Erlent

Síðasta vígið fallið

Fuglaflensa af H5-stofni hefur greinst í dauðum svani í Fife í Austur-Skotlandi, að því er kemur fram í vefriti BBC. Nær allir íslenskir farfuglar koma við á Bretlandseyjum og sérstaklega á Skotlandi og hafa yfirvöld því ekki viljað fara á viðbúnaðarstig 2 fyrr en sjúkdómurinn greinist á Bretlandseyjum. Ef kemur í ljós að veiran er af H5N1-stofni sem berst í menn verður þess líklega ekki langt að bíða.

Erlent

Fyrsti dökki þingmaðurinn á Ítalíu?

Hörundsdökkur þingmaður gæti í fyrsta sinn náð þingsæti á Ítalíu og það sem meira er, þingmannsefnið er líka kona. Auglýsingar Aminötu Fofana stinga nokkuð í stúf í öllu auglýsingafarganinu sem fylgir síðustu dögunum fyrir þingkosningarnar. Hún er konungborin og fæddist í Gíneu í Afríku.

Erlent

Bjuggu til fyrirtæki

Bandaríska leyniþjónustan hefur kerfisbundið notfært sér tilbúin fyrirtæki sem ekkert er á bakvið til að halda leynd yfir fangaflugi. Þetta kemur fram í fyrstu niðurstöðum rannsókna Amnesty International á fangafluginu.

Erlent

Prestur grunaður um misnotkun á 20 börnum

Lögreglan á Ítalíu handtók í dag prest sem grunaður er um að hafa, í um áratug, misnotað yfir tuttugu börn úr sókninni hans. Saksóknarar hafa safnað vitnisburði um eitthundrað tilfelli frá um tuttugu drengjum. Þeir halda því fram að presturinn hafi misnotað þá kynferðislega á árunum 1993 - 2004. Verði presturinn, sem er 43 ára, fundinn sekur má hann búast við allt að 10 ára fangelsi.

Erlent

Milosevic lést af náttúrulegum orsökum

Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, lést af náttúrulegum orsökum. Þetta er niðurstaða þýsks saksóknara sem rannsakaði lát Milosevic sem segir ekkert benda til þess að dauða hans hafi borið að með saknæmum hætti.

Erlent

Gagnrýnd fyrir of háan reikning

Lene Espersen, dómsmálaráðherra Danmerkur, sætir nú gagnrýni fyrir að hafa boðið nánustu samstarfsmönnum á jólahlaðborð á kostnað ríkisins stuttu eftir að hún var skipuð í embætti árið 2001. Politiken greinir frá því að danska ríkisendurskoðunin hafi gert athugasemdir við reikninginn en Espersen bauð samstarfsmönnum sínum á veitingastaðinn Ero Oro og hljóðaði reikningurinn upp á rúm 19.000 danskra króna eða sem samsvarar tæpum 230.000 íslenskra króna.

Erlent

Saddam aftur fyrir rétt

Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, mætti aftur fyrir rétt í morgun. Hann sakaði innanríkisráðuneyti Íraks um að hafa myrt og pyntað þúsundir manna. Verið er að yfirheyra Saddam um morð á sjía-múslinum á níunda áratug síðustu aldar.

Erlent

Hörð átök milli mótmælenda og lögreglu í Frakklandi

Til harðra átaka kom milli óeirðarlögreglu og mótmælenda í Frakklandi í gær. Lögreglan telur að um ein milljón manna hafi tekið þátt í mótmælunum en verkalýðsforystan telur að sú tala sé nær þremur milljónum. Lögreglan handtók um fjögurhundruð manns.

Erlent

Ekkert lát er á flóðunum í Mið-Evrópu

Ekkert lát er á flóðum í Mið-Evrópu. Íbúar í Austurríki og Tékklandi hafa unnið myrkranna á milli til að reyna að koma í veg fyrir að flóðin valdi meira tjóni. Flóðin hófust í síðustu viku eftir miklar rigningar undanfarið.

Erlent

Ákærður fyrir fjöldamorð á Kúrdum

Saddam Hussein hefur verið ákærður fyrir þjóðarmorð á íröskum Kúrdum á níunda áratugnum. Allt að hundrað og áttatíu þúsund manns eru taldir hafa týnt lífi í fjöldamorðunum.

Erlent

Saddam ákærður fyrir fjöldmorð á Kúrdum

Talsmaður dómstólsins í Írak sem réttar yfir Saddam Hussein hefur lýst því yfir að einræðisherrann fyrrverandi verði brátt ákærður fyrir fjöldamorð á Kúrdum á ofanverðum níunda áratugnum.

Erlent

118 ferðamenn handteknir í Brasilíu

Hundrað og átján ferðamenn voru handteknir á næturklúbbi í strandbænum Natal í Norður-Brasilíu nýverið. Ferðamennirnir eru flestir frá Portúgal, Spáni, Frakklandi, Ítalíu og Noregi. Norski fréttavefurinn Aftenposten greinir svo frá en nokkrir Norðmenn voru handteknir.

Erlent

Víðtækar mótmælaaðgerðir fyrirhugaðar í Frakklandi

Frakkar búa sig nú undir alsherjarverkföll og víðtækar mótmælaaðgerðir um allt landið í dag. Tilgangur aðgerðanna er að mótmæla nýjum lögum um vinnulöggjöf í landinu. Lögin hafa vakið miklar deilur en það auðveldar atvinnurekendum að reka ungt fólk úr vinnu.

Erlent

Prodi með forskot á Berlusconi

Snörp orðaskipti einkenndur kappræður Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, og Romano Prodi, forystumanns stjórnarandstöðunnar, sem fram fóru í gær. Aðeins er um ein vika í þingkosningarnar á Ítalíu og hefur fylgi Prodi mælst um fimm prósent meira í könnunum.

Erlent

Moussaoui úrskurðaður sakhæfur

Kviðdómur í máli al-Qaeda liðans Zacaris Moussaoui úrskurðaði í gær að hann væri sakhæfur, en hann á nú dauðarefsingu yfir höfði sér. Þetta var einróma niðurstaða kviðdómsins í Virginíu í Bandaríkjunum.

Erlent

Á þriðja tug hefur farist í hvirfilbyljum

Tuttugu og þrír hafa farist í miklum skýstrókum sem gengið hafa yfir miðvesturríki Bandaríkjanna undanfarna daga. Haglkorn á stærð við appelsínur hafa fallið af himnum og tré rifnað upp með rótum í veðurofsanum.

Erlent

Neyðarástand vegna flóða

Þúsundir manna hafa orðið að yfirgefa heimili sín á flóðasvæðunum í Mið-Evrópu. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í nokkrum héruðum Tékklands eftir að ár tóku að flæða yfir bakka sína og í nágrannalöndunum er ástandið jafnframt uggvænlegt.

Erlent

Risaflugvél brotlenti

Betur fór en á horfðist þegar bandarísk herflutningavél af gerðinni Lockheed C-5 Galaxy brotlenti við herflugvöllinn í Dover í Delaware í morgun. Sautján manns voru um borð og komust þeir allir lífs af.

Erlent

Óvenjulegir farþegar með Norrænu

Það voru heldur óvenjulegir farþegar sem komu með Norrænu til Færeyja í dag eða 3200 hænur sem sendar voru með skipinu frá Danmörku. Hænurnar sem eru fimmtán vikna gamlar munu búa á Velbastað eggjabúinu en gert er ráð fyrir að þær fari að verpa um páska. Eftir ellefu mánuði verða hænurnar svo sjósettar á ný með Norrænu en þá verða þær senda til slátrunar í Danmörku.

Erlent

Börn þvinguð til herþjónustu í Nepal

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch eða Mannréttindavaktin sakar uppreisnarmenn maóista, sem berjast fyrir sósíalísku ríki í Nepal, um að ræna börnum og þvinga þau til herþjónustu.

Erlent

Hundruðir yfirgefa heimili sín

Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir að stífla gaf sig í bænum Duernkrut í Austurríki. En stíflan er í ánni March sem er við landamæri Austurríkis og Slóvakíu. Stíflan gaf sig í nótt eftir mikla vatnavexti. Vatn umlykur um helming bæjarins Duernkurt en fjöldi manna vinnur að björgunarstarfi.

Erlent

Hvetja Íraka til að mynda starfhæfa ríkisstjórn

Condolezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, hvöttu Íraka til þess að mynda starfhæfa ríkisstjórn sem fyrst en þau eru nú stödd í Írak. Andstaða gegn Íraksstríðinu magnast í Bandaríkjunum.

Erlent

Tuttugu manns fórust í sprengingu í Kína

Að minnsta kosti tuttugu létu lífið og níu er saknað eftir að sprenging varð í sprengiefnaverksmiðju í Kína. Tugir björgunarsveitarmanna reyna nú að ná til þeirra sem enn eru inni í rústum hússins. Verksmiðjan er í borginni Zhaoyuan í austurhluta Kína.

Erlent

Jóhannesar Páls páfa minnst

Tugir þúsunda manna söfnuðust saman við Vatíkanið í Róm í gærkvöldi til að minnast þess að ár er liðið frá því Jóhannes Páll páfi annar féll frá. Fólkið kveikti á kertum og bað fyrir páfa.

Erlent

Pandabirnir fá nýtt heimili

Þrír árs gamlir pandabirnir voru fluttir í ný heimkynni í gær. Birnirnir hafa hingað til dvalið í sérstakri miðstöð en eru nú fluttir í dýragarð í Sjanghæ.

Erlent