Erlent Blóðið rennur eftir því sem stundin nálgast Ísraelar hafa samþykkt að fara að vopnahléstilmælum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en áskilja sér rétt til að ráðast á hisbolla-skæruliða í sjálfsvörn. Flugskeytum hisbolla hefur rignt yfir Ísrael í dag og loftárásir Ísraela hafa orðið tugum manna að bana í Líbanon. Blóðugar orrustur áttu sér stað víðs vegar um suðurhluta Líbanons í dag. Erlent 13.8.2006 19:15 Blóðugir bardagar í Líbanon Ísraelar hafa samþykkt að fara að vopnahléstilmælum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en áskilja sér rétt til að ráðast á hisbolla-skæruliða í sjálfsvörn. Flugskeytum hisbolla hefur rignt yfir Ísrael í dag og loftárásir Ísraela hafa orðið tugum manna að bana í Líbanon. Blóðugar orrustur áttu sér stað víðs vegar um suðurhluta Líbanons í dag. Erlent 13.8.2006 18:17 Ísraelsstjórn segist geta haldið áfram að varpa sprengjum á hisbolla skæruliða í suðurhluta Líbanons, þrátt fyrir vopnahléð sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt og stjórnin sjálf féllst á í hádeginu í dag. Erlent 13.8.2006 13:42 Ísraelar samþykkja vopnahlé Ríkisstjórn Ísraels samþykkti á fundi sínum í morgun að fara að tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé. Það mun taka gildi klukkan 5 í nótt að íslenskum tíma. Ísraelar krefjast þess ennfremur að tveimur hermönnum sem rænt var fyrir rúmum mánuði síðan verði skilað. Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, tilkynnti þetta á blaðamannafundi. Erlent 13.8.2006 12:39 Kastró allur að koma til á áttræðisafmælinu Dagblað á Kúbu segir að Fídel Kastró sé allur að skríða saman en í dag er áttræðisafmæli einræðisherrans. Hátíðarhöldum vegna afmælis hans hefur hins vegar verið frestað þar til í desemberbyrjun þegar einnig verður haldið upp á 50 ára afmæli byltingar kommúnista á Kúbu. Erlent 13.8.2006 11:00 Búast við samþykki Ísraelsstjórnar Fastlega er gert ráð fyrir því að ísraelska stjórnin fallist formlega á ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé í Líbanon á reglubundnum ráðherrafundi í dag. Búist er við að Ísraelar hætti hernaðaraðgerðum í Líbanon klukkan fimm í nótt, að íslenskum tíma. Erlent 13.8.2006 10:30 Telja sig hafa náð höfuðpaur Al Kaída í Bretlandi Breska blaðið The Times hefur eftir háttsettum mönnum í bresku leyniþjónustunni að meðal þeirra sem handteknir voru í Bretlandi í síðustu viku vegna gruns um að ætla að fremja hryðjuverk sé höfuðpaur Al Kaída í Bretlandi. Erlent 13.8.2006 10:01 Tafir á breskum flugvöllum Flugfélög í Bretlandi segja að umferð um breska flugvelli sé í uppnámi vegna nýrra öryggisreglna. Flugfélögin segja að fyrirtækið sem rekur flugvellina - BAA - hafi ekki fjárfest nægilega í öryggisbúnaði og því einkenni hægagangur og tafir alla starfsemi flughafna. Erlent 13.8.2006 09:20 Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt vopnahlésályktun um átökin í Líbanon. Leiðtogi Hizbollah segist ætla að virða vopnahléið fari Ísraelar frá Líbanon. Ísraelar sækja fram af auknum krafti í S-Líbanon. Erlent 13.8.2006 06:00 Lula ánægður með efnahaginn Efnahagur Brasilíu stendur nú styrkum fótum og er óháður erlendri aðstoð. Þetta segir forseti Brasilíu sem hóf í gær baráttu sína fyrir endurkjöri. Erlent 12.8.2006 19:19 Ísraelar hætta að sprengja í Líbanon á mánudag Ísraelar segjast ætla að hætta hernaðaraðgerðum í Líbanon á mánudag. Þeir sækja nú fram með mikinn liðsafla að Litani-ánni, sem skilur að norður- og suðurhluta landsins, þrátt fyrir ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi um vopnahlé. Að minnsta kosti tuttugu Líbanar létu lífið í árásum Ísraela í dag og sjö ísraelskir hermenn féllu í átökum við Hizbolla-skæruliða. Erlent 12.8.2006 19:17 Ísraelar sækja fram í Líbanon Ísraelar hafa þrefaldað liðsstyrk sinn í Suður-Líbanon, þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi á fundi sínum í nótt samþykkt áætlun um vopnahlé. Erlent 12.8.2006 17:16 Hræfnykur í grasagarðinum í Brooklyn Mikinn fnyk leggur nú um grasagarðinn í Brooklyn í New York vegna hræblóms sem blómstraði þar í gærkvöldi. Nafnið á blóminu er verðskuldað því lyktin af því þykir helst minna á rotnandi hræ og er plantan almennt viðurkennd sem verst lyktandi blómplanta í heimi. En þó mannfólkið fúlsi við lyktinni sækja skordýr mjög í hana. Erlent 12.8.2006 15:09 Hátt í 200 fallnir í átökum á Sri Lanka í dag Stjórnarherinn á Sri Lanka ræðst nú gegn Tamíltígrum á Sri Lanka með auknu afli. Heryfirvöld áætla að yfir 150 tígrar hafi látið lífið í átökum hersins og skæruliða á Jaffna-skaganum í norðurhluta landsins í morgun. Átök halda einnig áfram á austurströndinni, meðal annars í Batticaloa og fyrir ströndum Trincomalee. Erlent 12.8.2006 14:43 Leitað að tengslum hryðjuverkamanna við Bandaríkin Bandarískir leyniþjónustumenn eru nú að fara yfir bresk njósnagögn til að athuga hvort Bretarnir sem hugðu á hryðjuverk höfðu einhver tengsl í Bandaríkjunum. Engar vísbendingar hafa þó enn fundist um að svo sé. Erlent 12.8.2006 13:00 Tónlistarmenn ferðast með lest Nýjar reglur um handfarangur í flugvélum neyða tónlistarmenn eins frægasta balletts Rússlands, Bolshoi-ballettsins, til að ferðast með lest frá Rússlandi til Bretlands vegna fyrirhugaðrar sýningar á Svanavatninu í Konunglega óperuhúsinu í London næstkomandi laugardag. Erlent 12.8.2006 08:00 Trúa mýtu um meyjarhaftið Meirihluti sænskra unglinga trúir enn bábiljum um meyjarhaftið, samkvæmt nýrri sænskri rannsókn sem gerð var við háskólann í Umeå, þar sem tvö hundruð framhaldsskólanemar voru spurðir: „Hvað er meyjarhaftið?“. Erlent 12.8.2006 07:30 Rice bjartsýn á málamiðlun Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og aðrir háttsettir fulltrúar aðildarríkja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna kepptust í gær við að koma saman nýrri ályktun sem ætlað er að stuðla að því að átökum Ísraelshers og Hizbollah-liða í Líbanon linni. Vonir stóðu til að samkomulag tækist í gærkvöld að bandarískum tíma, í nótt að íslenskum tíma. Erlent 12.8.2006 07:00 Yfir 100 manns farast í fellibyl Erlent 12.8.2006 06:30 Bjarndýraveiðar heimilaðar Erlent 12.8.2006 06:00 Ísraelar skutu á bílalest flóttafólks Ísraelsk flugvél skaut í það minnsta fimm eldflaugum að bílalest hundraða farartækja sem flutti flóttafólk frá suðurlíbanska bænum Marjayoun í dag. Tveir létust í árásinni. Í bílalestinni voru um 3000 óbreyttir borgarar og 350 líbanskir öryggisverðir sem aðstoðuðu fólkið við að flýja svæðið eftir að Ísraelar héldu lengra inn í Líbanon. Erlent 11.8.2006 21:00 Öryggisráðið fundar um ályktun um Líbanon Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er nú sest að fundi til að ræða tillögu að ályktun um vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs. Ráðið mun greiða atkvæði um tillöguna í kvöld. John Bolton, sendifulltrúi Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum segist vonast til þess að tillagan verði samþykkt samhljóða. Ísraelar hafa enn ekki gefið neitt út um viðbrögð sín við tillögunni. Erlent 11.8.2006 20:33 Samkomulag í sjónmáli Líklegt er talið að samkomulag náist á næstu klukkustundum milli Líbana og Bandaríkjamanna um orðalag ályktunar sem miðar að því að binda enda á átök Ísraela og Hizbollah skæruliða í Suður-Líbanon. Endanleg drög verða svo lögð fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þar sem greidd verða atkvæði um þau. Erlent 11.8.2006 14:38 Lækkanir á hlutabréfamörkuðum í Evrópu ganga til baka Lækkanir á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í gær, vegna hryðjuverkaógnar sem steðjaði að Bretlandi og Bandaríkjun, hafa nú þegar gengið nokkuð til baka. Erlent 11.8.2006 13:12 Brasilískir þingmenn kærðir fyrir að draga sér fé Rannsóknarnefnd á vegum brasilíska þjóðþingsins hefur kært 72 þingmenn fyrir að hafa dregið sér fé úr sjóðum heilbrigðiskerfisins og mælir nefndin með því að þingmennirnir verði sóttir til saka fyrir meint brot sín. Erlent 11.8.2006 13:00 Ráðist á æfingabúðir Tamíltígra Uppreisnarmenn Tamíltígra á Srí Lanka segja stjórnarherinn þar í landi hafa efnt til átaka á nýjum vígstöðvum í morgun þegar þeir vörpuðu sprengjum á æfingarbúðir tígranna í Batticaloa. Að sögn Tamíltígra féllu fjölmargir liðsmenn í árásinni. Erlent 11.8.2006 12:45 Enn deilt um orðalag ályktunar Sprengjur hafa dunið á Beirút, höfuðborg Líbanons, í morgun um leið og forsætisráðherra landsins fundar þar með fulltrúum Bandaríkjastjórnar. Vonast er til að samkomulag náist í dag um orðalag ályktunar í deilu Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Erlent 11.8.2006 12:30 Höfuðpaurarnir sagðir í haldi lögreglu Breska lögreglan telur sig hafa handtekið höfuðpaura hryðjuverkahóps sem lagði á ráðin um að sprengja í loft upp flugvélar á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Nokkrir úr hópnum eru þó sagðir ganga lausir. Æfa átti ódæðin um helgina og láta til skarar skíða nokkrum dögum síðar. Erlent 11.8.2006 12:15 Beðið eftir ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna Bandaríkjamenn binda vonir við að fulltrúar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna geti í dag greitt atkvæði um nýja ályktun um vopnahlé milli Ísraela og Hizbollah-skæruliða í Líbanon. Erlent 11.8.2006 09:00 Mikið mannfall í Kína eftir fellibyl Hátt í hundrað manns eru sagðir hafa týnt lífi þegar fellibylurinn Saomai fór yfir suð austurhluta Kína í nótt og í morgun. Erlent 11.8.2006 08:33 « ‹ ›
Blóðið rennur eftir því sem stundin nálgast Ísraelar hafa samþykkt að fara að vopnahléstilmælum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en áskilja sér rétt til að ráðast á hisbolla-skæruliða í sjálfsvörn. Flugskeytum hisbolla hefur rignt yfir Ísrael í dag og loftárásir Ísraela hafa orðið tugum manna að bana í Líbanon. Blóðugar orrustur áttu sér stað víðs vegar um suðurhluta Líbanons í dag. Erlent 13.8.2006 19:15
Blóðugir bardagar í Líbanon Ísraelar hafa samþykkt að fara að vopnahléstilmælum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en áskilja sér rétt til að ráðast á hisbolla-skæruliða í sjálfsvörn. Flugskeytum hisbolla hefur rignt yfir Ísrael í dag og loftárásir Ísraela hafa orðið tugum manna að bana í Líbanon. Blóðugar orrustur áttu sér stað víðs vegar um suðurhluta Líbanons í dag. Erlent 13.8.2006 18:17
Ísraelsstjórn segist geta haldið áfram að varpa sprengjum á hisbolla skæruliða í suðurhluta Líbanons, þrátt fyrir vopnahléð sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt og stjórnin sjálf féllst á í hádeginu í dag. Erlent 13.8.2006 13:42
Ísraelar samþykkja vopnahlé Ríkisstjórn Ísraels samþykkti á fundi sínum í morgun að fara að tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé. Það mun taka gildi klukkan 5 í nótt að íslenskum tíma. Ísraelar krefjast þess ennfremur að tveimur hermönnum sem rænt var fyrir rúmum mánuði síðan verði skilað. Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, tilkynnti þetta á blaðamannafundi. Erlent 13.8.2006 12:39
Kastró allur að koma til á áttræðisafmælinu Dagblað á Kúbu segir að Fídel Kastró sé allur að skríða saman en í dag er áttræðisafmæli einræðisherrans. Hátíðarhöldum vegna afmælis hans hefur hins vegar verið frestað þar til í desemberbyrjun þegar einnig verður haldið upp á 50 ára afmæli byltingar kommúnista á Kúbu. Erlent 13.8.2006 11:00
Búast við samþykki Ísraelsstjórnar Fastlega er gert ráð fyrir því að ísraelska stjórnin fallist formlega á ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé í Líbanon á reglubundnum ráðherrafundi í dag. Búist er við að Ísraelar hætti hernaðaraðgerðum í Líbanon klukkan fimm í nótt, að íslenskum tíma. Erlent 13.8.2006 10:30
Telja sig hafa náð höfuðpaur Al Kaída í Bretlandi Breska blaðið The Times hefur eftir háttsettum mönnum í bresku leyniþjónustunni að meðal þeirra sem handteknir voru í Bretlandi í síðustu viku vegna gruns um að ætla að fremja hryðjuverk sé höfuðpaur Al Kaída í Bretlandi. Erlent 13.8.2006 10:01
Tafir á breskum flugvöllum Flugfélög í Bretlandi segja að umferð um breska flugvelli sé í uppnámi vegna nýrra öryggisreglna. Flugfélögin segja að fyrirtækið sem rekur flugvellina - BAA - hafi ekki fjárfest nægilega í öryggisbúnaði og því einkenni hægagangur og tafir alla starfsemi flughafna. Erlent 13.8.2006 09:20
Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt vopnahlésályktun um átökin í Líbanon. Leiðtogi Hizbollah segist ætla að virða vopnahléið fari Ísraelar frá Líbanon. Ísraelar sækja fram af auknum krafti í S-Líbanon. Erlent 13.8.2006 06:00
Lula ánægður með efnahaginn Efnahagur Brasilíu stendur nú styrkum fótum og er óháður erlendri aðstoð. Þetta segir forseti Brasilíu sem hóf í gær baráttu sína fyrir endurkjöri. Erlent 12.8.2006 19:19
Ísraelar hætta að sprengja í Líbanon á mánudag Ísraelar segjast ætla að hætta hernaðaraðgerðum í Líbanon á mánudag. Þeir sækja nú fram með mikinn liðsafla að Litani-ánni, sem skilur að norður- og suðurhluta landsins, þrátt fyrir ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi um vopnahlé. Að minnsta kosti tuttugu Líbanar létu lífið í árásum Ísraela í dag og sjö ísraelskir hermenn féllu í átökum við Hizbolla-skæruliða. Erlent 12.8.2006 19:17
Ísraelar sækja fram í Líbanon Ísraelar hafa þrefaldað liðsstyrk sinn í Suður-Líbanon, þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi á fundi sínum í nótt samþykkt áætlun um vopnahlé. Erlent 12.8.2006 17:16
Hræfnykur í grasagarðinum í Brooklyn Mikinn fnyk leggur nú um grasagarðinn í Brooklyn í New York vegna hræblóms sem blómstraði þar í gærkvöldi. Nafnið á blóminu er verðskuldað því lyktin af því þykir helst minna á rotnandi hræ og er plantan almennt viðurkennd sem verst lyktandi blómplanta í heimi. En þó mannfólkið fúlsi við lyktinni sækja skordýr mjög í hana. Erlent 12.8.2006 15:09
Hátt í 200 fallnir í átökum á Sri Lanka í dag Stjórnarherinn á Sri Lanka ræðst nú gegn Tamíltígrum á Sri Lanka með auknu afli. Heryfirvöld áætla að yfir 150 tígrar hafi látið lífið í átökum hersins og skæruliða á Jaffna-skaganum í norðurhluta landsins í morgun. Átök halda einnig áfram á austurströndinni, meðal annars í Batticaloa og fyrir ströndum Trincomalee. Erlent 12.8.2006 14:43
Leitað að tengslum hryðjuverkamanna við Bandaríkin Bandarískir leyniþjónustumenn eru nú að fara yfir bresk njósnagögn til að athuga hvort Bretarnir sem hugðu á hryðjuverk höfðu einhver tengsl í Bandaríkjunum. Engar vísbendingar hafa þó enn fundist um að svo sé. Erlent 12.8.2006 13:00
Tónlistarmenn ferðast með lest Nýjar reglur um handfarangur í flugvélum neyða tónlistarmenn eins frægasta balletts Rússlands, Bolshoi-ballettsins, til að ferðast með lest frá Rússlandi til Bretlands vegna fyrirhugaðrar sýningar á Svanavatninu í Konunglega óperuhúsinu í London næstkomandi laugardag. Erlent 12.8.2006 08:00
Trúa mýtu um meyjarhaftið Meirihluti sænskra unglinga trúir enn bábiljum um meyjarhaftið, samkvæmt nýrri sænskri rannsókn sem gerð var við háskólann í Umeå, þar sem tvö hundruð framhaldsskólanemar voru spurðir: „Hvað er meyjarhaftið?“. Erlent 12.8.2006 07:30
Rice bjartsýn á málamiðlun Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og aðrir háttsettir fulltrúar aðildarríkja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna kepptust í gær við að koma saman nýrri ályktun sem ætlað er að stuðla að því að átökum Ísraelshers og Hizbollah-liða í Líbanon linni. Vonir stóðu til að samkomulag tækist í gærkvöld að bandarískum tíma, í nótt að íslenskum tíma. Erlent 12.8.2006 07:00
Ísraelar skutu á bílalest flóttafólks Ísraelsk flugvél skaut í það minnsta fimm eldflaugum að bílalest hundraða farartækja sem flutti flóttafólk frá suðurlíbanska bænum Marjayoun í dag. Tveir létust í árásinni. Í bílalestinni voru um 3000 óbreyttir borgarar og 350 líbanskir öryggisverðir sem aðstoðuðu fólkið við að flýja svæðið eftir að Ísraelar héldu lengra inn í Líbanon. Erlent 11.8.2006 21:00
Öryggisráðið fundar um ályktun um Líbanon Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er nú sest að fundi til að ræða tillögu að ályktun um vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs. Ráðið mun greiða atkvæði um tillöguna í kvöld. John Bolton, sendifulltrúi Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum segist vonast til þess að tillagan verði samþykkt samhljóða. Ísraelar hafa enn ekki gefið neitt út um viðbrögð sín við tillögunni. Erlent 11.8.2006 20:33
Samkomulag í sjónmáli Líklegt er talið að samkomulag náist á næstu klukkustundum milli Líbana og Bandaríkjamanna um orðalag ályktunar sem miðar að því að binda enda á átök Ísraela og Hizbollah skæruliða í Suður-Líbanon. Endanleg drög verða svo lögð fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þar sem greidd verða atkvæði um þau. Erlent 11.8.2006 14:38
Lækkanir á hlutabréfamörkuðum í Evrópu ganga til baka Lækkanir á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í gær, vegna hryðjuverkaógnar sem steðjaði að Bretlandi og Bandaríkjun, hafa nú þegar gengið nokkuð til baka. Erlent 11.8.2006 13:12
Brasilískir þingmenn kærðir fyrir að draga sér fé Rannsóknarnefnd á vegum brasilíska þjóðþingsins hefur kært 72 þingmenn fyrir að hafa dregið sér fé úr sjóðum heilbrigðiskerfisins og mælir nefndin með því að þingmennirnir verði sóttir til saka fyrir meint brot sín. Erlent 11.8.2006 13:00
Ráðist á æfingabúðir Tamíltígra Uppreisnarmenn Tamíltígra á Srí Lanka segja stjórnarherinn þar í landi hafa efnt til átaka á nýjum vígstöðvum í morgun þegar þeir vörpuðu sprengjum á æfingarbúðir tígranna í Batticaloa. Að sögn Tamíltígra féllu fjölmargir liðsmenn í árásinni. Erlent 11.8.2006 12:45
Enn deilt um orðalag ályktunar Sprengjur hafa dunið á Beirút, höfuðborg Líbanons, í morgun um leið og forsætisráðherra landsins fundar þar með fulltrúum Bandaríkjastjórnar. Vonast er til að samkomulag náist í dag um orðalag ályktunar í deilu Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Erlent 11.8.2006 12:30
Höfuðpaurarnir sagðir í haldi lögreglu Breska lögreglan telur sig hafa handtekið höfuðpaura hryðjuverkahóps sem lagði á ráðin um að sprengja í loft upp flugvélar á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Nokkrir úr hópnum eru þó sagðir ganga lausir. Æfa átti ódæðin um helgina og láta til skarar skíða nokkrum dögum síðar. Erlent 11.8.2006 12:15
Beðið eftir ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna Bandaríkjamenn binda vonir við að fulltrúar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna geti í dag greitt atkvæði um nýja ályktun um vopnahlé milli Ísraela og Hizbollah-skæruliða í Líbanon. Erlent 11.8.2006 09:00
Mikið mannfall í Kína eftir fellibyl Hátt í hundrað manns eru sagðir hafa týnt lífi þegar fellibylurinn Saomai fór yfir suð austurhluta Kína í nótt og í morgun. Erlent 11.8.2006 08:33