hefur látist af völdum fuglaflensu. Athuganir á níu ára stúlku sem lést á mánudaginn í austuhluta Kína, hafa leitt í ljós að hún var smituð af H5N1. Erlent 8.3.2006 07:30 Bandaríkjamenn og Rússar ósammála Vaxandi ágreiningur Bandaríkjamanna og Rússa kom berlega kom í ljós á fundi utanríkisráðherra landanna í gær. Condoleeza Rice og Sergei Lavrov hikuðu ekki við að vera ósammála á blaðamannafundi í Washington í gær, sem er afar óvenjulegt eftir fundi sem þessa. Rice sagðist hafa áhyggjur af lýðræðisþróuninni í Rússlandi, en því svaraði Lavrov með því að Rússar hefðu líka áhyggjur af yfirgangi Bandaríkjamanna í hinum ýmsu málum. Erlent 8.3.2006 07:15 18 lík í sendibifreið 18 lík fundust í sendibifreið í vesturhluta Baghdad í nótt. Búið var að binda fyrir augu mannanna 18 og bendir flest til að fjöldaaftaka hafi átt sér stað. Erlent 8.3.2006 07:00 Ellefu ára stúlku nauðgað Bretar eru slegnir óhug eftir að ellefu ára stúlku var nauðgað inni á salerni í matvöruverslun í Lemington Spa í Warwickshire í Bretlandi. Stúlkan var með móður sinni í innkaupaleiðangri fyrir helgi og brá sér á klósettið en þar réðst á hana maður um tvítugt og nauðgaði henni. Erlent 7.3.2006 22:05 Óttast var að ræningjarnir hefðu skilið eftir sprengju Lögreglan í Svíþjóð tók til þess ráðs í dag að rýma stóran hluta annars stærsta flugvallar Svíþjóðar eftir að grunsamlegur pakki fannst eftir vopnað rán á flugvellinum. Erlent 7.3.2006 20:53 Segir Bandaríkjamenn fylgja Satan Einn æðsti klerkur Írana óskaði í dag eftir skynsamlegri lausn á kjarnorkudeilunni en sagði um leið Bandaríkjamenn fylgja hinum mikla Satan. Hann sagði ekki koma til greina að Íranar hættu við kjarnorkuáætlanir sínar. Erlent 7.3.2006 17:47 Hamas ekkert annað en hryðjuverkasamtök Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, segir árásir verða gerðar á forystumenn Hamas-samtakanna ef samtökin hefja árásir á Ísrael á ný. Hann segir Hamas ekkert annað en hryðjuverkasamtök. Erlent 7.3.2006 17:41 Fær ekki að nota egg sín Bresk kona fær ekki að nota egg, frjóvguð með sæði úr þáverandi kærasta hennar, til að verða ófrísk nema hann gefi leyfi fyrir því. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem hafnaði beiðni konunnar um að úrskurði bresks dómstóls í þessa veru yrði hnekkt. Erlent 7.3.2006 16:31 Sex létust í sprengingum Sex manns hið minnsta létu lífið þegar sprengingar skóku hof hindúa og lestarstöð í hinnu helgu borg Varanasi á Indlandi í dag. Fjörutíu til viðbótar særðust í sprengingunum þar af um tuttugu alvarlega. Erlent 7.3.2006 16:00 Mótmæltu skerðingu réttinda Þúsundir manna gengu um götur Parísar í dag til að mótmæla nýjum lögum sem gera vinnuveitendum auðveldara en áður að segja ungu fólki upp störfum. Efri deild franska þingsins samþykkti lögin í gær og þau eiga að taka gildi á fimmtudag. Erlent 7.3.2006 15:33 Myndband frá mannræningjum Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera sýndi í gær stutt myndband sem sýnir þrjá af fjórum gíslum áður óþekktra hryðjuverkasamtaka í Írak. Mennirnir eru allir starfsmenn kristilegra hjálparsamtaka og eru sagðir hafa beðið ríkisstjórnir landa sinna um að tryggja lausn sína. Erlent 7.3.2006 15:30 Fatah leitar til hæstaréttar Fatah-samtök Mahmous Abbas, forseta Palestínumanna, hafa farið þess á leit við hæstarétt Palestínumanna að hann felli úr gildi þá ákvörðun Hamas-liða á þingi í gær að fella úr gildi ný lög sem auka vald forseta. Hamas-liðar eru í meirihluta á þingi heimastjórnarinnar og voru lögin sem um ræðir sett á síðasta þingfundi fyrra þings þar sem Fatah-liðar voru í forystu. Erlent 7.3.2006 15:15 Dregið úr styrkjum til landtökumanna Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, lýsti því yfir í dag að Kadima-flokkur hans og Sharons, forsætisráðherra, ætli að draga stórlega úr styrkjum til landtökumanna Gyðinga á Vesturbakkanum. Stutt er til þingkosninga í Ísrael og má búast við að þessi yfirlýsing komi sem sprengja í baráttuna. Erlent 7.3.2006 15:00 « ‹ ›
Aðgerðir gegn Írönum ræddar í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna Viðræður eru þegar hafnar um hugsanlegar aðgerðir gegn Írönum vegna kjarnorkuþróunar þeirra. Fulltrúar fimm landa sem eiga fast sæti í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna hittust í gærkvöldi til að fjalla um mögulegar leiðir til að stöðva Írana. Erlent 9.3.2006 11:28
Sektuð fyrir að farða sig undir stýri Það getur verið betra að gefa sér tíma til að hafa sig til áður en maður fer út á morgnana. Þetta fékk bresk kona heldur betur að reyna á dögunum, þegar lögreglumenn sektuðu hana um röskar tuttugu þúsund krónur fyrir að farða sig á meðan hún var að keyra. Erlent 9.3.2006 08:45
Mótmælin halda áfram Mótmælum vegna skopmyndadeilunnar er hvergi nærri lokið. Í gær fylktu fjölmargir múslimar liði í indverska hluta Kashmir og kröfðust þess að teiknurum skopmyndanna yrði refsað. Erlent 9.3.2006 08:00
Viðræður hafnar Viðræður eru þegar hafnar um hugsanlegar aðgerðir gegn Írönum vegna kjarnorkuþróunar þeirra. Fulltrúar fimm landa sem eiga fast sæti í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna hittust í gærkvöldi til að fjalla um mögulegar leiðir til að stöðva Írana. Erlent 9.3.2006 07:30
Ný fuglaflensutilvik í Svíþjóð Fleiri tilvik af fulglaflensu hafa greinst í Svíþjóð. Fjórar endur sem fundust dauðar á strandlengjunni suður af Stokkhólmi og í Karlskrona í síðustu viku voru allar sýktar. Enn er þó ekki ljóst hvort um H5N1 stofninn er að ræða. Erlent 9.3.2006 06:30
Þrír færeyskir drengir dóu í bruna Færeyingar eru harmi slegnir eftir að þrír piltar á aldrinum sex til tíu ára létust í eldsvoða í gærkvöldi. Eldsupptök eru ennþá ókunn en danskir sérfræðingar vinna að rannsókn málsins. Erlent 8.3.2006 18:30
Öryggisráðið fjallar um mál Írana Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar ákvað á fundi sínum í dag að vísa máli Írana til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Erlent 8.3.2006 18:27
Aftökur í Írak Ekkert lát er á ofbeldinu í Írak því að í morgun fundust í Bagdad lík átján manna sem teknir höfðu verið af lífi. Erlent 8.3.2006 18:24
Gíslar teknir í höfuðstöðvum öryggisfyrirtækis Vopnaðir menn í lögreglubúningum höfðu á brott með sér starfsfólk úr höfuðstöðvum öryggisgæslufyrirtækis í Bagdad í dag eftir að hafa ruðst inn í fyrirtækið. Talið er að allt að 50 starfsmenn hafi verið teknir í gíslingu. Erlent 8.3.2006 17:15
Íranar gefa ekkert eftir Íranar gefa ekkert eftir á fundi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar sem nú fer fram í Vín í Austurríki. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa þrýst mjög á Írana um að láta af áformum sínum um auðgun úrans. Erlent 8.3.2006 13:30
Fuglaflensan meiri ógn en alnæmi Banvænn stofn fuglaflensunnar er meiri ógn við mannkynið en alnæmi og allir aðrir smitsjúkdómar sem komið hafa upp. Þetta er mat sérfræðinga við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina. Erlent 8.3.2006 12:59
3 drengir létust í eldsvoða í Færeyjum Þrír drengir, 6, 9 og 10 ára, fórust í eldsvoða í Þórshöfn í Færeyjum í gærkvöldi. Eldur kviknaði í parhúsi við Hrafnseyrarveg í bænum en þegar slökkvilið kom á vettvang voru drengirnir allir látnir úr reykeitrun. Tveir þeirra voru bræður en sá þriðji var gestur hjá þeim. Húsráðendur höfðu brugðið sér í kvöldkaffi hjá nágrönnum þegar eldurinn kom upp. Erlent 8.3.2006 12:21
11 ára stúlku nauðgað í Bretlandi Bretar eru slegnir óhug eftir að 11 ára stúlku var naugað inni á salerni í matvöruverslun í Lemington Spa í Warwickshire í Bretlandi. Stúlkan var með móður sinni í innkaupaleiðangri fyrir helgi og brá sér á klósettið en þar réðst á hana maður um tvítugt og nauðgaði henni. Erlent 8.3.2006 10:45
Íranar verða að hætta öllum kjarnorkurannsóknum Íranar verða að hætta öllum rannsóknum á kjarnorku þegar í stað, eða sæta refsiaðgerðum ella. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Evrópusambandinu, sem lögð verður fyrir alþjóða kjarnorkumála stofnunina. Erlent 8.3.2006 10:30
Árás á bílalest Einn maður lést í árás á bílalest innanríkisráðherra Íraks nú í morgunsárið. Ráðherrann sjálfur var ekki á staðnum þegar árásin átti sér stað. 18 lík fundust í sendibifreið í vesturhluta Baghdad í nótt. Búið var að binda fyrir augu mannanna 18 og bendir flest til að fjölda aftaka hafi átt sér stað. Erlent 8.3.2006 09:30
Moussaoui hefði geta komið í veg fyrir hryðjuverk Zacarias Moussaoui vissi um hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 í smáatriðum og hefði því getað komið í veg fyrir dauða tæplega 3000 manna. Þetta segja saksóknarar í máli hans, sem fara fram á að hann verði tekinn af lífi. Erlent 8.3.2006 08:00
Írak ekki á barmi borgarastyrjaldar Írak er ekki á barmi borgarastyrjaldar að mati Donalds Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Rumsfeld tjáði sig í gær í fyrsta sinn um ástandið í Írak eftir sprengjuárásina á al-Askari moskuna, sem hratt af stað atburðarrás sem ekki sér fyrir endann á. Erlent 8.3.2006 07:45
10 Kínverjinn látinn úr fuglaflensu Tíundi Kínverjinn hefur látist af völdum fuglaflensu. Athuganir á níu ára stúlku sem lést á mánudaginn í austuhluta Kína, hafa leitt í ljós að hún var smituð af H5N1. Erlent 8.3.2006 07:30
Bandaríkjamenn og Rússar ósammála Vaxandi ágreiningur Bandaríkjamanna og Rússa kom berlega kom í ljós á fundi utanríkisráðherra landanna í gær. Condoleeza Rice og Sergei Lavrov hikuðu ekki við að vera ósammála á blaðamannafundi í Washington í gær, sem er afar óvenjulegt eftir fundi sem þessa. Rice sagðist hafa áhyggjur af lýðræðisþróuninni í Rússlandi, en því svaraði Lavrov með því að Rússar hefðu líka áhyggjur af yfirgangi Bandaríkjamanna í hinum ýmsu málum. Erlent 8.3.2006 07:15
18 lík í sendibifreið 18 lík fundust í sendibifreið í vesturhluta Baghdad í nótt. Búið var að binda fyrir augu mannanna 18 og bendir flest til að fjöldaaftaka hafi átt sér stað. Erlent 8.3.2006 07:00
Ellefu ára stúlku nauðgað Bretar eru slegnir óhug eftir að ellefu ára stúlku var nauðgað inni á salerni í matvöruverslun í Lemington Spa í Warwickshire í Bretlandi. Stúlkan var með móður sinni í innkaupaleiðangri fyrir helgi og brá sér á klósettið en þar réðst á hana maður um tvítugt og nauðgaði henni. Erlent 7.3.2006 22:05
Óttast var að ræningjarnir hefðu skilið eftir sprengju Lögreglan í Svíþjóð tók til þess ráðs í dag að rýma stóran hluta annars stærsta flugvallar Svíþjóðar eftir að grunsamlegur pakki fannst eftir vopnað rán á flugvellinum. Erlent 7.3.2006 20:53
Segir Bandaríkjamenn fylgja Satan Einn æðsti klerkur Írana óskaði í dag eftir skynsamlegri lausn á kjarnorkudeilunni en sagði um leið Bandaríkjamenn fylgja hinum mikla Satan. Hann sagði ekki koma til greina að Íranar hættu við kjarnorkuáætlanir sínar. Erlent 7.3.2006 17:47
Hamas ekkert annað en hryðjuverkasamtök Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, segir árásir verða gerðar á forystumenn Hamas-samtakanna ef samtökin hefja árásir á Ísrael á ný. Hann segir Hamas ekkert annað en hryðjuverkasamtök. Erlent 7.3.2006 17:41
Fær ekki að nota egg sín Bresk kona fær ekki að nota egg, frjóvguð með sæði úr þáverandi kærasta hennar, til að verða ófrísk nema hann gefi leyfi fyrir því. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem hafnaði beiðni konunnar um að úrskurði bresks dómstóls í þessa veru yrði hnekkt. Erlent 7.3.2006 16:31
Sex létust í sprengingum Sex manns hið minnsta létu lífið þegar sprengingar skóku hof hindúa og lestarstöð í hinnu helgu borg Varanasi á Indlandi í dag. Fjörutíu til viðbótar særðust í sprengingunum þar af um tuttugu alvarlega. Erlent 7.3.2006 16:00
Mótmæltu skerðingu réttinda Þúsundir manna gengu um götur Parísar í dag til að mótmæla nýjum lögum sem gera vinnuveitendum auðveldara en áður að segja ungu fólki upp störfum. Efri deild franska þingsins samþykkti lögin í gær og þau eiga að taka gildi á fimmtudag. Erlent 7.3.2006 15:33
Myndband frá mannræningjum Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera sýndi í gær stutt myndband sem sýnir þrjá af fjórum gíslum áður óþekktra hryðjuverkasamtaka í Írak. Mennirnir eru allir starfsmenn kristilegra hjálparsamtaka og eru sagðir hafa beðið ríkisstjórnir landa sinna um að tryggja lausn sína. Erlent 7.3.2006 15:30
Fatah leitar til hæstaréttar Fatah-samtök Mahmous Abbas, forseta Palestínumanna, hafa farið þess á leit við hæstarétt Palestínumanna að hann felli úr gildi þá ákvörðun Hamas-liða á þingi í gær að fella úr gildi ný lög sem auka vald forseta. Hamas-liðar eru í meirihluta á þingi heimastjórnarinnar og voru lögin sem um ræðir sett á síðasta þingfundi fyrra þings þar sem Fatah-liðar voru í forystu. Erlent 7.3.2006 15:15
Dregið úr styrkjum til landtökumanna Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, lýsti því yfir í dag að Kadima-flokkur hans og Sharons, forsætisráðherra, ætli að draga stórlega úr styrkjum til landtökumanna Gyðinga á Vesturbakkanum. Stutt er til þingkosninga í Ísrael og má búast við að þessi yfirlýsing komi sem sprengja í baráttuna. Erlent 7.3.2006 15:00